Morgunblaðið - 04.06.2021, Síða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
FC 7 Premium
„ÞÚ ERT AÐ OFHITNA. FARÐU ÚT OG FÁÐU
ÞÉR FERSKT LOFT.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að dást að
handavinnunni hennar.
ÉG HEF EKKI BITIÐ
NEINN Í LENGRI TÍMA
OOOOG… ERTU AÐ BÍÐA EFTIR ÞVÍ
AÐ ÉG BJÓÐI MIG FRAM?
HEI! ÞÚ SÉRÐ EKKERT MEÐ ÞETTA
FYRIR AUGUNUM!
ÉG VEIT! LÆKNIRINN MINN VILL AÐ
ÉG PASSI UPP Á BLÓÐÞRÝSTINGINN!
„HVERS VEGNA ER ÉG ALLTAF SÍÐASTUR
TIL AÐ FRÉTTA ALLT?“
landi og í Slóvakíu. Hef m.a. gengið
hluta pílagrímaleiðar á Ítalíu sem
nefnist Via Francigena. Ég er alltaf
með bók við höndina og les mest ís-
lenskar og finnskar skáldsögur, hef
smávegis verið að þýða finnsk ljóð og
smásögur, eitthvað af því hefur verið
birt í blöðum. Ég sæki mikið söfn, t.d.
Listasafn Íslands og Kjarvalsstaði. Í
íþróttunum fylgist ég með handbolta
og náttúrlega með fimleikum af því
dóttir mín er fimleikaþjálfari og
barnabarnið er Íslandsmeistari í fim-
leikum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Málfríðar er Tuomas
Järvelä, f. 20.4. 1946, fil.cand., stunda-
kennari og leiðsögumaður. Þau búa í
Laugarneshverfi í Reykjavík. For-
eldrar Tuomas voru hjónin Rauha
Järvelä, f. 29.10. 1920, d. 23.11. 2013,
verslunarmaður, og Matti Järvelä, f.
24.3. 1920, d. 5.5. 1970, verslunar-
stjóri. Þau bjuggu í Finnlandi.
Börn Málfríðar og Tuomas eru:
1) Sesselja Hannele, f. 18.5. 1972,
íþróttakennari og fimleikaþjálfari,
búsett í Reykjavík, dætur hennar
eru Nanna, f. 2000, og Sóley, f. 2003,
Guðmundsdætur. 2) Aino Freyja, f.
10.5. 1974, forstöðumaður í Salnum
í Kópavogi, búsett í Reykjavík,
maki hennar er Eiríkur Bergmann
prófessor, börn þeirra eru Hrafn-
hildur, f. 2009, og Ægir, f. 2012.
Börn Eiríks eru Sólrún Rós, f. 1994,
og Einar Sigurður, f. 1999; 3) Geir
Matti, f. 19.5. 1982, tölvunarfræð-
ingur hjá Videntifier, búsettur í
Reykjavík.
Hálfbróðir Málfríðar, samfeðra,
var Ölver, f. 28.12. 1933, d. 9.11.
1986, var búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Málfríðar voru hjónin
Ólöf Jónsdóttir, f. 21.5. 1922, d. 9.7.
1972, verslunarmaður og Kristján
Guðmundsson, f. 21.11. 1908, d.
14.4. 1965, verkstjóri. Þau voru bú-
sett í Reykjavík.
Málfríður
Kristjánsdóttir
Ólöf Jónsdóttir
húsfreyja og vinnukona í Votmúla-Norðurkoti og á Selfossi
Jón Magnússon
bóndi í Votmúla-
Norðurkoti í Flóa
Sesselja Jónsdóttir
húsfreyja og bóndi í Dalsmynni
Jón Vigfússon
söðlasmiður og bóndi í Dalsmynni
Ólöf Jónsdóttir
húsfreyja og
verslunarmaður í Reykjavík
Þorbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Dalsmynni
Vigfús Bjarnason
bóndi og hreppstjóri í Dalsmynni í Norðurárdal, Mýr.
Sigríður Halldórsdóttir
bústýra í Garðbæ og húsfreyja í Garði
Einar Árnason
sjómaður í Garðbæ á Miðnesi
og útvegsbóndi í Garði
Guðrún Einarsdóttir
húsfreyja í Stykkishólmi
Guðmundur Jónsson
byggingameistari og útgerðarstjóri í Stykkishólmi
Málmfríður Jósefsdóttir
húsfreyja á Narfeyri
Jón Jónsson
bóndi og smiður á Narfeyri á Skógarströnd
Úr frændgarði Málfríðar Kristjánsdóttur
Kristján Guðmundsson
verkstjóri hjá Vegagerð
ríkisins í Reykjavík
Á Boðnarmiði yrkir ÞorgeirMagnússon við skemmtilega
mynd, sem skýrir ljóðið:
Geldingadalagíga við
gjörningavindar nauða,
breiðir þar úr sér blágrýtið,
bergstorkan gróðursnauða.
Eldtungur teygjast yfir svið,
upp þeytist kvikan rauða
líkt og á hæstan himnasmið
hrækt sé úr ríki dauða.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
„ferskeytt, sléttubönd, hringhent,
frumframkveðin“:
Bára hrífur margan mann
muna Drífa kætir.
Kára vífið Edda ann,
Una kífið bætir.
Bætir kífið Una, ann
Edda vífið Kára.
Kætir Drífa muna, mann
margan hrífur Bára.
Nú bregðum við yfir í limrur.
Sigrún Haraldsdóttir yrkir:
Hann Elías átti hund
sem urraði í sama mund
og Denni á Hóli
sá durgur og njóli
datt oní Ermarsund
Helgi Ingólfsson:
Að sjálfsögðu samkoman fór illa
er Sunneva byrjaði’ að rórilla
sér svona stór.
Menn sögðu í kór:
„Þú ruggar sem riðvaxin górilla!“
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar:
„Þessi skemmtilega limra minnti
mig á limru sem ég orti einhvern
tíma í fyrndinni og var næstum því
horfin í móðu tímans. En nú gróf ég
hana upp úr vísnahaugnum og hér
er hún“:
Sannlega syngur sá kór illa
svo Sighvati líkar það stórilla.
Þetta útburðarvæl
er með útlenskum stæl
enda er stjórnandinn górilla.
Sigurlín Hermannsdóttir yrkir:
Svo ljómandi lagleg var Halla
að lekkera mátti ’ana kalla.
Mjög var hún grönn
– mittið ein spönn,
en verst að hún var að fá skalla.
Páll Ólafsson orti á haustdegi,
frosthéla var og kuldi; húskarlar
voru að skera kálf á hlaðinu:
Kýr er borin, kálfur skorinn,
kuldasporin úti sjást;
fjandans horinn, vondu vorin
við ég þori ei að kljást.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af gjörningavindum,
hundi og górillu