Morgunblaðið - 19.07.2021, Page 25

Morgunblaðið - 19.07.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar. „ÉG HNERRAÐI BARA – ÉG ÁTTI EKKI VON Á AÐ ALLIR HLYPU ÚT.“ „HANN KOSTAÐI TÍUÞÚSUNDKALL EN HÚN FÓR BARA TVISVAR Í HANN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skarta sínu allra besta. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann OG NÚ „SUMARLEYFI KÖNGULS JÓLAÁLFS … KÖNGULL ER EKKI SÁ ALLRA GÁFAÐASTI … Á SUÐUR- SKAUTINU“ HEI! ÞAÐ ER KALT HÉRNA! OG Á MEÐAN ÉG MAN … STOPP! ÞÚ HEFUR EKKI GERT ANNAÐ Í FIMMTÁN MÍNÚTUR EN AÐ TELJA UPP ALLA GALLA MÍNA! SORRÍ… SVONA LENGI? JA, TÍMINN LÍÐUR ALDEILIS HRATT ÞEGAR MANNI FINNST SKEMMTILEGT! konu. Hún og Haukur hafa farið inn í Veiðivötn á hverju ári síðan 1985. „Við höfum alltaf verið mikið fyrir alls konar útiveru og síðustu árin hef ég mikið verið að ganga um landið, sérstaklega upp á fjöll og finnst það ótrúlega gaman. Ég fór á Horn- strandir núna í júlí og var að koma eftir að ganga Laugaveginn, og það var algjörlega magnað.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðríðar er Haukur Þór Haraldsson húsasmiður, f. 16.19. 1959. Foreldrar hans eru hjónin Halldóra Þórhallsdóttir, f. 7.7. 1934, starfaði við aðhlynningu á Hrafnistu í Reykjavík, og Haraldur Sigmunds- son, f. 21.4. 1928, d. 13.10. 1993, bók- ari. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Guðríðar og Hauks eru 1) Guðjón, f. 15.9. 1985, kerfisstjóri á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Maki hans er María Ágústsdóttir, BA í kvikmyndafræðum og þjón- ustufulltrúi hjá Orkuveitunni. Þau eiga Guðríði Maríu, f. 17.10. 2015, og Ágúst Þór, f. 25.2. 2018, og búa í Reykjavík. 2) Sigríður, f. 4.11. 1991, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech og í meistaranámi í forystu og stjórnun – með áherslu á mannauðs- stjórnun við Háskólann á Bifröst, í sambúð með Andra Valgeirssyni lögfræðingi og þau búa í Kópavogi. 3) Halldóra Björk, f. 29.12. 1997, nemi í sálfræði við HÍ, í sambandi með Ársæli Inga Guðjónssyni geisla- fræðingi. Systur Guðríðar eru: 1) Hafdís Ebba, f. 12.5. 1968, framhaldsskóla- kennari og búsett í Kópavogi, og 2) Díana, f. 31.10. 1973, framhalds- skólakennari búsett í Hafnarfirði. Foreldrar Guðríðar eru hjónin Guðjón Jónsson, f. 13.2. 1939, og Sig- ríður Sigurðardóttir, f. 20.8. 1942. Þau búa í Reykjavík. Guðríður Guðjónsdóttir Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja á Læk í Flóa, Hraungerðishreppi., Árn. Guðmundur Snorrason bóndi, vegaverkstjóri og oddviti á Læk í Flóa, Hraungerðishreppi., Árn. Jakobína Guðríður Guðmundsdóttir húsmóðir og verkakona í Reykjavík Sigurður Guðmundsson símamaður í Reykjavík Sigríður Sigurðardóttir starfsmaður hjá Íslandspósti og Laugardalsvelli í Reykjavík Kristín Pétursdóttir húsfreyja á Berserkjahrauni í Helgafellssveit, Snæf. Guðmundur Sigurðsson bóndi á Berserkjahrauni í Helgafellssveit, Snæf. Sigríður Ásbjörnsdóttir húsfreyja að Efra Skarði í Leirársveit Magnús Magnússon bóndi að Efra-Skarði í Leirársveit Guðríður Magnúsdóttir húsmóðir í Reykjavík Jón Guðjónsson verkamaður í Reykjavík Málfríður Halldórsdóttir húsfreyja á Fossi á Akranesi Guðjón Einarsson bóndi í Fjósakoti í Innri-Akraneshreppi. Sjómaður á Fossi á Akranesi Úr frændgarði Guðríðar Guðjónsdóttur Guðjón Jónsson húsasmiður hjá Íslenskum aðalverktökum í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli Gunnar J. Straumland skrifar á Boðnarmjöð: „Heimiliskött- urinn Tígri hefur gaman af því að slaka á í garðinum og horfa á fugla. „Bara horfa“, segir hann og veifar Fuglavísi með fallegum litmyndum og fróðlegum upplýsingum um lífs- hætti fugla. Í morgun var hann í ró- legheitum að dást að syngjandi músarrindli, malandi með sjálfum sér, en… „þá kom steypiregn og vatnið óx og óx „……“: Mænandi á músabróðurinn mjálmandi rauk hann óður inn, en stoppaði að bragði og stóískur sagði: „Þetta er svo gott fyrir gróðurinn!“ Hér yrkir Gunnar „Dróttkveðna jarðelda“ við lýsandi mynd þar sem gýs úr gígnum í Geldingadölum: Drynur Heljar druna drýpur glóð á nípu brennur kviku brandur bleikur liðast reykur. Geigvænlegur gígur gleiður myndar hreiður grjóteggja í grýtu grárra nornahára. Benedikt Jóhannsson vísar í „Læknisráð frá Hjálmari Frey- steins að sögn Ragnars Inga“: Ef finnst þér að fjörið sé búið og farsæld sé lífið þitt rúið, tvær limrur á dag þær laga þinn hag, og fleiri ef fárið er snúið. Það eru „breyttir tímar“ segir Friðrik Steingrímsson: Mannlíf vort er mikið gallað menning heimtar nýjan sið, áreitni nú er það kallað sem áður hét að reyna við. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir limr- una „HEIÐARHARM“: Í stórhríð ég hraktist um haga hræddur með galtóman maga. Nú er friðsemdin blá þegar fjalltófa smá finnur þar bein til að naga. Guðmundur Arnfinnsson yrkir um fugla og tóu (Ferskeytt, odd- hent): Vappar lóa um völl og mó, vellir spói svinnur. Arkar tóa út með sjó, æti nóg þar finnur. Elta hana sá ég svan, sem hann bana vildi, á harða kani herti flan, svo hann það span ei þyldi. Gömul vísa í lokin: Höldum gleði hátt á loft; helst það seður gaman. Þetta skeður ekki oft að við kveðum saman. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Heimiliskötturinn Tígri og refshalar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.