Morgunblaðið - 19.07.2021, Blaðsíða 27
bolta. Tvö smitanna eru rakin til
þess smits sem greindist hjá skipu-
leggjanda liðs á leikunum og það
þriðja hjá keppanda Suður-Kóreu í
ólympískum lyftingum.
_ Milwaukee Bucks er komið í 3:2-
forystu í úrslitaeinvígi sínu við
Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfu-
knattleik eftir nauman 123:119-sigur
í æsispennandi leik, þeim fimmta í
einvíginu, í Phoenix síðustu nótt.
Milwaukee nægir einn sigur í viðbót
til að verða meistari. Giannis Ante-
tokounmpo skoraði 32 stig fyrir Mil-
waukee.
_ Íslandsmeistarinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir hafnaði í 50. sæti á
Gant Ladies Open-mótinu í Finnlandi
um helgina. Mótið
er hluti af Evr-
ópumótaröðinni í
golfi. Guðrún náði
sér ekki almenni-
lega á strik á
fyrsta hring er
hún lék á 77 högg-
um en hún lék síð-
ustu tvo hringina
á 74 höggum og bætti stöðu sína.
Hún lauk leik á 12 höggum yfir pari.
_ Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golf-
klúbbi Reykjavíkur bar sigur úr být-
um í Hvaleyrarbikarnum í golfi á
Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gær.
Þetta er í annað sinn á þremur árum
sem Ragnhildur vinnur mótið en hún
gerði það einnig 2019. Hún lék 54
holur á samtals 218 höggum og var
alls fimm höggum yfir pari.
_ Atvinnukylfingarnir Haraldur
Franklín Magnús og Guðmundur
Ágúst Kristjánsson fengu báðir sjö
fugla á lokahring á Euram Bank
Open-golfmótinu í Ramsau í Aust-
urríki í gær. Mótið er hluti af Áskor-
endamótaröð Evrópu. Haraldur lauk
leik á fimm höggum undir pari í 43.
sæti og Guðmundur á þremur undir í
55. sæti.
_ Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik skipað leikmönnum 19 ára
og yngri tryggði sér í gær fimmta
sæti í B-deild Evrópumeistaramóts-
ins með sigri á Norður-Makedóníu í
vítakeppni, 32:30, en staðan eftir
venjulegan leik-
tíma var 28:28.
Rakel Sara Elv-
arsdóttir skoraði
átta mörk fyrir Ís-
land.
_ Heimamenn í
Japan og Frakkar
undirbúa sig nú
fyrir handknattleiksmót Ólympíu-
leikanna í Tókýó og léku í gær vin-
áttulandsleik. Skemmst er að segja
frá því að mikið var skorað í honum
þar sem Frakkar settu boltann 47
sinnum í netið hjá lærisveinum Dags
Sigurðssonar í Japan. Japanir skor-
uðu sjálfir 32 mörk og því ljóst að
varnarleikur hefur ekki verið í miklu
aðalhlutverki hjá liðunum.
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021
Svíþjóð
Gautaborg – Mjällby ............................... 3:2
- Kolbeinn Sigþórsson lék fyrstu 88 mín-
úturnar með Gautaborg, skoraði og lagði
upp tvö mörk.
Örebro – Hammarby............................... 0:2
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby.
Norrköping – Häcken ............................. 0:1
- Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn
með Norrköping, Ari Freyr Skúlason
fyrstu 59 mínúturnar en Jóhannes Kristinn
Bjarnason var ekki í leikmannahópnum.
- Oskar Tor Sverrisson kom inn á sem
varamaður í uppbótartíma hjá Häcken.
Valgeir Lunddal Friðriksson lék ekki
vegna meiðsla.
Elfsborg – Östersund .............................. 3:0
- Hákon Rafn Valdimarsson var ekki í
leikmannahópi Elfsborg.
Staða efstu liða:
Malmö 12 8 2 2 29:16 26
Elfsborg 12 7 1 4 18:12 22
Djurgården 10 6 3 1 16:6 21
AIK 11 6 2 3 15:11 20
Hammarby 11 5 3 3 22:15 18
Norrköping 11 5 2 4 14:10 17
Gautaborg 11 3 6 2 14:12 15
Häcken 11 4 3 4 16:15 15
Kalmar 11 3 5 3 11:13 14
B-deild:
GAIS – Brage ........................................... 0:2
- Bjarni Mark Antonsson kom inn á sem
varamaður á 74. mínútu hjá Brage.
Västerås – Helsingborg .......................... 0:4
- Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með
Helsingborg.
Värnamo – Öster ..................................... 2:0
- Alex Þór Hauksson kom inn á sem vara-
maður á 80. mínútu hjá Öster.
Noregur
Kristiansund – Sandefjord ..................... 2:0
- Brynjólfur Willumsson lék fyrstu 83
mínúturnar með Kristiansund.
- Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með
Sandefjord.
Lilleström – Molde .................................. 1:1
- Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki
með Molde vegna meiðsla.
Sarpsborg – Bodö/Glimt ........................ 2:2
- Emil Pálsson kom inn á í uppbótartíma
hjá Sarpsborg.
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt og lagði upp mark.
Strömsgodset – Stabæk.......................... 2:1
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset en Valdimar Þór Ingimund-
arson sat allan tímann á bekknum.
Tromsö – Rosenborg............................... 1:3
- Adam Örn Arnarson var allan tímann á
bekknum hjá Tromsö.
- Hólmar Örn Eyjólfsson var allan tímann
á varamannabekk Rosenborg.
Haugesund – Vålerenga ......................... 3:1
- Viðar Örn Kjartansson lék ekki með
Vålerenga vegna meiðsla.
Odd – Viking ............................................ 3:2
- Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 58
mínúturnar með Viking.
Staða efstu liða:
Molde 14 9 3 2 34:13 30
Bodø/Glimt 14 7 4 3 29:15 25
Kristiansund 13 7 2 4 13:12 23
Rosenborg 14 6 4 4 26:19 22
Vålerenga 14 5 6 3 25:20 21
Odd 12 5 4 3 18:18 19
Haugesund 11 5 3 3 15:10 18
Lillestrøm 11 5 3 3 15:14 18
Viking 13 5 3 5 24:27 18
Strømsgodset 12 4 4 4 17:21 16
Arna-Björnar – Lyn ................................ 3:1
- Guðbjörg Gunnarsdóttir var allan tím-
ann á bekknum hjá Arna-Björnar.
B-deild:
Aalesund – Jerv ....................................... 1:1
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund.
KNATTSPYRNA
EM U19 kvenna
B-deild í Norður-Makedóníu:
Leikið um 5.-8. sæti:
Ísland – Kósóvó .................................... 37:23
Leikið um 5. sæti:
Ísland – Norður-Makedónía................ 32:30
Vináttulandsleikur karla
Japan – Frakkland .............................. 32:47
- Dagur Sigurðsson þjálfar lið Japans.
HANDBOLTI
Úrslitakeppni NBA
Fimmti úrslitaleikur:
Phoenix – Milwaukee ....................... 119:123
_ Staðan er 3:2 fyrir Phoenix og sjötti leik-
ur í Milwaukee aðfaranótt miðvikudags.
KÖRFUBOLTI
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
HS Orkuv.: Keflavík – Víkingur R...... 19.15
Domunsovav.: Leiknir R. – Stjarnan.. 19.15
Í KVÖLD!
FÓTBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Þetta gerðist hratt. Um leið og ég
heyrði í þeim þá var þetta mjög
spennandi og þeir sýndu mér mjög
mikinn áhuga. Þetta er mjög spenn-
andi verkefni,“ sagði Hjörtur Her-
mannsson, landsliðsmaður í fótbolta,
í samtali við Morgunblaðið. Hjörtur
gerði í síðustu viku fjögurra ára
samning við ítalska B-deildarfélagið
Pisa. Hann kom til félagsins eftir
fimm ár í herbúðum Bröndby í Dan-
mörku þar sem hann varð danskur
meistari á síðustu leiktíð.
„Það var orðið ljóst að ég vildi
breyta til og prófa eitthvað nýtt eftir
fimm ár í Skandínavíu. Ég vildi láta
reyna á það í Evrópu. Þeir sann-
færðu mig um að það væri spenn-
andi fyrir mig að koma til þeirra og
þroskast sem leikmaður og hjálpa
þeim í þeirra verkefni að þroskast
sem lið. Þeir eru með nýjan eiganda
og nýjan íþróttastjóra og það er
mikið í þetta lagt. Þetta félag vill
bæta sig mikið á næstu árum og sjá
mig sem púsl í þeirri uppbyggingu,“
sagði Hjörtur.
Pisa leikur heimaleiki sína á hin-
um sögufræga Arena Garibaldi, en
hann var byggður árið 1919 og því
orðinn 102 ára gamall. Mikil upp-
bygging á sér stað á bak við tjöldin
hjá Pisa því nýtt æfingasvæði og nýr
heimavöllur eiga að rísa á næstu ár-
um. Liðið hafnaði í 14. sæti B-
deildarinnar á síðustu leiktíð en ætl-
ar sér stærri hluti.
„Völlurinn er sögufrægur og flott-
ur. Hann angar af sögu en á sama
tíma er kominn tími á hann. Planið
hjá félaginu er að byrja að byggja
nýjan völl innan tveggja ára. Ég hef
ekki séð aðstæður persónulega því
ég fór beint í æfingaferð með liðinu.
Ég hef bara séð æfingasvæðið á
mynd og það er fínt, en þeir eru
byrjaðir að byggja nýtt æfinga-
svæði. Þetta er félag í mikilli upp-
byggingu sem mikið er í lagt. Það er
spennandi að fá að fylgja þeim í
þeirri ferð.“
Hefði getað beðið lengur
Hjörtur var samningslaus eftir
síðustu leiktíð í Danmörku og hafði
úr þónokkrum tilboðum úr að velja.
Pisa var hins vegar spennandi kost-
ur frá upphafi. „Það var af nógu að
taka. Sum tilboð voru meira spenn-
andi en önnur. Maður hefði alveg
getað beðið lengur inni í félaga-
skiptagluggann og það hefði eitt-
hvað getað dottið, það er alltaf ef og
hefði, en þegar þetta kom inn og eft-
ir að ég ræddi við íþróttastjórann og
þjálfarann fannst mér þetta mjög
heillandi fyrir mig og mína fjöl-
skyldu að koma hingað, hefja nýtt líf
og taka þátt í nýju ævintýri í fótbolt-
anum og reyna að skapa sér nafn á
Ítalíu.“
Hjörtur er ekki eini íslenski leik-
maðurinn sem skipti yfir í B-
deildarfélag á Ítalíu í sumar því
Brynjar Ingi Bjarnason og Þórir Jó-
hann Helgason eru orðnir leikmenn
Lecce. Árbæingurinn er spenntur
fyrir að mæta þeim.
„Íslendingar hafa alltaf haft gott
orð á sér um alla Evrópu og við er-
um eftirsóttir. Það virðist vera að-
eins meira flæði hingað núna en hef-
ur verið. Þetta eru átta tímar á milli í
akstri svo ég sé lítið til þeirra utan
vallar. Það verður gaman að mæta
þeim í þessari deild og vonandi fá
þeir að spila sem mest. Ég reikna
sjálfur með að fá að spila mikið hér
og vaxa sem leikmaður,“ sagði
Hjörtur.
Hjörtur er 26 ára gamall varnar-
maður, uppalinn hjá Fylki, og lék
síðan með PSV Eindhoven í Hol-
landi og Gautaborg í Svíþjóð áður en
hann gekk til liðs við Bröndby árið
2016. Hann hefur leikið 22 A-
landsleiki, skorað í þeim eitt mark,
og verið í byrjunarliði Íslands í fjór-
um síðustu landsleikjum.
Ætlar að
skapa sér
nafn á Ítalíu
- Hjörtur Hermannsson er kominn til
Pisa á Ítalíu - Mikil uppbygging í gangi
AFP
Ítalía Hjörtur Hermannsson er orðinn leikmaður Pisa á Ítalíu.
Bandaríkjamaðurinn Collin Mori-
kawa heldur áfram að fagna ótrú-
legum árangri en hann varð í gær
sigurvegari á The Open-risamótinu
í golfi á Royal St. George’s-
golfvellinum í Kent á Englandi.
Suður-Afríkumaðurinn Louis
Oosthuizen var í forystunni fyrstu
þrjá dagana og hafði eins höggs
forystu eftir þriðja hringinn í gær.
Morikawa, sem er aðeins 24 ára,
náði hins vegar að snúa taflinu við í
gær og stendur því uppi sem sigur-
vegari. Hann lék lokahringinn á 66
höggum, fjórum undir pari, og lauk
keppni á alls 15 höggum undir pari.
Hringina fjóra lék hann á 67, 64, 68
og svo 66 höggum.
Bandaríkjamaðurinn Justin
Spieth var annar á 13 höggum und-
ir pari en Oosthuizen endaði jafn
Spánverjanum Jon Rahm í 3.-4.
sæti, báðir léku á 11 höggum undir
pari.
Morikawa hefur átt ótrúlegt ár.
Hann vann sitt fyrsta risamót,
PGA-meistaramótið, í ágúst á síð-
asta ári í fyrstu tilraun. Þá var
þetta í fyrsta sinn sem hann tekur
þátt í The Open. Hann er fyrsti
kylfingurinn í sögunni til að vinna
tvö risamót í fyrstu tilraun.
Vann annað stór-
mótið í fyrstu tilraun
AFP
Risamót Collin Morikawa fagnar
sigrinum á The Open í gær.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR
stóð sig vel á EM 20 ára og yngri í
frjálsíþróttum í Tallinn á laugardag
þegar hún náði sjöunda sæti í úrslit-
um sleggjukasts. Besta kast Elísa-
betar Rutar var 60,87 metrar, sem
er smávægileg bæting frá undan-
úrslitunum þegar hún kastaði 60,61
metra. Elísabet Rut, sem er 18 ára
gömul, á Íslandsmetið í sleggju-
kasti fullorðinna. Það setti hún í
apríl síðastliðnum á vetrarkastmóti
í Laugardalnum þegar hún kastaði
64,39 metra.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Tallinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir náði fínum árangri í Tallinn á laugardag.
Elísabet sjöunda á EM