Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 6

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 6
sæti KRISTÍN THORODDSEN P R Ó F K J Ö R S J Á L F S T Æ Ð I S F L O K K S I N S S U Ð V E S T U R K J Ö R D Æ M I 1 0 . - 1 2 . J Ú N Í 3. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Nokkur hiti er í baráttunni um efstu sætin í yfirstandandi próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi, að fyrsta sætinu undanskildu. Formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, er einn um oddvitasætið en aðrir þingmenn flokksins í kjördæminu bjóða sig allir fram í annað sæti. Það eru þau Bryndís Haralds- dóttir, Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson. Jón Gunnarsson var í öðru sæti í síðasta prófkjöri árið 2016, Óli Björn í þriðja sæti og Bryndís Haraldsdóttir varð í fimmta sæti en var færð upp í ann- að sætið vegna kynjasjónarmiða. Vilhjálmur snýr aftur Áhugavert verður að fylgjast með gengi Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrverandi þingmanns, í prófkjör- inu, sem býður sig fram í 2. til 3. sæti. Hann lenti í fjórða sæti í síð- asta prófkjöri flokksins árið 2016 en færðist niður í fimmta sætið er Bryndís Haraldsdóttir var færð upp listann. Óbreyttir listar voru lagðir fram fyrir alþingiskosningar 2017 vegna skamms fyrirvara á kosningunum og dugði fimmta sætið þá Vilhjálmi ekki til þingsæt- is. Núverandi og fyrrverandi þing- menn eru þó ekki einir um hituna því nýliðar veita þeim nokkra sam- keppni. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson býður sig fram í ann- að til þriðja sætið. Sigþrúður Ár- mann, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri kemur einnig ný inn á sjónarsviðið og freistar þess að ná þriðja sætinu. Þá sækjast Karen Elísabet Hall- dórsdóttir og Kristín Thoroddsen, bæjarfulltrúar í Kópavogi og Hafn- arfirði, auk þess eftir þriðja sætinu en sú síðarnefnda varð í sjötta sæti síðast. Einhverjir núverandi þing- menn flokksins gætu fallið nokkuð niður listann ef aðrir fá gott gengi. Gengi kvenna í kastljósinu Margir fylgjast grannt með gengi kvenna í kjördæminu í ljósi þess að karlar skipuðu efstu fjögur sætin eftir síðasta prófkjör. Óánægja leiddi til þess að listanum var breytt. Óljóst er hvort ráðist verður í slíkar breytingar á listan- um ef sama staða verður uppi eftir þetta prófkjör. Í fjórða sætið bjóða sig fram Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, vara- bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, og Bergur Þorri Benjamínsson, for- maður Sjálfsbjargar. Hannes Þórð- ur Þorvaldsson lyfjafræðingur sækist eftir því fimmta. Prófkjörið stendur yfir dagana 10. til 12. júní. Kjörstaðir voru opnir frá kl. 17:00 til 20:00 í gær og einnig í dag en frá kl. 09:00 til 18:00 á laugardag. Kosið er í félagsheimilum í Garða- bæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mos- fellsbæ og Seltjarnarnesi. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Valhöll Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins stendur nú yfir í Kraganum. Hörð samkeppni um efstu sætin Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Framkvæmdir standa nú yfir við endurnýjun vatns- og fráveitu í Vest- urbæ Reykjavíkur og af þeim sökum verður Mýrargata lokuð fyrir bíla- umferð næstu þrjár vikurnar. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þýðir þetta að Hringbraut verður eina stofnbrautin fyrir þá sem eiga leið út á Granda og Seltjarnarnes. Lokunin hefur það í för með sér að olíuflutningar úr Örfirisey munu al- farið fara fram um Hringbraut. Olíu- flutningum var markvisst beint það- an fyrir nokkrum árum og yfir á Mýrargötu og Sæbraut enda þótti ekki heppilegt að þeir færu í gegnum íbúðahverfi. Ljóst má vera að um- ferð um Hringbraut verður þung næstu vikurnar vegna þessara þungaflutninga sem og annarra sem þurfa að leggja lykkju á leið sína. „Þegar fátt er um leiðir verða menn oft að grípa í úrræði sem er ekki efst á lista. Í þessu tilviki er það að olíuflutningar fari um Hring- brautina,“ segir Jón Viðar Matthías- son, slökkviliðsstjóri á höfuðborgar- svæðinu. „Þarna er komin upp ákveðin neyð, það verður að fara í þessa framkvæmd. Vonandi stenst það að lokunin vari bara í þrjár vikur og kannski vinnst þetta hraðar en lagt er upp með.“ Samkvæmt upplýsingum frá Veit- um var nauðsynlegt að ráðast í end- urnýjun lagna á Vesturgötu, frá Bræðraborgarstíg að Stýrimanna- stíg og niður á Hlésgötu. Ástæðan er sú að skólp hefur flætt í kjallara húsa við Vesturgötu í leysingum og mikilli úrkomu. Fyrsti áfangi verksins er við Mýr- argötu og Hlésgötu og lýkur honum í júlí. Annar áfangi er yfir Nýlendu- götu, yfir leikvöllinn við Litla völl, og stendur fram í ágúst. Um miðjan júlí hefst svo vinna við þriðja áfangann sem er Vesturgatan sjálf. Verður hluta hennar lokað fram til október- loka. Ljóst er að talsvert ónæði hlýst af framkvæmdunum. Skólplögn á Vest- urgötu liggur grunnt þar sem stutt er niður á klöpp og því þarf að fleyga langa leið. Það verður gert á virkum dögum milli klukkan 8-18. Hús á svæðinu hafa verið skoðuð svo hægt sé að meta hvort tjón hlýst af. Olíuflutningar færast nú alfarið yfir á Hringbraut - Mýrargata lokuð næstu þrjár vikur vegna framkvæmda Morgunblaðið/Árni Sæberg Umferð Alla jafna gengur umferðin frekar hægt á morgnana um Hring- braut og hún verður enn þyngri næstu þrjár vikurnar hið minnsta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lokað Framkvæmdir eru hafnar á Mýrargötu og lokað fyrir umferð. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hálendisvegirnir eru að opnast þessa dagana, hver á fætur öðrum. Opnað verður inn í Landmannalaug- ar, um Sigölduleið, í fyrramálið og í gær var leiðin inn í Eldgjá opnuð. Fyrir nokkru var Kjalvegur opn- aður inn í Kerlingarfjöll. Nú er ver- ið að hefla veginn þaðan og inn á Hveravelli og þótt vegurinn sé ekki lengur lokaður á þeim kafla er hann ekki kominn í gott stand. Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfir- verkstjóri Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, segir að búið sé að moka veginn inn í Landmannalaugar, um Sigölduleið. Nú sé að renna af veg- inum og verði hann heflaður um helgina. Vegurinn verði opnaður í fyrramálið. Það rími við það að land- verðir og skálaverðir komi á svæðið um helgina til að taka á móti ferða- fólki. Er þessi opnunartími nálægt meðaltali áranna 2016-2020. Opið inn í Eldgjá Vegurinn inn í Eldgjá var opn- aður í gær. Landmannaleið um Dómadal er enn lokuð en Ágúst á von á því að hægt verði að opna hann í næstu viku. Veiðar eru hafnar í Þórisvatni og fleiri vötnum á þeim slóðum. Akst- ursbanni sem verið hefur á syðsta hluta Sprengisands var af þeim ástæðum aflétt. Enn er vegurinn þó talinn ófær nema stærstu bílum. Vegurinn inn í Veiðivötn var opn- aður í gær. Sprengisandsleið er áfram lokuð enda mikill snjór fyrir norðan. Á síðustu árum hefur sú leið oft verið opnuð í lok júní. Vantar herslumuninn Greiðfært hefur verið inn í Kerl- ingarfjöll að undanförnu. Ófært er þaðan inn í Hveravelli. Vegagerðin er að vinna í þeim kafla núna og þótt aksturbanni hafi verið aflétt er vegurinn slæmur yfirferðar og merktur ófær á kortum Vegagerð- arinnar. Að sögn Ágústs Sigurjónssonar, yfirverkstjóra Vegagerðarinnar á Selfossi, má búast við því að veg- urinn verði tilbúinn í næstu viku. „Það vantar bara herslumuninn,“ segir hann. Athugað verður með ástand Skjaldbreiðarvegar í næstu viku. Nokkrar hálendis- leiðir eru að opnast - Opnað inn í Landmannalaugar í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landmannalaugar Búast má við að margir ferðamenn fari þangað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.