Morgunblaðið - 11.06.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.06.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Best Sabinal Hotel 4* Roquetas de Mar ALMERÍA 06. - 16. júlí Flug og gisting með hálfu fæði í 10 daga. Sundlaugagarður og krakkaklúbbur! www.sumarferdir.is | info@sumarferdir.is | 514 1400 verð frá 139.900kr. á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Það rættist úr þátttöku í bólusetn- ingum þegar leið á gærdaginn en morgunninn leit ekki vel út að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgar- svæðinu. Bólusetningar byrjuðu í gærmorgun upp úr klukkan níu en fyrir hádegi var tekin ákvörðun um að kalla inn þrjá fleiri árganga sök- um þess hve fáir mættu en einungis helmingur þeirra sem fengu boð fyrripart dags kom í sprautu. Sóttu meira bóluefni Þegar líða tók á daginn fór að bæt- ast í hópinn og myndaðist aftur mikil örtröð líkt og gerðist á þriðjudag. Þegar mest lét náði biðröðin lang- leiðina að Glæsibæ og þurftu ein- hverjir að bíða í yfir tvo klukkutíma eftir sprautu. Endaði það með að meira bóluefni var sótt til Distica svo fleiri voru bólusettir heldur en áætl- að var í upphafi dags. Óskar segir fólk upp til hópa hafa verið þolinmótt og ætti ekki að líta neikvæðum augum á góða mætingu enda flestir ánægðir með að fá boð í bólusetningu. Hann segir erfitt að meta hvers vegna þátttaka um morguninn hafi verið dræm enda um unga og fríska einstaklinga að ræða sem ekki væru í áhættuhópi. Telur hann þá líklegt að margir hafi verið uppteknir í vinnu eða mögulega ekki á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir fengu boðið. Bendir hann þó á að hálfhlægilegt sé að þegar fréttist af biðröð í bólusetningu séu fleiri sem drífa sig til að mæta, sem orsakar þessar löngu biðraðir. Upp úr fimm voru allar raðir horfnar og þurfti enn og aftur að kalla fleiri inn í bólusetningu. Fyrir klukkan sex voru þó allir skammt- arnir búnir. Örtröð annan daginn í röð - Fólk duglegra að mæta þegar fréttist af biðröð Ljósmynd/Ari Páll Karlsson Biðröð Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalshöll og langleið- ina að Glæsibæ. Bólusett var í gær með bóluefni Janssen gegn veirunni. Ný skimunarstöð Öryggis- miðstöðvarinnar fyrir Covid-19 hefur verið opnuð í Reykja- nesbæ. Er hún einkum ætluð er- lendum ferðamönnum. Geta einstaklingar farið í skyndipróf sem skilar niðurstöðum á 15 mínútum, samkvæmt frétta- tilkynningu. 15 mínútna skyndipróf NÝ SKIMUNARSTÖÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sýnileg virkni í gígnum í Geldinga- dölum breyttist snemma í gærmorg- un. Þá dró úr reglulegum goshrinum þegar hraunið gusaðist upp með hléum. Þess í stað kom sístreymi. Hrinurnar héldu þó áfram þannig að stundum bætti í flæðið og svo dró úr því en stöðugt streymdi hraun yfir gígbrúnina. Þetta hélt áfram fram eftir degi eins og sjá mátti t.d. á vef- myndavél mbl.is. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, sagði að sér virtist að geymirinn sem myndaðist undir gígopinu hefði fyllst af kviku. Mikið hrun varð í gígbarminum kl. 04.10 í fyrrinótt og við það hækkaði yfirborð hraunsins í gígnum. Þetta virðist einnig hafa dregið úr afgösun kvikunnar, a.m.k. tímabundið. Hraunrásir undir yfirborðinu flytja hraun frá gígnum. Þorvaldur sagði að þær gætu þess vegna verið tvær og önnur ofan á hinni. Svo kvíslast flutningsleiðirnar í hinar ýmsu áttir. Hraun streymir enn inn í Geldingadali, niður í Meradali, í Syðri-Meradal og niður í Nátthaga. „Virknin sem við horfum á í gígn- um hefur afskaplega lítil áhrif á hraunrennslið. Það virðist vera ein- hvers konar yfirflæði. Það er önnur rás þarna undir sem viðheldur hraunrennslinu,“ sagði Þorvaldur. „Það er ekkert lát á þessu. Mest af hrauninu rennur undir skorpunni og sést ekki. Gosið er að einangra flutn- ingsleiðarnar til að geta farið lengra. Það hefur verið fullur gangur í hrauninu, þótt það róist af og til. Þetta virðist ekkert vera að hætta.“ Þorvaldur segir að einangrun flutningsleiða hraunsins auki líkur á að það þróist yfir í alvöru dyngjugos. Hugsanlega sé þetta að sýna okkur hvernig dyngjur byrja að myndast. Menn hafa aldrei orðið vitni að dyngjugosi og því verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Þorvaldur segir að mikil líkindi séu með Þríhnúkagíg og geyminum undir gosopinu í Geldingadölum. Líklega er hann þó stærri í Geld- ingadölum. Í veggjum Þríhnúkagígs sjást margar hraunrásir og í kring- um hann sjást merki um eins hraun- polla og nú eru í kringum gíginn í Geldingadölum. „Þetta er alveg ótrúlega líkt,“ sagði Þorvaldur. Skjáskot/mbl.is Geldingadalir Mikið hrun varð úr gígbrúninni í fyrrinótt og niður í gíginn. Við það breyttist takturinn í eldgosinu og var sístreymi hrauns í gær. Takturinn í eldgos- inu breyttist í gær - Stór stykki féllu niður í gíginn Landlæknir, sóttvarnalæknir og Lyfjastofnun hafa móttekið mat óháðra rannsóknaraðila sem tóku til sérstakrar rannsóknar fimm andlát sem urðu í kjölfar bólusetningar hér á landi. Sem fyrr bendir ekkert til þess að orsakasamhengi sé á milli dauðsfallanna og bólusetninga. Þetta kemur fram í skriflegu svari landlæknis við fyrirspurn mbl.is, sem birtist í gær. Auk andlátanna voru einnig til skoðunar fimm tilfelli mögulega alvarlegra aukaverkana við bólusetningu, nánar tiltekið fimm tilfelli blóðtappamyndunar. Þrjú af fjórum bólu- efnum skoðuð Rannsóknin sneri að tilfellum sem komu upp eftir að einstaklingar voru bólusettir með bóluefnum Astra- Zeneca, Pfizer og Moderna. Það eru þrjú þeirra fjögurra bóluefna sem eru í notkun hérlendis gegn kórónu- veirunni, einungis bóluefni Janssen er undanskilið. Landlæknir svaraði ekki hvaða óháðu sérfræðingar voru fengnir að borðinu í rannsókninni, en í staðinn var sagt að ekki væri fátítt innan heilbrigðiskerfisins, þegar alvarleg álitamál væru til sérstakrar skoðun- ar, að óháðir aðilar væru fengnir að borðinu. Þá sagði einnig í svari landlæknis að vonast væri til að niðurstöður óháðu sérfræðinganna yrðu kynntar innan skamms, nú þegar þær hefðu borist embættinu. oddurth@mbl.is Engar vísbendingar um orsakasamhengi - Niðurstöður rannsóknar á fimm andlátum kynntar bráðum Margt var um manninn í Hádegismóum í gærkvöldi, en þar stóðu Nike á Íslandi og Wodbúð fyrir 12 kílómetra löngu utanvegahlaupi. Leiðin hentaði hlaupurum af öllum getustigum og biðu þeirra tónleikar og skemmtun við endamarkið og var Jón Jónsson á meðal þeirra sem héldu uppi stuðinu. Morgunblaðið/Eggert Fjölmenni tók þátt í utanvegahlaupinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.