Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
–
50 ÁRA Ingólfur
Gissurarson er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Vesturbænum og býr
þar. Hann lauk B.Sc-
gráðu í matvælafræði
frá Háskóla Íslands
árið 1997 og starfaði
að gæðamálum, meðal
annars hjá Vífilfelli,
Sýni, Hollustuvernd
og Umhverfisstofnun
áður en hann hóf störf
hjá Isavia árið 2008
við öryggis- og gæða-
mál. Þar gegndi hann
síðast stöðu flugvall-
arstjóra Reykjavík-
urflugvallar áður en
hann hóf störf hjá Ís-
lenskum aðal-
verktökum í sept-
ember 2020 sem
öryggis- og gæða-
stjóri. „Það er frábært
að stýra öryggis- og gæðamálum hjá Íslenskum aðalverktökum því starfs-
fólkið er faglegt og tilbúið að takast á þær áskoranir sem upp koma.
Ég er náttúrlega KR-ingur,“ segir Ingólfur spurður út í áhugamál og
félagsmál. „Ég fylgist mikið með íþróttum og þá sérstaklega fótbolta og spila
golf í Nesklúbbnum með góðum vinum. Vinir og fjölskylda eru í algerum for-
gangi því lífið er núna!“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Ingólfs er Valdís Arnórsdóttir, f. 1972. Hún er
stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi hjá móðurfyrirtæki Marel. Börn
þeirra eru Margeir, f. 1995, Kristín Laufey, f. 2011, og Jóhanna María, f.
2014. Foreldrar Ingólfs voru hjónin Gissur J. Gissurarson, f. 1931, d. 2008,
skrifstofumaður, og Margrét Margeirsdóttir, f. 1933, d. 2016, skrifstofukona.
Þau bjuggu í Vesturbænum alla sína hjúskapartíð.
Ingólfur Gissurarson
Hjónin Ingólfur Gissurarson og Valdís Arnórsdóttir.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það er sjálfsagt að hlaupa undir
bagga með öðrum þegar tóm er til. Reyndu
því að hafa allt á hreinu, bæði í starfi og leik.
20. apríl - 20. maí +
Naut Ef eitthvað hvílir þungt á þér er gott
að leita uppi aðra sem hafa lent í einhverju
svipuðu. Gamall vinur reynist þér vel.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þetta er góður dagur til þess að
kaupa eitthvað fyrir heimilið, annaðhvort
hannyrðir eða hreinlætisvörur. Njóttu þess
að eyða tíma með fjölskyldunni í kvöld.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Nú ættirðu að fara að sjá fyrir end-
ann á því verkefni, sem hefur tekið allan
þinn tíma um skeið. Þú munt uppskera ríku-
lega og fá hrós fyrir árangurinn.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur leitt vinnuhóp þinn með
sóma til lokaáfanga verkefnis sem reynst
hefur þér erfitt. Mundu samt að slá hvergi
slöku við þótt því sé lokið.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú hefur sterkt innsæi – þú skilur
hvað hreyfir við fólki. Leyfðu öðrum að láta
ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú leiðir kurteislega hjá sér það sem
aðrir segja um ástalíf þitt – sumir skilja
hreinlega ekki eðli sambanda. Haltu þínu
striki.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Einhver mun reynast þér erf-
iður viðureignar í dag. Láttu ekkert verða til
að egna þig upp. Þú tekur stjórnina yfir eins
og þú vildir.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú þarft að leggja höfuðið í
bleyti og finna fleiri fjáröflunarleiðir. Gerðu
það með bros á vör. Gefðu þér tíma til að
vera með fjölskyldunni og rifja upp gamlar
minnningar.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það er engin ástæða til að ör-
vænta þótt sólin skíni ekki á þig öllum
stundum. Röðin mun koma að þér fyrr en
síðar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Það standa miklar breytingar
fyrir dyrum varðandi húsnæðismál fjöl-
skyldunnar. Notaðu daginn til þess að ræða
málin við maka og vini.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Vinnufélagarnir eru enn að velta
hlutunum fyrir sér sem þú hefur þegar tekið
ákvörðun um. Mundu að þolinmæðin skiptir
miklu máli og verður endurgoldin.
„Ég var í öllu mögulegu; hjá Bygg-
ingastofnun teiknaði ég landbún-
aðarbyggingar og þegar ég vann
sjálfstætt var ég með skipulagsverk-
efni og litlar byggingar, enda var
þetta eins manns stofa. Ég teiknaði
mikið fyrir bændur af því að þeir
þekktu mig frá því ég vann hjá Bygg-
ingastofnun landbúnaðarins. Í Hafn-
arfirði teiknaði ég ekki mikið, vann
meira við skipulag, fór yfir teikningar
skipulagi Reykjavíkur 1980-1981 og
Byggingastofnun landbúnaðarins
1981-1990 fyrir utan árs leyfi 1985-86
þegar hún sótti námskeið í lífrænum
arkitektúr og borgarsögu við Tækni-
hákólann í Helsinki en vann jafn-
framt á teiknistofu Patricks Eriks-
sons. Hún rak síðan eigin teiknistofu
1990-2006 en hóf þá störf á skipulags-
og byggingasviði Hafnarfjarðar allt
til októberloka 2015.
M
álfríður Kristjáns-
dóttir fæddist 4. júní
1946 í Dalsmynni í
Norðurárdal í Borg-
arfirði. „Mér var
sagt að það hefði verið héla á glugg-
anum daginn sem ég fæddist.
Þegar ég var sex vikna var flutt
með mig í tjald en faðir minn var þá
brúarsmiður á sumrin og móðir mín
ráðskona. Ég var með foreldrum
mínum í brúarvinnunni á sumrin þar
til ég varð sjö ára en þá fór ég í sveit.
Við sváfum alltaf í tjöldum en það var
borðað í skúr. Hjá okkur var tjaldið
með fjalagólfi en margir í vinnu-
flokknum höfðu moldargólf.
Ég var eini krakkinn en ég á ekk-
ert nema góðar minningar frá þess-
um tíma. Man eftir að ég reyndi oft
að stelast frá og heim á bæi eins og
að Kollabúðum í Þorskafirði af því
konan þar bakaði svo góðar kleinur.
Ég var yfirleitt gripin áður en ég
komst langt. Ég man líka að ég datt
einu sinni í ána þegar ég horfði svo
mikið á Hermann Jónasson af því
hann var í pokabuxum.“ Á veturna
bjó fjölskyldan í Laugarneshverfinu í
Reykjavík og æfði Málfríður hand-
bolta með Ármanni.
Skólagangan hófst í Laugarnes-
skóla, þá tók Gagnfræðaskólinn við
Vonarstræti við og loks Mennta-
skólinn í Reykjavík en þaðan varð
Málfríður stúdent 1966. „Á sumrin
var ég í sveit í Dalsmynni hjá ömmu
minni til 17 ára aldurs en þá tók önn-
ur sumarvinna við, m.a. við skóg-
rækt, starf á sumarhóteli og sem
heimilishjálp á bóndabæ í Dan-
mörku.“ Eftir stutta dvöl í lagadeild
HÍ fór Málfríður til Finnlands og bjó
þar í ellefu ár.
„Mig langaði alltaf að fara út, ég
fór fyrst að læra finnsku og síðan fór
ég í nám í arkitektúr. Það var alltaf
verið að byggja og smíða í kringum
mig, ætli það hafi ekki kveikt áhug-
ann.“ Hún lauk náminu í arkitektúr
frá Háskólanum í Oulu 1977 en á
námsárunum vann hún á ýmsum
teiknistofum og á byggingadeild
Ouluborgar.
Fjölskyldan flutti til Íslands árið
1978. Málfríður starfaði á Vinnustof-
unni Klöpp hf. 1978-1980, Borgar-
og gerði húsakannanir. Ég hafði allt-
af meiri áhuga á skipulagi en húsa-
teikningum,“ en Málfríður hefur
skrifað greinar um búsetulandslag.
Málfríður útskrifaðist sem leið-
sögumaður 1991 og hlaut löggildingu
sem skjalaþýðandi úr finnsku á ís-
lensku 1993. Hún öðlaðist einnig rétt-
indi til að gera eignaskiptayfirlýs-
ingar. Jafnframt störfum sem arki-
tekt hefur hún unnið sem leiðsögu-
maður fyrir Norðurlandabúa og verið
ráðstefnutúlkur.
„Það er lúxus að ferðast á kaupi og
geta breytt til. Lengi vel fór ég eina
ferð á ári hringinn í kringum landið
meðan ég var í fullri vinnu, heilsaði
upp á hverina og athugaði hvort þeir
væru á sínum stað. Núna hef ég verið
í styttri ferðum, þessum klassísku
eins og að Gullfossi og Geysi og í Bláa
lónið. Það hefur auðvitað ekkert ver-
ið að gera undanfarið ár en ég á bók-
aðar ferðir í haust.“
Helstu áhugamál Málfríðar eru
ferðalög, einkum göngur bæði á Ís-
landi og erlendis, bókmenntir, listir
og íþróttir.
„Þegar ég hef verið að ganga er-
lendis þá hef ég verið á Ítalíu, Grikk-
Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt – 75 ára
Fjölskyldan Að lokinni göngu þvert yfir England meðfram múr Hadríanusar keisara í júní 2016.
Alin upp í tjaldi frá sex vikna aldri
Mæðgurnar Málfríður ásamt Sesselju og Aino Freyju á gosstöðvunum.
Til hamingju með daginn