Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Áhugavert er að fulltrúar atvinnu-
lífsins skulii ekki hafa spyrnt betur
fótunum við hugmyndum um hækk-
un mótframlags launagreiðanda
vegna lífeyrissjóðsiðgjalda. Þá er
óheppilegt að ekki beri meira á um-
ræðu um hvernig háir skattar, gjöld
og önnur íþyngjandi atriði bitna á
samkeppnisfærni og rekstrargetu ís-
lenskra fyrirtækja.
Þetta segir Skafti Harðarson, for-
maður Samtaka skattgreiðenda, og
er tilefnið nýlegt
ríkisstjórnar-
frumvarp um
breytingar á líf-
eyrismálum.
Efnahags- og við-
skiptanefnd Al-
þingis vísaði
frumvarpinu aft-
ur til ríkisstjórn-
arinnar m.a.
vegna gagnrýni
sem hafði komið fram um skort á
samráði við samningu frumvarpsins.
Skafti bendir á að gagnrýnin hafi þó
einkum beinst að minniháttar út-
færsluatriðum en ekki þeirri stað-
reynd að verið væri að bæta veru-
lega við byrðar launagreiðenda.
„Með hækkuðu mótframlagi var rík-
isstjórnin í reynd að lögfesta fyrir
allan vinnumarkaðinn atriði sem
samið var um í síðustu kjarasamn-
ingalotu ASÍ. En vitaskuld er það
aðila á vinnumarkaði að semja um
þessi mál, og ekki ríkisins að setja
lög um slíkar skuldbindingar.“
Þá nefnir Skafti að lítið hafi verið
gert til að láta ganga til baka þær
miklu hækkanir sem urðu á trygg-
ingagjaldi og fjármagnstekjuskatti
eftir bankahrun, og þvert á móti hafi
fjármagnstekjuskatturinn verið
hækkaður í tíð núverandi ríkis-
stjórnar. Auk þess hefur skortstefna
á lóðamarkaði leitt til þess að fast-
eignagjöld af atvinnuhúsnæði hafa
hækkað til muna. „Fasteignaskatt-
arnir eru orðnir að eins konar eilífð-
arvél fyrir sveitarfélög eins og
Reykjavíkurborg sem virðist halda
lóðaframboði niðri með vísvitandi
hætti enda leiðir lítið framboð til
lóðaskorts sem svo aftur leiðir til
hækkunar á fasteignaverði og stærri
skattstofns,“ útskýrir Skafti og bæt-
ir við að þegar tryggingagjaldið var
hækkað á sínum tíma hafi verið látið
í veðri vaka að um tímabundna að-
gerð væri að ræða til að bregðast við
auknu atvinnuleysi. Atvinnuástandið
hafi síðan batnað en tryggingagjald-
ið aðeins lækkað lítillega, og í agn-
arsmáum skrefum: „Það sannast hér
einu sinni enn að fátt er jafn varan-
legt og tímabundnir skattar.“
Í raun tekið af hlut launþegans
Skafti segir að eitt af mörgum
skrefum sem taka mætti í rétta átt
væri að koma því betur til skila til
launþega að þau gjöld sem vinnu-
veitandinn þarf að greiða með hverj-
um starfsmanni eru í reynd tekin af
launaseðlinum. „Orðræðan hefur á
sér þann keim að t.d. hækkað trygg-
ingagjald og hækkað mótframlag
séu einfaldlega atvinnurekenda-
skattur, og þykir fáum ástæða til að
sýna atvinnurekendum sérstaka
samúð. Er eins og fólk sjái ekki sam-
hengið á milli sinna eigin launakjara
og þeirra gjalda sem lögð eru á
vinnuveitandann, og umræddir
skattar og framlög eru í raun að
skerða hlut launþegans þó svo að
greiðslan fari fram hinum megin
borðsins.“
Bendir Skafti t.d. á að ótal dæmi
megi finna um fyrirtæki sem sáu sig
knúin til að fækka starfsfólki þegar
tryggingagjaldið var hækkað sem
mest. „Á þeim tíma vann ég hjá
byggingavörufyrirtæki og voru
stjórnendur einfaldlega í þeim spor-
um að ekki var til peningur fyrir
hækkun tryggingagjaldsins, og óhjá-
kvæmilegt að segja upp fólki í réttu
hlutfalli við auknar byrðar ef ætti að
takast að brúa bilið. Þannig má leiða
rök að því að skatturinn sem fjár-
magnar atvinnuleysisbæturnar bein-
línis auki við eða viðhaldi atvinnu-
leysi.“
Hinn almenni launþegi virðist ekki
gera sér grein fyrir hve háar upp-
hæðirnar eru og minnir Skafti á að
nýlegar upplýsingar frá Hagstofu
Íslands hafi leitt í ljós að meðallaun í
landinu árið 2020 voru í kringum
670.000 kr. Ef rýnt er í tölurnar
kostar einstaklingur með þessi laun
vinnuveitandann 910.000 kr. á mán-
uði þegar launatengd gjöld eru talin
með, en launþeginn fær hins vegar
aðeins um 508.000 kr. útborgaðar.
Eru launin um 74% af kostnaði
vinnuveitanda og útborguð laun ekki
nema tæplega 56% af heildarkostn-
aði launagreiðandans. Er þá eftir að
bæta við öðrum kostnaði vinnuveit-
anda s.s. vegna veikinda, afleysinga
og uppsagnarfrests, og vegna þeirr-
ar vinnu sem fer í utanumhald og
rétt skil á greiðslum. „Eðlilegast
væri að launþegar sjálfir þyrftu að
standa skil á þessum greiðslum öll-
um: sköttum verklýðsfélaga, ríkis-
og sveitarfélaga og lífeyrissjóðs-
greiðslum. Þá væri öllum þessum
álögum ekki tekið af jafn miklu fá-
læti og nú er,“ segir Skafti.
Taka verður neikvæð áhrif
skatta með í reikninginn
Skatta- og gjaldaumhverfið veldur
efnahagslegu tjóni langt umfram
þær krónur og aura sem stjórnvöld
hafa af fólki og fyrirtækjum. Vísar
Skafti m.a. til frægrar rannsóknar
James Gwartneys sem leiddi í ljós
sterkt samhengi á milli aukinna um-
svifa ríkisins og minnkandi hagvaxt-
ar. „Há gjöld hafa svo sterk letjandi
áhrif á að fólk vinni og skapi aukin
verðmæti. Þetta hafa bæði ríkis-
stjórnir Jóhönnu Sigurðardóttur og
Katrínar Jakobsdóttur viðurkennt
með óbeinum hætti með átaksverk-
efninu Allir vinna sem felur í sér
endurgreiðslu á virðisaukaskatti
vegna útseldrar vinnu iðnaðarmanna
og hafði einmitt þau tilætluðu áhrif
að almenningur keypti meira af
þjónustu þeirra,“ segir Skafti. „Á
svipaðan hátt hefur ósamkeppnis-
færni íslensks skattaumhverfis verið
viðurkennd með sérúrræðum eins og
tímabundnum afslætti af tekjuskatti
erlendra sérfræðinga sem ráða sig
til starfa hjá íslenskum fyrirtækjum.
Alla skatta þarf að meta út frá þeim
beinu áhrifum sem þeir hafa á
neyslu, framleiðslu og hagvöxt, en
ekki einvörðungu út frá þeim krón-
um sem skila sér í ríkissjóð.“
Að mati Skafta felast mikil
sóknarfæri í því að taka skatta- og
gjaldaumhverf Íslands í gegn og
ljóst að væri t.d. vel gerlegt að
minnka tekjur ríkissjóðs til muna án
þess að skerða þá þjónustu sem al-
menningur vill síst missa. Þá megi
líta til góðrar reynslu Íra af því að
skapa fyrirtækjum hagfellt skatta-
umhverfi en eins og þekkt er tókst
þeim að laða til sín fjölda stór-
fyrirtækja með því að stilla sköttum í
hóf og uppskáru mikla atvinnusköp-
un og hækkaðar skatttekjur til
lengri tíma litið. „Afskekkt eyland
fjarri stórum mörkuðum þyrfti að
bjóða enn betur en Írar og fátt sem
mælir gegn því að gera Ísland að
skattaparadís.“
Sjá ekki samhengið á
milli launa og gjalda
Morgunblaðið/Ómar
Byrði Skafti leggur til að í stað þess að láta vinnuveitendur annast greiðslu
á launatengdum gjöldum og sköttum yrði það á ábyrgð launþegans sjálfs.
„Þá væri öllum þessum álögum ekki tekið af jafn miklu fálæti og nú er.“
Stór biti
» Meðallaunþeginn fær aðeins
útborgað sem nemur 56% af
kostnaði vinnuveitandans.
» Reykjavíkurborg virðist vís-
vitandi ýta upp fasteignaverði
til að stækka fasteignaskatts-
stofninn.
» Tryggingagjald lækkar löt-
urhægt þrátt fyrir styrkingu
vinnumarkaðarins.
» Háir skattar hafa letjandi
áhrif og dempa verðmæta-
sköpun í hagkerfinu.
» Vert að skoða góða reynslu
Íra af að stilla sköttum í hóf.
- Formaður Samtaka skattgreiðenda bendir á hve lítið af
kostnaði vinnuveitandans ratar í vasa launþega - Tækifæri
fólgin í að taka íslenskt skattaumhverfi til endurskoðunar
Skafti
Harðarson
12 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
19. júlí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.61
Sterlingspund 171.05
Kanadadalur 98.21
Dönsk króna 19.615
Norsk króna 14.046
Sænsk króna 14.244
Svissn. franki 134.43
Japanskt jen 1.122
SDR 175.91
Evra 145.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.3593
« Þvert á spár markaðsgreinenda lækk-
aði væntingavísitala bandarískra neyt-
enda í byrjun júlí. Reuters greinir frá
þessu og bendir á að bjartsýni neytenda
vestanhafs hafi ekki mælst minni í fimm
mánuði.
Michiganháskóli metur viðhorf neyt-
enda með reglubundinni könnun og
mældist væntingavísitalan 80,8 stig í
júlí sem er töluverð lækkun frá júnímán-
uði þegar vísitalan mældist 85,5 stig.
Könnun sem Reuters gerði á meðal hag-
fræðinga leiddi í ljós að þeir væntu að
meðaltali 86,5 stiga í júlí.
Þróunin kann einkum að skýrast af því
verðbólguskoti sem núna gengur yfir
Bandaríkjamarkað og standa neytendur
m.a. frammi fyrir verulegri hækkun á
verði heimilistækja, bifreiða og fasteigna.
Þá sýnir könnun Michiganháskóla að
almenningur væntir um 4,8% verðbólgu
á þessu ári. Hins vegar reikna svarendur
með að langtímaverðbólga verði í kring-
um 2,9% markið. ai@mbl.is
Væntingar bandarískra neytenda á niðurleið
STUTT
Ráðherrar OPEC-ríkjana og sam-
starfslanda náðu samkomulagi á
sunnudag um að auka olíu-
framleiðslu sína. Samkomulagið fel-
ur einnig í sér að hækka fram-
leiðsluviðmið ákveðinna þjóða en
undanfarnar vikur hafa fulltrúar
Sameinuðu arabísku furstadæm-
anna þrýst fast á um að fá stærri
skerf af olíufraleiðslukvóta OPEC í
samræmi við framleiðslugetu lands-
ins.
Að sögn FT felur nýja samkomu-
lagið í sér að heildarframleiðsla olíu
eykst um 400.000 föt á dag strax í
ágúst, og vex síðan í áföngum þar til
í árslok þegar aukningin verður
orðin tvö milljón föt á dag miðað við
núverandi framleiðsluþak.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur
ekki verið hærra í þrjú ár en mark-
aðsgreinendur benda á að það hve
hægt OPEC-hópurinn hyggst fara í
sakirnar sé til marks um óvissu um
hversu hratt alþjóðahagkerfið rétt-
ir úr kútnum nú þegar versta skeið
kórónuveirufaraldursins virðist að
baki.
OPEC-löndin og samstarfslönd
þeirra minnkuðu olíuframleiðslu
sína um 10 milljón föt á dag í apríl á
síðasta ári þegar eftirspurn var með
minnsta móti en hafa aukið fram-
leiðsluna í smáskrefum eftir því sem
hagkerfi heimsins hafa tekið að
styrkjast á ný. Vantar enn tæplega
sex milljón föt til að ná fyrra fram-
leiðslumagni.
Sumum þótti krafa furstadæm-
anna til marks um vaxandi tog-
streitu innan OPEC og að djúpstæð
gjá kynni að myndast innan samtak-
anna. Abdulaziz bin Salman, orku-
málaráðherra Sádi-Arabíu, sagði
niðurstöðu helgarinnar til marks
um getu aðildarríkja OPEC til að
leysa úr ágreiningsmálum sínum og
að nú ætti að vera orðið mun skýr-
ara hvert olíumarkaðurinn stefnir.
Suhail Al Mazrouei, orkumála-
ráðherra furstadæmanna, sagði
blaðamönnum að þrátt fyrir þær
deilur sem á undan væru gengnar
myndu SAF áfram halda fulla
tryggð við OPEC-samstarfið.
ai@mbl.is
Abdulaziz bin
Salman Al-Saud
Suhail Al
Mazrouei
OPEC-hópurinn
eykur olíuframleiðslu
« Stóru bandarísku hlutabréfavísitöl-
urnar þrjár lækkuðu um 0,75 til
0,86% í vikulok meðal annars vegna
áhyggja fjárfesta af nýjum tölum sem
sýna fjölgun kórónuveirutilvika í
Bandaríkjunum.
Stjórnvöld tilkynntu 70% aukningu
tilvika á milli vikna á meðan dauðs-
föllum fjölgaði um 26%. Gæti það
haft kælandi áhrif á hagkerfið ef þró-
unin heldur áfram með sama hætti.
ai@mbl.is
Delta-afbrigðið gerir
fjárfesta órólega