Fréttablaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 2
Létu í sér heyra á Reykjavíkurflugvelli Trúnaðarmenn í Eflingu og virkir félagsmenn, stóðu fyrir dreifingu upplýsingamiða til innanlandsfarþega Icelandair á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Til- gangurinn var að vekja athygli á máli hlaðkonunnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, sem Icelandair sagði nýverið upp. Ólöf Helga gekk með Sólveigu Önnu Jóns- dóttur, formanni Eflingar, og félagsmönnum Eflingar að flugstöðinni, þar sem þau létu í sér heyra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Skólastjóri Víkurskóla segir seinkun á skólabyrjun draga úr streitu, bæði kennara og nemenda. Það smiti út frá sér á jákvæðan hátt til heimila. bth@frettabladid.is SKÓLAMÁL Börn í einum grunnskóla á landinu, Víkurskóla í Grafarvogi, þurfa ekki að mæta í skólann á mánudagsmorgnum fyrr en klukk- an tíu. Hina fjóra daga vikunnar hefst skólinn klukkan 8.40. Ákveðið var þegar við upphaf skóla- starfs í Víkurskóla, haustið 2020, að gefa skólabörnum aukinn tíma á mánudagsmorgnum áður en þau hefja störf. „Við ákváðum að gefa þeim góðan tíma á mánudögum, það er betra fyrir þau að fá lengri svefn,“ segir Þuríður Óttarsdóttir, skólastjóri Víkurskóla. Hún segir skólann vera safnskóla, börn komi úr fjórum hverfum og fari um mislangan veg í skólann. Fréttablaðið hefur síðustu daga fjallað um lítinn svefn barna og ungmenna. Ákall hefur komið fram hjá foreldrum um að skólabyrjun verði seinkað á morgnana. Tilraunaverkefni er í pípunum hjá Reykjavíkurborg þar sem nokkrir skólar verða valdir og upphafi kennslu seinkað á morgnana. Þuríður hefur mikla reynslu af kennslu og segist hún þeirrar skoð- unar að fyrirkomulagið í Víkur- skóla sé til bóta fyrir heilsu skóla- barnanna og bæti námsárangur þeirra. Sum börn ákveði að mæta töluvert fyrir klukkan 10 á mánu- dögum en þau hafi þá aðgengi að bókasafni, geti fengið sér graut í morgunmat eða slakað á og búið sig undir fyrstu kennslustundir. „Ég held að þetta skapi betra and- rúmsloft,“ segir Þuríður og bætir við að þótt starfsfólk mæti alla daga klukkan átta sé einnig til bóta fyrir kennarana að fá tíma til að undir- búa skólastarfið. „Þetta fyrirkomulag léttir á streitunni. Þegar minni streita er hjá starfsfólki smitar það líka yfir í nemendahópinn,“ segir Þuríður. Einnig verði minni streita á heim- ilum. „Ef börnin þurfa ekki að vera mætt eldsnemma, þarf engan asa til að koma þeim í skólann," segir Þuríður. ■ Börnin mæta ekki fyrr en klukkan tíu á mánudögum Þuríður, skólastjóri í Grafarvogi, segir að seinkun á fyrstu kennslustundum skapi betra andrúmsloft, auki svefn og minnki streitu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ef börnin þurfa ekki að vera mætt eldsnemma þarf engan asa við að koma þeim í skólann Þuríður Óttarsdóttir, skólastjóri í Víkurskóla Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður undir- búningsnefndar. adalheidur@frettabladid.is KOSNINGAR Opinn fundur verður í undirbúningsnefnd kjörbréfa- nefndar klukkan 10.45 í dag. Á fund nefndarinnar koma Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, og fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndar- innar. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu af fundinum á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Aðspurður segist Birgir Ármanns- son, formaður nefndarinnar, gera ráð fyrir því að lögregla svari upp- lýsingabeiðni nefndarinnar í dag, en fyrr í vikunni óskaði nefndin upplýsinga um rannsókn lögreglu á talningu í Norðvesturkjördæmi. Rannsókninni er lokið og hefur málinu verið vísað til ákærusviðs. ■ Lögreglan svarar nefndinni í dag adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Málefni RÚV og einka- rekinna fjölmiðla eru ekki meðal þeirra mála sem formenn stjórnar- flokkanna eru að ræða í viðræðum um áframhaldandi samstarf. Viðræðurnar hafa hingað til að mestu varðað mál sem sigldu í strand á síðasta kjörtímabili, önnur stefnumál flokkanna sem stangast á og helstu samfélagslegu verkefnin fram undan. Málefni fjölmiðla voru sannarlega meðal umdeildra mála í stjórninni á síðasta kjörtímabili, en frumvarp menntamálaráðherra um styrki til einkarekinna miðla var stöðugt bitbein, ekki síst milli ráðherrans, Lilju Alfreðsdóttur, og einstakra stjórnarþingmanna. „Nei, þessi mál hafa ekki verið rædd í viðræðum okkar þriggja,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra, aðspurð um fjölmiðla- málin. Katrín sagði formennina ekki hafa fundað í gær vegna Artic Circle, en þau muni halda áfram í dag. ■ RÚV og fjölmiðlar ekki til umræðu arib@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Eldsupptök í íbúð- inni í Hafnarfirði, þar sem kona á sjötugsaldri lést aðfaranótt fimmtu- dags, eru ókunn. Slökkvilið var kall- að út að íbúð í þríbýli við Álfaskeið um tvöleytið um nóttina, íbúðin var full af reyk og einnig mikill hiti. Nágranni kounnar hringdi í neyðar- línuna. Tæknideild lögreglu var að störfum í íbúðinni í dag. Rauði krossinn aðstoðaði tvær fjöl- skyldur sem eiga heima í húsinu með gistingu og sálrænan stuðning. ■ Upptökin ókunn Íbúðin var full af reyk. 2 Fréttir 15. október 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.