Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1976, Síða 12

Skólablaðið - 01.04.1976, Síða 12
Draumvaka i. ...öskrandi hlátur strjúkandi hendur hvetjandi stunur og Taxi og Taxi... / verélaun Fljúgandi kvöld undir stjömubliki eilífðar. I óljósri leit að fegurð reikum við um á afmörkuðum fleti kennisetninga krossa múlbundnar venju. Fálmandi skuggar kvenna og manna undir skýjum hulinni víðáttu. II. I hugsýn franskra nátta fæðist annarleg kennd. Hvíslandi vindblær sem næðir um svarta slóðina og boðar nýjan sannleika: Ég er líf sem lifir vegna lífsins. Vínviður og vex fyrir vínið. Njóttu mín. ölvaðri gleði er bikarinn tæmdur í sindrandi ljósi nýrra tima og haldið af stað (inn í goðumlíkan heim ýktra ástríðna. Vér rómantískir menn). Franskar nætur. Kvöld í klúbbnum í draumvöku frelsis magnaða með víngylltu hugrekki - draumbundnu. ...bleiklitur koss náfölvrar ásjónu sameinas’t skærlitum ljósum... (og gerir sitt ýtrasta til að uppfylla tómið) ...gullnar veigar og þrýstin biðjandi brjóst titrandi í æði tónfallsins verða eitt... (á vörum huga þess sem situr úti í horni og nýtur ásta aleinn) Ljósbrot deyjandi klaka á siglingu í vatnsmenguðu víni ljóstrar upp um blekkinguna í mansöng þjónsins. En blekkingin er fegri tveggja kvenna sem haldast hönd í hönd í hringdansi valkosta. XV. Pendúll tímans sveipar svörtu klæði hvern ófullnægðan draum og vísar til sætis fálmandi skuggum á einstefnu eigin hugleysis. Guðmundur Karl Guðmundsson, 4.B. 2.-3. verélsun Þeir slægir slá taktinn á trúnað og vonir temja kúga þig kaupa þina virðingarverðu velsæmiskennd. Eymdin i unaði og þín skynjun skoðar tauminn ósk um vernd öryggi, náð heilagra þerrar tárin. Guðni Bragason, 5.-D. Litakassar Barn vex í grasi borar fingrum gegnum svörðinn oní lina moldina minnir þig á litakassann sem þú opnaðir þegar veröldin var bara svört og hvít hversu ljúft var ekki að nema breytingu á hinu hefðbundna formi hluta fara um þá höndum breyta sjá liti (hvemig þú beittir þeim eins og mosavaxinn garðyrkjumaður vatnsslöngu) sjá lífið renna sundur og saman sjá ljósið - leita sjá myrkrið - þreifa finna tómið fullt af háaloftum og kjöllurum á meðan þú læddist um í blekkingunni bak við heiminn opnaðist annar litakassi við morgunverðarborðið: kaffi (eða te) ristað brauð morgunblað. ölafur Grétar Kristjánsson, 4.-B.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.