Morgunblaðið - 19.07.2021, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
Smáauglýsingar
Atvinnuhúsnæði
Húsnæði undir fótaðgerða-
stofu til leigu
staðsett í Samfélagshúsinu
Bólstaðarhlíð 43.
Allar nánari upplýsingar veitir
Ragga í síma 535-2760 eða á
netfangið ragnhildur.thor-
steinsdottir@reykjavik.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Inntökupróf í læknisfræði og
tannlækningar Í Palacký University
í Olomouc Tékklandi verður haldið á
netinu 5 ágúst nk.
Umsóknarfrestur til 28. júlí.
Inntökupróf dýralækningar í
Dyralæknaháskólann
í Košice Slóvakiu verður haldið 19
ágúst nk. Umsóknarfrestur
til 6. ágúst nk.
Uppl. kaldasel@islandia.is
og 8201071
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Jóga kl. 10. Handavinna
kl. 12-16. Félagsvist kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á
könnunni. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðaþing 9 Bingó í BOÐANUM annan hvern mánudag kl. 13
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi, spjall og blöðin kl.
8:10-11:00.Tæknilæsi námskeið Apple kl. 9-12. Opin Listasmiðja
kl. 9-12. Ganga kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Félagsvist kl. 13.
Tæknilæsi námskeið Android kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabæ Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Stólajóga í
Jónshúsi kl. 11:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12:40. Bridge í
Jónshúsi kl.13:00. Ganga fyrir fólk m/göngugrind fer frá Jónshúsi kl.
14.00. Smiðjan Kirkjuhvol opin kl. 13:00 – 16:00
Gerðuberg Opin handavinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Kúndalínijóga kl. 11:15 –12:00. Stefnum á ferðalag á
Snæfellsnes og siglingu um Breiðafjörð þann 9. ágúst til 10. ágúst.
Skráning stendur yfir,
Gjábakki Opin vinnustofa í allt sumar í Gjábakka á þriðjudögum og
fimmtudögum milli kl.13 og 15. Á staðnum verður boðið upp á
málningu, pensla og blöð. Kennt verður á spjaldtölvu í Gjábakka alla
þriðjudaga milli kl 13. og 15 í sumar.
Gullsmári Milli kl.13 og 15 verður boðið upp á kennslu á snjalltæki.
Spjaldtölva á staðnum. Félagsvist kl. 20.00
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall kl. 8:30-10:30. Leirnámskeið
"hér og nú" kl. 9:00-11:00. Stólaleikfimi kl. 13:30. Frisbígolf námskeið
kl. 14:00.
Seltjarnarnes Kaffspjall í króknum frá kl. 9, leikfimi í salnum
Skólbraut kl. 11, handavinna og samvera í salnum Skólabraut kl. 13,
síðasta snjallsímanámskeiðið kl. 13:30 í salnum Skólabraut. Í næstu
viku förum við í fjórðu og síðustu göngu og kaffihúsaferðina okkar.
Að þessu sinni er ferðinni heitið í Hafnafjörð. Skráningarblað er í
króknum á Skólabraut og hjáThelmu í s: 8663027
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
✝
Gísli Garðar
Óskarsson
fæddist í Reykjavík
3. maí 1942. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
1. júlí 2021.
Foreldrar hans
voru Óskar Gísla-
son, bóndi í Húna-
koti, f. 4.2. 1918, d.
16.6. 2001, og
Lovísa Anna Árna-
dóttir húsfreyja, f. 24.11. 1920,
d. 6.1. 2009.
Systkini Garðars eru: Árni, f.
24.5. 1940, Katrín, f. 1.9. 1944,
og Margrét Auður, f. 1.5. 1958.
Eftirlifandi eiginkona Garð-
ars er Sigrún Ósk Bjarnadóttir
(Sirrý) frá Reykjavík, f. 4.7.
1943. Þau gengu í hjónaband í
Árbæjarkirkju í Reykjavík
þann 28.10. 1967. Börn Garðars
og Sirrýjar eru þrjú, barna-
Garðar ólst upp í Þykkvabæ
frá unga aldri og undi hann
hag sínum þar vel. Hann lauk
prófi í bifvélavirkjun og starf-
aði á Bifreiðaverkstæði Kaup-
félags Rangæinga ásamt því að
vinna vítt og breitt um ná-
grannasveitirnar á gröfu.
Garðar og Sirrý byggðu sér
hús í Húnakoti 2 árið 1968 og
voru í félagsbúi með foreldrum
Garðars þar sem stunduð var
kartöflurækt í stórum stíl
ásamt sjálfsþurftarbúskap með
fáeinar skepnur.
Garðar lauk meistaraprófi í
bifvélavirkjun árið 1969 en
kartöfluræktin togaði sífellt
meira í hann svo að hann ein-
beitti sér alltaf betur og betur
að henni. Nágrannar hans nutu
þó góðs af kunnáttu hans enda
var hann greiðvikinn og hag-
leiksmaður á járn hvort sem
um var að ræða lagfæringar
eða gagngerar endurbætur á
hinum ýmsu tækjum.
Á sínum yngri árum var
Garðar virkur í ýmsu félags-
starfi. Hann var í stjórn Stang-
veiðifélags Rangæinga, einn af
stofnfélögum Kartöfluverk-
smiðjunnar í Þykkvabæ, spilaði
bridge allar helgar, starfaði í
björgunarsveit og var virkur
félagi í Lionsklúbbnum Skyggni
á Hellu í fjöldamörg ár.
Garðar var heimakær og
undi sér best úti í náttúrunni,
hvort sem var við leik eða störf.
Börn og málleysingjar hændust
að honum og mátti oft sjá
krakkaskara og dýr í návist
hans. Á sumrin var fjölskyldan
dugleg að fara í útilegur og
veiðiferðir og ferðuðust þau
hjónin mikið bæði innanlands
sem og erlendis með Lions-
félögum, vinafólki og fjöl-
skyldu.
Garðar og Sirrý bjuggu og
störfuðu í Þykkvabænum allt
þar til þau brugðu búi og fluttu
upp á Hellu á 65 ára afmæli
Garðars hinn 3. maí 2007.
Seinustu árin vann Garðar að
því að gera upp Fordson Dexta
sem faðir hans hafði keypt nýj-
an árið 1959 og þrátt fyrir að
því verki væri svo gott sem lok-
ið átti sú uppgerð hug hans all-
an allt til dánardags.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
börnin níu og eitt
barnabarnabarn.
1) Óskar Gísla-
son, f. 12.6. 1967.
Börn Óskars eru
Elíza Lífdís, í sam-
búð með Guðlaugi
Sindra Helgasyni,
Þengill Otri, í sam-
búð Stáòa Štain-
erová, Gísli Rúnar,
í sambúð með
Jenný Þórðar-
dóttur og eiga þau eina dóttur,
Kolka Rún og Bóel Þöll.
2) María Anna Gísladóttir, f.
2.8. 1971. Börn Maríu Önnu eru
Axel og Lea, í sambúð með
Andreas Silvnäs.
3) Ægir Garðar Gíslason, f.
29.12. 1975, kvæntur Fjólu
Dögg Þorvaldsdóttur. Börn
Ægis eru Gísli Garðar og
Agnes Ósk. Barn Fjólu úr fyrra
sambandi er Þorvaldur Elías.
Afi var ekki allra, en afi var
sannarlega minn.
Hjá afa og ömmu átti ég annað
heimili, enda heimili ekki þar
sem þú býrð heldur þar sem þú
nýtur ástar og skilnings.
Þegar ég var lítil horfði ég
með stjörnur í augunum á afa og
sagði hverjum sem heyra vildi,
já, og eflaust fleirum, að afi minn
væri svo snjall að hann gæti bil-
anagreint bíla með því einu að
þefa út í loftið! Afi hefði nú gert
lítið úr þessum hæfileika en mér
þótti það mikið til þess koma að
þegar ég óx úr grasi fetaði ég
sama menntaveg og afi.
Mér fannst spennandi að
sniglast með afa úti í skúr og það
gladdi mig þegar ég var orðin að-
eins eldri að afi treysti mér fyrir
því að gera við upptökuvélina.
Afi var þannig, hann sagði okkur
til og síðan fengum við að
spreyta okkur sjálf. Eins og þeg-
ar ég fékk að keyra bláa Ford-
traktorinn um 10 ára aldur, þá
komu afi og pabbi honum í gang,
síðan var mér bent á olíugjöfina
og bremsuna og með það var ég
farin með flatvagninn í stóra
garðinn upp með vegi. Þegar ég
kom svo 17 ára með bílakerru og
bakkaði inn í hlöðu sagði afi mér
ekki til heldur stóð og sagði
sposkur að ég hlyti að finna út úr
þessu sjálf með öll þessi Þykkva-
bæjargen.
Haustin voru í sérstöku uppá-
haldi hjá mér því þá var margt
um manninn í kartöfluupptöku.
Seinasta haustið sem afi og
amma voru með kartöflur tók ég
mér frí í vinnu og var hjá þeim í
upptöku. Það var skrítið haust
þar sem við vorum yfirleitt bara
þrjú. Ég man að ég læddist fram
úr á morgnana og athugaði hvort
hitinn væri kominn upp fyrir
núllið, hellti upp á kaffi og vonaði
að þau myndu ekki vakna fyrr en
runnið væri á könnuna, því mér
fannst þau eiga skilið að fá að
hvílast aðeins lengur. Þegar
amma fór síðan heim úr görð-
unum að græja mat var afi á
traktornum og ég ein á vélinni.
Okkur tókst nú samt að klára
þetta saman. Þessi tími er minn-
ing sem er mér afar kær enda
ljúfsár endir á þeirra búskap.
Eftir að afi og amma fluttu á
Hellu renndi ég oft til þeirra í
kaffi enda ekkert betra til að
hreinsa hausinn en að setjast nið-
ur og hlusta á ömmu segja sögur
og afa leiðrétta jafn harðan, mér
til ómældrar skemmtunar. Nú
getur amma logið hverju sem er
að mér! Eftir því sem heilsan
versnaði reyndi ég að létta undir
eins og ég gat þó ekki væri annað
en að slá. Stundum fórum við líka
saman inn í skúr þar sem afi var
að gera upp Fordson Dexta og ef
hann var í vandræðum bað ég
hann um að segja mér til með
þeim orðum að til þess hefði
hann jú verið að eignast barna-
börn, svo að hann gæti verið
hausinn og við hendurnar.
Afi var lúmskasti grínisti sem
ég hef kynnst. Hann átti það til
að henda fram hárfínum sneiðum
eða athugasemdum sem yfirleitt
fæstir tóku eftir, en þá leit hann í
augun á mér og glotti svo að lítið
bar á og ég kímdi á móti. Þessi
augnatillit eru mín kærasta
minning um afa, þetta var okkar
strengur, þessi glettni og vissa
um að við tvö skildum hvort ann-
að fullkomlega.
Takk fyrir allt, elsku afi.
Takk fyrir að gera mig að sjálfstæðum
einstaklingi
og takk fyrir alla kaffibollana.
En umfram allt, takk fyrir allan
hláturinn!
Þín sonardóttir
Elíza Lífdís Óskarsdóttir.
Gísli Garðar
Óskarsson
Elskuleg
tengdamóðir mín,
Ragnheiður Zóp-
hóníasdóttir, lést í
svefni á sólríkum
sumarmorgni. Daginn áður
gengu börnin hennar fjögur
ásamt fleirum úr fjölskyldunni
yfir Fimmvörðuháls. Síðasta
símtalið var við dóttur hennar,
Margréti. Hún vildi vita hvern-
ig okkur hefði gengið og hvort
það væri ekki allt í lagi með
alla. Síðasta kveðjan hennar til
okkar hljómaði yfir Þórsmörk,
baðaða í geislum kvöldsólarinn-
ar. Morguninn eftir lagði hún
af stað í sína hinstu för.
Ragnheiður
Zóphóníasdóttir
✝
Ragnheiður
Zóphóníasdótt-
ir fæddist 26. ágúst
1930. Hún lést 29.
júní 2021.
Útförin fór fram
15. júlí 2021.
Minningarnar
streyma fram frá
þeim hartnær 40
árum sem ég átti
samleið með henni.
Hún lét mig strax
finna að ég væri
velkomin í fjöl-
skylduna þrátt fyr-
ir að ég væri nú að
taka einkasoninn
frá henni og væri
kannski ekki alveg
úr rétta hreppnum, Hrunamað-
ur að ætt og uppruna og hún
gegnheill Gnúpverji!
Ragga var afskaplega vin-
mörg og best leið henni með
eldhúsið fullt af fólki, hellti upp
á könnuna af röggsemi og snar-
aði fram gómsætum veitingum.
Hún sagði sögur með sínum
sterka rómi, var einstakur
húmoristi og gerði óspart grín
að sjálfri sér og ýmsum uppá-
tækjum.
Fáum hef ég kynnst sem
þótti eins gaman að flakka og
Röggu. Hún var dugleg að
heimsækja vinkonur sínar og
fjölskyldu. Hún átti mjög gott
með að lesa í fólk og aldrei
heyrði ég hana hallmæla
nokkrum manni. Ef hún vissi
að einhvers staðar voru erf-
iðleikar var hún fyrst til að
mæta og veita huggun.
Ragga var hamhleypa til
verka, rösk og sætti sig ekki
við hangs. En að sama skapi
gat hún stundum misst þolin-
mæðina, t.d. við saumavélina
og þá hljóp Stebbi gjarnan
undir bagga. Stebbi tengda-
pabbi var kletturinn hennar,
yfirvegaður og gegnheill. Þau
voru eins og jin og jang, ólík
hjón að eðlisfari. Ragga missti
mikið þegar hann lést haustið
2016, lífið glataði tilganginum
og glampinn í augunum dofn-
aði.
Ragga var stálminnug á
menn og atburði. Hún gat farið
með Gunnarshólma eftir Jónas
án þess að hika og mundi ótrú-
legustu hluti.
Ragga var ástrík og góð
amma. Hún taldi aldrei eftir
sér að passa fyrir okkur,
þ.e.a.s. ef hún var ekki á vakt á
Ljósheimum en þar vann hún í
um 15 ár þar til hún varð sjö-
tug. Nammiskúffan hennar
ömmu á Engjaveginum var
alltaf full, barnabörnunum til
mikillar ánægju. Hún var mikil
ungamamma og vildi helst hafa
öll börnin sín undir vængnum,
vernda þau og varðveita. Hún
fylgdist með af miklum áhuga
þegar þau flugu úr hreiðrinu
eitt af öðru. En hreiðrið henn-
ar Röggu tæmdist aldrei held-
ur fylltist jafnóðum af litlum
barnabörnum og langömmu-
börnum sem hún tók undir
vænginn sinn og sýndi sína ein-
stöku hlýju og nærgætni.
Komið er að kveðjustund.
Ég sakna hlýja faðmlagsins
hennar Röggu tengdamóður
minnar, hlátursins, lífsgleðinn-
ar og ekki síst vináttunnar. Um
leið þakka ég fyrir að hafa
fengið að vera henni samferða
og eiga allar þessar dýrmætu
minningar. Guð blessi minn-
ingu Ragnheiðar Zóphónías-
dóttur.
Elín Kristbjörg
Guðbrandsdóttir.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar
og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát