Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 16
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sala á þúsundum fermetra af skrif-
stofuhúsnæði við Hlemm gæti skap-
að tækifæri fyrir fjárfesta til að inn-
rétta íbúðir á eftirsóttu svæði.
Þetta er mat Magnúsar Árna
Skúlasonar, framkvæmdastjóra
Reykjavík Economics.
Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboð-
um í nokkrar húseignir við Hlemm
(sjá teikninguna hér til hliðar) sem
eru samtals um 8.200 fermetrar.
Skal tekið fram að fleiri aðilar eiga
eignarhluti í húsunum.
Umræddar eignir hafa hér verið
settar inn á teikningu af fyrirhuguðu
Hlemmtorgi en lokað verður fyrir
bílaumferð að Hlemmi. Með því
verður til eitt stærsta torg miðborg-
arinnar en ætlunin er að þar verði
ýmis þjónusta í boði.
Nýr og endurgerður Hlemmur
var tekinn í notkun fyrir nokkrum
misserum en þar er nú mathöll.
Fram kom í ViðskiptaMogganum
að fjárfestar hefðu keypt húsnæði
hostelsins við Hlemm, á Laugavegi
105, fyrir 770 milljónir. Hyggjast
þeir innrétta allt að 36 íbúðir.
Samgöngur skipta máli
Magnús Árni segir aðspurður að
fjárfestar kunni að horfa til þess að
Hlemmur verði borgarlínustöð og að
reynslan ytra bendi til að samgöngu-
miðstöðvar hækki fasteignaverð.
Meðal annars af þeim sökum geti
reynst hagkvæmt að breyta um-
ræddu skrifstofuhúsnæði í íbúðir.
Ávinningurinn fari þó eftir ástandi
húsnæðisins og hversu miklu þarf að
kosta í ný votrými og annað sem til
þarf svo innrétta megi íbúðir.
„Við gætum horft fram á sömu
þróun við Hlemm og sjá má víðar í
Reykjavík þessa dagana sem felst í
umbreytingu á skrifstofuhúsnæði í
íbúðir. Það væri tilvalin leið til að
auka framboð á íbúðum og einnig til
að þétta byggð,“ segir Magnús Árni.
Þá bendir hann á að fjarvinna fær-
ist í vöxt og að sú þróun kunni að
draga úr þörf fyrir skrifstofuhús-
næðið sem nú er komið í sölu. Þá séu
skrifstofurnar komnar til ára sinna
en kröfur um aðbúnað hafi breyst.
Laugavegur 105 – hvítmálaða
stórhýsið vestan við Hlemm – er
töluvert hærri bygging en umrætt
skrifstofuhúsnæði (sjá teikningu).
Þá var gamla Búnaðarbankahúsið
austan við Hlemm hækkað og því
breytt í CenterHótel Miðgarð.
Spurður hvort fjárfestar kunni að
skoða möguleika á að byggja ofan á
húsin bendir Magnús Árni á að
byggja mætti ofan á þau inndregnar
hæðir sem raski ekki götumynd.
Talið berst næst að kaupverðinu
fyrir húsnæði hostelsins sem var
sem áður segir 770 milljónir eða um
317 þúsund krónur á fermetra.
Getur reynst kostnaðarsöm
Spurður hvort ríkið kunni að hafa
þetta söluverð til hliðsjónar segir
Magnús Árni það ekki sjálfgefið.
Umbreytingin geti enda orðið kostn-
aðarsamari en á gamla hostelinu.
Hitt sé ljóst að ef íbúðir verði inn-
réttaðar í þessu skrifstofuhúsnæði
við Hlemm muni þær verða eftirsótt-
ar vegna nálægðar við þjónustu.
Þá bendir Magnús Árni á að upp-
bygging Hlemmtorgs verði fram-
hald af mikilli endurnýjun á svæðinu
sem henti orðið betur fyrir íbúðir.
Hverfisgatan hafi tekið stakkaskipt-
um í kjölfar uppbyggingar og tvö
CenterHótel verið opnuð hvort sínu
megin við Hlemm. Um 350 íbúðir
hafi verið byggðar á Hampiðjureitn-
um og á Einholtsreitnum og um
hundrað stúdentaíbúðir verið byggð-
ar í Brautarholti. Þá séu samtals um
80 íbúðir áformaðar í Skipholti 1 og á
GuðjónÓ-reitnum í Þverholti.
Þessu til viðbótar má rifja upp
áform Frímúrarareglunnar um hótel
í Bríetartúni og uppbyggingu skrif-
stofuturns á Höfðatorgi, ásamt því
sem rætt hefur verið um að flytja
lögregluna í nýjar höfuðstöðvar.
Einnig er laus reitur á baklóð um-
rædds skrifstofuhúsnæðis eftir að
verkstæði brann til kaldra kola.
Magnús Árni segir að þótt um-
breyting á skrifstofuhúsnæði í íbúðir
geti glætt Hlemmsvæðið lífi megi
ekki fórna þeirri fjölbreytni í at-
vinnu- og menningarlífi sem ein-
kennt hafi miðborg Reykjavíkur.
„Það má ekki fórna öllu undir hót-
el og íbúðir heldur þarf að gæta þess
að hafa blandaða byggð fyrir fólk á
öllum aldri. Þetta gæti orðið mjög
þéttbýlt svæði,“ segir Magnús Árni.
Skapar tækifæri við Hlemmtorgið
- Hagfræðingur segir fjárfesta kunna að sjá tækifæri í að breyta skrifstofuhúsnæði við Hlemm í íbúðir
- Það sé tilvalin leið til að fjölga íbúðum - Mikil uppbygging er áformuð við fyrirhugað Hlemmtorg
Eignir við Hlemm til sölu 4
3
1
2
Heimilisfang Til sölu er* m2 Hæð
4 Laugavegur 114 Öll eignin 2.291 Allar hæðir
3 Laugavegur 116
Matshluti 1 356 2. hæð
Matshluti 2 768 3. hæð
Matshluti 3 773 4. hæð
1 2
Rauðarárstígur 10
(Laugavegur 118b)
Matshluti 2 2.565 1. hæð
Matshluti 1 1.418 Aðrar hæðir
Alls 8.171
RAUÐARÁRSTÍGUR
SNORRABRAUT
HV
ER
FI
SG
AT
A
LA
UG
AV
EG
UR
*Fastanúmerum er hér sleppt til einföldunar. Heimild: Ríkiskaup.
Mynd: Tillaga Mandaworks og DLD að nýju Hlemmtorgi
16 FRÉTTIR
Viðskipt | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
Mávabraut 1a, 230 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
5 herbergja íbúð á 1. hæð í fjórbýli, ásamt bílskúr, á eftirsóttum stað
í Keflavík. Skólar, íþróttamannvirki og þjónusta í göngufæri.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 41.900.000
Birt stærð eignar er 123,7 m2 auk bílskúrs 23,95 m2
Matthew Evans var kjörinn nýr inn í
stjórn Icelandair Group síðdegis í
gær þegar hluthafafundur var hald-
inn í félaginu. Tekur hann sæti Úlf-
ars Steindórssonar, sem ákvað að
víkja úr stjórninni, nú þegar fjárfest-
ingarfyrirtækið Bain Capital, sem
Matthew starfar hjá, hefur keypt
16,6% hlutafjár í Icelandair. Á fund-
inum samþykktu hluthafar félagsins
að gefið yrði út nýtt hlutafé sem Bain
Capital kaupir fyrir 8,1 milljarð
króna.
Að loknum hluthafafundinum
skipti ný stjórn með sér verkum og
var Guðmundur Hafsteinsson, sem
verið hefur meðstjórnandi í stjórn-
inni, kjörinn formaður. Þá var Nina
Jonsson kjörin varaformaður í stað
Svöfu Grönfeldt sem gegnt hefur því
hlutverki. Svafa situr áfram í stjórn-
inni.
Bain Capital er stærsti hluthafi
Icelandair eftir kaupin en bréfin
keypti félagið á genginu 1,43. Hluta-
bréf Icelandair hækkuðu talsvert í
viðskiptum gærdagsins, áður en
hluthafafundurinn var haldinn.
Hækkuðu bréfin um 5,6% og stóðu
að loknum viðskiptum í genginu 1,51.
Bréfin hafa gefið þó nokkuð eftir á
síðustu dögum í kjölfar tíðinda af
aukinni útbreiðslu Delta-afbrigðis
kórónuveirunnar hér á landi og í ná-
grannalöndunum. Bain Capital er nú
langstærsti hluthafi Icelandair en
næststærsti hluthafinn er Brú lífeyr-
issjóður með 4,77% hlut. Þá á Lífeyr-
issjóður starfsmanna ríkisins 3,98%
og Gildi lífeyrissjóður er með 3,6%
hlut.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Formaður Guðmundur Haf-
steinsson tók sæti í stjórn 2020.
Guðmundur nýr
stjórnarformaður
- Bain Capital
orðinn stærsti
hluthafi Icelandair