Morgunblaðið - 04.06.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2021
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Tónlistin á plötunni er samsuða af
djassspunatónlist og austrænni
heimstónlist. Hljóðheimurinn
endurspeglar þetta,“ segir Sigmar
Þór Matthíasson bassaleikari um
nýjustu plötu sína sem nefnist
Meridian Metaphor og hann fagnar
með útgáfutónleikum í Kaldalóni
Hörpu í kvöld kl. 20. „Með mér leika
Ásgeir Ásgeirsson á oud, sem er
tyrkneskt og arabískt strengja-
hljóðfæri eða hálfgerð lúta sem er
sögð vera afi eða amma gítarsins.
Haukur Gröndal spilar á klarinett,
sem fangar líka vel austræna hljóð-
heiminn, sem blandast vel við djass-
hljóðheiminn í bassa, trommum og
píanói,“ segir Sigmar, en á píanóið
leikur Ingi Bjarni Skúlason og á
trommur Matthías Hemstock.
Í kynningu á plötunni og tónleik-
unum segir að hér kveði við nýjan
tón í lagasmíðum Sigmars þar sem
tónlistin sé undir miklum áhrifum
frá austrænni heimstónlist sem
blandist við nútímalegan djass á
áhugaverðan hátt. Aðspurður segir
Sigmar að kveikjan að verkefninu sé
samstarf hans og vinátta við tvo tón-
listarmenn sem hann kynntist á
námsárum sínum í New York-borg,
þá Taulant Mehmeti frá Kosovo á
Balkanskaga og Ayman Boujlida frá
Túnis í Norður-Afríku.
Leikur að orðum
„Maður gerir auðvitað aldrei neitt
einn. Það er alltaf eitthvað sem hef-
ur áhrif á mann. Meðan ég var í tón-
listarnámi mínu í New York, sem er
auðvitað suðupottur lista og menn-
ingar, spilaði ég tónlist þeirra Taul-
ants og Aymans sem var undir
sterkum áhrifum þjóðlagatónlistar
heimalanda þeirra. Sú reynsla hafði
mikil áhrif á mína sköpun,“ segir
Sigmar og bendir á að samtímis sé
hann líka undir áhrifum frá félögum
sínum í hljómsveitinni. „Bæði Hauk-
ur og Ásgeir hafa í mörg ár verið að
grúska í austrænni tónlist og starf-
rækja meðal annars hljómsveitina
Skuggamyndir frá Býsans sem spil-
ar balkanmúsík,“ segir Sigmar og
tekur fram að áhrifa gæti bæði úr
austri og vestri.
„Líkt og titill plötunnar gefur til
kynna er ég að reyna að bregða upp
eins konar tón-myndlíkingum með
fjölbreyttum skírskotunum í fólk,
staði og upplifanir sem hafa mótað
mig í gegnum tíðina. Eitt laganna á
plötunni nefnist „Karthago“ og það
tileinkaði ég vini mínum frá Túnis
enda um forna borg þar í landi að
ræða,“ segir Sigmar og tekur fram
að vinur hans sé sérstakur gestaleik-
ari í því lagi og hafi tekið partinn
sinn upp úti í Túnis.
„Annað lag nefnist „East River“
sem vísar, eins og nafnið gefur til
kynna, til árinnar í New York sem
ég bjó nálægt og labbaði oft hjá. En
þetta vísar líka til þess að þótt ég
hafi verið staddur í mekka djassins í
New York hallaðist ég um leið tón-
listarlega meira til austurs,“ segir
Sigmar og bendir á að titill plöt-
unnar vísi einnig í landafræði. „Því
línan sem skilur að austur og vestur
á landakorti heitir prime meridian.
Titill plötunnar er því smá leikur að
orðum.“
Nýttu smugurnar í bönnum
Spurður hvort hann hafi sjálfur
lagt leið sína mikið austur á bóginn
svarar Sigmar því neitandi. „Ekki
enn. Ég hef aðeins heimsótt austrið í
tónlistarlegum skilningi, en hver
veit hvað gerist að kófi loknu,“ segir
Sigmar og tekur fram að hægt sé að
kynnast ólíkri heimsmenningu gegn-
um fólkið frá öðrum löndum.
Aðspurður segir Sigmar plötuna
Meridian Metaphor hafa verið í
vinnslu með hléum síðan 2019.
„Fyrsta sólóplata mín kom út haust-
ið 2018 og eftir að hafa fylgt henni
eftir fór ég að vinna þessa plötu og
þetta fór á flug í fyrra. Við vorum
heppnir og náðum akkúrat að nýta
smugurnar í samkomubönnunum í
miðjum heimsfaraldri. Við byrjuðum
að æfa saman undir lok fyrstu bylgju
í apríl í fyrra og spiluðum í fram-
haldinu á tónleikum á vegum Jazz-
klúbbsins Múlans í Flóa Hörpu.
Næstu mánuði héldu lögin áfram að
þróast og við náðum aftur að halda
ferna tónleika í öðrum glugga í sept-
ember þar sem við náðum að spila
efnið til,“ segir Sigmar og vísar til
þess að hljómsveitin kom meðal ann-
ars fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í
Flóa Hörpu. „Við fórum síðan í stúd-
íó í október til að taka plötuna upp.“
Spurður um tilurð laganna segist
Sigmar leggja til grunn að öllum lög-
unum. „Ég kem með útskrifaða
parta fyrir alla í hljómsveitinni, en
síðan er þetta mótað í mikilli sam-
vinnu okkar félaganna, sem er
vinnuaðferð sem ég fíla best. Ég er
ævinlega þakklátur félögunum fyrir
samstarfið,“ segir Sigmar. Inntur
eftir því hvernig hópurinn sé saman
settur bendir Sigmar á að þeir Ingi
Bjarni séu æskufélagar. „Við höfum
því verið vinir mjög lengi. Þeim hin-
um kynntist ég fyrst í Tónlistarskóla
FÍH meðan ég var í námi og þeir
voru þar að kenna, en þeir eru örlítið
eldri en ég. Við höfum á síðustu
árum spilað saman í alls kyns verk-
efnum og þannig kynnst vel,“ segir
Sigmar og bendir á að mikil sam-
heldni ríki „innan þessa fámenna en
góðmenna hóps djassara á Íslandi“.
Þess má að lokum geta að platan
verður aðgengileg á Bandcamp og
Spotify. Miðar eru fáanlegir í miða-
sölu Hörpu, á harpa.is og tix.is.
Djass Sigmar Þór Matthíasson með bassann fyrir miðju ásamt félögum sínum. Frá vinstri eru Ingi Bjarna Skúlason við píanóið, Ásgeir Ásgeirsson með
strengjahljóðfærið oud, Haukur Gröndal með klarínettið og Matthías Hemstock við trommurnar. Þeir fagna útgáfu nýju plötunnar með tónleikum í kvöld.
„Upplifanir sem hafa mótað mig“
- Sigmar Þór Matthíasson bassaleikari fagnar plötunni Meridian Metaphor með útgáfutónleikum
í Kaldalóni Hörpu í kvöld kl. 20 - „Ég hef aðeins heimsótt austrið í tónlistarlegum skilningi“
Eftirlíking af vaxmyndastyttu af
breska tónlistargoðinu David
Bowie hefur verið komið fyrir
framan við plötuverslun í Berlín
sem staðsett er skammt frá þeim
stað þar sem tónlistarmaðurinn bjó
í hverfinu Schöneberg í Vestur-
Berlín á áttunda áratug síðustu ald-
ar. Vera hans í borginni var gjöful
og skilaði sér í plötunum Bowie:
Low (1977), „Heroes“ (1977) og
Lodger (1979). Uppsetning stytt-
unnar er liður í kynningu á nýrri
sýningu á vegum Madame Tussaud-
vaxmyndasafnsins í Berlín sem
nefnist Berlin 100 og spannar sögu
borgarinnar frá um 1920 og 100 ár
fram. Samkvæmt upplýsingum frá
safninu er ráðgert að koma fleiri
eftirlíkingum fyrir víðs vegar um
borgina nálægt sögulega mikil-
vægum stöðum.
Bowie í vaxi í Berlín
AFP
Enska leikkonan Kate Winslet
greinir frá því í viðtali í The New
York Times að hún hafi komið í veg
fyrir að útliti hennar væri breytt
bæði í atriði og kynningaefni fyrir
þætti HBO, Mare of Easttown.
Winslet fer með aðalhlutverk þátt-
anna og segir hún leikstjóra þeirra,
Craig Zobel, hafa greint henni frá
því að hægt væri að fjarlægja
„slappan maga“ hennar úr kynlífs-
atriði í þáttunum. Winslet segist
hafa svarað að bragði að hann
skyldi ekki voga sér að gera það.
Hún kom líka í veg fyrir að vegg-
spjald þáttanna yrði notað þar sem
búið var að fjarlægja hrukkur af
andliti hennar. Segist hún hafa beð-
ið um að hrukkunum yrði aftur
komið á sinn stað. Winslet segir í
viðtalinu að í þáttunum leiki hún
miðaldra konu og bendir á nauðsyn
þess að hún líti út sem slík. Þætt-
irnir hafa hlotið jákvæðar viðtökur
og þá meðal annars fyrir frábæran
leik Winslet sem hlotið hefur fjölda
verðlauna á ferli sínum.
Kom í veg fyrir
útlitsbreytingar
AFP
Ákveðin Kate Winslet í Mare of Easttown.
Staðfest hefur verið að dönsku leik-
ararnir Nikolaj Lie Kaas og Lars
Mikkelsen muni leika í þriðju og
síðustu sjónvarpsseríunni af Riget
eða Ríkinu sem Lars von Trier leik-
stýrir og áætlað er að frumsýna á
Viaplay 2022. Áður var búið að
staðfesta að leikararnir Ghita
Nørby, Nicolas Bro, Bodil Jørgen-
sen, Søren Pilmark og Peter Myg-
ind myndu leika í þáttaröðinni. Lars Mikkelsen
Stjörnufans í Ríkinu hjá Lars von Trier
Nikolaj Lie Kaas