Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Marek Moszcynski var í gær sýkn-
aður af refsikröfu fyrir að hafa
kveikt í húsi á Bræðraborgarstíg
síðasta sumar með þeim afleið-
ingum að þrír létust. Honum verður
gert að sæta öryggisgæslu á viðeig-
andi stofnun vegna ósakhæfis. Var
hann strax fluttur á réttargeðdeild
í gær frá fangelsinu á Hólmsheiði.
Marek er gert að greiða aðstand-
endum þeirra þriggja sem létust í
brunanum og þeim sem urðu fyrir
líkams- eða eignatjóni um 30 millj-
ónir króna í bætur. Málskostnaður
verður greiddur úr ríkissjóði. Mar-
ek mætti ekki sjálfur í dómssal.
Marek neitaði sök um manndráp
og íkveikju við þingfestingu máls-
ins síðasta haust. Þrír geðlæknar
hafa metið manninn ósakhæfan og
staðfestu þeir þar með fyrra mat
geðlækna. Í ákærunni er Marek
sagður hafa kveikt eld á gólfi í her-
bergi sínu á annarri hæð, á tveimur
stöðum á gólfi í sameiginlegu rými
á sömu hæð og undir stiga sem lá
upp á þriðju hæð hússins. Þegar
hann kveikti eldinn voru 13 manns í
húsinu.
Marek
dæmdur
ósakhæfur
- Greiði aðstand-
endum 30 milljónir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ósakhæfur Marek Moszcynski var
sendur á réttargeðdeild í gær.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Uppsetning kláfs upp á 730 metra
hátt Eyrarfjall á Ísafirði þarf að
fara í mat á umhverfisáhrifum skv.
ákvörðun Skipulagsstofnunar.
Til stendur að setja upp kláf til
að flytja fólk frá rótum Eyrarfjalls
og upp á topp. Tilgangurinn er að
gera ferðamönnum og íbúum kleift
að njóta útsýnis frá toppi fjallsins
og þróa svæðið til útivistar og af-
þreyingar. Er gert ráð fyrir að um
29.000 farþegar verði fluttir með
kláfnum á ári.
Í fyrsta áfanga er fyrirhugað að
setja upp kláf með byrjunarstöð í
þéttbýlinu á Ísafirði neðan Eyrar-
fjalls. Setja á upp tvo kláfa sem
ganga hvor á móti öðrum og í lýs-
ingu á framkvæmdinni kemur fram
að í öðrum áfanga er fyrirhugað að
byggja veitingahús uppi á
Eyrarfjalli í tengslum við enda-
stöðina. Í þriðja áfanga á að byggja
sjálfbærar gistieiningar eða hótel.
Reisa á um 10 metra háa bygg-
ingu sem hýsi byrjunarstöð kláfsins
og ofan á Eyrarfjalli verður enda-
stöð kláfsins með biðsal og
stjórnstöð í um 10 metra hárri og
200-300 fermetra stórri byggingu.
Lengd kláfvíranna verður um 1,4
km. 45 manns eiga að komast fyrir í
kláfhúsinu sem geti annað um 500
farþegum á klukkustund. Hótelið á
að geta tekið á móti 60-70 gestum.
Í umsögn Veðurstofunnar kemur
fram að þótt kláfurinn verði ekki í
notkun að vetrarlagi þurfi að gæta
alls öryggis vegna veðurfars og
reka þurfi veðurstöð samhliða
rekstrinum til að geta ákveðið hve-
nær óhætt sé að nota kláfinn. Fram
kemur að fyrirhugað er að setja
upp veðurstöð á Eyrarfjalli í sumar.
Í svörum framkvæmdaraðila segir
m.a. að lyftu fylgi veðurstöð sem
geri kleift að fylgjast daglega með
veðri en kláfurinn verði að mestu
leyti í rekstri yfir sumarið.
Eyrarfjallskláfur þarf í umhverfismat
Morgunblaðið/Kristinn
Ísafjörður Reisa á mannvirkin á
rúmlega einu og hálfu ári.
- Kláfvírarnir verði um 1.400 metrar - 45 manns komist fyrir í kláfhúsinu
Lagt hefur verið
upp úr því að
færa ökumenn
yfir á rafbíla. Drif
rafbíla stóreykst
milli ára en er þó
enn almennt
minna en þeirra
sem knúnir eru af
eldsneyti svo
mikilvægt er að hafa greiðan aðgang
að hleðslustöð. Að koma upp hleðslu-
stöðvum getur reynst kostnaðar-
samt og tækni þeirra fleygir hratt
fram. Orka náttúrunnar býður nú
upp á svokallaða hleðsluáskrift. ON
kemur upp hleðslustöð á þeim stað
sem óskað er eftir, sér um viðhald og
uppfærslur. Áskrifendur borga svo
bæði fyrir rafmagnsnotkun og fast
mánaðargjald. Þessi þjónusta er í
dag eingöngu veitt á höfuðborgar-
svæðinu en það á líklega eftir að
breytast. thorab@mbl.is
Hleðsluáskrift
fyrir rafbíla-
eigendur