Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 skóli væri ekki fyrir mig og vildi frekar prófa mig áfram sjálf. Ég var einnig að taka að mér verkefni í New York og Boston þar sem ég átti föst verkefni sem fyrirsæta. Það var heldur mikið að vera í fullu háskólanámi og ferðast tíu til fimmtán daga á mánuði frá Berlín til New York. Ég er með reynslu úr tískuheiminum sem spannar tæp tuttugu ár og því fannst mér ég þekkja hann það vel sjálf að ég ákvað að finna mínar leiðir í honum. Þá kom kórónuveiran og lífið sem við þekkjum breytt- ist. Viðskiptavinir mínir í Bandaríkjunum hættu að bóka mig og mér fannst fyrirsætuverkefnin hér í Þýskalandi ekki nógu spennandi þannig að ég ákvað að demba mér í ljósmyndaverkefni.“ Alltaf farið sínar eigin leiðir í lífinu Edda hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í lífinu. „Ég vann í hugmyndunum mínum og setti saman teymi og bjó til söguþætti sem ég sendi á tímarit á borð við Schön Magazine, Lula Japan og Latest magazine. Þetta er leiðin sem ég hef farið til að byggja upp möppuna mína og hafa eitthvað í höndunum til að sýna viðskiptavinum mínum. Út frá þessu var ég til dæmis ráðin til að gera „look- book“ fyrir Galvan London sem var svo birt hjá Vogue. Einnig hef ég verið að vinna mikið með skartgripi. Við- skiptavinir mínir hafa verið OUVERTURE og Inter- national Citizen.“ Edda er viss um að hún hefði ekki farið áfram með vinn- una sína á þennan hátt ef ástandið hefði verið öðruvísi. „Ég hefði ekki kýlt á þetta af svona mikilli alvöru nema vegna þess að heimurinn stóð í stað og ég missti af þessum fyrirsætuverkefnum í Bandaríkjunum. Öryggið var farið og ekkert annað í boði en að demba sér í næstu áskorun.“ Íbúðin þeirra í Berlín er einstaklega falleg. „Það er dásamlegt að vera svona miðsvæðis í Berlín. Við búum við aðalverslunargötuna sem minnir mig svolítið á Soho í New York nema hér er miklu minni umferð að sjálfsögðu. Við Moritz búum í nýrri byggingu sem okkur líkar mjög vel, en þar sem við eigum von á barni erum við í þeim hugleiðingum að stækka við okkur. Húsnæðismark- aðurinn hér er þannig að íbúðir hafa hækkað mjög mikið í verði á undanförnum árum svo það er ekki auðvelt að finna draumaíbúðina eins og er.“ Edda er vön að vera á faraldsfæti vegna vinnunnar. „Það mun ýmislegt breytast þegar barnið fæðist. Ég var vön í svo mörg ár að hoppa upp í vél hvar sem er í heiminum í alls konar fyrirsætuverkefni, oft með einungis eins dags fyrirvara, en þar sem ég hef verið að byggja upp verkefni í kringum mig með föstum viðskiptavinum síðast- liðin ár verður þetta ekki svo slæmt. Það sem ég þarf að gera er að finna mér góða barnapíu þegar ég tek að mér verkefnin þangað til dóttir mín fer á leikskóla.“ Kórónuveiran hefur haft meiri áhrif á líf Eddu en meðgangan sem segir ýmislegt um aðstæð- urnar í Þýskalandi í dag. „Mér fannst þetta alveg tilvalinn tími til að verða ólétt. Það er allt enn þá lokað hér í Berlín. Við erum búin að vera í „lockdown“ síðan í nóvember í fyrra. Hér er ekki einu sinni hægt að setjast inn á kaffihús þannig að við erum voða mikið heima hjá okkur nema þegar ég er að vinna ljósmyndaverk- efnin mín. Ég er með sirka eitt verkefni á viku og þess á milli er ég að undirbúa myndatökuna og í eftirvinnslu á ljósmyndunum.“ Það er meira krefjandi að vera á bak við myndavélina að mati Eddu. „Það er einnig meira gefandi. Mér finnst einstaklega gaman að hafa yfirsýn yfir tökur og vera listrænn stjórnandi sjálf. Að koma með hugmynd og sjá hana verða að veruleika er alveg ein- staklega skemmtilegt. Ég tek eitt og eitt fyrirsætuverkefni ennþá og þegar heimurinn opnast aftur getur vel verið að ég taki fleiri verkefni í New York og annars staðar sem fyrirsæta af og til. Fókusinn er á ljós- myndaverkefnin núna og móðurhlutverkið.“ Kolféllu hvort fyrir öðru Edda er félagsvera í eðli sínu og segir mikilvægt að eiga góða vini að. „Í Berlín vinn ég mikið með vinum og hef fundið vinkonur úr ljósmyndaskólanum sem eru mjög uppbyggjandi. Við erum fimm vinkonur og draumurinn okkar er að setja upp ljósmyndastúdíó saman. Vinna verkefni saman, deila hugmyndum og hjálpa hver annarri að koma sér á fram- færi.“ Hvað með ástina í lífinu? „Ég kynntist manninum mínum á tískuvikunni í London árið 2017. Ég var á þeim tíma „brand partner“ fyrir jógafyrirtækið Vyayama. Við höfðum verið valin áhugaverðustu nýliðarnir hjá Selfridges og var fatamerkið í glugganum á Oxford Street í nokkrar vikur. Það var viðburður í kringum þetta sem ID Magazine stóð fyrir og við vorum í þeim viðburði. Ég fór svo í tískupartí það kvöld þar sem ég hitti Moritz í gegnum vinafólk. Við alveg kolféllum hvort fyrir öðru og vor- um svo í fjarsambandi á milli London og New York í heilt ár þar til við fluttum saman til Berlínar.“ Jákvæðni besta fegrunarlyfið Moritz bað Eddu á strönd í Kosta Ríka í febrúar 2020, rétt fyrir kórónuveiruna. „Planið var að giftast á þessu ári en mig langar ekki að gifta mig með grímu svo við erum með fókusinn á barneignina núna.“ Fyrirsætuheimurinn hefur breyst mjög mikið frá því Edda byrjaði að vinna á sínum tíma. „Breytingarnar eru til hins betra að mínu mati. Það er mikil áhersla lögð á að fyrirsætur séu með sinn eigin persónuleika. Það sem mér finnst best við iðnaðinn í dag er að við erum með meiri fjöl- breytileika en þegar ég byrjaði árið 1998. Aldur er ekki eins mikið mál og áður. Þú getur verið 65 ára með grátt hár að gera flott verkefni. Það sem er aðeins þreytandi er að nú þarftu að vera sýnileg á samfélagsmiðlum, sem getur verið þreytandi. Það eru tækifæri í því líka, sem dæmi að vera hluti af breytingum sem mann langar að sjá í heiminum. Sem ljósmyndari hafa samfélagsmiðlar einnig hjálpað mér mjög mikið þar sem ég hef fundið áhugavert fólk að vinna með í gegnum þá, sem dæmi stílista, förðunarfræðinga og hárgreiðslufólk svo eitthvað sé nefnt.“ Hvað gerir þú til að viðhalda góðri heilsu og hraustlegu útliti? „Ég hef stundað jóga og hugleiðslu í 17 ár. Svo borða ég einstaklega hollan mat og hef gert það í mörg ár. Svefn er mér einnig mjög mikilvægur.“ Áttu leyniráð að deila með okkur til að viðhalda fallegu útliti með árunum? „Já, það er að sofa vel, stunda jóga og drekka mikið af vatni. Ég mæli einnig með sellerísafa og Feel Iceland-kollageni sem hefur hjálpað mér mikið. Svo má ekki gleyma því að jákvæðni er eitt besta fegrunarmeðalið.“ Ljósmynd/Shauna Summers Þessi ljósmynd eftir Eddu birtist í Vogue. Hún er tekin fyrir Gal- van London. Ljósmynd/Anja Rohner Ljósmynd/Edda Pétursdóttir Heimili Eddu og Moritz í Berlín er dásamlega fallegt. Ljósmyndir eftir Eddu hafa birst í fjölmörgum tímaritum. Þessi ljós- mynd birtist í Teeth Magazine. Ljósmynd/Edda Pétursdóttir Edda Pétursdóttir á von á fyrsta barni sínu í lok mánaðarins. Edda og Moritz ætluðu að gifta sig á þessu ári en hafa frestað því tíma- bundið vegna kórónuveirunnar. Edda hefur verið að slá í gegn sem ljósmyndari að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.