Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
✝
Sveinn Steins-
son fæddist á
Hrauni á Skaga 9.
september 1929.
Hann lést á Landa-
koti 21. maí 2021.
Foreldrar Sveins
voru Steinn Leó
Sveinsson, bóndi
og hreppstjóri, f.
17. jan. 1886, d. 27.
nóv. 1957, og Guð-
rún Kristmunds-
dóttir húsfreyja, f. 12. okt.
1892, d. 24. okt. 1978. Sveinn
var sá níundi í röð 12 systkina,
11 náðu fullorðinsaldri en eitt
dó í frumbernsku. Þau eru:
Gunnsteinn, f. 10. jan. 1915,
Guðrún, f. 4. sept. 1916, Rögn-
valdur, f. 3. okt. 1918, Svava, f.
17. nóv. 1919, Guðbjörg, f. 30.
jan. 1921, Tryggvina, f. 7. apr.
1922, Kristmundur, f. 24. jan.
1924, Svanfríður, f. 18. okt.
1926, Ásta, f. 27. nóv. 1930, Haf-
steinn, f. 7. maí 1933, og
Hrefna, f. 11. maí 1935. Eina
eftirlifandi systkinið er Svan-
fríður.
Sveinn giftist 10.12. 1955 Pál-
ínu Önnu Jörgensen, f. 9.9.
1935, d. 5.4. 2015. Foreldrar
hennar voru Halla Soffía
Hjálmsdóttir, f. 12.5. 1910, d.
2.9. 1988 og Lauritz Constantin
Jörgensen, f. 4.3. 1902, d. 23.7.
1952. Börn Sveins og Önnu eru:
1. Erla Hrönn, f. 1955, fv. sam-
býlismaður Jón Magnússon,
inni, jafnt til sjós og lands. Sum-
arið 1953 kom að Hrauni 18 ára
kaupakona, Anna Jörgensen, og
felldu þau hugi saman. Leiðir
þeirra beggja lágu suður á land
og um haustið fluttu þau að Sól-
heimum í Grímsnesi. Árið 1954
stofnuðu þau heimili í Reykja-
vík og vann Sveinn hjá Vega-
gerðinni við ýmis störf. 1961
fluttu þau aftur að Sólheimum,
þar sem hann sinnti starfi bú-
stjóra. Árið 1965 fluttist hann
ásamt fjölskyldunni að Geita-
gerði í Skagafirði þar sem hann
gerðist bóndi og bjó þar til árs-
ins 2003. Í gegnum tíðina sinnti
hann ýmsu félagsstarfi sem og
trúnaðarstörfum. Barnabörnin
hans dvöldu oft hjá honum í
sveitinni og nutu þar hlýju og
ástúðar. Hann gaf sér ávallt
tíma til að spjalla við og hafa
þau með sér. Árið 2003 hætti
hann búskap. Eftir það var
hann ýmist fyrir norðan eða í
Reykjavík, þar sem þau Anna
hreiðruðu um sig. Eftir andlát
Önnu flutti hann í Furugerði 1
þar sem hann bjó sín síðustu ár.
Þar átti hann góðan tíma og var
virkur í öllu félagsstarfi. Hann
var handlaginn og bæði skar út
í timbur og bjó til fallega gler-
verksmuni. Prýða þeir nú heim-
ili afkomendanna.
Útförin fer fram frá Bústaða-
kirkju í dag, 4. júní 2021, klukk-
an 13. Streymt verður frá at-
höfninni. Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/frzb5hjy/.
Virkan hlekk á streymið má
einnig nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
börn: Magnús, sam-
býliskona Sigurrós
Jakobsdóttir, börn:
Jón Arnór og Hin-
rik Aron, og Anna
Katrín, sambýlis-
maður Ólafur
Hannesson, barn
með Þorsteini
Thorarensen:
Embla Mey. 2.
Steinn Leó, f. 1957,
kona hans er Krist-
ín Dís Kristjánsdóttir, börn:
Kristján Leó og Ragnheiður
Anna, börn Steins frá fyrra
hjónabandi með Ágústu Sigurð-
ardóttur: Sigríður Halla, gift
Gunnlaugi Sigurðssyni, börn:
Jökull Logi, Freyja Ísold og
Katla Katrín, Íris Dröfn, sam-
býlismaður Guðni Sigurjónsson,
börn: Hildur María, Sölvi Steinn
og Haukur Hrafn, og Sveinn,
kona hans er Ana Vanessa,
börn: Marta María, barn Sveins
með Hafdísi Þórsdóttur er Alex-
andra Ósk. 3. Drengur, f. og d.
1963. 4. Birgitta, f. 1968, sam-
býlismaður Stefán G. Indr-
iðason, börn: Hákon Ingi, sam-
býliskona Linda B.
Valbjörnsdóttir, barn: Stefán
Heiðar, Vala Rún, sambýlis-
maður Dagur Hjálmarsson,
Hulda Ósk, f. og d. 2001, Óskar
Aron og Bríet Bergdís.
Sveinn ólst upp í foreldra-
húsum á Hrauni þar sem hann
gekk að öllum störfum í sveit-
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
(Valdimar Briem)
Þessar ljóðlínur eiga vel við
þegar ég lít til baka yfir samferð
okkar pabba í gegnum lífið. Ég
naut þess heiðurs að búa lengstan
hluta ævi minnar með honum og
var alltaf í miklum samskiptum
við hann. Æskuár mín í Geitagerði
voru ljúf og góð. Þar var oft og iðu-
lega margt um manninn og mikið
líf og fjör. Ég var alltaf eins og
skugginn af pabba, fylgdi honum
jafnt úti sem inni.
Ótal minningar koma upp í
hugann, flestar tengdar fjölskyld-
unni. Pabbi var stoltur af fólkinu
sínu og ánægður með að öll barna-
börnin voru í miklu sambandi við
hann og nutu hlýju og ástúðar í
afafangi. Afi hafði alltaf tíma til að
spjalla og gefa börnunum gaum.
Með pabba á ég einnig margar
minningar tengdar fjósverkum,
fjárhúsum, heyskap, smala-
mennsku, réttarstörfum og fé-
lagsstörfum af ýmsu tagi. Lengi
var pabbi formaður ungmenna-
félagsins í sveitinni og stóð fyrir
mörgum viðburðum, m.a. í félags-
heimilinu Melsgili. Margar ferðir
áttum við í bókasafnið þar, því
lestur bóka var sameiginlegt
áhugamál okkar. Úr Melsgilinu
koma líka kærar minningar um
danskennslu, sem sveitungarnir
slógu í saman. Þar áttu mamma og
pabbi marga góða stund við vals,
polka, ræl og masúrka.
Pabbi hafði gaman af alls konar
orðaleikjum og þrautum. Til gam-
ans gerði hann það oft að leik, að
búa til orð og nöfn. Gaman væri að
taka saman orðabók í hans anda,
t.d. kallaði hann lyftitækin á
gamla Deutzinum okkar grænk-
araverk. Þegar pabbi hætti bú-
skap í Geitó var hann lengi vel
með annan fótinn heima hjá okkur
Stebba og börnunum, bæði í
Varmahlíð og í Álfheimum. Fyrir
allar þær stundir getum við aldrei
fullþakkað. Ég hafði aldrei haldið
jól, páska eða sumarfrí án pabba
fyrr en nú allra síðustu árin. Það
má með sanni segja að hjá okkur
komu jólin ekki fyrr en afi var
mættur í hús og búinn að skera út
laufabrauðið með okkur. Börnin
okkar elskuðu afa sinn afar heitt
og er margt sem þau hafa brallað
saman gegnum tíðina. Sólböð á
pallinum, með hundinum Plútó,
leikir í garðinum, spil við eldhús-
borðið, spjall í stofunni og bóka-
lestur að kvöldi dags eru meðal
góðra minninga. Þá má ekki
gleyma stundunum með spjald-
tölvunni, sem pabbi lagði sig allan
fram við að læra á og stóð sig með
miklum sóma.
Pabbi var mikill náttúruunn-
andi og elskaði að ferðast og njóta
náttúrunnar. Best fannst honum
ef hann gat farið úr skóm og sokk-
um og jarðtengst um stund.
Eftir að pabbi fór að búa í
Reykjavík áttum við margar góð-
ar samverustundir, fyrst á Bjarg-
arstígnum og síðan í Furugerðinu.
Þar var alltaf tekið á móti okkur
eins og höfðingjum og var hægt að
ganga að því vísu að fá ís og Sæ-
mund sex-kex. Hann var mjög
handlaginn og bæði skar út í timb-
ur og bjó til fallega glermuni.
Þessir fallegu gripir prýða nú
heimili afkomendanna. Mér þykir
afar vænt um síðustu samtöl okk-
ar pabba, sem flest snerust um
fjölskylduna, dýrin og sveitina,
sem alltaf voru honum kærust.
Elsku pabbi, við þökkum þér
fyrir allt. Hvíl í friði.
Þín dóttir,
Birgitta og fjölskylda.
Elsku pabbi. Á langri ævi þinni
og á langri samferð okkar feðga er
margs að minnast. Ég man fyrst
eftir þér á Ásvallagötunni þegar
þú varst að hefla hjá Vegagerð-
inni. Maður var ekkert smá stolt-
ur að eiga „pabbann á skafaran-
um“ sem hinir krakkarnir litu líka
upp til. Svo fórum við austur til
„Sesselju
ömmu“ þar sem þú varst bú-
stjóri og stýrðir heimilisbúinu af
miklum myndarskap. Flestar
minningarnar tengjast þó verunni
í Geitagerði enda bjóstu þar í 38
ár. Ég var heima allt til ársins
1978 og hef alla tíð haft sterkar
taugar til litla bæjarins, umhverf-
isins, dýranna og nágrannanna.
Við áttum
okkur draum saman á tímabili
sem var að kaupa okkur jörð og
stofna félagsbú. Ekkert varð af
þessu og fór ég á önnur mið. Samt
togaði þessi litla jörð alltaf í mig
og reyndi ég að koma eins oft og
ég gat til að njóta samvista með
ykkur mömmu og komast í smá at
við búskapinn. Að vinna með þér
og mömmu á góðum degi var
nokkuð sem ekkert jafnast á við.
Heimilið var oft yfirfullt af
fólki, fullorðnum og börnum.
Börnin mín voru hjá þér langtím-
um saman og ástin og alúðin sem
þú sýndir þeim er ómetanleg.
Takk fyrir að leyfa þeim að vera
hjá ykkur, það kenndi þeim svo
margt og bjó til svo mikið af því
mikilvægasta sem eru góðar
minningar. Í Geitagerði höfðu allir
hlutverk og ábyrgð og allir tóku
þátt í heimilis- og bústörfum. Líka
gafst tími til að setjast niður við
eldhúsborðið, spila og spjalla eða
„spökúlera“ eins og þú sagðir svo
gjarnan. Þarna voru línurnar
lagðar og hugað að næstu skrefum
við búskapinn eða gerð plön um
stækkun á fjósinu, rumpa upp
hrútakofa, byggja kálfafjós og
hlöðu. Svo jarðræktin, heyskapur-
inn og dýrin.
Minningarnar frá Geitagerði
eru óendanlegar og enn í dag leit-
ar hugurinn þangað. Minni þitt
pabbi var með eindæmum og hélst
það allt fram á síðasta dag. Lestur
og lærdómur var þitt yndi og
„hvernig gastu munað allt sem þú
last og/eða heyrðir“?. Þú fylgdist
með öllu og öllum, alltaf með allt á
hreinu. Núna síðustu árin höfum
við líka oftar en ekki yljað okkur
við að rifja upp frá þessum tíma og
eftirminnilegur er glampinn sem
færðist í augu þín þegar þennan
tíma bar á góma.
Ekki má gleyma veiðiferðunum
og ferðalögunum sem við fórum í
saman bæði hérlendis og erlendis.
Oft kom ég við á Bjargó og kippti
þér með mér þegar ég var að sinna
ýmsum verkefnum. Alltaf varstu
klár í að koma með enda þurfti ég
á þér að halda, þurfti að „spökú-
lera“ og hvern var betra að hafa
með sér en pabba við slíkar að-
stæður?
Á meðan þú gast varstu alltaf
boðinn og búinn að koma austur til
okkar og leggja hönd á plóg við að
rækta garðinn með okkur eða
smíða pall. Þú elskaðir að „vera
að“ eins og sagt er og varst alltaf
með einhver plön. Núna síðast
sast þú við að „skera í spýtu“ eða
dundaðir með „gler og tin“ og
bjóst til hluti sem verða okkur eft-
irlifendum ævarandi minning um
þig, þennan hægláta, trygga, fjöl-
skyldurækna mann sem gerðir líf
okkar fullt af góðum minningum.
Minning um góðan mann lifir.
Farðu í friði elsku pabbi,
Steinn Leó Sveinsson.
Okkur langar í nokkrum orðum
að minnast elsku afa okkar. Við
söknum hans mikið og það verður
skrýtið að geta ekki heimsótt
hann í framtíðinni. En það er gott
að eiga margar góðar minningar
að ylja sér við. Við minnumst
heimsókna afa til okkar í gegnum
tíðina. Hann gaf sér alltaf góðan
tíma til að vera með okkur og
spjalla. Það var gott að sitja í fangi
hans og vera hjá honum. Afi spil-
aði oft við okkur, spil eins og veiði-
mann, lönguvitleysu, þjóf, kvikk
og kasínu. Við gátum setið heilu
dagana og spilað. Afi lagði líka
mikið af spilaköplum og kenndi
okkur þá í leiðinni. Öll æfðum við
okkur í að lesa, m.a. með því að
lesa fyrir afa á kvöldin. Afi var
mikill hundavinur og voru þeir
Plútó miklir vinir. Iðulega sátu
þeir félagarnir úti á pallinum og
sleiktu sólina þegar færi gafst. Afi
var mikill áhugamaður um íþrótt-
ir. Við sjáum hann fyrir okkur,
sitjandi í stofunni að horfa á bolta-
leik, oft mjög spenntan og með ráð
til leikmannanna á skjánum.
Þegar afi kom í heimsókn var
farið í bíltúra til að skoða Skaga-
fjörð og gá hvort eitthvað hefði
breyst frá síðustu heimsókn. Eins
fórum við saman í heimsóknir,
alltaf til Fríðu frænku, systur afa.
Flestöll jól okkar hingað til höfum
við átt með afa. Okkur fannst jólin
aldrei koma fyrr en hann var kom-
inn til okkar að skera út laufa-
brauðið með okkur. Síðustu ár átti
afi tvo sérstaka félaga – það voru
þau Tóki og Skrunka. Hann átti
það til að búa til skrítin orð og
nöfn. Tóki var göngustafurinn
hans og Skrunka var göngugrind-
in hans. Við þurftum alltaf að
prófa þessi tæki aðeins og reynd-
um að hjálpa upp á að hafa þau til-
tæk fyrir afa þegar þurfti.
Afa fannst alltaf jafn gaman að
fá okkur í heimsókn og tók á móti
okkur eins og við værum kóngar.
Við minnumst allra góðu heim-
sóknanna til afa og ömmu á
Bjargó. Þá mátti treysta því að til
væri ís í frystinum handa okkur.
Oft gengum við með afa í sjopp-
una, vídeóleiguna, búðina og niður
á tjörn. Það voru góðar ferðir.
Eins fannst okkur alltaf svo gam-
an að leika í garðinum á Bjargó og
tína berin sem spruttu þar. Síðar
þegar afi var fluttur í Furugerði
minnumst við þess að hann átti
alltaf kex eða konfekt handa okk-
ur og mjög oft Pepsí. Afi kallaði
kremkexið Sæmund í sparifötun-
um eða Sæmund sex-kex.
Eitt sinn gáfum við afa bangsa-
hund í afmælisgjöf. Þessi bangsi
fékk nafnið Snati. Alla tíð síðan sat
Snati á rúminu hans afa og þurft-
um við ætíð aðeins að klappa hon-
um þegar við komum í heimsókn.
Afi var ákaflega stoltur af okkur
og þurftum við halda honum upp-
lýstum um hvað var í gangi hjá
okkur í hvert sinn. Við hringdum í
hann og sendum honum myndir
þegar eitthvað var að gerast hjá
okkur. Alltaf hrósaði hann okkur í
hástert og hvatti okkur áfram.
Elsku afi, við erum afar þakklát
fyrir allar góðu stundirnar okkar
og minningarnar, sem ylja okkur.
Við trúum því að nú líði þér vel og
þú sért kominn í sveitasæluna á
ný. Kannski ertu búinn að hitta
hana Önnu ömmu aftur.
Við vonum að góður Guð geymi
afa okkar vel.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Vala Rún, Óskar Aron og
Bríet Bergdís Stefánsbörn.
Elskulegur afi minn, þakka þér
fyrir allar góðu minningarnar. Þú
varst mér og mínum góður vinur
og áttum við margar góðar stund-
ir saman, sem ég mun sakna. Ég
var hjá þér og ömmu nánast öll
sumur frá því að ég man eftir mér
þangað til ég varð tvítugur. Í
fyrstu þvældist ég að mestu bara
fyrir en það var alltaf ómæld þol-
inmæði gagnvart litla stubbnum
sem var á stundum nokkuð óþekk-
ur. Það var ávallt mikil spenna að
fá að hjálpa við búskapinn og tók
ég það hlutverk mjög alvarlega.
Maður lærði svo margt á þessum
árum og er ég ævinlega þakkátur
fyrir að hafa fengið að fá að vera
hjá ykkur ömmu þessi sumur.
Margar minningar koma upp í
hugann þegar maður hugsar til
baka en það sem stendur upp úr
fyrst og fremst er hvernig þið tók-
uð á móti manni með ást og hlýju.
Það var alltaf gott að koma í Geita-
gerði, þar var ávallt gleði þrátt
fyrir oft annasama tíma.
Í seinni tíð voru samskiptin oft-
ar en ekki í gegnum síma og þurfti
afi stöðugt að fá fréttir af strákun-
um og ekki síst af nýja hundinum
á heimilinu. Gamli var mikill
hundakarl. Afi var ávallt vel inni í
öllum málum og fylgdist vel með
þjóðfélagsumræðunni. Maður
kom sjaldan að tómum kofunum
hjá honum og var gaman að ræða
um heima og geima á góðum
stundum. Þegar ég hitti afa minn í
síðasta sinn, nokkrum dögum fyr-
ir andlátið, var ljóst að lífsljósið
var að dofna. Ég náði þó að ræða
við afa í stutta stund og sýna hon-
um nokkrar myndir af strákunum,
hann lifnaði allur við þegar hann
sá ungviðið.
Ég kveð þig, elsku afi minn,
með trega í hjarta en það yljar að
þú ert kominn í sumarlandið til
ömmu og ef ég þekki hana rétt þá
verður engin lognmolla.
Magnús Jónsson.
Fyrstu minningar mínar af afa
eru af okkur að hjálpast að við
sveitastörfin í Geitagerði. Fara
með afa í fjósið, rogast á eftir hon-
um með heytuggu í fanginu og
furða mig á því hvernig afi gæti
haldið á svona miklu heyi í einu,
brynna kindunum og mjólka kýrn-
ar. Það var svo alltaf spennandi að
fá að sitja með afa í dráttarvél-
unum, þó sér í lagi þegar farið var
á gamla Deutz.
Afi átti stóran sess í æsku
minni og var minn besti vinur,
ásamt Snata. Þær voru ófáar
stundirnar sem afi sat með mér og
við lékum saman, hvort sem það
var gripið í spil, púslað eða leikið
með kubba. Einnig lékum við mik-
ið með leikfangadýr og minnist ég
þess svoleiðis að hefði afi átt eitt-
hvert erindi í Krókinn hafi hann
yfirleitt alltaf komið til baka með
ný dýr í safnið.
Það var hægt að ganga að því
vísu að hægt væri að leita til afa ef
eitthvað bjátaði á eða ef manni
leiddist. Hann tók manni alltaf
opnum örmum og veitti hlýju,
sagði manni sögu eða dró fram
eitthvað spennandi sem kallaði
fram bros á augabragði. Ég minn-
ist þess einnig að hafa vaknað á
nóttunni og skriðið upp í til afa
frekar en foreldranna eða jafnvel
gengið í svefni og vaknað í rúminu
hjá afa, þrátt fyrir að það hefði
þurft að ferðast milli hæða til þess.
Eftir að afi flutti suður til
Reykjavíkur til ömmu var heldur
aldrei komið að tómum kofunum
þar. Ég hugsa að afi hafi á tímabili
verið einn helsti viðskiptavinur
Tiger á Laugaveginum því alltaf
átti hann til nýjar græjur úr Tiger
og iðulega var maður leystur út
með einhverju þaðan eða hand-
verki. Afi var einkar laginn í hönd-
unum og gerði mörg falleg gler-
og útskurðarlistaverk sem hver
sem er gæti verið stoltur af.
Afi var svo magnaður að hann
keypti sér spjaldtölvu á gamals
aldri til þess að geta haldið sam-
bandi við fjölskylduna. Það var
frábært að geta hringt og spjallað
við afa í mynd, þrátt fyrir að vera
hvor í sínum landshlutanum, sem
við gerðum mjög reglulega. Sér í
lagi hafði afi gaman af því að
spjalla við Stefán Heiðar eftir að
hann fæddist. Hann ávarpaði
Stefán Heiðar ávallt sem höfðingj-
ann og náðu þeir vel saman. Stef-
án Heiðar sýndi langafa sínum
leikföngin sín og lék við hann í
gegnum skjáinn og var jafnvel far-
inn að biðja um að hringja í lang-
afa, sem mér þykir mjög vænt um.
Þær eru margar minningarnar
til að ylja sér við, hvort sem það
eru sveitastörfin í Geitagerði,
veiðiferðir út á Skaga, skreppur í
Bónusvídeó eða heimsókn til þín í
Furugerði. Það væri langur listi ef
það ætti að koma honum öllum í
orð, en ég er mjög þakklátur fyrir
allar okkar samverustundir.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Þakkir fyrir allt elsku afi, þín
verður sárt saknað. Hvíldu í friði.
Hákon Ingi.
Sveinn Steinsson
- Fleiri minningargreinar
um Svein Steinsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
CARL JÓHANN LILLIENDAHL
klæðskerameistari,
lést á hjartadeild Landspítalans
sunnudaginn 30. maí. Hann verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 10. júní
klukkan 13.
Íris Lilliendahl
Alfreð Örn Lilliendahl Eva Björk Karlsdóttir
Árni Halldór Lilliendahl Belinda Kristinsdóttir
Karl Rúnar Lilliendahl Edda Jónsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
KARLOTTA BIRGITTA
AÐALSTEINSDÓTTIR,
löggiltur endurskoðandi,
lést þriðjudaginn 1. júní.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 10. júní
klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög.
Lárus Pétur Ragnarsson
Ragnar Jóhann Lárusson Ann Sofie Egholm
Sigurbjörn Birkir Lárusson Brynhildur Magnúsdóttir
Jón Bjartmar Lárusson
og barnabörn