Fréttablaðið - 15.10.2021, Blaðsíða 30
Hjólbarðaþjónusta N1
Bíldshöfða 440-1318
Fellsmúla 440-1322
Réttarhálsi 440-1326
Ægisíðu 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ 440-1378
Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372
Dalbraut Akranesi 440-1394
Réttarhvammi Akureyri 440-1433
Notaðu
N1 kortið
Alla leið
á öruggari
dekkjum
ALLA LEIÐ
Michelin X-ICE Snow
Nýjasti meðlimurinn í vetrardekkjalínu Michelin.
Aukið grip í hálku, snjó og slabbi.
Endingargott grip út líftímann.
Einstakir akstureiginleikar og þægindi
við erfiðustu aðstæður.
Allir bestu eiginleikarnir
– Michelin Total Performance.
Michelin X-ICE North 4
Besta hemlun í hálku, hvort sem dekkin eru ný eða ekin 10.000 km.
Betri aksturseiginleikar í samanburði við helstu samkeppnisaðila.
Hámarksgrip með sérhönnuðu mynstri fyrir hverja stærð.
Einstök ending.
Lágmarks hljóðmengun.
Michelin Alpin 6
Nýr mynsturskurður sem opnast
eftir því sem dekkið slitnar.
Endingargott grip út líftímann.
Lagskipt gúmmíblanda sem veitir.
hámarksgrip.
Pantaðu tíma
í dekkjaskipti
á n1.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
-
0
0
2
1
6
4
Henta vel
undir rafbíla
Opið
mán –fös kl. 08-18
laugardaga kl. 09-13
www.n1.is
Vefverslun
Skoðaðu úrvalið
og skráðu þitt
fyrirtæki
12 kynningarblað 15. október 2021 FÖSTUDAGURVETR ARDEKK
Mikilvægt er að ganga úr skugga um
lágmarks mynstursdýpt dekkja.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
thordisg@frettabladid.is
Hjólbarðar mynda einu snertingu
bílsins við veginn og því er afar
mikilvægt að þeir séu alltaf í góðu
lagi og ættu ökumenn að athuga
ástand þeirra reglulega.
Meðal þess sem ber að huga að
er hvort loftþrýstingur sé réttur
miðað við stærð hjólbarðanna. Ef
loftþrýstingurinn er annað hvort
of mikill eða of lítill minnkar
snertiflötur hjólbarðanna og um
leið veggrip þeirra. Yfirleitt er upp-
lýsingar um réttan loftþrýsting að
finna í handbók bílsins en einnig
má spyrjast fyrir hjá þeim sem til
þekkja, svo sem hjá bifvélavirkj-
um, starfsmönnum hjólbarðaverk-
stæða eða skoðunarstöðva.
Einnig er mikilvægt að jafn loft-
þrýstingur sé í hjólbörðunum, það
er að segja, að það sé sami þrýst-
ingur í báðum afturhjólum og sami
þrýstingur í báðum framhjólum.
Bíleigendur verða að fylgjast
með sliti á hjólbörðum bíla sinna,
enda minnkar veggrip þeirra við
slit og þar með öryggið. Samkvæmt
reglugerð má dýpt mynsturraufa
í hjólbarða ekki vera minni en 1,6
mm.
Lágmarks mynstursdýpt dekkja
er:
■ 3,0 mm lágmarks mynstursdýpt
yfir vetrartímann (1. nóvember
til 14. apríl)
■ 1,6 mm lágmarks mynsturdýpt
yfir sumartímann (15. apríl til 31.
október). ■
HEIMILD: FIB.IS
Ávallt skal vita um ástand hjólbarða
Enn eru margir sem aka á nagla-
dekkjum en þeim hefur fækkað
mikið á höfuðborgarsvæðinu.
elin@frettabladid.is
Þeir sem kjósa að aka á nagladekkj-
um mega setja þau undir þann 1.
nóvember samkvæmt reglunum og
aka á þeim fram til 14. apríl. Nagla-
dekkin eru því bönnuð frá 15.
apríl til 31. október. Undanþágur
eru veittar sé þess þörf vegna
aðstæðna. Engar takmarkanir
eru á notkun heilsársdekkja eða
vetrardekkja. Betra er þó að spara
vetrardekkin yfir sumarmánuðina
því þá endast þau mun betur.
Það er hins vegar ágætt að setja
vetrardekkin undir núna til að
forðast traffíkina sem myndast
við fyrsta snjóinn. Ef ekið hefur
verið lengi á heilsársdekkjum ætti
jafnframt að koma við á dekkja-
verkstæði og láta athuga ástand
þeirra. Framdekkin slitna hraðar
en afturdekkin. Helsta öryggið í
umferðinni er að aka á heilum og
góðum dekkjum. ■
Ekki nagladekkin
undir strax
Gúmmínabbarnir á dekkjum eru
aukaafurð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
johannamaria@torg.is
Bíldekk eru aðallega úr náttúru-
gúmmíi sem framleitt er úr latexi
úr berki gúmmítrjáa. Gúmmíið er
hvítt eins og það kemur af kúnni,
en sérstöku efni, kolefnissvörtu
(e. carbon black) er bætt út í. Við-
bótin gerir efnið stöðugra og gefur
dekkjunum sinn einkennandi kol-
svarta lit. Náttúrugúmmí er þeim
eiginleikum gætt að rifna síður
eða springa vegna álags en annað
gúmmí og hentar því vel í bíldekk.
Margir hafa tekið eftir litlum
gúmmínöbbum á bíldekkjunum
sínum þegar þau eru glæný. Nabb-
arnir kallast loftopsvellur (e. vent
spews). Margir halda að þessi
gúmmíhár gegni þeim tilgangi að
minnka hávaða frá dekkjum eða
sýna fram á slit. Sannleikurinn
er sá að nabbarnir eru aukaafurð
framleiðslunnar. Mótin sem dekk-
in eru steypt í eru útbúin litlum
holum svo að loft geti sloppið út.
Þegar fljótandi gúmmíinu er þrýst
í alla króka og kima mótsins nær
örlítið af því að fljóta gegnum loft-
götin og mynda lítil gúmmíhár. ■
Kolsvart gúmmí