Morgunblaðið - 19.07.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
✝
Sigrún Guð-
jónsdóttir,
Greniteig 9,
Reykjanesbæ,
fæddist 11. febr-
úar 1932 á Lyng-
um í Meðallandi,
Vestur-Skaftafells-
sýslu. Hún lést 5.
júlí 2021, á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja,
Reykjanesbæ.
Foreldrar hennar voru
hjónin Guðjón Ásmundsson,
bóndi á Lyngum, f. 10. maí
1891, d. 13. nóvember 1978,
og Guðlaug Oddsdóttir hús-
freyja, f. 19. apríl 1904, d. 22.
nóvember 2001. Þau eignuðust
13 börn.
Sigrún var fimmta elst
systkina sinna, sem eru: Guð-
mundur, f. 1927, d. 2002, Guð-
laugur, f. 1928, d. 2019, Oddný
Margrét, f. 1929, Vilborg, f.
1930, d. 2012, Vigfús, f. 1934,
d. 1935, Vigfús, f. 1935, d.
1960, Dagbjartur, f. 1937, d.
1993, Jóhanna, f. 1939, Sig-
urður, f. 1940, Áslaug, f. 1942,
Sigursveinn, f. 1945, og Stein-
unn, f. 1947.
26. desember 1954 giftist
Sigrún Sigurði Einarssyni,
bifreiðastjóra frá Syðri-Steins-
mýri í Meðallandi, V-Skafta-
f. 8. apríl 1969. Maki Guð-
sveinn Ólafur Gestsson. Þau
eru búsett í Reykjanesbæ og
eiga tvö börn; Ólöfu Rún og
Birgi Örn, og eitt barnabarn.
Afkomendur Sigrúnar og
Sigurðar eru nú 25 talsins.
Sigrún ólst upp á Lyngum í
Meðallandi hjá foreldrum sín-
um og systkinum. Hún starfaði
undir hendi foreldra sinna að
almennum hús- og bústörfum
þegar aldur leyfði. Sigrún
lauk barnaskólaprófi síns
tíma. Hún stundaði framhalds-
nám við Kvennaskólann á
Hverabökkum í Hveragerði,
um 18-20 ára aldurinn, 1950-
1952. Skólinn var frumkvöðull
í sérmenntun kvenna.
Sigrún og Sigurður hófu
búskap í Keflavík árið 1953,
er Sigurður fékk starf sem
bifreiðastjóri í Keflavík hjá
ýmsum fiskvinnslu-
fyrirtækjum. Þau bjuggu fyrst
í leiguhúsnæði í Hátúni 18.
Árið 1956 byggðu þau hús á
Greniteigi 9, Keflavík, og
bjuggu þau þar alla sína bú-
skapartíð. Sigrún til hinsta
dags, eftir lát Sigurðar, eða
samtals í 65 ár.
Sigrún starfaði mestan
hluta ævi sinnar við heim-
ilisstörf og uppeldi á börnum
sínum og barnabörnum. Hún
hóf störf við gæsluvelli Kefla-
víkur árið 1986 meðfram
heimilishaldi og allt til ársins
2001-2002.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 19. júlí
2021, klukkan 13.
fellssýslu. Hann
fæddist 10. júlí
1914, í Arnar-
drangi, Landbroti,
V-Skaftafellssýslu
og lést 4. október
árið 2000. For-
eldrar hans voru
Einar Runólfsson,
f. 14. mars 1892, í
Efri-Ey, Meðal-
landi, V-Skafta-
fellssýslu, d. 1.
ágúst 1969, og Katrín Davíðs-
dóttir, f. 14. febrúar 1896, í
Fagurhlíð, Landbroti,
V-Skaftafellssýslu, d. 3. júlí
1985.
Börn Sigrúnar og Sigurðar
eru fjögur: 1) Guðjón, f. 14.
september 1954. Maki Stein-
unn Njálsdóttir. Þau eru bú-
sett í Kópavogi og eiga þrjú
börn; Hróðmar Inga, Sigrúnu
Dögg og Bjartmar Stein, og
fimm barnabörn. 2) Bjarni Ás-
grímur, f. 22. júní 1956. Maki
Hansborg Þorkelsdóttir. Þau
eru búsett í Reykjanesbæ og
eiga þrjú börn; Sigurð Borgar,
Birgittu Borg og Ásgerði
Borg, og fimm barnabörn. 3)
Sigurður, f. 22. nóvember
1967. Maki Árný Þorsteins-
dóttir. Þau eru búsett í Dan-
mörku og eiga tvo syni; Tóm-
as og Matthías. 4) Sveinbjörg,
Yndislega móðir mín, Sigrún
Guðjónsdóttir, er látin 89 ára að
aldri. Okkar samleið spannar
tæp 67 ár og er ég afar þakklátur
þeim örlögum að hafa fengið all-
an þennan tíma með mömmu
minni.
Mikið verður það undarleg til-
finning að vita ekki af veru þinni
lengur á Greniteig 9, húsinu sem
þið pabbi byggðuð, þegar þið
komuð fyrst til Keflavíkur og
bjugguð þar saman alla tíð og þú
síðast ein eftir að pabbi dó árið
2000. Þar vorum við systkinin öll
alin upp í umhyggju og ástúð.
Ekki var við það komandi að þú
myndir færa þig af Greniteig 9.
Sagðir alltaf: „Á meðan ég get
notað stigann sem mína leikfimi
þá er ég ekki að fara neitt.“ Þér
varð að ósk þinni, vildir búa í
þessu húsi þar til yfir lyki.
Móðir mín helgaði börnum
sínum og barnabörnum stóran
hluta lífs síns og var heimavinn-
andi allt þar til hún varð 54 ára,
að hún fór í starf utan heimilis og
auðvitað við það sem hún gerði
best og kunni best, að hugsa um
börn, en nú voru það börn ann-
arra á gæsluvöllum í Keflavík.
Ættrækni var þér mikið mál.
Varst með ættarskrá foreldra
þinna, Guðlaugar og Guðjóns,
uppi og bættir alltaf í með
blýanti nýjum nöfnum og fæðing-
ardögum hjá þeim, sem við átti
og breyttir lokaniðurstöðunni um
fjölda okkar skyldmenna á síð-
ustu síðu. Þegar við síðan áttum
næst samtal þá fékk ég að vita af
öllum þeim nýju frænkum eða
frændum, sem ég hafði eignast
frá því við töluðu saman síðast.
Jæja mamma mín, þá er okkar
samræðum lokið á þessu tilveru-
stigi. Ég mun sakna þess mikið
að geta ekki tekið þessar sam-
ræður við þig um nýja ættingja,
afmæli systkina þinna og allt það
sem er að gerast í þjóðfélaginu
og þú vildir ræða og hafðir skoð-
un á.
Að morgni 5. júlí þegar ég ók
af stað til Suðurnesja til að
kveðja þig kom þetta fallega ljóð
og söngur í útvarpið í bílnum hjá
mér. Get ekki hugsað mér ljóð
sem hefði átt betur við þig. Að-
eins þessar tvær lokalínur í er-
indinu væru nóg til að minnast
þín og kveðja.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við
dvelur
og fagrar vonir tengir líf mitt við,
minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel ég
hjá.
Heyrirðu ei hvern hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Ég vil þakka systkinum mín-
um fyrir samveruna síðustu
daga. Þó verkefnið hafi ekki ver-
ið það sem við óskum okkur, þá
hef ég þá trú að það muni gera
okkur að betri manneskjum.
Elskulega móðir mín, þakka
þér fyrir allt það sem þú hefur
gert fyrir mig og mína fjölskyldu.
Þinn
Guðjón.
Sólarupprásin að morgni 5.
júlí 2021, með sterka geisla sína
hóf yndislegu tengdamóður
mína, Sigrúnu Guðjónsdóttur
upp til ljóssins í blómabrekkuna,
sem tók á móti henni í eilífa um-
hyggjufaðminn þar sem blómin
opnuðu blómstur sín. Birtan var
hin mesta á þessum árstíma,
dagur og nótt runnu saman. Hún
umlukti hina áþreifanlegu ná-
lægð augnabliksins, þegar mann-
eskja svífur inn í hinn eilífa
svefn.
Ljósbrot minninganna koma
fram, þegar ég hitti Sigrúnu og
Sigurð, verðandi tengdaforeldra
mína, fyrst, vorið 1974. Hún kom
á móti mér niður stigann með
svuntuna, glaðleg og ánægð. Á
kvöldverðarborðinu var saltkjöt,
kartöflur, rófur og gulrætur, allt
verkað heima, ræktað í matjurta-
garðinum, og einnig radísur.
Maturinn var reyndar einn af
uppáhaldsréttum mínum úr
Borgarfirðinum. Þarna mætti ég
hreinræktuðum V-Skaftfelling-
um, tungutak þeirra var skaft-
fellskan, fallegasta mállýska okk-
ar Íslendinga. Margt fleira
fallegt mætti mér úr ranni Sig-
rúnar; hógværð, lítillæti og spar-
semi til orðs og æðis. Við áttum
margar næðisstundir saman,
jafningjasamræður sem ég met
mikils og sakna sáran.
Hún er ein jákvæðasta mann-
eskja sem ég hef kynnst. Guð-
laug Oddsdóttir, móðir hennar,
var metnaðarfull fyrir hönd sex
dætra sinna og allar stunduðu
þær framhaldsnám.
Sigrún fór 18-20 ára gömul í
eins árs framhaldsnám við
Kvennaskólann á Hverabökkum
í Hveragerði. Kennslugreinar
voru fjölbreyttar. Öll þau fræði
tileinkaði Sigrún sér. Hún vann
störf sín í hljóði og lauk verkum
án þess að taka tíma frá öðrum.
Hún stjórnaði af virðingu, var
dagfarsprúð, listhneigð og næm.
Hún var sterk fyrirmynd, gerði
ekki mannamun, kom fram af
sömu virðingu við börn og full-
orðna.
Heimilishald léttist um 1980,
Sigrún vildi rifja upp sundnámið,
við fórum saman. Hún fór mark-
visst, þrisvar í viku, í sundlaug-
ina við Sunnubraut í Keflavík.
Sigurður ók konu sinni í sundið
og sótti. Eftir lát hans gekk Sig-
rún í sundið, sem var hennar lík-
amsrækt. Hún sótti út á vinnu-
markaðinn og bað mig að koma
með sér, sem var sjálfgefið. Hún
var mér bæði tengdamóðir og
móðir í Keflavík. Gætti barna
minna og hvatti mig til háskóla-
námsins í íslensku. Sigrúnu var
það mikill metnaður fyrir mína
hönd. Vonandi náði ég að full-
þakka það, með mínu tillagi í
hennar lífi.
Sigrún hóf störf við gæsluvelli
Keflavíkur árið 1986 til ársins
2001-2. Hún átti farsælt starf
með börnum og samstarfskon-
um. Það er ekki sjálfgefið að
samstarfsmenn eignist einlæga
vináttu. Sigrún lagði ríka
áherslu á að börn væru ekki
atyrt, heldur að talað væri við
þau. Börn fæðast skýr og greind,
mestu skipti virðingin. Börnin
áttu örugga höfn í fangi Sigrúnar
jafnt sem öll barnabörn og lang-
ömmubörn, sem kveðja hana með
söknuði.
Kveðjustund er sár, eftir hast-
arleg veikindi Sigrúnar, 16. júní
náði ég að dvelja hjá henni, eiga
umhyggjustundir og kyrrláta
samveru. Strengur hefur slitnað í
tilverunni við fráfall hennar.
Ég þakka henni umburðar-
lyndið, sem hún leiddi inn í líf
mitt. Bið góðan Guð að fylgja
henni til ljóssins, megi hún hvíla í
friði.
Steinunn Njálsdóttir.
Elsku amma mín er látin. Hún
var búin að nefna það síðustu ár
að hún væri orðin dálítið þreytt
og gömul, að þetta væri nú
kannski bara orðið gott. Núna
hefur hún fengið frið.
Ég er þess heiðurs aðnjótandi
að vera skírð í höfuðið á henni,
mér hefur alltaf þótt einstaklega
vænt um það. Amma mín var
yndisleg kona, hún var róleg og
yfirveguð, hlý og notaleg.
Ég eyddi miklum tíma hjá
henni og afa þegar ég var að vaxa
úr grasi, tíma sem í dag er mér
mjög dýrmætur, minningarnar
frá þeim tíma ylja núna. Amma
tók alltaf á móti manni með hlýju
og sinni notalegu nærveru. Mað-
ur var ekki svangur í langan tíma
eftir að hafa gengið inn heima hjá
henni. Alltaf fann hún eitthvað
gómsætt í kistunni, og einhvern
veginn átti hún ávallt akkúrat
það sem mann langaði í, eigin-
leiki sem fáir geta leikið eftir.
Amma var með mikið jafnað-
argeð og þolinmæði hennar var
aldrei af skornum skammti. Hún
gat lesið sömu bókina upphátt 10
sinnum í röð ef maður óskaði
þess. „Tóta tætibuska“ var í
miklu uppáhaldi hjá mér þegar
ég var lítil, og ég held svei mér þá
að amma hafi ekki þurft að horfa
á blaðsíðurnar þegar hún las
bókina aftur og aftur, og aldrei
sagði hún nei þegar ég bað hana
um að lesa bókina enn einu sinni.
Amma las mikið og eftir að ég
varð fullorðin gátum við oft rætt
um bókmenntir, þar hafði hún
sterkar skoðanir og var ekki
feimin við að viðra þær þegar við
ræddum um bækurnar sem við
höfðum lesið. Samtölin okkar
voru skemmtileg og oft tókst
henni að finna nýjan flöt á bók-
inni sem gerði söguna enn áhuga-
verðari.
Amma fylgdist vel með frétt-
um, hvort sem það voru íþrótta-
fréttir eða stjórnmál þá var hún
ávallt með puttann á púlsinum.
Ósjaldan gat hún upplýst mann
um hvernig síðasti leikur fór í
enska boltanum eða hvort ís-
lenska landsliðið í handbolta væri
að standa sig.
Amma var einstaklega jarð-
bundin og raunsæ, mér fannst
alltaf að yfirvofandi heimsendir
væri það eina sem gæti sett hana
úr jafnvægi. Ég hef reynt að
temja mér hennar raunsæi og yf-
irvegun á fullorðinsárum, ekki
klakklaust en vonandi með ein-
hverjum árangri. Minningar um
ömmu munu eiga sérstakan stað
í hjarta mínu um ókomna tíð.
Sigrún Dögg Guðjónsdóttir,
barnabarn.
Sigrún
Guðjónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SOFFÍA G. JÓHANNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
Kleppsvegi 62,
verður jarðsungin frá Áskirkju
miðvikudaginn 21. júlí klukkan 13.
Jóhann Pétur Jónsson Kristín Salóme Steingrímsd.
Einar Hjálmar Jónsson Erla J. Erlingsdóttir
Hafdís Jónsdóttir Georg Kulp
Kristrún Jónsdóttir Ólafur Fannar Vigfússon
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BJARNI HERMANNSSON,
lést miðvikudaginn 14. júlí á Hrafnistu
Reykjavík. Útför hans fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 22. júlí klukkan
13.
Kristín G. Bjarnadóttir Eyjólfur Gunnlaugsson
Áslaug Bjarnadóttir Þórir Steingrímsson
Jóhanna Bjarnadóttir Ólafur Jensson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
FRIÐRIK RAGNAR GÍSLASON,
fv. skólastjóri Hótel- og
veitingaskóla Íslands,
lést 14. júlí á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Lundi Hellu.
Útförin verður auglýst síðar.
Sesselja Ada Kjærnested
Bryndís Irene Friðriksdóttir Torben Christensen
Auður Friðriksdóttir Jakob Bachman
Erna Friðriksdóttir Jón Þór Viðarsson
Linda Björk Friðriksdóttir Kristján Sigmundsson
Friðrik Friðriksson Lilja Guðjónsdóttir
Benjamín Friðriksson Kolbrún Steinunn Halldórsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN ÞÓRISDÓTTIR,
grafískur hönnuður,
lést þriðjudaginn 13. júlí á líknardeild
Landspítalans. Útför Rúnu fer fram í
Áskirkju fimmtudaginn 22. júlí klukkan 13.
Jón I. Jónsson Páll G. Jónsson
Maren Temple Rúna Pálsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
BJÖRN SIGURÐSSON
frá Möðruvöllum í Hörgárdal,
fv. lögregluvarðstjóri í Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
í Kópavogi mánudaginn 5. júlí. Útförin verður frá Bústaðakirkju í
Reykjavík mánudaginn 26. júlí klukkan 13.
Ágústa Björnsdóttir
Sigurður Björnsson Hanne Margit Hansen
Kristján Björnsson Guðrún Helga Bjarnadóttir
Björn Ágúst Björnsson Elísa Nielsen Eiríksdóttir
María Kristín Björnsdóttir Robert Lacy Shivers
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGA ÍSAKSDÓTTIR,
áður Hæðargarði 33,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
föstudaginn 9. júlí. Útförin fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, mánudaginn 19. júlí, klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið.
Helga Þ. Einarsdóttir
Steinunn J. Matthíasdóttir
Ísak J. Matthíasson Hulda Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina mbl.is/sendagrein
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Höfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar