Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654,
Fagmennska,
mikil reynsla og
þekking mætir
viðskiptavinum
Dekk1 á Funa-
höfða 6. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
30 daga skilafrestur og 2 ára neytendaábyrgð á öllum dekkjum
■ Verðvernd – alltaf ódýrari
Með verðvernd tryggjum við að þú fáir alltaf besta verðið á
dekkjum hjá okkur. Ef svo ólíklega vill til að þú finnir betra verð
á sambærilegri vöru hjá öðrum söluaðila á Íslandi innan sjö daga
frá kaupdegi, endurgreiðum við þér mismuninn og veitum þér að
auka 10 prósenta afslátt.
■ 30 daga skilafrestur
Ef þú pantaðir vitlaust, líkar ekki varan eða ef eitthvað hefur
breyst og þú þarft ekki lengur á vörunni að halda, getur þú ein-
faldlega skilað vörunni. Þú hefur 30 daga frá kaupdegi til að skila
og getur þá fengið vöruna endurgreidda að fullu. Þetta er þó auð-
vitað háð því að varan sé ónotuð og í upprunalegu ástandi.
■ Tveggja ára neytendaábyrgð
Allar okkar vörur bera tveggja ára neytendaábyrgð vegna fram-
leiðslugalla. Ef svo ólíklega vill til að vörur frá okkur séu gallaðar
bætum við viðskiptavinum það upp með nýrri alveg eins eða
sambærilegri vöru.
Gámatilboð í október!
Þetta árið var ákveðið að
fara nýjar leiðir til að geta
boðið viðskiptavinum
gæðadekk á enn betra
verði. Við bjóðum viðskipta-
vinum að tryggja sér gæða
vetrardekk á verði sem ekki
hefur sést áður á Íslandi.
Dekkin koma til landsins
18. október og er um bæði
heilsársdekk og nagladekk
að ræða. Dekkin eru sér-
merkt á síðunni okkar sem
„Gámatilboð“.
Dekkin sem um ræðir eru
HiFly. Það er tegund sem við
höfum selt með frábærum
árangri síðastliðin átta ár.
HiFly er okkar allra vinsæl-
asta tegund og ætti engan
að undra því þar fara saman
góð gæði og ótrúlegt verð.
Af hverju mælum við með HiFly?
■ Með beinum innflutningi getum við boðið verð sem ekki hefur
sést áður á Íslandi.
■ HiFly eru gæðadekk sem skarta öllum helstu gæðastöðlum: ISO
9001, ISO 9000, ISO 14001, ISO 14000, ISO 20000.
■ HiFly-dekk hafa verið seld á Íslandi með frábærri reynslu í átta ár.
■ Vinsæl dekk hjá leigubílstjórum landsins.
■ Margar bílaleigur á Íslandi velja HiFly undir flotann sinn.
■ Tveggja ára neytendaábyrgð, að sjálfsögðu.
■ 30 daga skilafrestur, að sjálfsögðu.
Farðu á Dekk1.is og tryggðu þér dekk á betra verði!
Gott að vita um HiFly-dekk
■ Betra grip tryggir betri akstursgæði
Undirstaða þess að tryggja stöðugleika bíls á veginum er að vera
á góðum dekkjum. Við íslenskar aðstæður er mikilvægt að vera á
traustum og góðum dekkjum. Gróft og djúpt munstur tryggir gott
veggrip í öllum aðstæðum og góða vatnslosun í regni.
■ Stöðugleiki á íslenskum vegum
Öll vetrar- og heilsársdekk frá HiFly eru míkróskorin. Þegar dekk
eru míkróskorin eru skornar fínar línur þvert yfir dekkið til að auka
aksturseiginleika bílsins og auka veggrip í bleytu og hálku. Ásamt
því eykur míkróskurður endingu dekkja. Míkróskurður var fundinn
upp af John Sipe, starfsmanni sláturhúss. Hann átti það til að detta
á hausinn í vinnunni þegar gólfið var blautt og tók þá upp á því að
míkróskera sólana á vinnuskóm sínum til auka grip skónna á gólfi
sláturhússins.
■ Verksmiðjunegld nagladekk
Dekkin koma verksmiðjunegld með finnskum gæða karbít-
nöglum sem tryggja gott veggrip og góða endingu.
Shandong Changfeng Tires Co, Ltd. er framleiðandi HiFly-dekkjanna.
Fyrirtækið er einn stærsti og virtasti dekkjaframleiðendi í Kína.
Það var stofnað árið 1995 og er með meira en 10.000 starfsmenn
í vinnu. Fyrirtækið á í dag sex verksmiðjur í kínversku borgunum
Dongying og Linyi í Shandong-héraði, með árlega framleiðslugetu
upp á 36 milljónir dekkja. Stofnun fyrirtækisins kemur til af þörfinni
á að veita dekkjamarkaðnum endingargóð, áreiðanleg og hagkvæm
dekk. Frá upphafi starfseminnar hefur fyrirtækið vaxið í eitt stærsta
og traustasta nafn í dekkjaframleiðsluiðnaði Kína og á heimsvísu.
verið að geta boðið upp á mjög
lága álagningu og með fjölbreyttu
vöruúrvali og lægra verði skilar
það sér beint í vasa neytenda,“
segir Davíð og nú geta allir drifið
í því að setja vetrardekk undir
bílinn.
„Við bjóðum upp á greiðslumáta
sem hentar hverjum og einum.
Hægt er að greiða með korti eða
fá greiðsludreifingu í gegnum
Borgun, Símann Pay, Netgíró og
Pei í pöntunarferli á síðunni okkar.
Það getur auðveldað mörgum
útgjöldin.“ ■
Dekk1 er með verkstæði á Funa-
höfða 6 í Reykjavík. Opið frá
klukkan 9 til 18 alla virka daga.
Lokað um helgar. Nánari upplýs-
ingar á dekk1. is, í síma 519 1516 og
á netfanginu fyrirspurnir@dekk1.is
Það er bæði
ódýrt, traust
og fljótlegt að
láta Dekk1 sjá
um umfelgun
dekkja, og í hví-
vetna vandað til
allra verka.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Verð á umfelgun
Umfelgun fólksbíla 12”-13” – 6.990 kr.
Umfelgun fólksbíla 14”-15” – 7.990 kr.
Umfelgun fólksbíla 16” – 8.990 kr.
Umfelgun fólksbíla 17-18” – 13.990 kr.
Umfelgun jepplinga og minni sendibíla til 17” – 13.990 kr.
Umfelgun jepplinga 18” – 15.990 kr.
2 kynningarblað 15. október 2021 FÖSTUDAGURVETR ARDEKK