Fréttablaðið - 15.10.2021, Side 39
18. – 24. október
verður listamaðurinn á
staðnum.
BÆKUR
Út að drepa túrista
Þórarinn Leifsson
Útgefandi: Mál og menning
Fjöldi síðna: 288
Björn Þorláksson
Á baksíðu Út að drepa túrista eftir
Þórarin Leifsson kemur fram að
bókin sé fyrsta glæpasaga höfundar.
„Egghvöss og ísmeygilega fyndin
glæpasaga mitt úr brjálæði massa-
túrismans“.
Snörp og
meinfyndin
greining
Margir Íslendingar hafa velt
vöngum yfir því vertíðaskotna álagi
sem starfsmenn ferðaþjónustunnar
hafa þurft að höndla eftir að Ísland
sprakk út. Einn kostur bókarinnar
er hve vel höfundur er inni í starfi
aðalsöguhetjunnar, enda hefur
hann sjálfur unnið við leiðsögu-
mennsku löngum stundum. Í
þessu brjálæði trúir maður því að
leiðsögumaður sem gengur fram
á einn í hópnum sínum voveiflega
látinn og haldi svo áfram að vinna,
sé ekki bara siðblindur heldur eigi
ekki annan kost; við íslensku dugn-
aðarforkarnir megum nefnilega
sjaldnast nokkurn tíma missa. Og
í bransanum gildir bara ein regla:
The show must go on!
Sagan gusast áfram með frekar
örum sjónarhornsklippingum,
ýmsum óvæntum uppákomum og
margs konar mislúmskum grein-
ingum á íslenskum amatörisma.
Persónurnar eru sumar áhugaverðar
en fæstar sympatískar. Ef lesanda er
sama um persónur verður honum
meira sama um framvindu.
Eitthvað sem mætti kalla óþekkt
höfundar er áþreifanleg: „Umminn
skreið áfram og Kalman benti upp
til vinstri í átt að Strokki sem gat
tekið upp á því hvenær sem var að
spýta heitu sæði sínu upp í bláan
himininn.“ Hvorki falleg mynd
né smekkleg en höfundinn langar
ekki að skrifa þannig. Ísland sem
vont líkingamál, Ísland sem klisja
í asa og látum er ágætis yrkisefni í
höndum hans. Vænn skammtur af
landslagi og Íslandssögu. Matseðl-
arnir dásamlega hnyttið stílbragð
og margt f leira gott mætti tína til.
Hlýja birtist í blálokin en kannski
hefði mátt kvikna á henni fyrr. Titill
bókarinnar er líka sérlega skemmti-
legur sem og bókarkápan. Örlítill
ágalli er að prófarkalestri er ábóta-
vant. Tvær prentvillur í tveimur
málsgreinum í röð á blaðsíðu 75 er
aðeins of mikið.
Og svo er þetta með glæpasöguna:
Kannski hugar höfundur ekki nóg-
samlega að því að nostra við þann
þátt fyrr en lausnin birtist lesanda
í örfáum orðum. Kannski er höf-
undur aðeins of upptekinn við að
segja samfélagssöguna, segja frá
hinum hraða og jafnvel innantóma
heimi sem við lifum í.
„Mergjuð Fargó-sápa,“ segir í
markaðssetningu. Kannski það
bara? n
NIÐURSTAÐA: Kærkomin innsýn
í klikkaðan heim. Samfélagsrýnin
tekst betur en glæpasagan.
kolbrunb@frettabladid.is
Laugardaginn 16. október kl. 16 verð-
ur opnuð sýning á verkum Gunnars
Jónssonar í Úthverfu á Ísafirði. Sýn-
ingin ber heitið Í viðjum og er hluti af
myndlistartvíæringnum Sequences.
Á menningarhátíð Ísafjarðarbæjar,
Veturnóttum, 18.-24. október, verður
listamaðurinn á staðnum og spjallar
um sýninguna og svarar spurning-
um gesta. Sýningin er opin fimmtu-
daga og föstudaga kl. 16-18 og eftir
samkomulagi.
Gunnar lauk BA-prófi í myndlist
frá Listaháskóla Íslands árið 2012
og hefur sýnt talsvert á Íslandi og
erlendis síðan hann útskrifaðist. n
Gunnar Jónsson sýnir í Úthverfu á Ísafirði
Verk eftir Gunn-
ar á sýningunni.
Láttu þér líða vel!
Eitt mesta úrval skrifborðsstóla landsins,
komdu og finndu stólinn sem hentar þér.
Vandaður skrifborðsstóll með allar helstu stillingar.
Stóllinn hentar vel á skrifstofuna eða fyrir
vinnustöðina heima.
540-2000 // Skeifunni 10, Reykjavík // Hafnarstræti 91-93, Akureyri
Vöruúrval er mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.
ID Mesh
Tilboðsverð 119.900 kr.
VERÐ ÁÐUR 164.247 KR.
Þægilegur og smekklegur skrifborðsstóll
á skrifstofuna. Stóllinn sameinar fallega hönnun
og vinnuvistfræðilega eiginleika. Hann hefur
allar helstu stillingar og fjölstillanlega 3D arma.
Kinnarps 6242
Tilboðsverð 113.662 kr.
VERÐ ÁÐUR 162.375 KR.
6242 er einn vinsælasti skrifborðsstóll
Pennans fyrr og síðar. Góður skrifborðsstóll
með hæðarstillanlegu bólstruðu baki, fljótandi
setu og öllum helstu stillingum.
Shape Mesh
Tilboðsverð 131.162 kr.
VERÐ ÁÐUR 187.375 KR.
Aeron
Tilboðsverð 299.900 kr.
VERÐ ÁÐUR 374.875 KR.
Aeron sameinar framúrskarandi hönnun,
vinnuvistfræði og sjálfbæra framleiðslu.
Frá því að stóllinn kom á markað árið
1994 hefur hann verið álitinn einn allra
besti skrifborðsstóll sem fyrirfinnst.
Aeron vann gullverðlaun fyrir hönnun
aldarinnar og er mest seldi skrifborðsstóll
allra tíma. Hann kemur í þremur stærðum
A, B og C sem henta nær öllu fólki óháð
líkamsvexti.
FÖSTUDAGUR 15. október 2021 Menning 23FRÉTTABLAÐIÐ