Fréttablaðið - 15.10.2021, Síða 11
TAUGATRYLLIR
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–17 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Ný bók eftir háspennu-
drottninguna Lilju Sigurðardóttur
komin í verslanir.
PC / METRO (UM HELKÖLD SÓL)
Rafbók HljóðbókInnbundin
benediktboas@frettabladid.is
VINNUMARKAÐUR Það sem af er
ári hafa konur verið ráðnar fram-
kvæmdastjórar í aðeins 20 pró-
sentum nýráðninga, samkvæmt
gögnum Creditinfo.
Konur eru nú framkvæmdastjórar
í um 18 prósentum virkra fyrirtækja,
en þá er horft til um 6.000 fyrirtækja
sem eru með virkan rekstur og tekjur
yfir 30 milljónum króna síðustu ár.
Konur bera enn skarðari hlut frá
borði ef horft er til rúmlega 1.000
tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er
hlutfallið um 13 prósent. Þetta kom
fram á ráðstefnu Jafnvægisvogar
Félags kvenna í atvinnurekstri í gær.
„Við sjáum í gögnum okkar að
almennt séð lækkar hlutfall kvenna
í framkvæmdastjórastöðum eftir því
sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstað-
an er í takti við það sem við höfum
séð undanfarin ár, en vissulega
mikil vonbrigði að hægt hafi aftur
á ráðningum kvenna í stöður fram-
kvæmdastjóra,“ segir Gunnar Gunn-
arsson, forstöðumaður greiningar og
ráðgjafar Creditinfo á Íslandi.
Tölur Creditinfo sýna að í hópi
1.000 tekjuhæstu fyrirtækja er hlut-
fall kvenna meðal æðstu stjórnenda
hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu,
20 prósent, en lægst í framleiðslu-
fyrirtækjum, um 8 prósent. Til að
hlutfall kynjanna verði nokkuð jafnt
fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna
af nýráðningum framkvæmdastjóra
strax að verða um 70 prósent. n
Konum fækkar í efstu stigum þegar fyrirtækin verða stærri
Hlutfall kvenna
meðal æðstu
stjórnenda er
hæst í ferða-
þjónustu og
afþreyingu, eða
20 prósent.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Styttur af Leopold II. Belgíukonungi
á nýlendutímanum hafa orðið fyrir
skemmdarverkum.
arib@frettbladid.is
BELGÍA Fimm konur sem fæddust í
Belgísku Kongó og voru teknar frá
mæðrum sínum með valdi, hafa
höfðað mál á hendur belgíska ríkinu
fyrir glæpi gegn mannkyni. Kongó
var undir stjórn Belgíu frá 19. öld
fram til ársins 1960 þegar landið
öðlaðist sjálfstæði. Nýlendustjórn
Belga kom vægast sagt illa fram við
íbúa og létu milljónir lífið.
Konurnar fimm, Léa, Monique,
Simone, Noëlle og Marie-Josée,
eiga hvíta feður og svartar mæður,
nýlendustjórnin tók öll börn sem
feður gengust ekki við og kom þeim
fyrir á stofnunum.
Komurnar fara fram á 50 þúsund
evrur, eða um 7,4 milljónir íslenskra
króna, í bætur. Belgíska stjórnin
hafnar því að um sé að ræða glæpi
gegn mannkyni.
Belgíska ríkið baðst afsökunar á
framferði sínu í Kongó fyrir tveimur
árum. n
Belgía sökuð
um glæpi gegn
mannkyni
benediktboas@frettablaid.is
ELDGOS Nú þegar rúmur mánuður
er síðan virkni greindist síðast í
eldgosinu við Fagradalsfjall, svarar
Sigurður Steinþórsson spurningu á
Vísindavefnum um hversu stórt það
hafi verið.
Sigurður segir að telja megi að
gosið hafi verið langt en aðeins
þrjú eldgos á 20. og 21. öld vörðu
lengur. Hvað varðar rúmmál gos-
efna eru Geldingadalir neðarlega á
lista. Hvað meðalafl, eða rúmmetra
á sekúndu, gossins snertir, er gosið í
Geldingadölum raunar næstaftast á
merinni. Aðeins afl flæðigoss Heklu
1981 sem varði í viku, var minna. n
Máttlaust gos
miðað við önnur
Lítið hefur verið að gerast eftir að
virkni datt niður í Geldingadölum.
FÖSTUDAGUR 15. október 2021 Fréttir 11FRÉTTABLAÐIÐ