Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.10.2021, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 15.10.2021, Qupperneq 22
Dekkjaþjónusta Vöku býður upp á frábæra og faglega þjónustu þegar leitað er eftir vetrardekkjum. Hægt er að fá ný eða notuð gæðadekk á mjög góðu verði. Dekkja- þjónustan er á Héðinsgötu 2. Reynir Guðmundsson fram- kvæmdastjóri segir að umfelgun hjá Vöku taki aðeins 15-30 mínútur eftir stærð bílsins. „Það er alltaf best að panta tíma fyrir fram og við mælum með því, en það er samt ekki nauðsynlegt. Hægt er að panta tíma í gegnum Noona sem er ákaflega þægilegt app og á heima- síðunni okkar vaka.is,“ segir hann. „Með því að panta á netinu getur fólk ákveðið hvaða dekk það vill og við getum undirbúið okkur betur.“ Hjá Vöku skoða starfsmenn hvort felgur séu í lagi og jafn- vægisstilla dekkin enda eru þau mikilvægur öryggisbúnaður. „Við bjóðum upp á alhliða dekkja- þjónustu. Í boði er mikið úrval af nýjum dekkjum, meðal annars frá Sailun sem henta vel íslenskum aðstæðum og eru á góðu verði. Auk þess erum við með notuð dekk enda styðjum við við endur- nýtingu. Við viljum halda hring- rásinni gangandi.“ Reynir bendir á að það sé hægt að gera mjög góð kaup í not- uðum dekkjum. „Þegar bílar eru á leiðinni í úrvinnslu tökum við dekkin og yfirförum þau með áframhaldandi notkun í huga frekar en að henda þeim. Þessi dekk eru ódýr og góður kostur fyrir þá sem hafa minna á milli handanna. Þetta geta verið mjög vönduð og góð dekk. Heildarpakk- ann undir bílinn verður töluvert ódýrari heldur en ef um ný dekk væri að ræða. Þetta getur verið allt frá flottum, nýlegum Mich- elin hjólbörðum niður í ódýrari kínversk. Vaka býður upp á dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla. Við höfum ekki verið að þjónusta Endurnýting minnkar kostnað Vaskir starfs- menn hjá Vöku, frá vinstri Greta Egilsdóttir, Reynir Guð- mundsson, Halldór Krist- jánsson og Gísli Svanbergsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Það eru vanir menn sem starfa hjá Vöku og eru fljótir að skipta um hjólbarða. Kristján Örn Þrastarson er forfallin jeppaáhugamaður og hefur verið frá því í barn- æsku. Hann hefur smíðað og breytt fjölda bíla og eyðir stórum hluta vetrarins á fjöllum. sandragudrun@frettabladid.is „Ég held ég hafi smitast af bílabakt- eríunni af afa, Herði Guðmunds- syni, en hann var vélvirki. Um leið og ég var farinn að labba, þá vorum við farnir að tala um bíla, svo er pabbi líka jeppakarl. Mig minnir að ég hafi keypt minn fyrsta bíl með pabba 15 eða 16 ára,“ segir Kristján Örn. „Við tókum bensínvélina úr honum, settum í hann dísilvél og breyttum honum meira. Svo um leið og ég var kominn með bílpróf, þá fór ég að jeppast. Síðan hefur þetta farið síversnandi,“ bætir hann við hlæjandi. Kristján Örn fer mikið í jeppa- ferðir á fjöll á veturna og notar breyttan jeppa í ferðirnar. „Ég er á 46 tommu 80 Cruiser. En þetta er eini Cruiser-inn á landinu sem er með Cummins-mótor. Þegar ég keypti hann var hann 44 tommur, breyttur með orginal vél. Ég setti í hann Cummins-vélina og breytti honum í 46 tommur,“ útskýrir hann. „Ég frétti af því að enginn á landinu væri með Cummins í Land Cruiser, svo ég varð að vera fyrstur í því,“ bætir hann við og útskýrir að Cummins sé stór iðnaðarmótor sem er í alls kyns vélum eins og ljósavélum, gröfum og vörubílum. „Þetta er mótor sem eyðir litlu, vinnur vel og er með mikið af hest- öflum. Hann er þungur, en hag- stæður,“ segir hann og bætir við hlæjandi að hann sé það hrifinn af Cummins-mótornum að hann sé oft kallaður Stjáni Cummins. Snýst ekki bara um að keyra Það þarf alltaf að passa upp á að bíllinn sé vel búinn fyrir svona vetrarjeppasport, að sögn Krist- jáns Arnar. „Góður vetrarbíll er með læsingar að framan og aftan, flestir eru með skriðgír og svo er nauðsynlegt að hafa talstöð, GPS- tæki, spil, tjakka og spotta. Svo er maður alltaf með helstu verkfæri ef eitthvað bilar. Þegar ég fer í þessar ferðir er ég yfirleitt með allt of mikið af drasli með mér. Ekki endilega af því ég þurfi á því að halda heldur tek ég það líka með ef eitthvað skyldi bila hjá einhverjum öðrum. Það er mottóið mitt að vera frekar með aðeins of mikið en lítið, þó það þyngi aðeins bílinn.“ Það sem heillar Kristján Örn mest við jeppaferðir á veturna er adrenalín-kikkið sem hann fær út úr því, en líka útsýnið, fjöllin og landið. „Þetta snýst ekki bara um að keyra, líka að njóta útsýnis, gista í skálum, segja hetjusögur og hlusta á aðra segja sögur. Þetta er alveg sér menning þessi fjallamennska. Þetta er hrikalega skemmtilegt sport.“ n Fyrstur til að setja Cummins-vél í Land Cruiser Kristján hefur breytt fjöldanum öllum af bílum. MYNDIR/AÐSENDAR Kristján keyrir á fjöll á breyttum Land Cruiser með Cummins-vél. vörubíla eða önnur stærri atvinnu- tæki nema okkar eigin,“ útskýrir Reynir og segir að starfsmenn finni fyrir aukinni eftirspurn síðustu daga, sérstaklega eftir að smá snjóföl kom um daginn. „Það er þó alltaf þannig að traffíkin hefst með fyrsta snjónum.“ Hjá Vöku eru lyftur fyrir 5 bíla. Fyrirtækið er með fyrsta flokks tæki til umfelgunar og dekkja- skipta. „Verkfærin hafa verið að þróast til að gera starfið léttara og menn þurfa að beygja sig minna við vinnuna og hafa betra vinnu- umhverfi. Einnig er góð biðaðstaða fyrir viðskiptavini.“ Reynir segir misjafnt hvort fólk kaupi vetrardekk, heilsárs- dekk eða negld dekk. „Langflestir vilja vera á heilsársdekkjum eða vetrardekkjum. Þeir sem þurfa að fara út úr borginni og yfir heiði velja frekar negld dekk. Hjá Vöku er einnig boðið upp á dekkjahótel þar sem hægt er að geyma sumar- dekkin þar til þau fara aftur undir bílinn í vor.“ Reynir hefur verið fram- kvæmdastjóri Vöku frá því í júlí í fyrra en hann segist eiga margar minningar frá barnæsku um fyrir- tækið því faðir hans var bílaáhuga- maður og fylgdist gjarnan með því hvað var í boði á uppboðum sem þar fara fram reglulega. n Nánar má skoða úrvalið á heima- síðunni vaka.is eða renna við að Héðinsgötu 2. Síminn hjá Vöku er 567 6700. 4 kynningarblað 15. október 2021 FÖSTUDAGURVETR ARDEKK

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.