Morgunblaðið - 04.06.2021, Page 14
BAKSVIÐ
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
X
i Jinping, forseti Kína,
sagði þegar hann ávarp-
aði háttsetta embætt-
ismenn Kommúnista-
flokks Kína í byrjun vikunnar, að
mikilvægt sé að landið kynni sig út
á við sem „kærleiksríkt, trúverðugt
og tillitsamt,“ að því er kemur fram
í frétt kínversku ríkisfréttastof-
unnar Xinhua, sem breska rík-
isútvarpið BBC vitnaði til.
Þetta gæti markað viðsnúning
í utanríkismálum Kína en sérfræð-
ingar segja að hún hafi orðið æ
meira ögrandi á síðustu árum.
Samband Kínverja við önnur helstu
iðnríki heims hefur versnað mjög
að undanförnu. Kínverjar hafa á al-
þjóðavettvangi verið sakaðir um
mannréttindabrot gegn Úígúrum í
Kína og aðgerða gegn lýðræð-
issinnum í Hong Kong. Þá hafa
kínversk stjórnvöld brugðist
ókvæða við yfirlýsingum Banda-
ríkjastjórnar um að nauðsynlegt sé
að rannsaka nánar hvort kór-
ónuveiran, sem veldur sjúkdómnum
Covid-19, sé ættuð úr kínverskri
rannsóknarstofu.
Xi ítrekaði á fundinum, að það
væri mikilvægt fyrir Kínverja að
segja sögu sína á jákvæðan hátt og
nauðsynlegt væri að eignast fleiri
vinaþjóðir í alþjóðlegu samhengi.
Hann sagði einnig að áróð-
ursstofnanir flokksins þyrftu nú að
gera fólki ljóst að Pekingstjórninni
liggi ekkert annað á hjarta en ham-
ingja og gott gengi kínversku þjóð-
arinnar. Landið skuli vera bæði op-
ið og sjálfsöruggt en einnig
auðmjúkt í framkomu sinni gagn-
vart öðrum þjóðum.
Ummæli þessi hafa vakið at-
hygli víða og hefur BBC eftir sér-
fræðingum, að með þeim við-
urkenni Xi að Kínverjar hafi
einangrast á alþjóðavettvangi.
Wang Yiwei, forstöðumaður al-
þjóðamálastofnunar Renmin-
háskóla og fyrrum sendifulltrúi kín-
verska alþýðulýðveldisins, segir í
viðtali við tímaritið Fortune að
hörð og ákveðin utanríkismála-
stefna Kína hafi verið viðbrögð við
því, að vestræn ríki hafi í vaxandi
mæli litið á Kína sem ógn. En ljóst
sé að hún hafi fallið í grýttan jarð-
veg bæði innan Kína sem utan.
„Ímynd Kína í vestrænum
ríkjum hefur hrakað verulega í
kjölfar kórónuveirufaraldursins og
það þarf að taka alvarlega,“ segir
hann.
Stefnan þjóðernissinnaðri
undir stjórn Xi
Xi Jinping varð forseti Kína
árið 2013 og hefur valdatíð hans
hingað til einkennst af valdboðs-
stefnu.
„Í Peking fylgja stjórnvöld
stífri og mjög þjóðernissinnaðri
stefnu sem gengur út á það að
auka veg Kína í tvennum tilgangi,
annars vegar að tryggja hugmynd
um öryggi landsins heima fyrir og
ekki síður að tryggja áhrifamátt
um allan heim,“ segir Eiríkur
Bergmann stjórnmálafræðiprófess-
or.
Hann segir að þar sé líka um
að ræða lið í almannatengslastríði
Pekingstjórnarinnar. Dæmi um það
sé til að mynda að kínversk stjórn-
völd halda nú úti fjölmiðlun í mög-
um löndum á fjölda tungumála.
„Við erum auðvitað að tala um ríki
sem er í skipulagðri valdabaráttu
um forystu í heimskerfinu,“ segir
hann og bætir við að Xi hafi í
valdatíð sinni fært ris kínversku
þjóðarinnar í þjóðernissinnaðri
búning en sást hjá forvera hans.
Dæmi um það séu „Belti og braut“-
áætlunin og stóraukin áhrif í Afr-
íku.
Kínverjar vilja bæta
ímynd sína út á við
AFP
Leiðtogi Xi Jinping, forseti Kína, á flokksþingi í Peking í mars sl.
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ekki er hægtað segja aðkomið hafi
á óvart að meiri-
hluti svarenda í
könnun MMR hafi
talið að það að bæta
stofnbrautakerfi
borgarinnar væri líklegra en
borgarlínan til að draga úr um-
ferðartöfum á höfuðborg-
arsvæðinu. Þetta gefur auga
leið, en engu að síður hefur
litlum háværum og öfgafullum
minnihluta tekist að koma
þeirri sérvisku sinni á dagskrá
að á höfuðborgarvæðinu skuli
lögð borgarlína fyrir um eða yf-
ir eitt hundrað milljarða króna.
Mikill meirihluti svarenda
sagðist enn fremur vera andvíg-
ur því að fækka akreinum bíla á
Suðurlandsbraut til að koma
borgarlínu fyrir þar, enda áttar
fólk sig vel á því að þó að örfáir
farþegar myndu bætast við í al-
menningsvögnum með tilkomu
borgarlínu, svo vitnað sé í sömu
könnun, þá slær það lítið sem
ekkert á þann fjölda bíla sem
verður á götum höfuðborgar-
svæðisins.
En um leið og afstaða al-
mennings í þessu efni kom ekki
á óvart, er óhætt að segja að af-
staða stjórn-
málaflokkanna og
einstakra stjórn-
málamanna geri
það. Langflestir
flokkar, líka þeir
sem eiga að teljast
hægra megin í lit-
rófinu og styðja val ein-
staklingsins í stað þess að vilja
þvinga hann inn í mót öfgasjón-
armiðanna, hafa ýmist daðrað
við þessa borgarlínuhugmynd
eða stutt hana af alefli. Og í
þeim prófkjörum Sjálfstæð-
isflokksins sem nú standa yfir
hefur lítið borið á því að fram-
bjóðendur vari við þessari óráð-
síu, þó að frá því séu undantekn-
ingar.
Engu að síður er það svo að
þetta getur orðið eitt af þeim
málum sem kjósendur munu
horfa til í haust, að ekki sé talað
um fyrir næstu sveitarstjórn-
arkosningar. Og það þarf raun-
ar ekki að efast um að þeir kjós-
endur sem hafa efasemdir um
mikil opinber útgjöld, vilja lága
skatta og kæra sig ekki um að
hið opinbera reyni að þvinga þá
út úr bílunum sínum, munu
meðal annars horfa til þessa
risavaxna útgjalda- og for-
sjárhyggjumáls.
Ný könnun sýnir
miklar efasemdir
um risavaxna og
rándýra sérvisku-
framkvæmd}
Fáum líst á borgarlínu
Það þarf iðulegaað gæta sín
vilji menn draga
upp heillega mynd
af erlendum stjórn-
málum og byggja á
íslenskum frásögn-
um. Fjölmiðlar
komast óneitanlega léttara upp
með dulda hlutdrægni sína þeg-
ar átt er við þær fréttir, því að
fólk þekkir illa til og færri
nenna eða hafa beina hagsmuni
af því að rétta af ruglanda eða
hreina brenglun slíkra frétta.
Fréttir af kosningum í Ísrael
verða óneitanleg illa fyrir
barðinu á slíkum tilburðum.
Fjölmiðlar éta það upp aftur
og aftur að kjósendur þar vilji
allt til vinna að koma Net-
anyahu forsætisráðherra burt
úr sínu embætti. Staðreyndin er
hins vegar sú að fylkingarnar
eru nánast jafnstórar hvað
þetta varðar. Það er einmitt
þess vegna sem hverjar þing-
kosningarnar af öðrum hafa
verið boðaðar til að höggva á
hnútinn. En í þeim kosningum
hefur ekki náðst saman meiri-
hluti fyrir slíkum vilja kjósenda
enn sem komið er þrátt fyrir
framangreinar fullyrðingar. Nú
síðast er reynt að mynda meiri-
hluta nokkurra flokka og er
flokkur, sem sagður er vera
hægra megin við flokk forsætis-
ráðherrans, sagður eiga að leiða
ríkisstjórn næstu tvö árin eigi
saman að ganga og
leiðtogi helsta
vinstri/miðju-
flokksins í sam-
starfinu, að taka
við. Likud-flokkur
forsætisráðherrans
er enn langstærsti
flokkurinn á Knesset, þjóðþingi
Ísraels, með fjórðung þingsæta.
Flokkurinn er því næstum
helmingi stærri en næststærsti
flokkurinn þar. Flokkur sem
hefur aðeins 17 þingsæti af 120
á þingi hefur fjarri því yf-
irburðastöðu til að kalla eftir
valdataumunum í landinu. Í öll-
um þessum kosningum hefur sú
staða lítið breyst.
Þjóðlegi íhaldsflokkurinn,
sem forsætisráðherraefnið Ben-
net leiðir, hefur aðeins 7 þing-
menn í Knesset á móti 30 þing-
mönnum Netanyahu
forsætisráðherra.
Blokkirnar tvær, sem helst er
rætt um núna, komast ekki hjá
því að styðjast við allmarga
smáflokka, hvor þeirra sem
verður ofan á og ekki er endi-
lega útlit fyrir að stjórn-
armyndun nú muni leiða til auk-
innar festu í ísraelskum
stjórnmálum. Enn sem komið
er virðist Netanyahu hafa, að
minnsta kosti á pappírnum,
mun öflugri stöðu til að vera
burðarafl í ríkisstjórn en
Frjálslyndi flokkurinn eða
flokkur Bennets.
Æskilegt er að
draga upp réttari
mynd af stöðunni í
Ísrael en gert er í ís-
lenskum fjölmiðlum}
Erfið staða og laus í hendi
V
ið lifum hér og störfum eftir
ákveðnum leikreglum. Lög og
reglur eru samin um allt milli
himins og jarðar, hvort sem um
er að ræða hversu mikið má
veiða, hversu hratt má keyra, hvernig fram-
kvæma skal heilbrigðisþjónustu eða hversu
stór aðili á markaði fyrirtæki má vera. Já, það
er þessi rammi sem skiptir máli þegar sam-
félag er rekið og til að fá okkur öll til að fara
eftir reglunum þá verðum við að hafa það á til-
finningunni að það gildi það sama um alla og
að eftirlit sé með þeim kerfum sem við höfum
tekið ákvörðun um að skapa.
Hvers vegna þessi langloka? Jú vegna þess
að á þessu kjörtímabili hefur því miður komið
ítrekað í ljós lítill vilji ríkisstjórnarinnar til að
efla hér eftirlit og þær stofnanir sem annast
eiga eftirlit. Skemmst er að minnast skýrslu ríkisend-
urskoðunar um fall flugfélagsins WOW og það hvernig
sú eftirlitsstofnun sem átti að fylgjast með flugrekstr-
arhæfi félagsins, Samgöngustofa, virðist hafa sofið á
verðinum þegar kom að lögbundnu hlutverki sínu, að
hafa eftirlit með fjárhag félagsins. Önnur skýrsla rík-
isendurskoðunar á kjörtímabilinu sneri að Fiskistofu og
hversu vanmáttug hún er, vegna vanfjármögnunar
stjórnvalda. Stjórnarþingmenn fara svo fremstir í flokki
að tala niður Samkeppniseftirlitið, eins mikilvægt og það
er fyrir almenning í landinu.
Á dögunum spurðumst við í velferðarnefnd Alþingis
fyrir um eftirlit embættis landlæknis með heilbrigð-
isþjónustu, en lögum samkvæmt ber embætt-
inu að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og
heilbrigðisstarfsmönnum. Skal það hafa eft-
irlit með hvorki fleiri né færri en tvö þúsund
rekstraraðilum heilbrigðiskerfisins, hvort
sem um er að ræða einkareknar stofur lækna
og sjúkraþjálfara, þriðja geirann eins og SÁÁ
og Hrafnistu eða Landspítala – háskóla-
sjúkrahús. Því mætti ætla að eftirlitsdeild
embættis landlæknis, sem hefur með svona
vandasamt verkefni að gera, væri fjölmenn
og gríðarlega öflug enda er um að ræða mik-
ilvægt eftirlit sem varðar þjónustu, líf og
heilsu allra landsmanna. Þjónustu sem verð-
ur að fara fram eins og best verður á kosið.
Því vakti það undrun mína þegar í ljós kom að
eingöngu fjórir starfsmenn embættisins eiga
að sinna öllu þessu mikilvæga eftirliti, með
öðrum störfum sínum. Við spurðumst fyrir um þetta
vegna umræðu undanfarinna vikna um að því er virðist
óboðlegar aðstæður og mögulegt brot á réttindum sjúk-
linga á réttar- og öryggisgeðdeildunum á Landspítala,
Kleppi. Þær frásagnir sem við höfum fengið af að-
stæðum, framkomu gagnvart veiku fólki sem þar dvelur
gera mann í senn sorgmæddan og reiðan.
Við sem samfélag verðum að gera betur og verðum að
tryggja að lögum og reglum sé fylgt. Til þess þurfum við
að styrkja og fjármagna eftirlitsstofnanir.
helgavala@althingi.is
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Áhugi á eftirliti óskast
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Eiríkur Berg-
mann segir
að yfirlýs-
ingu Xi Jinp-
ings megi
túlka sem
varn-
arviðbrögð
við aukinni
gagnrýni al-
þjóðakerf-
isins á fram-
göngu Pekingstjórnarinnar.
„Um er að ræða valdboðs-
stjórn. Þetta er alræðisríki sem
er að taka sér forystuhlutverk í
veröldinni. Hinn lýðræðislegi
heimur bregst auðvitað við því.
Eftir því sem umsvif Kína verða
meiri má búast við að því harð-
ari hljóti krafa lýðræðisríkja að
vera um virðingu við mannrétt-
indi, lýðræðislegt stjórnarfar og
þess háttar.
Togstreita í alþjóðakerfinu
eykst við það að hreinræktað al-
ræðisríki taki sér svona mikið
pláss,“ segir Eiríkur Bergmann.
Viðbrögð við
gagnrýni
YFIRLÝSING FORSETANS
Eiríkur
Bergmann