Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 595 1000 . heimsferdir.isBókaðuþína ferð á Verð frá kr. 269.900 Gardavatnið 4. til 11. september Kanna á upptök og eðli gosa í Strokki á Geysissvæðinu með rann- sóknum sem hefjast þar í dag. Um- hverfisstofnun gefur leyfi til þessa vísindastarfs, sem Gylfi Páll Hersir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, tekur þátt í. Undanfarin ár hefur tíðni gosa í Strokki verið könnuð með þremur jarðskjálftamælum við hverinn og í leiðinni hvort oftar en einu sinni gjósi í hverju gosi og hversu oft. Þá var myndavél sett niður eftir gospíp- unni til þess að skoða hana enn frek- ar. Þessi vinna fór fram í samvinnu við vísindafólk í Potsdam í Þýska- landi undir forystu Evu Eibl jarð- fræðings. Mælt 8-10 klst. á dag Í verkefninu nú, sem Gylfi Páll vinnur með jarðfræðingum frá Dan- mörku undir forystu Léu Levý, sem lauk doktorsnámi við HÍ fyrir nokkrum árum, verður gosrás Strokks könnuð með endurteknum viðnámsmælingum. Þannig á að kanna hvort sjá megi aðfærsluæðar vatnsins að gosrásinni. Mælt verður við hverinn í 2-3 daga á 15-30 mín- útna fresti. Mælingarnar munu taka um 8-10 klst. á dag og verða á nokkrum stöð- um umhverfis Strokk eftir fyrirfram ákveðnum línum. Allur tækjabúnað- ur verður á yfirborði. Straumi er hleypt eftir lykkju á yfirborðinu, síð- an er slökkt á honum og mælt hvernig segulsviðið sem straumur- inn spanar upp, dofnar. Deyfing seg- ulsviðsins segir til um viðnám í jörð. Spurningum verði svarað „Með þessu viljum við meðal ann- ars sjá hvernig viðnámið breytist samfara gosi í Strokki. Jafnframt freista þess að skilja betur hvað ger- ist þarna niðri. Mælingar geta von- andi svarað þessu að einhverju leyti. Með tilliti til jarð- og eðlisfræði er Geysissvæðið lítt rannsakað þótt margar spurningar séu uppi sem nú verður leitast við að svara,“ segir Gylfi Páll. Rannsóknir Gylfa og samstarfs- fólks standa í viku. Um líkt leyti verða sjónvarpsmenn frá BBC á svæðinu, sem afla efnis í þátt um Geysi. sbs@mbl.is Mæla segulsvið hver- anna á Geysissvæðinu - Kanna upptök gosa í Strokki - Skilja hvað gerist í jörðinni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strokkur Gos á góðri stundu. Hverjar eru raunverulegar orsakir gosa stendur nú til að rannsaka, en flóknar mælingar vísindamanna þarf til. Hjólhýsi brann til kaldra kola á sjötta tímanum í gær. Mikinn reyk lagði yfir stórt svæði vegna brun- ans og mátti sjá reykjarmökk víða að. Tveir slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og náðu að ráða niðurlögum eldsins. Stefán Krist- insson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í sam- tali við mbl.is á sjötta tímanum í gær: „Við erum bara að slökkva al- gjörlega í glæðunum svo að þetta komi ekki upp aftur.“ Hann sagði ekki mikla hættu á útbreiðslu elds- ins hafa skapast þar sem hann kom upp á stóru opnu iðnaðarsvæði. Stefán segir slökkvistarf hafa gengið vel en um klukkutíma tók að slökkva og ganga frá glæðum. Hjólhýsi brann til kaldra kola í Kópavogi Bruni Reykmökkinn mátti sjá víða að. Dagur íslenska fjárhundsins var haldinn hátíðlegur í Árbæjarsafni í gær, í sjötta sinn. Vel fór á með hundum og mönnum. Að venju er 18. júlí ár hvert tileinkaður Degi íslenska fjárhundsins. Hann hefur verið haldinn hátíðlegur hér á landi og víðar. Vaxandi áhugi er fyrir deginum og margir eigendur íslenskra fjárhunda taka þátt í að gera hann sérstakan með ýmsum viðburðum ár hvert. Um 1.000 hundar eru í stofni hreinræktaðra íslenskra fjárhunda hér á landi. Á ári hverju fæðast á bilinu 160 til 200 hvolpar hér á landi. Vel fór á með hundum og mönnum á Árbæjarsafninu í gær Morgunblaðið/Sigurður Unnar Degi íslenska fjárhundsins fagnað Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Gosóróinn tók sér tvær „kríur“ nú um helgina. Þannig lýsti Salóme Jór- unn Bernharðsdóttir, náttúruvár- sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, stöðunni á gosinu í samtali við blaða- mann. Á sjötta tímanum á laugar- dagskvöldið lognaðist virknin út af og sú var staðan þar til á miðnætti. Þá tók óróinn við sér og gospúls- inn, eða hviðuvirknin, fór að mælast á þriðja tímanum aðfaranótt sunnu- dags. „Um klukkan hálfþrjú hófst aftur þessi gospúls eða hviðuvirkni. Þetta er magnað gos, þetta er aðeins hæg- ari taktur núna en í gær, púlsarnir eru aðeins lengri en í gær þar sem það voru nokkrir púlsar á klukku- stund, en núna eru þeir kannski tveir og hver tekur lengri tíma.“ Svona lýsti Salóme stöðunni á gos- inu á sunnudagsmorgni við blaða- mann mbl.is. En stuttu síðar, rétt fyrir klukkan tíu, tók gosið sér blund að nýju. Seinni „krían“ varði líkt og sú fyrri í rúmar sex klukkustundir, en þá tók að mælast órói að nýju. Hraun flæðir úr gígnum Gosórói var kominn aftur á fullt þegar blaðið fór í prentun. „Það sést nokkur virkni í gígnum og virðist hraunið flæða að mestu leyti niður í Meradali, eins og verið hefur und- anfarið,“ segir Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur. Spurður hvað valdi því að gosið taki sér þess- ar pásur segir Einar erfitt að segja til um það. „Við vitum ekki með vissu hvað veldur þessum lægðum í gos- óróa, ein kenning er að eitthvað sé að gerast í efstu 100 metrunum í gos- rásinni, mögulega einhver stífla.“ Lengri pásur myndu þá þýða stærri stíflur. Einar bendir þó á að þetta sé bara kenning og ekki hægt að fullyrða um það. Nær ómögulegt er að segja til um hvort hvort núver- andi ástand sé komið til að vera. „Við höfum fengið nokkur mis- munandi tímabil í þessu gosi þar sem virknin breytist og helst svo eins í einhvern tíma. En það er mjög erfitt að segja til um hversu lengi virknin verður svona áfram.“ Sveiflukennd gosóróavirkni - Hraun flæðir niður í Meradali Morgunblaðið/Gunnhildur Sif Gosbjarmi Sjá mátti gosbjarmann úr vél Icelandair í fyrrinótt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.