Morgunblaðið - 24.07.2021, Page 1

Morgunblaðið - 24.07.2021, Page 1
Erna Vala Arnar-dóttir veit fáttskemmtilegra enað spila verk eftirSchumann. 2 Hrukkur eruheiðursmerki Schumanní uppáhaldi LeikhúsmaðurinnViðar Eggertsson vill nú taka að sér enn eitt hlutverkið en hann hefur boðið sig fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna.Viðar þurfti að berjast fyrir tilverurétti sínum fyrstu ár ævinnar, en hann bjó á vöggustofu vegna fátæktar móður sinnar. Nú þegar hann er kominn á efri ár berst hann áfram, nú fyrir eldri borgara og hag þeirra.Viðar nýtur þess að stíga inn á nýtt æviskeið og segir hrukkur vera heiðursmerki lífsins. 12 25. JÚLÍ 2021SUNNUDAGUR Mjólkurbúið áSelfossi slær í gegn Peningarog pólitík Veitingastaðir í Mjólkur-búinu á Selfossi hafa ekkiundan að elda ofan í gestiog gangandi. 20 TILBOÐ BEINT Í SÓL Ólympíuleikarnir vorusettir á föstudag þrátt fyrir óeiningu um hvort halda eigi leikana í miðjum faraldri.10 L A U G A R D A G U R 2 4. J Ú L Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 172. tölublað . 109. árgangur . HVAR & HVENÆR SEM ER Vefsýningarsalurinn okkar er alltaf opinn! www.hekla.is HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is Í sumar er opið alla virka daga hjá HEKLU á Laugavegi og Kletthálsi en lokað er á laugardögum. Škoda Enyaq iV Verð frá 5.790.000 kr. ÓLYMPÍUELDUR TENDRAÐUR Í TÓKÝÓ SPILMENN RÍKÍNÍS GULLHETTA Á PLÖTU 34LEIKARNIR SETTIR 32-33 Gunnhildur Sif Oddsdóttir Baldur S. Blöndal Esther Hallsdóttir Ríkisstjórn Íslands tók á fundi á Egilsstöðum í gær ákvörðun um að grípa til takmarkana innanlands í viðleitni til að hefta nýja bylgju kór- ónuveirunnar sem nú er í uppsigl- ingu. Munu aðgerðirnar taka gildi á miðnætti í kvöld. Þannig verða sam- komutakmarkanir í gildi í þrjár vik- ur hið minnsta sem banna fjölda- samkomur fleiri en 200 manna, en börn fædd 2016 og síðar teljast þar ekki með. Þá mun eins metra regla vera í gildi en börn fædd 2016 eru sömuleiðis undanskilin þeirri reglu. Grímuskylda í gildi í sumum aðstæðum Grímuskylda er tekin upp innan- húss þar sem ekki er hægt að við- halda fyrrnefndri fjarlægðarreglu. Þótt meginreglan um fjöldatak- markanir miðist við 200 manns, m.a. í verslunarrými, mega veitingastað- ir ekki bjóða fleiri en 100 inn fyrir sínar dyr öðruvísi en að hólfaskipta starfseminni. Þá verður veitinga- stöðum gert að skrá gesti og vín- veitingar skulu bornar fram til sitj- andi gesta. Þá mega æfingar og sviðslistasýningar ekki hafa fleiri en 100 á sviði í einu og slíkt hið sama gildir um íþróttaæfingar og -keppn- ir barna og fullorðinna. Ljóst er að aðgerðir þessar munu koma misharkalega niður á fólki. Mestar virðast raskanir verða á fyrirhuguðum útisamkomum. Þann- ig hefur Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um, sem haldin er um verslunar- mannahelgi, verið slegin af og hið sama má segja um bæjarhátíðina Ein með öllu sem halda átti á Ak- ureyri. Unglingalandsmót UMFÍ, sem halda átti á Selfossi um sömu helgi, er í uppnámi. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystri verð- ur haldin en hápunktur hennar er á morgun. Forsvarsmenn Druslugöngunnar, sem halda átti í dag, blésu viðburð- inn hins vegar af í þeirri viðleitni að „að sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stend- ur til að koma í veg fyrir áframhald- andi útbreiðslu smita,“ eins og það var orðað í yfirlýsingu. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði á sam- félagsmiðlum í gærkvöldi að hún væri „döpur, svekkt og pirruð.“ Að- gerðir stjórnvalda yllu henni gríð- arlegum vonbrigðum. Segir hún auk þess að sannfærandi rök skorti fyrir þeim aðgerðum sem nú sé gripið til. „Ef staðan er svona grafalvarleg, eins og fullyrt er, af hverju tók þetta þá ekki gildi á miðnætti í kvöld? Af hverju er hátíðum og djammi helgarinnar leyft að flæða fram á miðnætti annað kvöld og hvernig ætla stjórnvöld að stöðva það nákvæmlega?“ Bendir hún þó á að takmarkanirnar séu settar til þriggja vikna og því sé ekki loku fyrir það skotið að halda hátíðina síðar á árinu. Fæstir virðast veikjast Í gærkvöldi staðfesti yfirlæknir á Landspítalanum að af þeim 408 ein- staklingum sem væru í eftirliti Co- vid-göngudeildar þá væru 390 skil- greindir „grænmerktir“ og væru því með væg eða engin einkenni sökum veirunnar. 18 eru „gulmerkt- ir“ og því með aukin einkenni. Sé til- lit tekið til þeirra þriggja sem liggja á sjúkrahúsi vegna kórónuveirunn- ar má því sjá að 95% þeirra sem eru með virkt smit og greinst hafa eru með lítil eða engin einkenni. ÚTIHÁTÍÐIR BLÁSNAR AF - Ríkisstjórnin grípur til að- gerða innanlands gegn út- breiðslu kórónuveirunnar MKórónuveirufaraldur »2 Engan bilbug var að sjá á gestum í miðborg Reykjavíkur undir miðnætti í gærkvöldi þrátt fyrir yfirvofandi takmarkanir. Í kvöld taka gildi takmarkanir sem gera vínveitingahúsum skylt að slökkva ljósin á miðnætti og ekki má selja vín eftir kl. 11.00. Því má ætla að þeir sem ætla að halda uppteknum hætti við skemmtanahaldið muni mæta fyrr í bæinn á komandi vikum en verið hefur að undanförnu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skemmtanahaldi settar auknar skorður - Bann lagt við fjöldasam- komum í þrjár vikur þar sem fleiri en 200 koma saman - 95% smitaðra sem greinst hafa í nýrri bylgju eru með væg eða engin einkenni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.