Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson H úsið hennar Kristínar Gunnlaugsdóttur var teiknað af Jósef Reynis arkitekt og er á tveimur hæðum. Hún býr með börn- um sínum þeim Melkorku Gunborgu Bri- ansdóttur og Killian G.E. Brianssyni. Hubert Sandhofer maki Kristínar er vín- bóndi búsettur í Austurríki og kemur reglulega til Ís- lands. Inni á heimilinu er mikið af listaverkum. Bæði eftir hana og aðra listamenn. Hún hefur ríka þörf fyrir að breyta reglulega til og stendur í stöðugum umbótum heima hjá sér. ,,Ég er hrifin af póstmódernískum byggingarstíl. Hús afa og ömmu á Akureyri var teiknað af Sigvalda Thor- darsyni og var draumahúsið mitt. Þetta hús á Unnarbrautinni hreif mig strax þegar ég kom inn í það í fyrsta sinn og minnti mig á hús afa og ömmu. Það sem heillaði mig voru stórir gluggar með út- sýni yfir sjó, aflöng stofa með mikilli lofthæð og panel í lofti og vegg. Svo var mikill kostar að það var arinn sem hefur reynst hjartað í húsinu.“ Prófar sig áfram með húsið á kvöldin Kristín gengur í öll verk sjálf og hikar ekki við að prófa sig áfram og jafnvel mistakast. Í húsinu er engin geymsla sem mörgum þætti ókostur en er hluti af lífs- viðhorfi Kristínar. Eina geymsluplássið er einföld skáparöð í þvottahúsinu, en annars hefur Kristín lagt áherslu á að safna ekki dóti heldur markvisst nota það sem hún á. Svefnherbergin, vinnustofan og fjölnota rými, stundum nýtt sem listgallerí, eru á jarðhæð. Síðan er gengið upp á efri hæð þar sem er setustofa með sjón- varpi, stór og opin borðstofa, flygill á upphækkuðum palli og eldhús. ,,Ég vel að hafa alla veggi, ofna og ekki síst glugga í sama bláa litnum. Ég legg mikla áherslu á að útsýnið njóti sín og að stofan virki stór og opin og vil þess vegna ekki hafa gardínur.“ Ég hef aldrei séð þennan bláa lit áður. Hvaðan kemur hann? ,,Ég á fallegt indverskt silkisjal sem ég fór með til Garðars Erlingssonar í Litalandi. Hann er fær að greina liti og fann rétta bláa tóninn fyrir mig sem fæst núna hjá honum undir nafninu Kristín. Ég fór bara af stað með pensilinn og rúlluna og tók einn vegg í einu án þess að setja heimilið á hvolf. „Að teikna er eins og að anda“ Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður býr á Seltjarnarnesi í húsi með útsýni yfir sjóinn. Húsið sem hún býr í er listaverk í þróun en það eru líka orðin sem hún notar til að útskýra hlutina eins og hún sér þá. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Kristín Gunnlaugsdóttir listakona hefur verið að gera upp teppið á stiganum hjá sér. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Það setur alltaf svip sinn á stofuna að vera með fallegt hljóðfæri sem hægt er að spila á. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Myndlist er í forgrunni á heimili Kristínar. 5 SJÁ SÍÐU 18 16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.