Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna stórum skemmtiferðaskipum að sigla inn í miðborg Feneyja frá og með 1. ágúst en lengi hefur verið var- að við því að stór skemmtiferðaskip kunni að valda óbætanlegum skemmdum á borginni „Þessi tilskipun er mikilvægt skref í átt til þess að vernda lónið og sýkin í Feneyjum,“ sagði Mario Draghi, for- sætisráðherra Ítalíu, eftir að bannið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Draghi bætti við, að opinberu fé verði varið til að draga úr áhrifum þessa banns á afkomu borgarbúa en borgin hefur haft miklar tekjur af farþegum sem koma þangað með skemmtiferðaskipum Stóru skemmtiferðaskipin geta lagst að bryggju í iðnaðarhöfninni Marghera. Ítalskir stjórnmálamenn segja að það sé þó aðeins tímabundin lausn og viðraðar hafa verið hug- myndir um að byggja nýja höfn ein- göngu fyrir skemmtiferðaskip. Að sögn AFP-fréttastofunnar ligg- ur tillaga fyrir fundi Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, um að setja Feneyjar á lista yfir menningarminjar í hættu. Borgarbúar segja, að öldugangur frá stóru skemmtiferðaskipunum, þegar þau sigla framhjá Markúsartorginu, valdi skemmdum á undirstöðum húsa og raski viðkvæmu vistkerfi lónsins. Einstakt meistaraverk Umræðan um hrörnun Feneyja komst á skrið að nýju fyrr í sumar þegar skemmtiferðaskip birtust að nýju í borginni en kórónuveiru- faraldurinn sá til þess, að skipin og ferðamenn héldu sig til hlés á síðasta ári. Feneyjar voru skráðar á heims- minjaskrá UNESCO árið 1987 og borginni var þá lýst sem einstöku meistaraverki í arkitektúr. En stofn- unin lýsti því yfir í júní, að finna þyrfti leiðir til að koma ferðaþjónustu í borginni í sjálfbært horf. Dario Franceschini, menningar- málaráðherra Ítalíu, sagði í síðustu viku að ríkisstjórnin hefði ákveðið að grípa til aðgerða nú til að koma í veg fyrir að borgin yrði sett á lista yfir heimsminjar í hættu. „Frá og með 1. ágúst fá stór skip ekki lengur að fara til Feneyja gegn- um Markúsarlónið, Markúsarsíkið og Guidecca-sí3kið,“ sagði Enrico Giov- annini, ráðherra innviða. Þeir sem geta sýnt fram á fjár- hagslegt tjón vegna þessarar ákvörð- unar fá fjárstyrki og einnig verður fé veitt til að bæta aðstöðuna í Marg- hera-höfninni. Vernda hreinleika borgarinnar Giovannini sagði, að siglingabannið væri nauðsynlegt skref til að vernda umhverfið, landslagið og listrænan og menningarlegan hreinleika Feneyja. Bannið mun þó aðeins ná til stærstu skemmtiferðaskipanna og skip, sem flytja allt að 200 farþegum, eru skilgreind sem „sjálfbær“ og fá áfram að sigla gegnum miðborgina. En skip, sem ýmist eru yfir 25 þúsund tonn að þyngd, 180 metra löng eða lengri, yfir 35 metrar á hæð eða losa meira en 0,1% af brennisteini, fá ekki að sigla þessa leið. Marco Michielli, varaformaður ítölsku ferðamálasamtakanna, sagði að nýju reglurnar væru góð mála- miðlun. „Lausnin sem byggist á Marghera- höfninni tryggir, að skip munu áfram koma til Feneyja og þannig viðhalda störfum og fyrirtækjarekstri og á sama tíma verður Giudecca-síkið laust við skipaumferðina,“ sagði hann. Umræðan um áhrif skemmti- ferðaskipaumferðar á Feneyjar hef- ur vakið alþjóðlega athygli. Í júní birtist opið bréf þar sem ítölsk stjórnvöld voru hvött til að grípa til aðgerða til að verja borgina skemmd- um því hætta væri á að hún „flyti brott“ á bylgjum frá farþegaskipum. Undir bréfið skrifuðu m.a. heims- þekktir listamenn, þar á meðal Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, og kvikmyndaleikstjórinn Francis Ford Coppola og framámenn í alþjóðlegu listalífi á borð við Richard Arm- strong, forstjóra Solomon R. Gug- genheimsafnsins í New York. AFP Skip í borg Dráttarbátur dregur farþegaskipið Orchestra yfir lónið fram hjá Markúsartorginu í miðborg Feneyja á Ítalíu. Nú verður stórum skemmtiferðaskipum bannað að sigla þessa leið. Skemmtiferðaskip í skammarkrók - Ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að banna stórum skemmtiferðaskipum að sigla gegnum miðborg Feneyja - Rætt um það innan UNESCO að setja borgina á lista yfir menningarminjar í hættu 500 m 100 km Stórum skipum úthýst í Feneyjum RÓM Í TAL ÍA Feneyjar + 180 metra löng S"-% /.) '�((-0 (*# +-1 L!"$0 /,*0- S!'0"� �/ 0-%%#�.* +,/ 0�)"&-.*�$ + 25.000 tonn + 35metra há + 0,1% bennisteinslosun Markúsar- sýkið ©Mapcreator . io/©HERE FENEYJAR Skipið á myndinni: 294 metrarMSC ORCHESTRA Giudecca Marghera iðnaðarhöfnin Markúsar- torgið Staðfest er að 190 manns eru látnir og tuga er enn saknað í Þýskalandi og Belgíu vegna mikilla flóða í Evr- ópu að undanförnu. Í Þýskalandi eru 159 hið minnsta látnir og 31 í Belgíu. Áframhaldandi rigningu er spáð á svæðinu og hafa yfir þúsund her- menn verið sendir til vesturhluta Þýskalands til að aðstoða við björg- unaraðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, segist skelfingu lostin eftir heimsókn sína á flóðasvæðin í Vest- ur-Þýskalandi í gær, þar sem eyði- leggingin er algjör og fjöldi fólks hefur týnt lífi. Íklædd gönguskóm gekk Merkel um þorpið Schuld í Rínarlandi, sem hefur orðið hvað verst úti í flóðunum miklu á meg- inlandi Evrópu síðustu daga. Merkel, sem senn kveður vett- vang stjórnmála, hlýddi á frásagnir björgunarliða og íbúa þorpsins sem Ahrfljót þurrkaði stóran hluta út af og skildi ekkert eftir sig nema al- gjöra eyðileggingu. AFP Hamfarir Innsigla þurfti inngang á kaffihúsi í Þýskalandi. 190 látnir og tuga er enn saknað - Rigningu áfram spáð í Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.