Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 10

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is Verbena hinn fullkomni sumarilmur BGS vill hærra skilagjald „Við höfum lengi talið að þetta gjald þurfi að hækka, helst umtals- vert mikið, til að það sé raunveruleg- ur hvati til að farga gömlum bílum,“ sagði Jóhannes Jóhannesson, stað- gengill framkvæmdastjóra Bíl- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meirihluti umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþingis leggur til að skila- gjald af bílum verði hækkað í 30.000 krónur, en það hefur verið 20.000 krónur í um sex ár. Þetta kemur fram í breytingatillögu við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um með- höndlun úrgangs og lögum um úr- vinnslugjald. Í nefndaráliti meirihlutans segir að með því að hækka gjaldið skapist hvati til að úr sér gengnum ökutækj- um sé skilað á móttökustöðvar. Sam- band íslenskra sveitarfélaga segi í umsögn að sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu þurfi að borga a.m.k. 30.000 kr. fyrir að fjarlægja ökutæki af víðavangi. Samkvæmt gjaldskrá Vöku kosti allt að 25.000 kr. að fjar- lægja ökutæki. Þá er geymslukostn- aður ekki tekinn með. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) lagði til í umsögn sinni um frumvarpið að skilagjald af bílum yrði hækkað umtalsvert. HER bend- ir á að í frumvarpinu sé lagt til að gjaldið verði óbreytt, 20.000 krónur. HER efast um að þessi upphæð sé næg hvatning til eigenda að skila inn ökutækjum. greinasambandsins (BGS). Hann segir að í umferð séu gamlir bílar sem menga miklu meira en við vilj- um. Auk þess mundi það auka öryggi í umferðinni að farga úr sér gengn- um bílum. „Ég held að 20.000 krónur dugi varla fyrir því að láta flytja bíl til að farga honum,“ sagði Jóhannes. Jóhannes kvaðst telja að hækka þyrfti skilagjaldið í 80-100 þúsund kr. til að það verði hvati til að koma gömlum bílum úr umferð. Annars liggi þeir bara númerslausir í reiði- leysi og valdi sjónmengun og annarri mengun. Engin ástæða sé til þess. 1.000 númerslausir árið 2020 Í umsögn HER kemur fram að á árinu 2020 hafði það afskipti af 1.000 númerslausum ökutækjum á borgar- landi. Stóran hluta þeirra þurfti að fjarlægja af borgarlandi og taka í vörslu þar sem eigendur sinntu því ekki að fjarlægja bílana þrátt fyrir viðvörun og frest til að gera svo. „Ljóst er að 20.000 kr. hafa ekki verið nægur hvati til þess að eigend- ur þeirra hafi talið ástæðu til að sækjast eftir þeirri fjárhæð. Af þess- um 1.000 ökutækjum lenti kostnaður við að fjarlægja og farga um 190 öku- tækjum á Reykjavíkurborg þar sem eigendur ýmist fundust ekki eða urðu ekki við áskorun um að leysa ökutækið út og greiða tilfallinn kostnað.“ HER telur að það geti varla talist sanngjarnt að sveitarfélagið beri all- an kostnað af þessu. Eðlilegt sé að Reykjavíkurborg og HER eigi þess kost að fá skilagjaldið til að mæta út- lögðum kostnaði við förgunina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Förgun Greiddar eru 20.000 krónur í skilagjald þegar bílum er fargað. Lagt er til að gjaldið verði hækkað í 30.000 krónur. Mynd úr myndasafni. Skilagjald af bílum verði hækkað - Skilagjaldið hefur verið 20.000 kr. í meira en sex ár - Ekki nægur hvati til að farga gömlum bílum - Meirihluti þingnefndar og fleiri leggja til hækkun gjaldsins Einhverjum landsmönnum hafa undanfarið borist falskir tölvupóstar sem sendir voru út í nafni Leiðrétt- ingarinnar og sagðir vera á hennar vegum. Þetta kemur fram í frétt frá Skattinum. Vakin er athygli á því að netfangið sem pósturinn er sendur frá er ekki á vegum Skattsins. „Í þetta skipti hafa svikahrappar tekið staðlaðan texta sem sendur er frá Skattinum þegar séreignar- sparnaði er ráðstafað inn á lán og sett falska slóð á bak við hlekkinn sem vísar ekki á leiðrétting.is, eins og hann ber með sér, heldur inn á aðra vefsíðu. Sú vefsíða kann að innihalda óværu,“ segir í fréttinni. Fólk er beðið að fara varlega og smella ekki á hlekki í tölvupóstinum sé minnsti grunur um að eitthvað geti verið að. Eins á fólk alls ekki að gefa upp kortanúmer eða aðrar fjár- hagslegar upplýsingar nema um trausta vefsíðu sé að ræða. gudni@mbl.is Svikapóstar í nafni Leiðrétt- ingarinnar Meirihluti heilbrigðisnefndar leggur til þá breytingu við þingsályktunar- tillögu um aðgengi að vörum sem innihalda CBD og um að heilbrigðis- ráðherra láti kanna regluverk um málið, að breytingar sem ráðherra leggi til „heimili íslenskum framleið- endum að framleiða vörur úr CBD“. CBD er annað tveggja helstu virku efnanna í kannabisplöntum en það er ekki vímugjafi. Í upphaflegri þingsályktunartillögu sem 15 þing- menn standa að er því beint til ráð- herra að láta fara fram könnun á því regluverki sem gildir um sölu og markaðssetningu á vörum sem inni- halda CBD og í kjölfarið leggi hann til þær breytingar sem eru nauðsyn- legar til að auka aðgengi að vörum sem innihalda CBD. Tveir þingmenn með fyrirvara Þingmennirnir Halldóra Mogen- sen, Helga Vala Helgadóttir og Vil- hjálmur Árnason standa að breyt- ingartillögunni auk Höllu Signýjar Kristjánsdóttur og Ólafs Þórs Gunn- arssonar sem rita undir með fyrir- vara. Þá lýsir Hanna Katrín Frið- riksson sem er áheyrnarfulltrúi í nefndinni sig samþykka áliti meiri- hlutans. Í nefndaráliti er m.a. vísað til ný- legra dóma Evrópudómstólsins um að ekki sé hægt að skilgreina CBD sem ávana- og fíkniefni og segja megi að „tilraunir til að koma í veg fyrir markaðssetningu slíkra efna hér á landi, í það minnsta þegar um væri að ræða sölu yfir landamæri, gætu falið í sér brot gagnvart ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga“. Megi fram- leiða vörur úr CBD - Vísað til dóma Evrópudómstólsins CBD Er unnið úr kannabisplöntu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.