Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 55
H
ugrún Harðardóttir er stofnandi og eigandi hár-
greiðslustofunnar Barbarella Coiffeur í miðbæ
Reykjavíkur. Stofan hefur verið til frá því á haust-
mánuðum ársins 2014. Hugrún stendur á bak við
stólinn að laga hár flesta daga vikunnar ásamt því að
sinna börnum og heimili í Vesturbænum.
Sjaldan eða aldrei hefur áherslan verið meiri á fallegar hár-
greiðslur, enda landmenn búnir að finna á eigin skinni hvernig er
að komast ekki í hárgreiðslu og litun reglulega.
„Það vinsælasta um þessar mundir er svokölluð „Shag“-klipping
sem er mjög flott.
Það er klipping með miklum styttum og fjaðraða enda. Hún gef-
ur hárinu mjög mikla fyllingu að ofan og skemmtilega hreyfingu.
Það er hægt að vera með þessa klippingu í mismunandi síddum en
það sem er heitt núna er að hafa hana í millisídd sem er rétt fyrir
neðan axlir. Allir geta prófað þetta „lúkk“ en það þarf að sjálfsögðu
að taka tillit til þykktar hársins áður. Það þarf að fara varlega í að
setja styttur í fíngert og þunnt hár.“
Fíngert hár þarf öðruvísi meðferð
Hugrún segir línuna flotta hvort sem hárið er krullað eða ekki.
„Ef hárið er rennislétt þá er gott að nota efni sem dregur fram
áferðina í línunni þannig að það sé pínu „messí“. Stundum velja
konur að vera með topp við þessa klippingu og þá er fallegt að hafa
hann fjaðraðan í endana líka. Það er sannkölluð retrórokkaralína.“
Hugrún leggur mikla áherslu á að vernda hárið.
„Ég vil hafa hárið sítt núna.
Hárið á mér er fíngert og
ég hef nýlega orðið fyrir
hárlosi. Ég legg áherslu
á að sápa hárið ekki
oftar en einu sinni í
viku en nota þó alltaf
hárnæringu og mót-
unarefni fyrir krull-
urnar. Krullur í hári
eru oftast þurrar og
úfnar og þá er mik-
ilvægt að takmarka
shampónotkun því það
þurrkar hárið ennþá meira. Ég er
að prófa mig áfram með Davines-
hárvörurnar í Curly Girl Method og hef
fundið út að ég næ krullunum æðisleg-
um með þremur vörum frá Davines sem
eru grænar og leyfilegar í CGM (e
Curly Girl Method). Það er Authentic-
shampó, Replumping-næringin og
Medium hold modeling-gelið.“
Jarðlitir vinsælir í hárið í sumar
Hárlitirnir í sumar eru jarðtónar með
fallegri dýpt í bland við ljósa tóna.
„Það er alltaf gaman að fá sér aðeins
ljósara hár yfir sumarmánuðina.“
Taka þarf tillit til heilbrigðis hársins,
áferðar þess og þykktar þegar ákveðið
er hversu sítt hárið á að vera.
„Ekki reyna að halda í slitin strá bara til þess að vera með nokk-
ur síð hár. Þá er alltaf fallegra að fara í styttra hár.
Ef hárið er í góðri rækt og þykkt þá er hægt að leyfa sér að vera
með sítt hár.
Ég mæli samt ekki með hári niður á rass. Það eru engar líkur á
að það geri eitthvað fyrir andlitið og er þá eflaust oftast bara í tagli
eða snúð.“
Það ættu allir að gera einhverjar breytingar á hárinu fyrir sum-
arið að hennar mati.
„Það er hægt að breyta bæði lit og klippingu hársins. Það er
bara svo skemmtilegt og afgerandi að bjóða þannig nýja árstíð vel-
komna. Svo þarf auðvitað að huga sérstaklega að ástandi hársins ef
breytingar verða á háttum eins og meira sund og meiri sól. Þá er
nauðsynlegt að nota „leave in“-næringu eða olíu með sólarvörn
sem vinnur á móti skaðanum á hárinu. Eins er frábært að venja sig
á að nota djúpnæringu tvisvar til fjórum sinnum í mánuði.“
Hárbönd vinsæl í sumar
Hugrún er hrifin af Davines-hárvörum og telur að allir geti
fundið sínar hárvörur frá þeim.
„Þegar kemur að fylgihlutum í hárið þá er tískan undir áhrifum
frá sjöunda áratugnum í hárskrauti. Til að ná því útliti má nota
klúta og borða við flatan topp og háan hnakka hvort sem hárið er
slegið, uppsett eða í tagli.
Ég tel hárið mjög mikið tjáningarform og stóran hluta af per-
sónueinkennum fólks. Svo af hverju ekki að láta hárið vera hluta af
því hvernig maður vill vera séður.“
Hugrún vinnur daglega að því að halda sínu eigin hári heil-
brigðu.
„Það er ekki svo mikil vinna. Það er gott fyrir hárið að fá að vera
í friði fyrir utan næringarböð og mótunarefni.
Mig langar stundum að lýsa hárið mitt meira en ég geri en það
þolir illa lýsingu og brotnar auðveldlega. Eins eru hitajárn og mik-
ill blástur oft álag líka sem ég sleppi nánast alveg.“
Aldamótagreiðslan vinsæl hjá yngra fólki
Ef Hugrún væri ekki með hárgreiðsluna sem hún er með núna
þá fengi hún sér aftur topp og millisítt hár með styttum.
„Fyrir utan rokkaraklippingar sem minna á áttunda áratuginn
og túberaða hnakka með hárböndum sem minna á sjöunda áratug-
inn þá hefur verið vinsælt hjá yngri kynslóðum að lita hárbandið
fremst við andlitið í mismunandi litum. Hárið er þá oftast lýst og
skipt í miðju alveg eins og þegar ég var fimmtán ára eða í kringum
1999.“
„Rokkaraklippingar sem minna á
áttunda áratuginn vinsælar í sumar“
Hugrún Harðardóttir hársnyrtimeist-
ari mælir með „Shag“-klippingu sem
er vinsæl um þessar mundir. Hárið
er í miklum styttum með fjaðraða
enda sem gefur rokkað og töff útlit.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Hugrún er að prófa sig
áfram með hárvörur frá
Davines í Curly Girl Met-
hod til að ýkja krullurnar.
Saltverslun.is • Hendrikkawaage.com • Leonard.is
Vinsælasta hárið um þessar mund-
ir er axlasítt hár klippt í styttur.
Uppáhalds vörurn-
ar hennar Hug-
rúnar um þess-
ar mundir eru
Authentic
Shampoo,
Replumping
næringin og
Medium
hold mod-
eling gel.