Morgunblaðið - 11.06.2021, Page 27

Morgunblaðið - 11.06.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2021 Líney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, var í gær endur- kjörin í stjórn Evrópusambands Ól- ympíunefnda (EOC) til næstu fjögurra ára. Hún hefur setið í stjórn samtakanna síðan árið 2017, og varð þá fyrst Íslendinga til þess. „Það er mikill heiður að njóta áframhaldandi stuðnings til setu í stjórn EOC. Það er afar ánægjulegt að sjá fjölgun kvenna í stjórninni og er það í takt við breyttar áherslur innan EOC og ólympíuhreyfing- arinnar,“ var meðal annars haft eft- ir henni í yfirlýsingu eftir kjörið. Líney áfram í stjórn EOC Ljósmynd/ÍSÍ Endurkjörin Líney hefur setið í stjórn EOC frá árinu 2017. Bjarki Már Elísson átti mjög góðan leik fyrir Lemgo þegar liðið vann öruggan sigur gegn Bergischer á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Leiknum lauk með 31:23-sigri Lemgo en Bjarki skoraði sjö mörk og var markahæsti leikmaður vall- arins. Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með Bergischer í leiknum en liðið er með 33 stig í ellefta sæti deildarinnar. Lemgo er í tíunda sætinu með 35 stig. Bjarki Már er fjórði markahæsti leikmaður deild- arinnar í vetur með 206 mörk. Markahæstur í Þýskalandi AFP 206 Bjarki Már er fjórði marka- hæstur í Þýskalandi. FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur væntanlega sinn 79. A-landsleik er Ísland mætir Írlandi í vináttuleik í fótbolta á Laugardalsvelli klukkan 17. Gunnhildur gekk í raðir Orlando Pride fyrir leiktíðina og það voru viðbrigði að mæta á æfingu í Laug- ardalnum eftir veru í hitanum á Flórída. „Mér er svolítið kalt núna en það er gott að koma heim og spila á Laugardalsvelli,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Hún er spennt fyrir því að spila í lands- liðstreyjunni í þriðja sinn á þessu ári, en einu tveir leikir Íslands til þessa á árinu 2021 komu á Ítalíu í apríl. „Ég held að hópurinn sé tilbú- inn í þetta og það er alltaf gaman að spila með landsliðinu.“ Ísland leikur tvo leiki við Írland á heimavelli, sá fyrri er í dag og sá seinni næstkomandi þriðjudag. Gunnhildur segir íslenska liðið hugsa fyrst og fremst um sjálft sig, frekar en írska liðið. „Við fáum ekkert voðalega mikinn tíma saman og svo erum við með nýtt þjálfarateymi og verðum að ein- beita okkur að okkur sjálfum og þróa okkar samband á vellinum. Við tökum það góða frá Ítalíuferðinni og líka það sem þarf að laga,“ sagði Gunnhildur. Ungir leikmenn hafa komið sterk- ir inn í íslenska liðið að undanförnu og Gunnhildur segir það spennandi, sérstaklega þar sem margar af þeim spila erlendis. „Mér finnst ungu stelpurnar allar frábærar. Þær eru tilbúnar í að taka því hlutverki sem þær fá. Ég er mjög ánægð með hópinn og það er alltaf gaman að koma saman. Steini er búinn að vera mjög góður í að koma með sínar áherslur og við er- um öll í sama bát og á leiðinni í sömu átt. Það er geggjað, bæði fyrir þær og svo kynslóðina sem kemur á eftir þeim að þær séu með þessi gæði,“ sagði Gunnhildur. Hún segir æfing- ar landsliðsins betri núorðið, með fleiri leikmönnum í atvinnu- mennsku. „Já ég finn það. Þegar leikmenn eru að æfa á góðum hraða og í góð- um gæðum og koma svo hingað er það mjög gott. Það er geggjað að hafa þessar ungu stelpur í þannig umhverfi. Þær eru að taka næsta skref. Það er meiri pressa hjá þeim í þeim liðum sem þær eru í og með því kemur bæting.“ Áhorfendur verða leyfðir í leikj- unum og er Gunnhildur spennt að fá loksins að spila fyrir framan ís- lenska áhorfendur á nýjan leik. „Fjölskyldan mín verður hálf stúkan,“ sagði Gunnhildur létt og hélt áfram. „Það er gaman að spila fyrir framan íslenska áhorfendur.“ Gunnhildur hefur farið mjög vel af stað með Orlando og liðinu gengur vel. Á meðal liðsfélaga Gunnhildar er brasilíska goðsögnin Marta. „Við erum í fyrsta sæti og tap- lausar. Það eru hins vegar bara fimm leikir búnir og þetta er langt tímabil. Ég er mjög ánægð þarna. Marta og allt liðið í heild sinni eru gæðaleikmenn sem maður getur lært af. Ég get bætt mig enn þá meir í þessu umhverfi. Þjálfari og aðstæður eru frábær,“ sagði Gunn- hildur Yrsa. Stórfjölskyldan fyrir- ferðarmikil í stúkunni - Gunnhildur spennt að spila fyrir framan áhorfendur - Gengur vel í Orlando Morgunblaðið/Eggert Reynslumikil Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur 79. landsleikinn gegn Írum á Laugardalsvelli í dag. Evrópumót karla í knattspyrnu hefst í dag með leik Tyrklands og Ítalíu í A-riðli keppninnar en leikið verður í Róm á Ítalíu. Evrópumótið er með breyttu sniði í ár en leik- ið er í ellefu borgum víðs vegar um Evrópu; London á Englandi, Róm á Ítalíu, Bakú í Aserbaídsjan, Pétursborg í Rússlandi, Sevilla á Spáni, Búkarest í Rúmeníu, Amsterdam í Hol- land, Glasgow í Skotlandi, Kaupmannahöfn í Danmörku og loks München í Þýskalandi. Til stóð að mótið myndi fara fram síðasta sumar, sumarið 2020, en því var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Alls taka 24 lið þátt í mótinu í sex riðlum. Sextán þeirra komast áfram í útsláttarkeppn- inna, tvö efstu liðin úr hverjum riðli og þá kom- ast fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti riðlakeppninnar áfram í sextán liða úrslitin. Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari eftir 1:0- sigur gegn Frakklandi í framlengdum úrslita- leik í París árið 2016 þar sem potrúgalski fram- herjinn Eder skoraði sigurmark leiksins á 109. mínútu framlengingarinnar eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 79. mínútu. Þýskaland og Spánn hafa unnið keppnina oft- ast eða þrisvar hvort. Frakkar koma þar á eftir með tvo Evrópumeistaratitla en þeir þykja lík- legastir til þess að vinna mótið í ár enda ríkjandi heimsmeistarar. A-riðill: Tyrkland, Ítalía, Wales, Sviss. B-riðill: Danmörk, Finnland, Belgía, Rúss- land. C-riðill: Holland, Úkraína, Austurríki, Norð- ur-Makedónía. D-riðill: England, Króatía, Skotland, Tékk- land. E-riðill: Spánn, Svíþjóð, Pólland, Slóvakía. F-riðill: Ungverjaland, Portúgal, Frakkland, Þýskaland. AFP Heimsmeistarar Frakkar eru vel mannaðir í öll- um stöðum og eru til alls líklegir á mótinu. Frakkar líklegir til afreka á Evrópumótinu _ Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hef- ur gengið frá samningi við Eygló Krist- ínu Óskarsdóttir og mun hún leika með Suðurnesjaliðinu næstu tvö tíma- bil. Eygló lék síðast með KR en gat ekki komið í veg fyrir fall liðsins úr efstu deild á nýliðinni leiktíð. Eygló, sem er 20 ára, hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Keflavík hafnaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar á nýlið- inni leiktíð en féll úr leik í undan- úrslitum Íslandsmótsins eftir 3:0-tap gegn Haukum. _ Spænski sóknarmaðurinn Álvaro Montejo mun halda af landi brott á næstunni og á aðeins eftir að spila þrjá leiki með Þór frá Akureyri í 1. deildinni í knattspyrnu karla, Lengju- deildinni, á tímabilinu. Fótbolti.net greinir frá því að Montejo muni halda til Spánar í lok mánaðarins til þess að hefja undirbúning með spænska liðinu Union Adarve fyrir komandi tímabil en hann hjálpaði Union Adarve að vinna sér sæti í spænsku C-deildinni á síð- asta tímabili. Montejo hefur verið lykil- maður Þórs undanfarin ár þar sem hann hefur raðað inn mörkum fyrir Ak- ureyrarliðið í 1. deildinni en hann hefur skorað 41 mark í 61 deildarleik fyrir Þórsara. _ Handknattleikskonan Ragnheiður Júlíusdóttir hefur framlengt samning sinn við Fram en Ragnheiður, sem er 24 ára gömul, er uppalin í Safamýri. Hún hefur leikið allan sinn feril með Fram og verið í lykilhlutverki með lið- inu en hún var markahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð. Þá á hún að baki 31 landsleik þar sem hún hefur skorað 41 mark en samning- urinn er til næstu þriggja ára. _ Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús stóð sig vel á fyrsta hring Challenge de Cádiz-mótinu sem fram fer á Novo Sancti Petri- golfvellinum í Cádiz á Spáni í gær. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, þeirri næststerkustu í álfunni. Haraldur lék hringinn á samtals 71 höggi eða einu höggi undir pari en Ís- lendingurinn fékk fjóra fugla á hringn- um og þrjá skolla. Hann er í 25.-50. sæti á mótinu og á góða möguleika á því að komast í gegnum niðurskurðinn í dag. Fjórir kylfingar eru jafnir í efsta sæti á samtals fimm höggum undir pari, þeir Daniel Gavins frá Englandi, Emilio Blanco frá Spáni, Kristof Ulenaers frá Belgíu og Yannik Paul frá Þýskalandi. _ Hollenski knattspyrnumaðurinn Georginio Wijnaldum hefur gert þriggja ára samning við franska félag- ið Paris SG. Miðjumaðurinn kemur til félagsins frá Liverpool þar sem hann hefur leikið frá árinu 2016 en samn- ingur hans í Bítlaborginni rennur út um næstu mánaðamót. Wijnaldum hefur verið lykilmaður í liði Liverpool und- anfarin ár en hann varð Evrópu- og Englandsmeistari með liðinu. Alls lék hann 237 leiki fyrir félag- ið í öllum keppnum þar sem hann skoraði 22 mörk og lagði upp önnur sextán. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.