Morgunblaðið - 05.05.2021, Page 6

Morgunblaðið - 05.05.2021, Page 6
E dda Pétursdóttir býr í Berlín í Þýskalandi; í Mitte, sem er líkt og nafnið ber með sér miðja Berlínar og eitt aðalhverfið þar sem steinsteyptar götur, heillandi hús og gömul kirkja setja svip á um- hverfið. „Ég var svo heppin að vera í ljósmyndanámi þegar kórónuveiran skall á svo ég kláraði það og fór svo að vinna sem ljósmyndari. Sú vinna er háð takmörkunum vegna veirunnar en maður reynir að finna taktinn í því eftir því sem veiran leyfir.“ Edda á von á dóttur hinn 23. maí næstkomandi með manni sín- um Moritz Reiner. Þau hafa verið saman frá árinu 2017 þegar þau kynntust á tískuvikunni í London. Þau voru í fjarbúð í eitt ár þar til þau fluttu til Berlínar saman fyrir fjórum árum. „Þegar við fluttum hingað fyrst lagði ég mikið upp úr því að fara að gera eitthvað strax, þá helst til að kynnast fólki. Moritz vinnur fyrir fyrirtæki sem heitir WeWork sem eru skrif- stofur fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hann var fluttur frá Lond- on til Berlínar til að opna WeWork á þýska markaðnum, sem er ástæða þess að við fluttum hingað. Ég var búin að eiga góðan og langan feril sem fyrirsæta í New York í um 15 ár og var tilbúin að breyta til og elta ástina. Ég sótti um hjá Neue Schule für Fotografie í eins árs alþjóðlegt nám sem var mjög gefandi og skemmtilegt nám. Þar kynntist ég góðum vinkonum sem ég vinn mikið með í dag. Eftir það tók ég önn í BTK-háskólanum en áttaði mig á því að sá Ljósmynd/Lotte Thor „Var tilbúin að breyta til og elta ástina“ Edda Pétursdóttir fyrirsæta býr í Berlín með unnusta sínum Moritz. Þau eiga von á sínu fyrsta barni seinna í mánuðinum og eru spennt fyrir framtíð- inni þótt kórónuveiran hafi haldið þeim heima frá því í nóvember í fyrra. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 5 SJÁ SÍÐU 8 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.