Fréttablaðið - 15.10.2021, Qupperneq 23
Dekkjaverkstæði Arctic
Trucks hefur verið tekið í
gegn, það stækkað og nýjar
vélar keyptar. Arctic Trucks
býpur alhliða þjónustu fyrir
jeppafólk eins og aukahluta-
verslun, viðgerðarþjónustu
og jeppabreytingar.
Hið endurbætta verkstæði Arctic
Trucks er á Kletthálsi 3. Nýjar
dekkjavélar af fullkomnustu gerð
prýða nú verkstæðið, sem henta
fyrir allar stærðir jeppadekkja og
jepplingadekkja. Þar má meðal
annars finna sérhæfða vél fyrir
„low profile“ dekk eins og koma á
lúxusjeppum í dag.
„Verkstæðið er þannig að við
eigum að geta brugðist við hverju
sem er þar inni. Við erum með
alhliða jepplinga- og jeppadekkja-
þjónustu eins og hefðbundna
dekkjaskiptinu, neglingar og
míkróskurð sem er mjög vinsæll
í jeppadekkjum og við mælum
eindregið með,“ segir Stefán Þór
Jónsson, verslunarstjóri hjá Arctic
Trucks.
Nokkrir kostir míkróskurðar að
sögn Stefáns Þórs eru: Meira grip,
minna veghljóð, meiri mýkt og
mun betri ending,
„Með míkróskurði eru stóru
kubbarnir í munstrinu skornir í
sundur til að mýkja þá. Við það
fær dekkið mun betri spyrnu bæði
í hemlun og upptaki. Með mýkri
kubbum mýkist dekkið og þar með
bíllinn í akstri, en míkróskurður
hefur einnig áhrif á endingu þar
sem dekkið kælir sig betur,“ segir
hann.
Arctic Trucks er þjónustumið-
stöð fyrir jeppafólk og ferðafólk. Í
þjónustumiðstöðinni á Kletthálsi
er auk dekkjaþjónustu boðið upp á
viðgerðarþjónustu, smurþjónustu
og jeppabreytingar. Einnig er þar að
finna aukahlutaverslun með miklu
úrvali.
„Við reynum að vera með allt á
einum stað fyrir jeppa og ferða-
fólk. Við stækkuðum dekkjaverk-
stæðið af því sala á jeppadekkjum
er að aukast hjá okkur. Við leggjum
mesta áherslu á þá bíla sem hafa
verið hvað mest í breytingum
hjá okkur, þeir eru á bilinu 33-35
tommu dekkjum. Við leggjum
áherslu á að eiga gott úrval fyrir
þann hóp og þjónusta hann vel,“
segir Stefán Þór.
„Síðan Íslendingar fóru að ferðast
meira innanlands þá hafa minni
og millistærðarbreytingar aukist
gríðarlega, en það eru þessi 33-35
tommu dekk. En svo erum við með
harðari ferðamenn sem eru í vetrar-
ferðamennsku. Við erum með mjög
sterkt úrval af dekkjum fyrir þá. Við
erum með toppana í stóru dekkj-
unum, það er frá 38 tommu upp í 44
tommu dekk. Í 38 tommum erum
við með okkar eigið dekk, AT 405
sem við höfum selt frá árinu 2005,“
bætir hann við.
„Við erum einnig að fá núna í
fyrsta sinn í einhverju magni 40
tommu dekk frá Pro Comp, sem er
merki sem við erum að byrja með
aftur. Það er mikil eftirspurn eftir
þessu 40 tommu dekki og menn eru
farnir að skrá sig á biðlista eftir því.
En það kemur í næsta mánuði.“
Fjallakóngurinn frá Nokian
Eitt besta dekkið fyrir stærstu
bílana er fjallakóngurinn Nokian
AT 44 að sögn Stefáns.
„Þetta er stórt „radial“ dekk, það
drífur rosalega, keyrir ofboðslega
vel og það heyrist lítið í því. Það
hefur eiginlega alla eiginleika sem
gott jeppadekk þarf að hafa. Þetta
er tímamótadekk í þessari stærð,“
segir hann.
Dekkið er hægt að nota í allan
akstur þrátt fyrir að bílar með 44"
dekk séu fyrst og fremst notaðir
utanbæjar.
„Ferðaþjónustan notar þessi
dekk mikið sem og hinn almenni
jeppamaður. Þetta er dekk sem
gerir það að verkum að menn
geta notað stóru bílana sína meira
en áður, því hægt er að keyra á
dekkjunum eins og á venjulegum
fólksbíl,“ segir Stefán Þór.
Helstu dekkjategundirnar sem
fást hjá Arctic trucks eru Dick
Cepek og Pro Comp. Hægt er að fá
dekk frá þessum framleiðendum
fyrir alla bíla sem nota frá 30" upp
í 40" dekk. Mest selda dekkið hjá
Arctic Trucks í dag er Dick Cepek
Trail Country EXP.
„Þetta dekk hentar mjög vel
fyrir íslenskar aðstæður allan
ársins hring. Þetta er mynstur-
mikið jeppadekk sem hægt er að
negla og míkróskera. Það er mjúkt
með sterkar hliðar og vatnsrás í
mynstri,“ segir Stefán Þór.
„Við erum líka með fínmynstr-
að dekk frá Pro Comp sem við
höfum ekki verið með áður. Það
heitir AT Sport. Það hentar þeim
sem fara minna út fyrir malbikið
og vilja bara þægilegt alhliða
akstursdekk. Við eigum líka til
frá báðum framleiðendum MT
dekk, sem er skammstöfun á mud
terrain. Það eru almennilega gróf
dekk sem henta í drullu, sandi og
grjóti.“
Stefán Þór segir að hjá Arctic
Trucks sé eitthvað í boði fyrir alla í
dekkjaflóru þeirra.
„Við leggjum áherslu á að finna
vörur sem henta fyrir íslenskar
aðstæður. Við erum svolítið sér á
báti, við fáum svo margar árstíðir
á Íslandi. Við vitum aldrei hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Við höfum þess vegna reynt að velja
vörur sem henta fyrir Ísland og
íslenskt jeppafólk.“ n
Nýtt og endurbætt jeppadekkjaverkstæði
Stefán Þór Jóns-
son ásamt sölu-
teymi dekkja hjá
Arctic Trucks.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is
HJÓLBARÐAVE
RKSTÆÐI
Öll almenn de
kkjaþjónusta á
staðnum.
Tímapantanir
í síma 540 49
00.
JEPPA- OG
JEPPLINGADEKK
VÖNDUÐ DEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS
kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 15. október 2021 VETR ARDEKK