Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 6
E dda Pétursdóttir býr í Berlín í Þýskalandi; í Mitte, sem er líkt og nafnið ber með sér miðja Berlínar og eitt aðalhverfið þar sem steinsteyptar götur, heillandi hús og gömul kirkja setja svip á um- hverfið. „Ég var svo heppin að vera í ljósmyndanámi þegar kórónuveiran skall á svo ég kláraði það og fór svo að vinna sem ljósmyndari. Sú vinna er háð takmörkunum vegna veirunnar en maður reynir að finna taktinn í því eftir því sem veiran leyfir.“ Edda á von á dóttur hinn 23. maí næstkomandi með manni sín- um Moritz Reiner. Þau hafa verið saman frá árinu 2017 þegar þau kynntust á tískuvikunni í London. Þau voru í fjarbúð í eitt ár þar til þau fluttu til Berlínar saman fyrir fjórum árum. „Þegar við fluttum hingað fyrst lagði ég mikið upp úr því að fara að gera eitthvað strax, þá helst til að kynnast fólki. Moritz vinnur fyrir fyrirtæki sem heitir WeWork sem eru skrif- stofur fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hann var fluttur frá Lond- on til Berlínar til að opna WeWork á þýska markaðnum, sem er ástæða þess að við fluttum hingað. Ég var búin að eiga góðan og langan feril sem fyrirsæta í New York í um 15 ár og var tilbúin að breyta til og elta ástina. Ég sótti um hjá Neue Schule für Fotografie í eins árs alþjóðlegt nám sem var mjög gefandi og skemmtilegt nám. Þar kynntist ég góðum vinkonum sem ég vinn mikið með í dag. Eftir það tók ég önn í BTK-háskólanum en áttaði mig á því að sá Ljósmynd/Lotte Thor „Var tilbúin að breyta til og elta ástina“ Edda Pétursdóttir fyrirsæta býr í Berlín með unnusta sínum Moritz. Þau eiga von á sínu fyrsta barni seinna í mánuðinum og eru spennt fyrir framtíð- inni þótt kórónuveiran hafi haldið þeim heima frá því í nóvember í fyrra. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 5 SJÁ SÍÐU 8 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.