Morgunblaðið - 19.07.2021, Side 29

Morgunblaðið - 19.07.2021, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ 2021 Kvikmyndaunnendur og sérfræð- ingar á Cannes-hátíðinni eru ýmsu vanir enda flóra kvikmynda þar gríðarleg. Hinum franska leikstjóra, handritshöfundi og leikkonu Valérie Lemercier tókst þó að koma þeim allrækilega á óvart með kvikmynd- inni Aline, sem byggist á ævi Celine Dion. Lemercier leggur áherslu á að hún taki sér hæfilega mikið skálda- leyfi með því að láta söngkonuna í myndinni heita Aline Dieu. Lemerc- ier hefur áður gert Díönu prinsessu svipuð skil á hvíta tjaldinu. Þeir blaðamenn, sem voru við- staddir sýningu myndarinnar í Cannes síðastliðinn þriðjudag, virð- ast vera sammála um eitt og það er að þetta sé með furðulegustu kvik- myndum sem þeir hafa séð. 57 ára í gervi fimm ára barns Leikstjórinn sjálfur, hin 57 ára Lemercier, leikur skálduðu Dion- týpuna Aline Dieu og þykir takast vel til enda nauðalík Dion af þeim stillum að dæma sem birtar hafa verið úr myndinni. Það sem vakið hefur furðu er að leikkonan leikur Aline þessa á öllum æviskeiðum. Líka þegar Aline á að vera fimm ára. Þetta er það fyrsta sem gagn- rýnendur virðast reka augun í og hamast við að lýsa þessu undarlega leikaravali fyrir þeim sem ekki hafa barið þessa óvenjulegu senu augum. Aline er fimm ára og treður upp í brúðkaupi eldra systkinis. Í fyrstu er skotið aftan frá og virðist þá vera um eðlilegt fimm ára gamalt barn að ræða. En þegar myndavélin færir sig fram fyrir barnið kemur í ljós að þar blasir hin 57 ára Lemercier við í tölvugerðri smækkaðri mynd og barnið undarlegt sem því nemur. Áhorfendur virðast flestir hafa verið í losti yfir þessu óhugnanlega fullorðinsbarni og það gefið tóninn fyrir kvikmyndaupplifunina í heild. Því næst er Aline orðin tólf ára og nálgast því leikkonuna Lemercier óðfluga í aldri. Eða þannig. Þegar hér er komið sögu kynnist Aline um- boðsmanninum Guy-Claude Kamar (Sylvain Marcel), sem er byggður á umboðsmanni Dion, René Angélil, sem hún átti svo síðar eftir að gift- ast. Hin 57 ára Lemercier er því, þegar hér er komið sögu, í hlutverki 12 ára barns sem fellur fyrir hinum fertuga Guy-Claude. Aldeilis ekkert undarlegt þar á ferð. Fyrri hluti myndarinnar fjallar að mestu um þessi kynni Aline og um- boðsmannsins, samband sem þróast í ástarsamband þegar Aline er um tvítugt. Enn leikur sú á sextugsaldri stúlkuna. Eftir það er stiklað á stóru í lífi hinnar fullorðnu Aline og þykir mörkum farið heldur hratt yfir sögu. „Nei, hún heitir Aline“ Lemercier er þekkt fyrir gaman- myndir og kemur því ekki á óvart að grínið sé aldrei langt undan, þó að um dramamynd sé að ræða. Í einu atriðinu ávarpar Guy-Claude Aline til dæmis sem „Celine“ en móðir hennar er fljót að leiðrétta þann mis- skilning: „Nei, hún heitir Aline.“ Þetta þykir lýsandi fyrir húmorinn sem einkennir myndina. Celine Dion sjálf er enginn aðili að málinu og virðist ekki hafa tjáð sig um kvikmyndina. Leikstjórinn og leikkonan Lemercier sagði í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety að franskur umboðsmaður söngkon- unnar hefði gefið handritinu grænt ljós en Dion hafi hins vegar hvorki lesið handritið né séð myndina. Óvenjuleg og eftirminnileg Það virðist vera upp og ofan hvort framleiðendum myndarinnar hafi tekist að kaupa réttindin til þess að hafa hin frægu lög Dion í myndinni. „My Heart Will Go On“ er í það minnsta á sínum stað sem gerði þeim kleift að endurskapa eftir- minnilegan flutning Dion á óskars- verðlaunahátíðinni 1998. Sópraninn Victoria Sio ljær Aline rödd sína og þykir ná Dion ansi vel, þótt aðeins vanti upp á krúsidúllurnar í radd- beitingunni. Blaðamaður New York Times segist ekki geta skilið helminginn af ákvörðunum leikstjórans en segir myndina þeim mun eftirminnilegri. Flestir sem skrifað hafa um mynd- ina virðast sammála. Myndin sé afar óvenjuleg en það passi Celine Dion ágætlega enda sé hún þekkt fyrir að vera nokkuð kynlegur kvistur með húmorinn í lagi. Öðrum þykir mynd- in afskaplega flöt og ekki í takt við áhugaverðan feril Dion, svo skoðanir eru greinilega skiptar. Allir eru þó sammála um að Lemercier í gervi fimm ára stúlku sé saga til næsta bæjar. ragnheidurb@mbl.is Eftirminnileg Franski leikstjórinn Valérie Lemercier kom áhorfendum heldur betur á óvart í gervi Aline, persónu sem er byggð á Celine Dion. Frönsk furðumynd um Celine Dion á Cannes - Gagnrýnendur furðu lostnir yfir kvikmyndinni Aline Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Á tímabili var þetta eins og alger eyðimerkurganga. Við reyndum að missa ekki sjónar á því hver við er- um og hvað við stöndum fyrir,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir borgar- leikhússtjóri um kórónuveiru- faraldurinn. Þremur vikum eftir að hún tók við starfi sínu var starfsemi leikhússins nánast í lamasessi vegna heimsfaraldurs og samkomutak- markana sem honum fylgdu. „Covid var reiðarslag fyrir alla en þetta var sviðslistum alveg sérlega þungt,“ segir Brynhildur sem er gestur í nýjasta þætti Dagmála. Samspil sviðs og salar Leikhúsið þrífst á því að taka á móti fólki og því áttu samkomutak- markanir afar illa við reksturinn. „Leikhús er samspil þess sem ger- ist á milli sviðs og salar. Það veit enginn hvað þetta er, en það þrá allir að beisla þetta. Það er vegna þess að þarna mætumst við og þarna er mannsandinn í sinni tærustu mynd,“ segir Brynhildur. Hún er búin að vera í krísustjórn- un nánast alveg síðan hún tók við en nú horfir til betri vegar og eru metn- aðarfull verk á dagskrá leikhússins næsta haust. „Við getum ekki beðið. Ég fæ al- veg gæsahúð í puttana þegar ég tala um þetta,“ segir Brynhildur spennt. Spennandi leikár er í burðar- liðnum og er m.a. sýningin Níu líf, sem fjallar um líf Bubba Morthens tónlistarmanns á dagskrá. Hún var frumsýnd á leikárinu 2019 til 2020. „Ég leyfi mér að fullyrða það að aldrei í næstum 125 ára sögu Leik- félags Reykjavíkur hafi stóra sýn- ingin, sem er Níu líf, saga Bubba Morthens, þurft að bíða heilt leikár,“ segir Brynhildur. Tíminn í faraldrinum hefur verið vel nýttur innan Borgarleikhússins, að sögn Brynhildar. Búið er að stór- bæta þjónustuna, laga til og betrum- bæta veitingastaðinn. Þá var opn- aður nýr bar í leikhúsinu á sama tíma og óheimilt var að selja áfengi þar. Sá mun eflaust koma að góðum notum í vetur. Morgunblaðið/Hallur Már Stjóri „Við getum ekki beðið,“ segir Brynhildur um komandi leikhúsvetur. Var reiðarslag fyrir sviðslistir - Bjartari tímar vonandi fram undan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.