Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.06.2021, Blaðsíða 11
Deildarmyrkvi sást á Íslandi í gær- morgun, þrátt fyrir að þungbúið væri víða um land. Tungl dró fyrir sólu skömmu eftir kl. 9 og náði myrkvinn hámarki sínu um klukku- tíma síðar, eða um kl. 10:17. Var honum svo að mestu lokið um hádegisbilið. Íslenskir stjörnuáhugamenn höfðu fyrirfram engar væntingar um að myrkvinn myndi sjást hér á landi, enda var skyggni ekki með besta móti. Þegar til kastanna kom náði sólmyrkvinn að brjóta sér leið í gegnum skýjahuluna, mörgum til mikillar ánægju. Var þetta mesti sólmyrkvi er sést hefur hérlendis frá myrkvanum 20. mars 2015, en næsti myrkvi sem sjást mun hér á landi verður ekki fyrr en 12. ágúst 2026. Verður þá um svokallaðan almyrkva að ræða, og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1954 og í þrettánda sinn frá land- námi Íslands sem almyrkvi verður sjáanlegur á Íslandi. Deildarmyrkvinn sást í gegnum skýin - Næst verður almyrkvi árið 2026 Morgunblaðið/Árni Sæberg Deildarmyrkvi Sólin líktist einna helst hálfmána meðan tunglið skyggði á. Elkem á Grundartanga, Veitur, Carbfix, atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið og Þróunarfélag Grundartanga hafa undirritað vilja- yfirlýsingu um förgun og niðurdæl- ingu á koldíoxíði og nýtingu glat- varma frá iðnaði til hitaveitu. Í fyrsta áfanga verkefnisins á að fanga koldíoxíð úr útblæstri Elkem til niðurdælingar á Grundartanga. Í öðrum áfanga er stefnt að fram- leiðslu rafeldsneytis. Þá á að nýta glatvarma til raforkuframleiðslu og til uppsetningar á hitaveitu sem gæti þjónað iðnaðarsvæðinu á Grundar- tanga, Hvalfjarðarsveit og Akranes- kaupstað. Eins fyrirtækjum sem vilja nýta varmaorku í sinni starf- semi. Markmiðið er að draga veru- lega úr losun gróðurhúsaloftteg- unda, að efla orkuskipti og nýsköpun, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Þróunarfélagi Grundar- tanga. Viljayfirlýsinguna undirrituðu Álfheiður Ágústsdóttir frá Elkem, Gestur Pétursson frá Veitum, Edda Sif Pind Aradóttir frá Carbfix, Þór- dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, og Ólafur Adolfsson, stjórnarformaður Þróunarfélags Grundartanga. Veitur gáfu einnig út tilkynningu af þessu tilefni. Þær segja að kann- aður verði fýsileiki þess að nýta varmann sem myndast í járnblendi- verksmiðjunni til að efla hitaveitur Veitna á Vesturlandi. „Gríðarlegur hiti myndast við bræðslu málma í ofnum Járnblendi- verksmiðjunnar og nú fer hann að mestu leyti til spillis. Á sama tíma leita Veitur leiða til að efla hitaveitu sína á Vesturlandi, sem þjónar Akra- nesi, Hvalfjarðarsveit og mörgum byggðum Borgarfjarðar. Helsta uppspretta heits vatn í veitunni er Deildartunguhver. Hann er fullnýtt- ur og Veitur hafa horft til ýmissa átta til að svara vaxandi eftirspurn á svæðinu.“ gudni@mbl.is Ljósmynd/Þróunarfélag Grundartanga Grundartangi Álfheiður Ágústsdóttir, Gestur Pétursson og Ólafur Adolfs- son við undirritunina að viðstaddri Þórdísi K.R. Gylfadóttur. Farga kolefni og nýta glatvarma - Efla hitaveitu Veitna á Vesturlandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Innlent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.