Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ólympíu- leikarnir voru settir í Tókýó í gær við all- sérstakar aðstæður. Leikunum hefur verið frestað um heilt ár og eru því fimm ár síðan þeir voru haldnir síðast. Fyrirmyndin að leikunum er tekin frá Grikkjum til forna. Grísku borgríkin ákváðu á sínum tíma að hefja sig yfir kryt, flokkadrætti og átök og senda sína fremstu menn til að etja kappi í íþróttum. Í þeim anda var efnt til nú- tímaleikanna og við hæfi að þeir fyrstu voru haldnir í Grikklandi. Andi Ólympíuleikanna hefur reyndar ekki alltaf verið hafður í fyrirrúmi. Nasistar héldu Ól- ympíuleika í Berlín 1936 þar sem þeir hugðust básúna nasismann og ógeðfelldar hugmyndir sínar um yfirburði hvíta mannsins. Í hugum flestra eru þeir Ólympíu- leikar á okkar dögum þekktastir fyrir að þar bauð spretthlaup- arinn sigursæli Jesse Owens, sem var svartur á hörund, Adolf Hitler byrginn eftir að hafa unn- ið til fernra gullverðlauna og sett þrjú heimsmet. Misnotkun lyfja hefur einnig sett svip sinn á leikana. Eftir- minnilegast er þegar sprett- hlauparinn Ben Johnson vann yfirburðasigur í 100 metra hlaupi og var gripinn skömmu síðar fyrir að hafa neytt steralyfja til að bæta frammistöðu sína. Rússar eru í banni vegna lyfja- hneykslis, en sú málamiðlun var gerð að rússneskir íþróttamenn fái að keppa séu þeir hreinir og komist þeir á pall verður hvorki rússneski fáninn dreginn að húni né þjóðsöngurinn leikinn. Í hugum flestra hafa leikarnir þó markað sér sess vegna ein- stakra afreka, sem á þeim hafa verið unnin. Á leikunum koma einnig ýmsar íþróttir í sviðs- ljósið, sem allajafna fer minna fyrir í fjölmiðlum. Margir eiga sér sín eftirlætis- augnablik eins og þegar eþíópski maraþonhlauparinn Abebe Bi- kila reif af sér skóna á miðri leið á Ólympíuleikunum í Róm og kom fyrstur í mark berfættur eða ótrúlegt langstökk Bobs Bea- mons á leikunum í Mexíkóborg 1968 þegar hann virtist aldrei ætla að lenda og setti heimsmet, sem var ekki slegið fyrr en 1991. Sumar þjóðir hafa verið sigur- sælli en aðrar á Ólympíu- leikunum og helst medalíufjöldi yfirleitt í hendur við stærð þeirra, þótt það sé engin trygg- ing. Þær þjóðir, sem unnið hafa til færri verðlauna, kunna kannski líka betur að meta þau. Ekki eru mörg verðlaun í skápn- um hjá Íslendingum, þótt miklu muni að hafa unnið til verðlauna í hópíþrótt, en víst er að þeir Ís- lendingar, sem komist hafa á pall, eiga vísan sess hjá þjóðinni. Fjórir munu keppa fyrir Ís- lands hönd á leikunum í Tókýó og fylgja þeim góðar óskir um vel- gengni. Það eru færri keppendur frá Íslandi en oftast áður. Nokkr- ar ástæður eru fyrir því. Vitaskuld mun- ar um að handbolta- landsliðinu tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt. Þá hefur þröskuld- urinn til að öðlast keppnisrétt verið hækkaður í hinum ýmsu greinum. Hjá einhverjum setja meiðsli strik í reikninginn og þá hefur mörgum mótum verið frestað vegna kórónuveirunnar og því hafa ekki verið sömu tæki- færi fyrir íþróttamenn til að keppa og komast á leikana. Ólympíuleikarnir eru að þessu sinni haldnir við undarlegar kringumstæður. Eins og sást á opnunarhátíðinni voru engir áhorfendur og þannig mun það verða á leikvöngum og í íþrótta- höllum út leikana. Það verður örugglega furðulegt fyrir íþróttamenn að keppa fyrir tóm- um stúkum risastórra íþrótta- mannvirkja. Þeir munu sakna hvatningarinnar af áhorfenda- pöllum og gæti það torveldað ein- hverjum að virkja keppnisskapið þrátt fyrir vitneskju um að við- burðirnir séu í beinni útsendingu um allan heim. Ákvörðunin um að halda Ól- ympíuleikana í Tókýó var um- deild í upphafi og hefur dregið úr stuðningi við þá heima fyrir eftir að faraldurinn braust út. Ekki bætir úr skák að kostnaður við framkvæmdir fór fram úr áætl- unum, þótt ekki eigi það að koma á óvart. Þá hafa komið upp ýmis hneykslismál í kringum undir- búninginn, nú síðast daginn fyrir opnunarhátíðina þegar stjórn- andi hennar var látinn fara vegna ósmekklegs brandara um helför- ina fyrir rúmum tveimur áratug- um. Þegar leikunum var frestað í fyrra sögðu gestgjafarnir að þeg- ar þeir loks yrðu haldnir myndu þeir verða til marks um að mað- urinn hefði unnið sigur á kórónu- veirufaraldrinum og hægt yrði að horfa björtum augum til fram- tíðar. Það stóðst ekki. Í Tókýó ríkir nú neyðarástand vegna veir- unnar og í fréttaskeytum segir, að leikarnir séu haldnir í spenni- treyju smitvarna. Íþróttamenn, fylgdarlið þeirra og fjölmiðla- menn þurfa að fara í daglegar veiruskimanir. Hafa ber þó í huga að það hef- ur gerst áður að heimamenn, sem hafi verið ósáttir við að halda ætti Ólympíuleika í túnfætinum hjá sér, hafi snúist þegar blásið var til leiks og eftir á hugsað til þeirra með stolti. Nú hefur verið blásið til leiks í Tókýó. Sviðljósið mun beinast frá veirunni og umgjörðinni að íþróttamönnunum og enn á ný má búast við miklu sjónarspili og afrekum sem aðeins verður hægt að gapa yfir. Eftir Ólympíu- leikana í Tókýó árið 1964 fannst Japönum, sem þeir hefðu stimpl- að sig rækilega inn hjá heims- byggðinni og sýnt hvers þeir væru megnugir. Hver veit nema sú verði aftur raunin nú. Leikar hafnir í Tókýó ári á eftir áætlun}Ólympíuleikarnir E inu sinni lásu nánast allir unnendur frelsis, vestræns samstarfs og frjálsra viðskipta Morgunblaðið sér til gagns og ánægju. Nú virð- ist blaðið vera farið að veikjast í trúnni á þessi ágætu gildi, sem er skaði, því ein- mitt þessi þrenning hefur orðið Íslendingum til mestrar gæfu undanfarna öld. Rifjum því upp fyrir lesendum hvað frjáls markaður er: „Á frjálsum markaði ákvarðast verð af kaup- endum og seljendum á opnum og gegnsæjum markaði. Lögmál framboðs og eftirspurnar gilda, án allrar íhlutunar stjórnvalda. Enginn nýtur forréttinda, leyndra upplýsinga, einok- unar eða tilbúins skorts.“ Í lögum um stjórn fiskveiða segir: „Nytja- stofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Allt sanngjarnt fólk skilur þetta svo að þjóðin megi ráðstafa þessari sameign og arðurinn eigi að nýtast almenningi. Þó verður að hafa þann fyrirvara á að við sem nú lifum og hrærumst á Íslandi verðum að skila þessari eign jafngóðri eða betri til komandi kynslóða. Þegar úthlutað er takmörkuðum gæðum býður það spill- ingu heim. Pólitíkusar ívilna útgerðarmönnum sem kveinka sér undan háum gjöldum til samfélagsins í formi auðlindagjalds. Þegar rætt er um sanngjarna greiðslu fyrir auðlindina vilja flestir stjórnmálamenn styðja lítilmagnana í útgerð- inni sem græða ekki nema tæpan milljarð á viku hverri. Hluti af hagnaðinum er af kvóta sem útgerðarmenn leigja frá sér á margföldu því sýndarverði sem þeir greiða í formi auðlindagjalds. Markmið heiðarlegs fólks er að þjóðin fái sanngjarnt gjald fyrir auðlindina. Vinir út- gerðarmanna heimta að stjórnmálamenn ákveði afgjaldið. Fræðimenn deila um það sem þeir kalla auðlindarentu sem er illreikn- anlegt hugtak. Enda þarf ekkert að reikna það ef markaðurinn ræður. Þeir sem aðhyllast frjálsa samkeppni vilja að framboð og eftirspurn ákveði auðlinda- gjöld. Hversu hátt verður markaðsgjaldið, spyrja sumir? Það er samt ekki aðalatriðið heldur sanngirnin. Frjáls samkeppni mun ráða niðurstöðunni. Forsjárhyggjuflokkur eins og VG er auð- vitað tortrygginn í garð frjáls markaðar. Sumir urðu samt hissa á því að flokkurinn hafði forystu um að lækka auðlindagjaldið, en líklega kemur kjósendum flokksins fátt á óvart eftir kjörtímabilið. Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður var brjóstvörn frjáls markaðar og víðsýni í landinu, hefur aftur á móti kúvent í þágu hagsmuna hinna fáu. Örfáir flokksmenn hafa bent á þetta óréttlæti, en þær raddir þagna óðum. Nefna má Vilhjálm Bjarnason, sem áður var samviska þingflokksins, og Gunnar Birgisson, sem lést nú í vor. Kvótakerfið er ágæt leið til þess að úthluta takmörk- uðum gæðum, en auðlindagjaldið hefur verið málamynda- gjald og Alþingi til hneisu. Þjóðin á skilið breytingar og hún á skilið stjórnmálamenn sem þora að standa með henni. Benedikt Jóhannesson Pistill Raddir skynseminnar þagna Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is G osið í Geldingadölum hefur greinilega farið minnk- andi, að mati Jarðvísinda- stofnunar Háskóla Ís- lands. „Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tíma- bila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mæling- arnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman,“ segir í frétt stofnunarinnar. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, telur óvarlegt að fullyrða á þessu stigi að verulega hafi dregið úr eldgosinu. Hann bendir á að talsverð óná- kvæmni sé í mælingum á vexti hraunsins og þar með kvikufram- leiðni. M.a. vanti góða mælingu á því hvað hafi gerst undanfarið utan Meradala. Hann segir ljóst að yfir- borð hraunsins í Meradölum hafi hækkað um meira en sex metra á síð- ustu þremur vikum. Því hafi minnst sex milljónir rúmmetra bæst við hraunið þar. Sé því dreift á tímabilið frá 26. júní til 19. júlí hafi flæðið í Meradali verið um 3 m3/sek. Það sem umfram er hafi þá leitað annað. Þor- valdur bendir einnig á að tölur um rúmmál hraunsins gefi ekki rétta mynd af kvikuflæðinu. „Það er mikið af holrúmum í hrauninu og þetta gæti verið 20-25% ofmat. Innan við 500 metra frá gíg- unum getur verið mikið um skel- hraun. Þá myndast þunn skel yfir holrýmum sem geta verið allt að 80% af rúmmáli hraunsins. Þessi þunna skel getur verið 3-4 sentimetra þykk og holrúm þar undir. Það er stór- hættulegt að ganga á þessu því skelin getur brotnað undan manni,“ sagði Þorvaldur. „Ef við tökum allt inn í myndina tel ég að það geti verið 30- 40% óvissa í þessum hraunmæl- ingum.“ Gosið að verða fullorðið Í dag eru 127 dagar frá því gosið hófst. „Þetta er orðið dálítið fullorðið núna hvað aldurinn varðar,“ segir Þorvaldur. „Það er kominn ákveðinn stöðugleiki og mynstur í virknina þó að það séu frávik. Við fáum hrinur og í þeim eru púlsarnir stundum svo tíð- ir að við sjáum þá ekki. Þetta verður þá eins og sígos. Mér þykir líklegt að hrinurnar taki meiri kviku út úr kerf- inu en kemur inn í það á sama tíma og því þurfi kerfið að fylla aftur á á milli hrinanna.“ Talið er að undir gígopinu sé hraungeymir. Hugsanlega eru geym- arnir tveir og annar þeirra í hrauninu sjálfu. Þessi geymar geta haft áhrif á hegðun gígsins, að mati Þorvaldar. Hann segir að verið sé að skipuleggja tilraunir til að skýra púlsavirknina í gosinu. Það sé ljóst að kvikustróka- virknin sé keyrð áfram af stórum gas- bólum sem streyma upp með ákveðnu millibili. Annað flæði færi svo mikið af kviku út í hraunið óháð gasstreyminu. Hraunið telst enn vera mjög lítið, bæði að rúmmáli og flatarmáli. „Ef gosið myndi stoppa núna þá væri þetta með minni hraunum á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. „Þetta er því enn lítið gos. Við þurfum að horfa nokkur ár fram í tímann, miðað við þessa framleiðni, ef þessi hraunbreiða á að verða sæmilega stór. Þetta verður ekki að dyngju fyrr en hraunið verður mun stærra. En þetta hefur öll ein- kenni sem við teljum að þurfi til að búa til dyngju.“ Haldi gosið áfram nógu lengi, í nokkur ár, muni hraun renna í allar áttir og enda með því að breiðast nokkuð jafnt í kringum gíginn. Talsverð óvissa í hraunmælingunum Stærð hraunsins frá eldgosinu í Geldingadölum var metin eftir loftmyndum sem teknar voru 19. júlí þegar 122 dagar voru frá byrjun eldgossins. Einnig var stuðst við gögn úr Pleiades- gervitunglinu frá 2. júlí, sam- kvæmt frétt frá Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands. Landlíkön sem byggðu á þess- um mælingum voru borin saman við gögn frá 26. júní. Meðal- hraunrennslið 26. júní til 2. júlí var rúmlega 10 m3/sek en 2.-19. júlí var það nokkru minna eða 7,5 m3/sek. Hraunið er um 96 milljónir rúmmetra og flatarmálið tæplega 4 km2. Flat- armálið jókst lítið síðustu þrjár vikurnar. Þá rann hraunið að mestu í Mera- dali og í brekk- ur vestan þeirra. Hraunflæði virðist minna GELDINGADALAGOSIÐ Þorvaldur Þórðarson Eldgosið í Geldingadölum 19. mars - 19. júlí Flatarmál hrauns, km2 3,96 19. júlí var flatarmál hraunsins um 3,96 ferkílómetrar sem er á við um 566 Laugardalsvelli Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ, Náttúru- fræðistofnun Íslands og Landmælingar Íslands Ný gosop Hraunflæði, m3/s 7,5 Hraunrennslið er um 7,5 rúmmetrar á sekúndu Rennslið svarar til að vera um 30 vörubílshlöss á mínútu mars apríl maí júní júlí mars apríl maí júní júlí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.