Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Hægindastóll model 7227 Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. Húsavík er stundum nefnd höfuð- borg hvalaskoðunar í Evrópu. Í Skjálfandaflóa er algengast að sjá hnúfubak, hrefnur, hnýðinga og hnísur. Jafnvel steypireyður, stærsta dýr jarðar, kíkir stundum við. Á Húsavík eru þrjú hvalaskoð- unarfyrirtæki; Norðursigling, Gentle giants og Húsavík Advent- ure. Í fyrrasumar dróst starfsemin verulega saman vegna heimsfarald- ursins. Þótt þetta sumar komist ekki í hálfkvisti við 2019 þá er það töluvert betra en 2020. Mikið líf hefur verið á Húsavík síðustu daga. Veitingastaðir eru uppbókaðir, hillur verslana tómar og hvalaskoðunarbátar barma- fullir. Hörður Sigurbjarnarson, eigandi Norðursiglingar, segist hafa tekið á móti 13.000 farþegum það sem af er mánaðarins. Hlutfall Íslendinga er 15% en áður fyrr var það alltaf í kringum 5%. Hann telur ferðaþjón- ustuna vera að þróast þannig að Ís- lendingar líti nú á landið sitt sem álitlegan áfangastað fyrir sumar- fríið. Ferðamenn aftur farnir að sækja í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík út á Skjálfandaflóa Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Breytt við- horf Ís- lendinga Umsögn skipulagsfulltrúa liggur fyr- ir í máli Vöku. Er þar mælt gegn því að Vaka fái undanþágu til að halda áfram með móttökustöð á Héðins- götu 2. Engar frekari athugasemdir eru gerðar við aðra þætti starfsem- innar. Vaka missti fyrir skömmu starfsleyfi sitt á Héðinsgötu 2. Ástæðan var sú að í deiliskipulagi er aðeins gert ráð fyrir léttum iðnaði á svæðinu. Íbúar kærðu ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, að veita Vöku starfsleyfið, til úrskurð- arnefndar umhverfis- og auðlinda- mála. Var fallist á með íbúum að starfsemi Vöku gæti ekki talist léttur iðnaður í skilningi laganna. Starfsemi Vöku er fjórþætt. Áður var öll starfsemin á einu starfsleyfi en nú hefur Vaka ákveðið að sækja um fjögur starfsleyfi. Sótt er um sér- stakt leyfi fyrir móttökustöð fyrir úr- gang, annað vegna bílapartasölu, þriðja fyrir bifreiða- og vélaverk- stæði og það fjórða fyrir hjólbarða- verkstæði. Meðan beðið er eftir afgreiðslu umsóknanna hefur Vaka óskað eftir undanþágu frá ráðherra til að halda starfsemi sinni áfram. Heilbrigðis- ráðuneytið leggur þá fram umsögn auk þess sem óskað var eftir umsögn skipulagsfulltrúa, enda var starfs- leyfið fellt úr gildi vegna skipulags- legra athugasemda. Í umsögn skipulagsfulltrúa kemur fram að móttökustöð fyrir úrgang sé ekki í samræmi við skipulagsskil- mála. Aftur á móti telur skipulags- fulltrúi ekki ástæðu til að gera at- hugasemd við hin þrjú starfsleyfin sem Vaka sækist eftir. Íbúar eru ósáttir við þessa niður- stöðu. Telja þeir ljóst, af greinagerð- um Vöku hf. sem fylgja umsóknun- um, að starfsemi bílapartasölu og bifreiða- og vélaverkstæðis sé hluti af úrvinnsluferli fyrirtækisins. Með því að hafna leyfi um móttökustöð, en gefa grænt ljós á hin þrjú starfsleyfin sé í raun verið að leyfa fyrirtækinu að starfa óbreytt áfram í Héðinsgötu. Mælt gegn undanþágu fyrir Vöku - Móttökustöð fyrir úrgang samræmist ekki deiliskipulagi - Íbúar telja að Vaka muni starfa óbreytt Móttökustöð Íbúar vilja að fyrir- tækið finni starfseminni annan stað. ÁTVR hefur birt hvatningu til við- skiptavina sinna um að vera snemma á ferðinni, enda sé vikan fyrir versl- unarmannahelgi ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum. Í fyrra seldust 786 þúsund lítrar af áfengi í þeirri viku og tæplega 141 þúsund viðskiptavinir komu í Vín- búðirnar. Það sem af er júlí hefur sala í Vínbúðunum verið 0,5% meiri en í júlí á síðasta ári. Að jafnaði hef- ur sala undanfarnar vikur verið um 600 þúsund lítrar líkt og árið 2020. Gera má ráð fyrir að júlí verði sölu- hæsti mánuður ársins í Vínbúðunum eins og í fyrra, segir í frétt á heima- síðu ÁTVR. Að jafnaði er föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi einn af anna- sömustu dögum ársins. Í fyrra seld- ust 229 þúsund lítrar þann dag og alls fengu um 38 þúsund viðskipta- vinir þjónustu í Vínbúðunum. Flestir koma á milli kl. 16 og 18 og þá þurfti oft að grípa til þess ráðs að hleypa viðskiptavinum inn í hollum. „Fyrir þá sem vilja forðast bið og langar biðraðir er gott að huga að því að vera tímanlega. Gott ráð er að kíkja við fyrri part vikunnar og fyrri part dagsins,“ segir í fréttinni. Í Vínbúðunum er opið samkvæmt venju á föstudag og laugardag um verslunarmannahelgi en lokað sunnudag og mánudag, frídag versl- unarmanna. sisi@mbl.is ÁTVR undirbýr annasama viku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Annríki Stundum þarf að hleypa viðskiptavinum Vínbúðanna inn í hollum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.