Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 20

Morgunblaðið - 11.06.2021, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 ✝ Sigrún Lovísa Grímsdóttir fæddist 18. febr. 1927 í Vík á Flat- eyjardal, S-Þing. og flutti þaðan árs- gömul á Jökulsá á Flateyjardal þar sem hún ólst upp. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 2. júní 2021. Faðir: Grímur Sveinbjörn Sigurðsson, bóndi á Jökulsá á Flateyjardal, S-Þing., síðar smiður og verslunarmaður á Akureyri, f. 26.6. 1896 í Kross- húsum í Flatey, S-Þing., d. 7.10. 1981. Föðurfor.: Sigurður Hrólfsson, skipstjóri og bóndi á Jökulsá, f. 28.6. 1866, d. 14.11. 1951, og k.h. Kristín Lovísa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24.5. 1861, d. 16.11. 1929. Móðir: Hulda Tryggvadóttir, bóndakona á Jökulsá og síðar húsfreyja á Akureyri, f. 7.4. 1900 á Brettingsstöðum á Flat- eyjardal, d. 5.5. 1984. Móðurfor.: Helgi Tryggvi Jónsson, bóndi og smiður á Brettingsstöðum á Flateyjardal, f. 9.10. 1863, d. 1956. Maki: Skúli Ottesen Kristjánsson, f. 13.7. 1948. f) Sigurður, f. 25.5. 1958. Maki: Liv Marit Solheim Sigurðsson, f. 27.6. 1959. g) Sigrún Lovísa, f. 23.7. 1968. Maki: Sigurður Jó- hannesson, f. 14.1. 1967. Þau skildu. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin 19. Sigrún Lovísa gekk í skóla í Flatey á Skjálfanda og Lauga- skóla og síðar lá leiðin í Hús- mæðraskóla Akureyrar 1946- 1947. Hún var fyrst og fremst húsfreyja og uppalandi á Ak- ureyri 1949-1999 en vann auk þess ýmis störf til lengri eða skemmri tíma. Má þar nefna störf við sauma á saumastofu Margrétar Steingrímsdóttur 1944-1946 og 1947-1949, á saumastofunni Kjólnum í Reykjavík 1946 og á prjóna- og saumastofunni Heklu 1987- 1993, auk starfa við þrif. Sigrún Lovísa og Sigurður bjuggu í Þórunnarstræti 121 á Akureyri allt þar til þau fluttu á eftir börnum sínum til Reykja- víkur 1999. Þau bjuggu þar lengst af á Aflagranda 40. Útförin fer fram kl. 10 í dag, 11. júní 2021. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstand- endur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á: https://youtu.be/fkldZsVAwuI. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat/ 2.10. 1938, og k.h. Friðbjörg Elísa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 2.9. 1859, d. 9.2. 1939. Systkini Sigrún- ar Lovísu voru Gunnar Sveinbjörn, f. 1925, Blængur, f. 1928, Elsa, f. 1929, og Ólafur Helgi, f. 1931, sem lifir systkini sín. Þann 30.11. 1949 giftist hún Sigurði Freysteinssyni, bifreið- arstjóra og verslunarmanni, f. 30.11. 1921, d. 17.4. 2011. For.: Freysteinn Sigtryggur Sigurðs- son, iðnverkamaður á Akureyri, f. 16.8. 1886, d. 14.2. 1967, og k.h. Guðlaug Dagbjört Péturs- dóttir húsfreyja, f. 5.5. 1893, d. 13.3. 1964. Börn þeirra: a) Drengur, f. 27.1. 1948, d. 7.2. 1948. b) Grím- ur Sveinbjörn, f. 18.7. 1949. Maki: Sigríður Valgerður Finns- dóttir, f. 4.4. 1951. c) Freysteinn, f. 12.12. 1950. Maki: Kolbrún Sigurpálsdóttir, f. 24.4. 1950. d) Hulda Guðlaug, f. 22.9. 1952. Maki: Brynjar Þórarinsson, f. 18.2. 1957. e) Guðbjörg, f. 29.4. Móðir mín lést 2. júní 2021 og hafði þá náð 94 ára aldri. Hún var okkur aðstandendum frábær fyr- irmynd hvernig sem á er litið. Umhyggjusöm, hjartahlý, heiðar- leg, dugleg, nægjusöm og elskaði okkur fjölskyldu sína eins heitt og við hana. Við aðstandendur henn- ar verðum eilíflega þakklát fyrir að fá að njóta hennar frábæru nærveru svona lengi. Fyrir örfá- um dögum gátum við enn leitað í hennar minningarbrunn til að fá skýrari mynd af okkar rótum, fólkinu okkar og sögum af æsku- slóðum hennar á Flateyjardal. Ég sé núna í huga mér móður mína á túninu á Jökulsá, þriggja ára árið 1930. Hún er flutt í nýja steinhús- ið sem foreldrar hennar Grímur Sigurðsson og Hulda Tryggva- dóttir byggðu af myndarskap á Jökulsá. Hún sér yndislega dalinn sinn, stórfengleg fjöllin, Víkur- vatnið, Víkurhöfðann og Flatey úti á Skjálfandaflóanum. Þangað lá leiðin við 11 ára aldurinn, skóli og ýmiskonar vinna hjá og með dásamlegu fólki í Neðribæ. Þarna kynntist hún pabba, Sigurði Frey- steinssyni, og áttu þau framundan farsælt hjónband. Stofnuðu heim- ili í Þórunnarstrætinu á Akureyri og eignuðust 7 börn en 6 þeirra eru á lífi í dag. Mig langar að nefna sérstaklega nokkur atriði hér. Takk mamma og pabbi fyrir að vekja hjá mér áhuga á náttúru Íslands, sundi, íþróttum og heilsu- vernd, matargerð, alls konar veiði og ekki síst tónlist. Dæmi þar um er lúðrasveit barnaskólans. Við bræður fengum að æfa rokk- hljómsveit heima í Þórunnar- strætinu sem þætti ekki alls stað- ar sjálfsagt. Takk fyrir að senda mig í sveit til föðursystur þinnar Bjargar á Björgum í Köldukinn í sjö sumur. Þvílík náttúra sem er þar og úti í Náttfaravíkum. Mamma sagði oft frá draumum sínum þar sem vettvangurinn var gjarnan „Dalurinn“. Við fjölskyld- an höfum sótt þangað mikið yfir sumartímann þegar fært er orðið og átt góðar stundir, veitt silung, tínt ber og fjallagrös, farið í fjall- göngur og ekki skemmir ef við hittum á frændfólkið okkar sem á sama hátt sækir í Brettingsstaði og Vík. Ég vil trúa því mamma að þú hafir núna hitt þitt fólk sem fór á undan þér í ferðalag og ég sé fyrir mér mikla fagnaðarfundi eins og áður er þið mættust. Kær- ar kveðjur til þeirra allra. Þinn sonur, Freysteinn. Í dag kveð ég hjartkæra móð- ur. Þú varst mér og afkomendum þínum einkar góð fyrirmynd, sterk, sjálfstæð, þrautseig og dugmikil. Hjá þér heyrði maður aldrei uppgjöf gagnvart verkefn- um lífsins, alltaf fundust út- gönguleiðir ef einhverjar lokuð- ust, það þurfti aðeins að stoppa við, leita og finna þær saman. Þú kenndir okkur börnum þínum að vera sjálfstæð og axla ábyrgð enda hafðir þú aðeins 11 ára gömul lært að taka ábyrgðina á þér og þínu er þú kornung hleyptir heimdraganum. Þú gerðir allt til að efla samstöðu og samheldni innan fjölskyldunnar og varst dugleg að hafa samband við okkur öll börnin þín og fylgj- ast þá einnig með barna- og barnabörnunum. Þú barst mikla virðingu fyrir heilbrigðu líferni og hollustu og þreyttist ekki á að gefa góð ráð um hollt mataræði og aðra góða lifnaðarhætti enda má með sanni undrast hvernig þú komst í gegnum og lifðir það af að fá tvisvar á ævinni alvarlegt krabbamein. Þú kvaddir þakklát fyrir allt sem lífið gaf þér og þú talaðir um að þér fyndist það mikið. Brynjar tengdasonur þinn og barnabörnin Sigrún Lovísa og Þórður Freyr þakka fyrir alla hlýjuna og ástúðina sem þau fengu frá þér. Einlægar þakkir vil ég færa starfsfólkinu á Grund fyrir góða umönnun sem tekið var eftir. Þín dóttir, Hulda Guðlaug Sigurðardóttir. Elskuleg tengdamóðir, móðir og amma hefur kvatt okkur. Okkur langar til að minnast hennar eins og við sáum hana og kynntumst. Fyrir mér tengdadótturinni reyndist hún sem móðir. Ég hafði misst móður mína frekar ung og þá fannst mér á einhvern hátt eins og hún fyllti upp í það skarð sem myndaðist við þann missi. Hún var yndisleg kona og tók vel á móti mér þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra við Þór- unnarstrætið á Akureyri. Seinna þegar við hjónin keyptum kjall- araíbúðina í sama húsi og byrj- uðum okkar búskap var nú gott að geta hlaupið upp á efri hæðina ef eitthvað vantaði hvort sem það var barnapössun eða eitthvað annað. Sigrún var einstaklega greiðvikin og vildi allt fyrir alla gera. Hún bar með sér mikla mildi og hlýju og þótti einstak- lega vænt um alla sem henni stóðu næst og fengu bæði börn, barnabörn og barnabarnabörn að njóta þess. Hún var fædd í Vík á Flateyj- ardal og uppalin á Jökulsá í sama fagra dal. Margar góðar minning- ar átti hún frá þessum stað og einnig frá Flatey, en þangað var hún send í skóla tæplega 11 ára gömul og kom lítið í heimahagana eftir það, því á sumrin vann hún þar einnig við ýmis störf fram eft- ir aldri. Þar hitti hún líka drauma- prinsinn sinn Sigurð Freysteins- son sem síðan varð lífsförunautur hennar alla tíð. Margar sögur hef- ur hún sagt um líf og aðbúnað fólks á þessum tíma og mikið hef- ur erfiðið verið í þá daga. En hún kvartaði ekki, heldur sagði frá þessu eins og hverju öðru ævin- týri og hafði greinilega haft ánægju af þó svo að vinnan hafi líka tekið sinn toll. Hún minntist þó stundum á það að þrátt fyrir ánægjulega dvöl þar hafi söknuð- ur til fjölskyldunnar verið mikill og hún hafi oft setið við gluggann og horft yfir sundið heim að Jök- ulsá. Arfleifð hennar og systkina hennar er Jökulsá þar sem hún naut þess að dvelja á árum áður með eiginmanni sínum. Þar áttu þau margar yndisstundir og fannst hvergi betra að vera á sumrin en þangað fóru þau um leið og fært var yfir heiðina. Af- komendur þeirra njóta þessara forréttinda núna, og alltaf er beð- ið eftir því að komast á Dalinn. Það ríkir mikill friður og kyrrð í þessari einstöku paradís. Sigrún var alltaf jákvæð og með svo mikið jafnaðargeð að eft- ir var tekið. Hún kom alltaf bros- andi til dyra og fylgdist vel með hópnum sínum sem stækkaði með árunum, spurði frétta og bað svo fyrir kveðju til allra. Farin er yndisleg ættmóðir sem við eigum margt að þakka. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allt sem þú gafst okkur. Farðu í Guðs friði. Lokið er nú stríði ströngu. Starfi skilað æði löngu. Giftudrjúgri lífsins göngu gæfukonú á enda er. Hún nú sínum Herra mætir. Hennar sálu vel hann gætir. Bágindin öll burt hann ætir. Böl og þjáning út hann ber. Æðrast ei er Kristur kallar. Hvíldin læknar þrautir allar. Ævidegi allra hallar. Enginn máttur því fær breytt. Minningarnar mörgu glóa. Mun þær aldrei yfir snjóa. Sorgir gleymast, sárin gróa. Svefninn líknar, kvöl fær eytt. Komin er nú kveðjustundin. Kunnugleg og þung er lundin. Eins og þegar út á sundin áður sigldi fleyta smá. Ei þig lengur þrautir þjaka. Þinn nú hittir mæta maka. Okkur yfir æ munt vaka uns við mætumst himni á. (Grímur S. Sigurðsson) Sigríður, Grímur, Hulda Björk og Ragnheiður Sara. Í byrjun júní kvaddi Sigrún Lovísa amma okkar þetta jarðlíf eftir skammvinn veikindi. Hún lést södd lífdaga enda hafði hún skilað drjúgu dagsverki og rúm- lega það í hartnær heila öld. Fyrstu minningar okkar um hana eru úr Þórunnarstrætinu á Akureyri. Gula húsið var griða- staður og bækistöð stórfjölskyld- unnar í meira en hálfa öld. Stund- um er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn. Þetta hús var slíkt þorp. Það hýsti löngum fjórar kynslóðir sem hjálpuðust að í blíðu og stríðu. Eldhúsið var hjartað í þessu yndislega húsi, oft- ast erill og margt um manninn. Þar var skrafað, hlegið og grátið. Amma var þar á heimavelli, um- hyggjusama ættmóðirin sem sá til þess að öllum liði vel og væru vel nærðir, bæði af mat og drykk, en ekki síður af athygli, ást og vænt- umþykju. Minningar okkar frá Akureyri kalla fram sterkar tilfinningar um hlýju, kærleik og öryggi. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur vörðum við drjúgum hlutum sumars og öðrum skólafríum þar. Það var allt- af mikið tilhlökkunarefni að fara norður, eiga þar vissu um að vera tekið með opnum örmum af skil- yrðislausri ást og umhyggju. Uppvaxtarár ömmu á fyrri hluta tuttugustu aldar voru frábrugðin þeirri velmegun sem afkomendur hennar búa við í dag. Hún fæddist í torfbæ á Flateyjardal og lífsbarátt- an var hörð. Norður á Akureyri fylgdum við ömmu hvert fótmál, sátum á eldhúsbekknum á meðan hún stússaðist í eldhúsinu, fengum að fljóta með í vinnuna og hjálpa í hinum ýmsu smáverkum. Með henni fengum við innsýn í dugnað og eljusemi hennar kynslóðar og skynjuðum gildi þeirra heiðarlegu handtaka sem ávallt þurfti að vinna, dag eftir dag, til að lífið gengi upp. Eitt verkið leiddi af öðru frá morgni til kvölds. Allt var unnið án nokkurrar streitu, kvíða eða asa þótt engin fyrirheit væru um að eitthvað gengi á lista óunn- inna verka. Starfsgleði og lífs- ánægja fóru saman. Amma og afi eignuðust sjö börn og komust sex þeirra á legg. Af- komendurnir eru margir. Tilgang lífsins finnum við í afkomendum okkar og tilgangur ömmu vorum við og okkar tilvera, velferð og hamingja, sem gekk ávallt framar hennar eigin þörfum. Aldrei heyrð- um við hana segja styggðaryrði um nokkurn mann og hún reyndi frek- ar að finna hið jákvæða í öllu og öll- um, en þagði annars. Öllu mótlæti mætti hún með auðmýkt, æðru- leysi og af stillingu. Amma beit á jaxlinn, hélt áfram, gafst aldrei upp. Á þessari stundu leitar hugur- inn til þeirra beggja ömmu og Sig- urðar afa. Okkur líður eins og Álf- grími í lokaorðum Brekkukotsannáls. Hann skyggndist upp á bryggjuna í leit að afa sínum og ömmu og sá hvern- ig aðrir menn viku fyrir þeim. Að lokum sá hann engan nema þau. Það var eins og annað fólk leystist upp í kringum þau, yrði að þoku og hyrfi. Í minningunni bera afi og amma höfuð og herðar yfir aðra og mun líf þeirra verða okkur sem eft- ir stöndum ævivarandi uppspretta hugrekkis, æðruleysis og heiðar- leika. Lífsgildi þeirra munu lifa áfram í uppeldi afkomenda þeirra. Far þú í friði, amma, Guð blessi þig, við þökkum þér allt og allt. Andri og Teitur. Sigrún Lovísa Grímsdóttir ✝ Guðmundur Al- freð Aðal- steinsson (Brói Alla) fæddist á Húsavík 19. janúar 1957. Hann varð bráðkvaddur 9. maí 2021 á heimili sínu að Kjarnagötu 35 á Akureyri. Foreldrar Guð- mundar eru Að- alsteinn Guð- mundsson, f. 5.9. 1929, d. 30.3. 1975 og Guðrún Alfreðsdóttir, f. 22.9. 1935. Systkini Guðmundar eru: Svavar, albróðir. Sam- mæðra: Sigmar, Árni, Sigrún og Aðalbjörg Katrín. Samfeðra: Guðlaugur, Arnar og Jóhanna. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Sigríður Jónsdóttir, f. 25.11. 1958 í Löndum 1 við Stöðvarfjörð. Synir þeirra eru: 1) Aðalsteinn, f. 8.9. 1978. Giftur Katr- ínu Jóhannesdóttur og börn þeirra eru: Viktor Dagur, Axel Orri, Dagný Rós, Viktor Freyr og Guðmundur Alfreð. Barnabörnin eru tvö: Emilía Ýr og Jóhannes Björn. 2) Hilmar Þór, f. 19.7. 1981. Hann er í sam- búð með Ólöfu Kristjönu Daða- dóttur og börn þeirra eru: Hilma Dís og Daðey Sigga. Útför Guðmundar fór fram 21. maí 2021. Elsku besti pabbi minn. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur og það alltof snemma. Eftir sitjum við fjöl- skyldan brotin af sorg og átta- villt. Þú varst okkur svo mikið, þú varst kletturinn okkar og sá sem við öll leituðum alltaf til ef eitt- hvað var að hjá okkur og okkur vantaði lausnir eða hreinlega bara einhvern til að tala við. Þú varst svo einstaklega ljúfur og góður í samskiptum og með mesta jafnaðargeð sem ég hef nokkru sinni kynnst. Það verður skrítið að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig eða rölt til þín til að hitta þig og ræða málin yfir kaffibolla. Ég minnist þín með mikilli hlýju og væntumþykju, þú varst mér ekki bara faðir þú varst svo mikill vinur og félagi líka. Þær eru óteljandi veiðiferðirnar sem við vorum búnir að fara saman í, hvort sem það var í stangveiði eða skotveiði. Oftar en ekki fór- um við í Skjálfandafljótið í lax- veiði og þá kom ekkert annað til greina hjá þér en Barnafell sem veiðistaður. Skotveiðiferðunum hef ég ekki tölu á en þær voru margar hvort sem farið var í rjúpur, gæsir eða hreindýr. Rjúpnaferðirnar okkar saman voru samt örugglega flestar og standa upp úr. Þú varst alltaf klár að fara og þá hvert sem var og þrautseigjan í þér að keyra mig frá morgni til kvölds og þá stundum dag eftir dag var ótrú- leg. Og skipti það engu máli hvert maður fór til fjalla og hvar maður kom niður, alltaf varst þú mættur til að sækja mig. Stundum hélt maður hreinlega að þú værir ósigrandi þar sem þú hélst alltaf áfram þó sjúkdómur- inn sem herjaði á þig síðastliðin 21 ár, sykursýkin, væri þér oft erfið. En aldrei heyrði ég þig nokkurn tímann kvarta yfir þín- um veikindum. Við eyddum mikl- um tíma saman þegar þú fékkst loks insúlíndælu og í gegnum það ferli fórum við saman frá a til ö. Þar kom loks að því að ég gat að- stoðað þig með eitthvað og mikið sem þetta var dýrmætur tími fyr- ir mig og þig. Þú varst hörkutól, það er á hreinu. Það fengu fleiri að njóta góð- mennsku þinnar, þar á meðal barnabörnin og þá ekki síst dæt- ur mínar Hilma Dís og Daðey Sigga. Þær voru alltaf með lausn- ir á því þegar eitthvað vantaði og foreldrarnir voru þeim ekki sam- mála. Þá var best að hringja í afa Bróa og fá hann til að redda hlut- unum. Þegar þú og mamma bjugguð enn á Húsavík var heit- asta óskin hjá stelpunum mínum að fara helst allar helgar til Húsavíkur til afa Bróa og ömmu Siggu því þar var alltaf svo gam- an að vera og nóg að gera. Einnig nutu þær systur þess mikið að fara með afa að veiða hornsíli uppi á Botnsvatni, gull- fiska í Gullfiskatjörninni sunnan Húsavíkur eða bara með veiði- stöngina niður á bryggju. Þar voru bæði þær og þú á heimavelli og nutuð ykkar í botn. Ekki var það nú síðra þegar þær fóru á fjórhjólið með þér. Það eru skrítnir og erfiðir tímar framundan án þín og veit ég ekki hvernig fara skal að en vonandi kemst maður áfram veg- inn með góðum minningum og hlýjum hugsunum til þín, elsku pabbi. Við áttum alltaf hvor ann- an að og það alveg til lokadags. Minning þín er ljós í lífi okkar. Kær kveðja, þinn sonur, Hilmar Bróa Guðmundur Alfreð Aðalsteinsson Ástkær eiginkona mín, KRISTÍN RAGNHILDUR DANÍELSDÓTTIR frá Tirðilmýri, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 8. júní. Engilbert Ingvarsson börn, tengdabörn og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER EYGLÓ ÞÓRÐARDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 5. júní. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15. júní klukkan 13. Þórður M. Kjartansson Eiríka G. Árnadóttir Guðmundur Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.