Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 24
Áslaug Hulda er góður kokkur og gerir nú salat með girnilegu meðlæti í stað þess að borða girnilegan mat með salati. innviði og þar gegnir innlend end- urvinnsla mikilvægu hlutverki. Það er því ótrúlega skrítið að þurfa á tímum sjálfbærni og hringrásarhagkerfis að vera að berjast við kerfið. Að nýsköpunar- fyrirtæki eins og Pure North sem er að endurvinna plast við bestu mögulegu aðstæður þurfi að berj- ast fyrir tilverurétti sínum, vanti stundum plast til endurvinnslu vegna þess að hvatarnir í kerfinu styðja við það að plastið sé sent óunnið úr landi. Við töpum í virð- iskeðjunni og umhverfið tapar líka. Síðan vitum við ekki hvar þetta plast endar. Því miður höf- um við of mörg dæmi um það að plastið endi í Asíu þar sem inn- viðir eru veikir og farvegir ekki eins og við viljum hafa þá. Við eig- um að gera betur. Við getum gert svo miklu betur.“ Hvað er jákvætt við starfsum- hverfið þitt? „Það er mjög jákvætt hvað um- hverfismálin hafa fengið aukið vægi í íslenskri pólitík síðustu ár. Ég finn fyrir þessum aukna áhuga í Garðabæ. Þar höfum við um langt skeið lagt mikla áherslu á umhverf- ismálin og það hefur sem dæmi ekkert sveitarfélag friðlýst hlut- fallslega jafnmikið landsvæði og Garðabær. Þetta eru ómetanleg verðmæti inn í framtíðina. Síðan er starfæna byltingin loksins að fá pláss og ég á von á miklum og hröðum framförum þar. Í grunninn snýst pólitíkin um forgagnsröðun og traustur fjárhagur er forsenda góðrar þjónustu.“ Ljósmynd/Grænkerar H vað er að frétta? „Það er mikið að gera hjá mér á öllum víg- stöðvum þessa dagana. Hjá Pure North Recycl- ing erum við að byggja upp fyrirtæki sem end- urvinnur plast og jarð- varminn er í aðalhlutverki. Síðan er alltaf fjör í pólitíkinni í Garðabæ og verkin mörg og spennandi. Ég er líka búin að miðaldra yfir mig – við erum að tala um að fara á gönguskíði, í sjósund, fjallgöngur – og svo er ég á leið á golfnámskeið í næstu viku! Ég er búin að komast að því að það að vera miðaldra er meiri háttar.“ Til lukku með afmælið. Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Takk fyrir. Það er gaman að eiga afmæli! Ég ætla að byrja daginn á sundi og gufu. Ég mun vinna smávegis og elda síðan eitthvað gott með sex metrunum sem ég bý með, þ.e. eiginmanni og tveimur sonum. Engar áhyggj- ur – ég mun líka finna tíma til að skála með mínum bestu konum!“ Hver er besti afmælisdagurinn þinn til þessa? „Ég er bæði hrifnæm og gleymin og finnst alltaf síðasti afmælisdagurinn sá besti. Þannig að dagurinn í dag verður pott- þétt besti afmælisdagurinn minn. Þangað til á næsta ári.“ En sá versti? „Ég hef haldið því fram síðan ég byrjaði að tala að það sé alltaf sól 5. maí. Einu sinni var rigning á afmælisdaginn minn, það fannst mér vesen.“ Hvað hefur lífið kennt þér? „Að það þýðir ekkert að taka þessu of al- varlega. Þetta fer allt einhvern veginn. Og hlutirnir eiga það til að fara eins og þeir eiga að fara. En fátt kemur af sjálfu sér. Svo eigum við að vanda okkur í því sem við gerum og vera almennilegar mann- eskjur. Já, og börnin – lífið hefur kennt mér að þau vaxa allt of hratt.“ Hvað ætlarðu að gera á nýju afmælisári? „Ég ætla að halda áfram að njóta með mínum og miðaldra yfir mig. Vonandi fer svo fólk að hittast. Ég hlakka til að geta aftur hitt fólk. Að hlæja meira og njóta. Ég ætla að byrja aftur í kraftlyftingum og mun skrá mig í þjálfun hjá meistara Öddu í kraftlyftingadeild Stjörnunnar. Það er töff að lyfta – og mjög mikilvægt fyrir miðaldra „corið“.“ Hverju ætlar þú að sleppa? „Ég ætla að sleppa fiskum. Ég veiði þá á flugu og sleppi þeim svo flestum. Það er stundum jafnmikið kikk og að fá’ann. Ég reyni líka oftast að sleppa leiðindum.“ Ég frétti að þú lítir svo svakalega vel út þessa dagana – hver er galdurinn á bak við það? „Nú veit ég ekki hvar þú fréttir það en mikið er ég ánægð með nafnlausa heimild- armanninn! Það er allir sætari í stuði en fýlu – og ég er oftast í stuði. Ég er mikið úti, fer í sund og gufu. Labba með hundinn nema í rigningu því hundurinn minn þolir ekki rigningu. Þá daga viðra ég karlinn. Og í staðinn fyrir það að borða alls konar með salati þá borða ég salat með alls konar. Ég borða minna hveiti og lítinn sykur. Síðan var ég líka með alls konar yfirlýsingar og tók einhverju veðmáli. Þeir sem þekkja mig vita að það er ekki séns að ég tapi veð- máli. Þannig að já, ætli megi ekki segja að ég komi aðeins minni út úr Covid.“ Hvaða merkingu hefur Smartland fyrir þig? „Það er smart að eiga sama afmælisdag og Smartland! Það toppar það fátt.“ Getur þú sagt okkur eitthvað spennandi tengt vinnu og viðskiptum? „Það eru gríðarleg tækifæri sem tengjast umhverfismálunum og við verðum að grípa þessi tækifæri. Og ég trúi því að þar getum við búið til fleiri fyrirtæki og fleiri störf. At- vinnulífið og hið opinbera verða að vinna þetta saman. Við sem þjóð eigum svo mikið undir því. Við þurfum að byggja upp sterka „Það að vera miðaldra er meiri háttar“ Áslaug Hulda Jónsdóttir hjá Pure North Recycling og formaður bæj- arráðs Garðabæjar á sama afmælisdag og Smartland, þ.e. þann 5. maí, þó að það muni aðeins á árunum. Hún segir mikla spennu fylgja því að eiga afmæli og að hún sé að taka miðaldraskeiðið með trompi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Áslaug Hulda Jóns- dóttir á afmæli í dag og er viss um að dagurinn verði sá besti til þessa. Ljósmynd/Baunin Litlu bollakökurnar frá Bauninni eru vegan kökur þar sem gætt er að hollustu og gæðum í hverjum bita. Ný áhugamál vakna með árunum. Að gera fallegt í kringum sig með blómum er falleg sjálfsvirðing. Það er gaman að fá fallegar gjafir á afmælisdaginn. Ljósmynd/Baunin Áslaug ætlar að skála í til- efni dagsins. Ljósmynd/Colourbox Á Grænkerasíðunni má finna góða syk- urlausa uppskrift að trufluðum súkku- laðitrufflum. Ljósmynd/Áslaug Hulda Jónsdóttir Áslaug Hulda borðar mikið af salati þessa dagana og velur svo vandlega prótein að hafa með því. Girnilegur ostaplatti sem hentar vel með salatinu. Ljósmynd/Colourbox Ljósmynd/Áslaug Hulda Jónsdóttir 24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.