Morgunblaðið - 04.06.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
✝
Jóhann Páls-
son fæddist 5.
mars 1949 í
Reykjavík. Hann
lést á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Brákarhlíð í Borg-
arnesi 19. maí
2021.
Foreldrar hans
voru Páll Sveins-
son, f. 28. október
1919, d. 14. júlí
1972, og Margret Guðmunds-
dóttir Buehler, f. 2. mars 1924,
d. maí 2015.
Fósturforeldrar hans voru
Bergur Guðjónsson, f. 3. ágúst
1892, d. 18. janúar 1985, og
Magdalena Zakaríasdóttir, f.
17. september 1904, d. 11.
mars 1998.
Hálfsystkini hans eru þrjú:
1) Helga Eiler, f. 27. maí
1945, maki Emerson og eiga
þau eina dóttur.
2) Berglind Inga, f. 29. nóv-
ember 1978, maki Egill Örn
Erlingsson, f. 19. september
1988.
3) Bergur Ingimar, f. 28.
apríl 1994.
Jóhann var tekinn í fóstur 1
og ½ árs gamall að Smiðjuhóli.
Jóhann bjó á Smiðjuhóli alla
sína ævi þangað til hann veikt-
ist í nóvember 2010. Árið 2011
í september seldum við jörðina
og fluttum í Borgarnes.
Jóhann vann sem skólabíl-
stjóri í mörg ár þangað til
hann veiktist. Einnig var hann
mikið að aðstoða sveitunga
sína með viðgerðir á drátta-
vélum, bílum eða í búskapnum.
Einnig átti hann steypu-
hrærivél og steypti nokkra
grunna fyrir Borgnesinga og
nærsveitunga.
Útförin fer fram í Borg-
arneskirkju, í dag, 4. júní 2021,
klukkan 14.
Athöfninni verður einnig
streymt og er hægt að nálgast
streymishlekk á:
https://www.mbl.is/andlat/.
2) Davíð Páls-
son, f. 27. febrúar
1963, maki Sigrún
Ágústsdóttir, f. 2.
desember 1969 og
eiga þau 2 börn.
3) Páll S. Páls-
son, f. 1. janúar
1971, maki Hildur
Gunnarsdóttir, f. 5.
september 1969 og
eiga þau 2 börn.
Eiginkona Jó-
hanns er Sigrún Einarsdóttir,
f. 4. september 1955. Þau giftu
sig 9. september árið 1977.
Saman eiga þau 3 börn.
1) Margrét Helga, f. 16.
ágúst 1977, maki Gunnar Hall-
berg, f. 27. febrúar 1972 og
eiga þau 1 barn, Gabríel Dag-
ur, f. 22. júlí 2010. Margrét á 2
syni úr fyrra hjónabandi, Daní-
el Ágúst Björnsson, f. 21. júní
2000, Sindri Már Björnsson, f.
4. febrúar 2003.
Elsku eiginmaður minn og fað-
ir, nú ertu kominn upp til himna
eftir hetjulega baráttu við heila-
blóðfallið sem þú fékkst fyrir 10
árum.
Þú hefur átt góða og slæma
daga en tókst þetta alltaf á þrjósk-
unni og þinni jákvæðni sem ein-
kenndi þig alla tíð. Þú áttir mikið
meira en níu líf eins og kettirnir
því að baráttan var löng og ströng.
Sterka hjartað þitt hélt þér gang-
andi þangað til á síðasta degi.
Þú varst vinmargur og vildir
allt fyrir alla gera. Ef eitthvað
bjátaði á hjá sveitungum þínum
varstu oft fyrstur á svæðið að að-
stoða. Bílaviðgerðir, traktorsvið-
gerðir eða aðstoð við búskapinn
var það helsta sem fólk fékk að-
stoð við frá þér.
Smiðjuhóll var jörðin þín og
voru það þung skref að selja þá
jörð eftir að þú veiktist. Við fjöl-
skyldan sjáum einnig mjög mikið
eftir henni en við höldum bara í
allar þær yndislegu minningar
sem við áttum þar.
Ferðalög voru hans yndi á
seinni árum eftir að búskapurinn
lagðist af. Farið var um allt land á
heimatilbúnum húsbílum sem
hann gerði upp með vinum sínum.
Þessir dásamlegu bílar áttu það til
að bila en alltaf komust þeir
áfram. Farið var í ferðalög með
systkinum Sigrúnar og voru þetta
ætíð eftirminnilegar ferðir.
Þú hafðir gaman af því að fara á
fjallabílnum þínum í leitir hjá
Álftaneshreppi. Þú keyrðir leitar-
fólkið snemma um morguninn og
tókst þátt í leitunum með því að
keyra um fjöll og firnindi og
benda á hvar kindurnar voru.
Eftir veikindi þín þurftir þú að
fara í hjólastól. En það stoppaði
ekki okkur fjölskylduna við að
ferðast með þig í sumarbústaði
hingað og þangað um landið.
Sveitungar þínir gripu til þess
ráðs að halda styrktartónleika
fyrir þig til að safna fyrir bíl sem
við fjölskyldan gætum ferðast
með þig í. Þetta var mjög hugul-
samt af sveitungunum og öllum
þeim sem að komu og tóku þátt í
þessum tónleikum. Þetta var eft-
irminnilegt kvöld fyrir okkur fjöl-
skylduna og þú brostir hringinn
allan tímann.
Vinnan þín var ávallt einhver
keyrsla. Þú vannst sem skólabíl-
stjóri í mörg ár og áttir því eitt-
hvað í hverju barni sem þú keyrð-
ir. Enda sagðir þú alltaf „ég er að
keyra börnin mín“. Einnig vannst
þú við steypuvinnu og var fyrir-
tækið þitt kallað Steypuvélin
Kynorka. Þú steyptir marga
grunna hér í Borgarnesi og nær-
sveitum. Þú fluttir áburð frá
Reykjavík til sveitunga þinna á
Bedfordinum þínum. Þú nýttir
þér ferðirnar með Akraborginni
og voru þeir sem unnu þar farnir
að þekkja þig vel.
Elsku Jóhann, við þökkum þér
innilega fyrir samfylgdina í gegn-
um árin. Minningarnar lifa í hjört-
um okkar. Þín verður sárt saknað.
Hvíl í friði.
Sigrún, Berglind Inga og
Bergur Ingimar.
Elsku pabbi er látinn eftir ára-
löng veikindi.
Fyrstu minningar mínar um
pabba eru flestallar af honum að
keyra eitthvert tæki, traktor,
vörubíl – allt með dekk. Hann
vaknaði um miðja nótt til að moka
veginn í sveitinni svo hann kæmist
með krakkana í skólann. Hann
keyrði suður og sótti áburð fyrir
bændurna. Hann sinnti heyskap,
mest hjá öðrum en sjálfum sér en
tókst einhvern veginn að klára sitt
líka. Hann keyrði skólabílinn í
mörg ár, á mismunandi tryllitækj-
um. Ef hann var ekki að keyra þá
var hann að laga eitthvert tæki.
Það sem pabbi hafði mest gam-
an af, ja næstmest gaman af, voru
ferðalög. Að keyra um landið og
skoða hvern fermetra elskaði
hann, best ef nógu margir ferða-
félagar voru með. Fyrst var það
gamalt appelsínugult og blátt
tjald frá Seglagerðinni Ægi sem
við tróðum okkur í og að lokum
var það heil rúta sem hann breytti
í húsbíl með pálmatré og sól aftan
á.
Ef það var eitthvað sem pabbi
átti nóg af þá voru það brandarar.
Hann hafði mjög gaman af að
skemmta fólki og segja því brand-
ara og hló oft manna hæst í lokin.
Þetta breyttist ekki þegar hann
veiktist, hann hafði ennþá gaman
af því að fá fólk til að hlæja þó að
brandararnir yrðu færri.
Eftir að hann veiktist þá töluð-
um við fjölskyldan alltaf um að
það sem héldi honum á floti væri
þrjóskan þó það sé líklegra að það
hafi verið sterkt hjarta sem kom
honum í gegnum þessi veikindi í
öll þessi ár. Þetta sterka hjarta
fylgdi honum alla ævi og kom
fram bæði í góðri heilsu framan af
og í hjálpsemi og óeigingirni
gagnvart ættingjum og vinum.
Hann var sveitapiltur í grunn-
inn þó það hafi kannski aldrei ver-
ið hans æðsta ósk að vera bóndi.
Hann kaus að vinna með bíla og
vera í kringum fólk og það er það
sem hann elskaði. Hann var með
áberandi nærveru og sterka rödd
en þrátt fyrir það var hann hinn
mesti ljúflingur sem flestum líkaði
við og eiga eftir að sakna. Hann
reyndi að vera vinur allra.
Það var mikið gæfuspor fyrir
hann og fjölskylduna að hann
komst inn í Brákarhlíð. Það var
honum eins og heimili og var okk-
ur fjölskyldunni það greinilegt að
þar var hugsað um hann af ein-
stakri alúð og umhyggju. Við er-
um endalaust þakklát fyrir það.
Pabbi komst í gegnum rúm tíu
ár af alvarlegum veikindum með
þrautseigju, þrjósku, jákvæðni og
ótrúlegum hetjuskap. Hann bar
höfuðið hátt við erfiðar aðstæður
sem voru í grunninn mjög ósann-
gjarnar en þessi tíu ár gáfu okkur
aukatíma með honum sem var
kraftaverk.
Elsku pabbi, þín verður sárt
saknað. Hvíl í friði. Þín dóttir,
Margrét Helga.
Ég kynntist konunni minni árið
2009. Fljótlega hófst sambúð okk-
ar og kynni mín af fjölskyldu
hennar. Mín fyrstu kynni af Jóa
Páls komu mér verulega á óvart
og ég átti ekki von á þeim manni
sem tók í höndina á mér í bláum
samfestingi með derhúfu. Eigin-
lega varð mér brugðið þegar þessi
stóri og sterki maður tók fast í
höndina á mér og kynnti sig með
háværri og beinskeyttri rödd:
„Jóhann Pálsson.“ Í framhaldi af
þessum hittingi komu hnitmiðað-
ar og ákveðnar spurningar, svolít-
ið eins og vera staddur í CSI-
þætti í litlu yfirheyrsluherbergi,
ásakaður. Mér leið frekar vand-
ræðalega að fá slíkar umbúðalaus-
ar spurningar og átti erfitt með að
átta mig á þessu öllu. Þetta leit út
eins og í amerískri unglingamynd
þar sem pabbi stelpunnar hakkar
í sig strákinn sem er að hitta dótt-
ir hans.
Ég komst þó fljótt að því að
persónuleiki Jóa og hjarta var úr
gulli. Þessi stóri og sterki maður
var alltaf í vinnugallanum að
redda málum og hjálpa öðrum.
Hann var bjargvætturinn í fjöl-
skyldunni og lagði mikið upp úr
því að styrkja tengsl milli fólks.
Jóa var umhugað um fjölskyldu
sína og börnin sín og afar stoltur
af þeim og sparaði ekki stóru orð-
in við aðra um stolt sitt af börnum
sínum. Tilkynnti það með hárri
rödd.
Ég átti þó stutt kynni af þess-
um sterka manni uppistandandi
því alvarleg veikindi hans voru sá
raunveruleiki sem ég og fjölskyld-
an bjuggum við fram að andláti
hans. Að Jói hafi lifað slíkt af var
kraftaverk í sjálfu sér og merki
um hversu sterkur hann var lík-
amlega og andlega. Veikindin
mörkuðu þó djúp spor í líf allra og
sérstaklega Jóa Páls. Hann hélt
þó alltaf reisn sinni og æru og
húmorinn hans hvarf aldrei. Jói
var frjáls eins og fuglinn í huga
sínum og hjarta og ég upplifði
hann aldrei öðruvísi þó svo líkam-
inn hafi misst vængi sína eftir
veikindin. Jói kvaddi okkur með
reisn. Í söknuði okkar minnist ég
hans sem hetju sem ég er stoltur
af.
Gunnar Hallberg.
Fallinn er frá kær mágur minn,
Jói Páls frá Smiðjuhóli. Hann átti
við erfið veikindi að stríða frá nóv-
ember 2010, en húmor, bjartsýni
og jákvæðni voru ávallt til staðar
hjá honum allt til síðustu stundar,
enda heyrði maður hann aldrei
kvarta. Jói ólst upp á Smiðjuhóli
hjá fósturforeldrum sínum þeim
Bergi og Magdalenu. Ég man
fyrst eftir Jóa í sláturhúsinu í
Borgarnesi 1973-1975 þar sem
hann vann á haustin. Þar kynnt-
ust hann og Sigrún systir mín.
Mig langar að minnast allra þeirra
fjölmörgu stunda sem fjölskyldur
okkar áttu saman. Öll þorrablótin
á Þórólfsgötunni, ættarmótin, af-
mælin, fjölskylduhittingar og ekki
síst öll ferðalögin, en ferðalög og
útilegur voru meðal helstu áhuga-
mála Jóa. Á sumrin var brunað
um landið okkar fallega og flest-
allir staðir heimsóttir. Jói og fjöl-
skylda á bláa fjallabílnum, skóla-
bílnum eða stóru rútunni sem
hann útbjó sem húsbíl með ýms-
um græjum. Og vorum við fjöl-
skyldan oftar en ekki í samfloti
með þeim ásamt öðrum í stórfjöl-
skyldunni. Yndislegar minningar
frá þessum tímum og heilu
myndaalbúmin á ég frá þessum
ferðum okkar og öðrum viðburð-
um, sem gaman er að skoða og
rifja upp. Jói var svo hjálpsamur
og alltaf tilbúinn að aðstoða ef á
þurfti að halda, hvort sem var
bílaviðgerðir eða annað. Enda ófá
bílavandræðin sem hann reddaði
mér út úr eftir að ég varð ein.
Hann var einhvern veginn alltaf
til staðar og reddaði málunum. Ef
mann vantaði fréttir úr sveitinni
eða Nesinu þá vissi hann yfirleitt
allt sem var í gangi. Jói var mjög
minnugur og gat hann þulið upp
allskonar vísur, brandara og slíkt
og var oft mikið hlegið og gaman
þegar Jói og Óli minn voru í essinu
sínu, enda miklir félagar og húm-
oristar. En nú er víst komið að
kveðjustund. Sjáumst í næsta
stríði, eins og þú sagðir oft þegar
þú kvaddir eftir heimsókn til okk-
ar. Og takk fyrir allt og allt. Elsku
Sigrún, Bergur, Berglind, Magga
og fjölskylda. Innilegar samúðar-
kveðjur sendi ég ykkur. Blessuð
sé minning Jóa.
Kveðja,
Ingveldur Einarsdóttir og
fjölskylda.
Í dag verður jarðsunginn mág-
ur minn og góður vinur Jóhann
Pálsson eða Jói á Smiðjuhóli eins
og flestir kannast við hann. Okkar
kynni hófust fyrir 45 árum þegar
hann fór að venja komur sínar
vestur að Glaumbæ í Staðarsveit
þar sem ég bjó þá og var að draga
sig eftir systur minni henni Sig-
rúnu. Mín fyrsta minning um
hann var hvað mér fannst hann
tala hátt og þessi hlátur hans sem
var svo smitandi og var þetta hans
aðalsmerki alla tíð. Þau fóru fljót-
lega að búa á Smiðjuhóli og var oft
komið við þar ef maður átti leið
um. Eitt sumar var ég meira að
segja svo lánsamur að gerast
kaupamaður hjá þeim. Alltaf var
gott að leita til Jóa með hvaða
vandræði sem ég kom mér í, hvort
sem var að sjóða saman púst, gera
við vélar eða flytja búslóðir milli
landshluta. Taldi hann þá ekkert
eftir sér að koma á Bedfordinum
sínum sem var honum svo kær.
Jói var mjög félagslyndur og voru
þau ófá skiptin sem hann þurfti að
skreppa á næstu bæi eða í Borg-
arnes til að spjalla og segja sögur
og hlæja. Veisluglaðari mann var
ekki hægt að hugsa sér. Alltaf var
haldið upp á öll stórafmæli bæði
hjá honum og Sigrúnu og það
helst á fimm ára fresti. Stóð þá
Sigrún í bakstri eða eldamennsku
og var vel veitt á eftir af einhverju
sterkara en kóki, eins og hver gat
torgað. Var alltaf mikið fjör og
stundum fékk hann vini sína sem
voru í hljómsveit til að spila fyrir
dansi. Eins voru þorrablótin í
sveitinni í miklu uppáhaldi hjá
honum. Ferðalög voru líf hans og
yndi og mörg sumrin var brunað
um landið á húsbílnum. Oft var
fjölmennt í þessum ferðalögum og
var þá margt gert sér til gamans.
Kannski þegar búið var að grilla
var farið í fótbolta og hafði Jói
mjög gaman af því. Ef maður ætl-
aði að reyna að komast fram hjá
honum með boltann átti hann það
til að snúa mann í jörðina og átti
maður sér þá ekki viðreisnar von
enda maðurinn með afbrigðum
sterkur og hraustur eftir því. Allt-
af var hann tilbúinn að slá á létta
strengi og segja brandara eins og
honum var einum lagið. Ef manni
tókst að læða einum að var hann
alltaf tilbúinn með nokkra og var
fljótur að kveða mann í kútinn. Í
nóvember 2011 dró ský fyrir sólu
hjá honum. Þá varð hann fyrir því
að fá heilablóðfall sem varð til
þess að hann lamaðist öðrum
megin og þurfti þá á hjólastól að
halda síðustu 10 árin. Það er mikið
áfall fyrir mann sem elskaði að
vera í hringiðu lífsins að vera
kippt þannig út úr hinni daglegu
rútínu. En okkar maður tókst á
við það af miklu æðruleysi og gat
alltaf slegið á létta strengi þegar
við hittumst. En við sem þekktum
hann vitum að þetta var oft á tíð-
um mikil þrautaganga hjá honum,
og sérstaklega síðustu árin. Ég
votta Sigrúnu og börnunum
þeirra, Margréti, Berglindi og
Bergi, og fjölskyldum þeirra,
mína innilegustu samúð.
Hvíl í friði kæri vinur.
Kristmundur Einarsson.
Kær frændi er látinn, en bjart-
ar minningar um góðan mann
munu lifa áfram í huga mínum og
minni fjölskyldu.
Margs er að minnast þegar litið
er yfir farinn veg. Jóhann ólst upp
á Mýrum við búskap hjá fóstur-
foreldrum sínum. Tók svo við búi
þeirra á Smiðjuhóli, eignaðist
mikilhæfa konu og þrjú mann-
vænleg börn. Jörðin var rýr til
búsakapar þannig að Jóhann
stundaði samhliða búskapnum
bæði vörubíla- og skólaakstur.
Hann var annálaður fyrir greið-
vikni sína og hjálpsemi og gerði
nágrönnum og félögum margan
greiðann og eignaðist mikinn
fjölda kunningja og vina í Borg-
arfirðinum.
Fyrir liðlega tíu árum varð
hann fyrir miklu áfalli er hann
lamaðist. En með hörku og frá-
bærri umhyggju fjölskyldu og
hjúkrunarfólks náði hann nokkr-
um bata og bar hlutskipti sitt með
reisn.
Jóhann kynntist í raun aldrei
föður sínum, Páli Sveinssyni land-
græðslustjóra, en það var afar
sérstakt að Jóhann erfði samt
skaftfellska málróminn frá hon-
um. Áherslur hans og málfar var
með þeim hætti að manni fannst
að Páll væri að tala þegar maður
hitti Jóhann.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga söknuður og þakklæti fyrir
áralanga frændsemi, drengskap
og samskipti sem aldrei bar
skugga á.
Það var mér heiður að fá að
kynnast Jóhanni. Öll voru þau
samskipti á einn veg, hann var
traustur frændi, hreinn og beinn,
vinafastur og frá honum stafaði
mikil innri hlýja. Það voru forrétt-
indi að kynnast honum og minn-
ingin lifir um góðan dreng.
Sigrún, börn, ættingjar og vinir
kveðja nú mikilhæfan mann með
söknuði og þakklæti fyrir að hafa
fengið að njóta samvistanna við
hann. Ég bið þeim Guðs blessunar
og votta þeim mína dýpstu samúð.
Sveinn Runólfsson.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast vinar míns Jóhanns
Pálssonar frá Smiðjuhóli. Jóa
Páls, eins og hann var oftast kall-
aður, kynntist ég árið 1998 er ég
tók við starfi skólastjóra í Borg-
arnesi en Jói var skólabílstjóri við
skólann og ók börnum úr Álfta-
neshreppi. Tókust strax með okk-
ur góð kynni. Gott var að eiga Jóa
að þegar skipuleggja þurfti skóla-
akstur utan þess hefðbundna af
Mýrunum. Oft þurfti ég bara að
hringja í hann og biðja um að
bjarga málum á sem hagkvæm-
astan hátt fyrir skólann og nem-
endur, stundum með stuttum fyr-
irvara, var það gert
samviskusamlega. Jói var á þess-
um tíma hættur hefðbundnum bú-
skap en átti nokkur hross. Fór svo
að mín hross fengu að vera á
Smiðjuhóli í nokkur misseri eftir
því sem þurfti. Kom ég því oft að
Smiðjuhóli og naut ríkulegrar
gestrisni þeirra hjóna, Sigrúnar
og Jóa. Oft kom það fyrir að ég,
ásamt mörgum öðrum, þurfti að
leita liðsinnis Jóa þegar bíll bilaði
eða skipta þurfti um varahluti.
Var hann ævinlega boðinn og bú-
inn að hjálpa mér við slíkt enda
snillingur við viðgerðir og úrræða-
góður. Fyrir það ber að þakka.
Þegar Jói og Sigrún byggðu sér
nýtt hús á Smiðjuhóli, sem raunar
var ekki vanþörf á, gat ég lagt
þeim lið með vinnu t.d. við járna-
bindingu og fleiri hluti. Var það
mikil gleðistund þegar flutt var í
nýja húsið og því fagnað með mik-
illi veislu.
Leiklist var mikið áhugamál
hjá Jóa og tók hann þátt í mörgum
uppfærslum leikverka hjá leik-
deild Skallagríms, oft í burðar-
hlutverkum. Var alltaf gaman að
fara á sýningar og síðan ræða um
þær við Jóa næst þegar við hitt-
umst.
Það var mikið högg þegar Jói
varð fyrir alvarlegu áfalli sem
kippti honum snögglega út úr
hans venjubundna lífi, rétt rúm-
lega sextugum. Var jörðin þá seld
og hús keypt í Borgarnesi fyrir
fjölskylduna en Jói bjó í Brákar-
hlíð þar sem hann naut góðs at-
lætis til þess tíma er hann and-
aðist. Heimsótti ég hann nokkuð
reglulega fram til þess tíma er Co-
vid skall á með þeim takmörkun-
um sem þá voru settar. Áttum við
þá spjall um allt mögulegt, gamalt
og nýtt.
Að leiðarlokum þakka ég Jóa
vini mínum fyrir góð samskipti og
einlæga vináttu og votta Sigrúnu
og fjölskyldu hans innilega samúð.
Kristján Gíslason.
Jóhann Pálsson
Útför í kirkju
Þjónusta
kirkjunnar
við andlát
utforikirkju.is
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
TRAUSTI THORBERG ÓSKARSSON,
Lækjasmára 6, Kópavogi,
lést fimmtudaginn 27. maí á
hjúkrunarheimilinu Boðaþingi.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. júní
klukkan 13.
Elsa Thorberg Traustadóttir Stefán Gunnarsson
Óskar Thorberg Traustason Berglind Steindórsdóttir
afa- og langafabörn