Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Það skiptir miklu máli, bæði heimilisins og mín vegna, að gera breytingar í áföngum því ég hef ekki mikinn tíma aflögu. Svo vill það gerast að ég mála hitt og þetta sem á vegi mínum verð- ur í sama lit. Eins og Maríustyttuna á arninum og eitt borð í stofunni,“ segir hún. Undir áhrifum Vivienne Westwood Hvaðan færðu drifkraftinn þegar kemur að endurbótum á húsinu? ,,Ég fyllist orku við að skapa fallegt heimili. Það gerir mig sterkari þegar heimilið er í góðu lagi og eftir mínu höfði. Það verður að segjast eins og er. Ég hef verið svona frá því að ég fór að breyta herberginu mínu sem táningur. Í mars horfði ég á heimildarþáttinn Westwood: Pönkari, átrúnaðargoð og aðgerðasinni um Vivienne Westwood á RÚV sem kveikti rækilega í mér. Ég dáðist að dirfsku hennar og út- haldi, sjálfstrausti og sérstæðri fegurðartilfinningu. Þátturinn veitti mér mikinn innblástur bæði á vinnustofunni og á heim- ilinu. Ég ákvað að fylgja eftir hugmynd sem ég fékk fyrir ári og mála parketið dökkbrúnt. Hugmyndina fékk ég af gömlu og út- slitnu viðargólfi á veitingastað í Vín. Eikarparketið mitt, olíuborið, var orðið slitið, blettótt og gamalt. Það mátti því gera tilraunir á því og mistakast. Ég legg mikla áherslu á að gefa gömlum hlutum nýtt líf án þess að þurfa alltaf að skipta þeim út. Ég vildi athuga hvort ég gæti ekki aðlagað gólfið að mínum smekk og byrjaði á því að þvo það með heitu vatni. Síðan sat ég flötum beinum á gólfinu með svamp sem ég dýfði til skiptis í svartan og brúnan bæs og mál- aði gólfið með - hægt og rólega. Útkoman var rosaleg en það var gaman að gera þetta. Eftir tvær umferðir af bæs var gólfið orðið mjög dökkt. Í raun allt of dökkt. Þá var það pússningavélin sem kom til bjargar. Eftir fyrstu strokurnar með sandpappírnum sá ég að draumurinn var að rætast. Grunnlitur parketsins kom í gegn og ég gat teiknað ímyndaðar gönguleiðir og slit í gólfið. Ég var í skýj- unum og verkið flaug áfram með dyggri aðstoð dóttur minnar og kærasta hennar. Í leiðinni voru tvö borð í stofunni líka mál- uð svört og brúnirnar yfirfarnar með sandpappír. Það tók enga stund. Svo fór ég í Góða hirðinn og keypti ósamstæða lamp- askerma og fætur sem ég málaði og tengdi við stofuna. Mér fannst ég ótrúlega heppin þar. Þetta kostaði nánast ekki neitt. Í heildina kostuðu breytingarnar á gólfinu aðeins tólf þúsund krónur og nú er ég með nýja stofu.“ Af hverju kveikti Vivienne Westwood svona í þér? ,,Hún er bara þessi kona sem gerir alls konar. Það er mikill eldur í henni og hugrekki. Hún er villt og fáguð. Ég mótaðist mikið á pönkárunum og hún er upphafsmaður þeirrar tísku. Mótlætið sló hana ekki út af laginu. Hún var líka tveggja barna einstæð móðir sem gerir hlutina á frumlegan hátt með kvenlægu innsæi. Hún getur verið svo galin í samsetningum en samt passar allt einhvern veginn hjá henni.“ Konur mega vera erfiðar Hvað getur þú sagt mér um saumuðu textaverkin sem þú hefur verið að vinna að? ,,Íslendingar sem bókmenntaþjóð eiga auðvelt með að nálg- ast textaverk. Þar liggur okkar menningararfur hvað sterkast- ur. Ég finn það á því hvernig fólk nálgast textaverkin mín að það býr meira sjálfstraust og þekking á dýpri merkingu og möguleikum orðanna heldur en þegar myndmálið er án texta. Ég hef gaman af hversdagslegum setningum sem geta þýtt margt. Brot af samtali sem ég heyri getur haft margræða merkingu og málvillur sagðar í einlægni sýna heillandi varn- arleysi. Setningar eins og „ég er að deyja“ breytast með sí- felldri endurtekningu. Orðin verða þyngri og merking þeirra magnast. „Nú ertu að verða erfið“ er setning sem hefur verið sögð við mig eins og svo margar aðrar konur og stelpur. Hún er stuðandi af því hún er niðrandi og neikvætt gildishlaðin en ef við náum að taka hana lengra getum við nýtt okkur hana í hag. Í mörgum tilfellum þykja konur erfiðar þegar þær þora að Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þegar Kristín kom inn í húsið á Seltjarnarnesi var það panellinn á veggnum og í lofti sem og arinninn sem heillaði hana fyrst. Það er einstaklega heimilislegt og hlýlegt þegar hæð barnanna er merkt á góðum stað á heimilinu. 5 SJÁ SÍÐU 20 Leirlistakonan Margrét Jónsdóttir gerði matarstellið á heimilinu. Þær Kristín eru vinkonur og báðar frá Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.