Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 12
gera fallega förðun heldur einnig að greina persónuleika hvers og eins. Ég tek mið af öllum litlum smáatriðum. Samsetningu lita, aldri viðkomandi og veit nákvæmlega hvað förðun getur gert fyrir hvern og einn. Ég elska að sjá sjálfstraustið skína frá viðskiptavinum mínum þegar þeir líta í spegilinn að förðun lokinni. Einnig er mjög mikilvægt að viðhafa hreinlæti og að sótthreinsa allar vörur og bursta eftir notkun. Sérstaklega á tímum sem þessum.“ Hvað ertu að fást við núna? „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt í heimi förðunar og tísku. Þessi heimur breytist mjög hratt og ég þarf að fylgjast vel með öllum trendum og stílum. „Eyebrow Lamination“ er mjög vinsæl núna þar sem við gerum sem mest úr augabrúnunum og augnháralengingar þar sem hárin eru sett við enda augnháranna sem gefur fallega lyftingu. Þessi aðferð hentar öllum sem vilja ekki of dramatískar breytingar á augnhárunum en vilja samt breyta til.“ Drekkur tvö vatnsglös að morgni Hvernig ertu að farða þig núna? „Það tekur mig ekki langan tíma að farða mig í dag. Ég er móðir tveggja barna og verð að halda uppi góðri rútínu daglega. Ég byrja daginn á tveimur glösum af vatni og síð- an fæ ég mér 60 til 120 ml af Aloe Vera Peach safa frá Forever Living Company. Fegurðin kemur innan frá þess vegna þurfum við að skoða nákvæmlega hvað við setjum ofan í okkur ekki síð- K atrína Kristel Tönyudóttir útskrifaðist frá MUD Make-Up Designory árið 2016 og hefur starfað sem förð- unarfræðingur síðan. Frá því hún man eftir sér hefur hún alltaf haft mikinn áhuga á fegurð, tísku, förðun og hári svo ferillinn sem hún hefur valið sér hefur komið fáum á óvart. „Ég er fædd í Kiev í Úkraínu. Ég kom til Íslands í heim- sókn ásamt móður minni þegar ég var tólf ára og urðum við báðar í þeirri ferð ástfangnar af landinu. Við höfum verið hér síðan og búið okkur til yndislegt líf.“ Þegar Katrína var barn lærði hún í skóla sem var ein- vörðungu fyrir stúlkur. „Ég var ekki í hefðbundnum skóla eins og þekkist hér heldur var ég í skóla þar sem við urðum að vera í ein- kennisbúningi. Skórnir sem við klæddumst voru fallegir skór með litlum hæl og við þá klæddumst við ljósum sokkabuxum. Útlit okkar var óað- finnanlegt og hárið fallega uppsett. Á Gala-dögum þurftum við að koma fram og syngja eða dansa og fara með ljóð fyrir allan skólann. Sem barn var ég farin að aðstoða aðrar ungar stúlkur í skólanum við að setja upp hárið á sér og að farða sig. Ég æfði einnig samkvæmisdans og var oft sett í ábyrgð fyrir hlutum sem reyndu á fegurðarskynið. Ég hef alltaf verið heilluð af breytingunni og fullkomnu útliti og hrós hefur alltaf fært mér hamingju. Ég á góðar minningar frá þessum árum.“ Katrína hefur unnið í sjónvarpi í ein fimm ár þar sem hún fékk góða reynslu af því að vinna hratt og faglega ásamt því að koma að uppsetningu á sviði í myndveri. „Verk förðunarfræðinga felst ekki aðeins í því að Abeille Royal-augnkremið frá Guerlain gerir kraftaverk fyrir línurnar í kringum augun. 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Hydra Beauty Micro-kremið frá Chanel er ómissandi fyrir húðina eftir harðan veturinn. Nærir og gefur frísklegt útlit yfir daginn. Ljósmynd/Alisa Elíasson Couture Clutch- augn- skuggapal- lettan frá Yves Saint Laurent í Par- ísarlitnum er skemmtileg tilbreyting á augun núna. Ljósmynd/Alisa Elíasson Góðir burstar og gæðavörur skipta miklu máli þegar kemur að förðun. Terracotta Bronzing- púðrið frá Gu- erlain er ómiss- andi á þessum árstíma. Cel- lular Per- for- mance - Total Lip Treat- ment frá Sensai er silki- mjúk formúla sem ljáir vörunum raka og næringu. Effacernes Waterproof-hyljarinn frá Lancôme láta þig líta út eins og þú hafir fengið góðan nætursvefn. CC-farðinn frá IT Cosmetics þykir sá allra besti á mark- aðnum í dag. Double R Renew & Repair-serumið frá Gu- erlain eru tvær vörur í einni flösku. Heldur húðinni unglegri og kemur í veg fyrir hrukk- ur. Best er að bera á andlit og háls bæði kvölds og morgna. Katrína er með augna- hára krull- arann frá Shiseido í snyrtibudd- unni sinni. Synchro Skin Radiant Lift- ing-farðinn frá Shisheido inniheldur 145 ára japanska fegurðarvisku. Púðurfarðinn frá Guerlain er í snyrtibuddunni hjá Katrínu. Það er fallegt að dýpka kjálkalínuna í andlitinu á þessum árstíma. Bioeffect EGF- serumið fyrir augun er sérstaklega gert til að minnka lín- urnar í kringum aug- un. Cellular Per- formance Total Lip Treatment- varablýantur- inn frá Sensai er í uppáhaldi hjá Katrínu. „Augun skipta mestu máli í dag“ Katrína Kristel Tönyudóttir förðunarfræðingur kann ótal ráð til að gera húðina í andlitinu fullkomna. Förðun skiptir miklu máli og vörurnar einnig en svo má ekki gleyma því að fegurðin kemur innan frá og því mikilvægt að drekka og borða eitthvað sem færir fegurð og hollustu inn í líkamann. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Joues Contraste-kinnalitirnir númer 03 Brume D’Or og númer 82 Reflex frá Chanel gefur góða skyggingu. Ljósmynd/Sensai
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.