Morgunblaðið - 24.07.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
✝
Guðrún fædd-
ist á Brekku í
Þingeyrarhreppi í
Dýrafirði 1. mars
1938. Hún lést á
Tjörn, dvalar-
heimili aldraðra á
Þingeyri, 14. júlí
2021.
Guðrún var dótt-
ir hjónanna Stein-
þórs Árnasonar frá
Brekku, bónda og
sjómanns, f. 22. ágúst 1902, en
hann féll í skotárás á línuveið-
arann Fróða 10. mars 1941, og
Ragnheiðar Stefánsdóttur hús-
freyju, f. 27. október 1911, d. 28.
nóvember 1985. Systkini Guð-
rúnar eru Steinþór Sverrir, vél-
stjóri á Ísafirði, sem lést af slys-
förum 16. október 2008, f. 9. júlí
1939, Gunnar Steinþór, raf-
virkjameistari á Ísafirði, nú bú-
settur í Mosfellsbæ, f. 25. ágúst
1941, og Sigríður Kristín Lýðs-
dóttir, bankastarfsmaður í
Reykjavík, f. 28. nóvember 1951.
Guðrún giftist 28. júní 1964
Hallgrími Sveinssyni, f. 28. júní
1940, d. 16. febrúar 2020, fyrr-
verandi skólastjóra á Þingeyri,
staðarhaldara á Hrafnseyri og
bókaútgefanda Vestfirska for-
lagsins. Foreldrar hans voru
Hanna Kristín Guðlaugsdóttir
húsfreyja, f. 25.
september 1911 á
Snældubeins-
stöðum í Reykholts-
dal, Borgarfirði, d.
1997, og Sveinn
Jónsson húsasmið-
ur, f. 24. apríl 1885
frá Sauðtúni í
Fljótshlíð, d. 1957.
Guðrún og Hall-
grímur voru barn-
laus.
Guðrún útskrifaðist úr Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur 1957
og starfaði sem matráðskona
m.a. á forsetasetrinu á Bessa-
stöðum og Héraðsskólanum á
Núpi.
Guðrún og Hallgrímur voru
bændur og staðarhaldarar á
Hrafnseyri við Arnarfjörð,
fæðingarstað Jóns Sigurðssonar
forseta, í rúm 40 ár frá 1964 til
2005, og sáu um vörslu og um-
hirðu staðarins fyrir hönd
Hrafnseyrarnefndar. Guðrún
var í sóknarnefnd Hrafnseyrar-
kirkju. Einnig var hún með
fjárbúskap á Brekku í Dýrafirði
í mörg ár eftir búskaparlok á
Hrafnseyri.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Þingeyrarkirkju í dag, 24.
júlí 2021, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku Gulla mín,
Minningarnar eru svo ótal-
margar. Öll árin á Hrafnseyri og
svo á Brekku, vorin í sauðburð-
inum og æðarvarpinu, heyskap
og smalamennsku, þar sem við
deildum bæði sorg og gleði.
Fyrir rúmu ári hrundi tilvera
þín er þú misstir klettinn í lífi
þínu er Hallgrímur okkar lést
mjög skyndilega og reyndist það
þér ofraun en þú varst þá fyrir
orðin heilsuveil.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið tækifæri til að vera með
þér og tekið þátt í umönnun þinni
síðastliðna tvo mánuði á hjúkrun-
arheimilinu Tjörn á Þingeyri en
þar eyddir þú síðasta ævikvöld-
inu.
Þú ferð varlega yfir vaðið á
leiðinni heim og guð fylgi þér
Gunna mín, sagðir þú gjarnan er
ég kvaddi þig við vaktlok.
Ég bið guð að fylgja þér hjart-
að mitt og þakka þér fyrir allt
sem þú hefur kennt mér og deilt
með mér og fjölskyldu minni
gegnum lífið.
Þín nafna
Guðrún Steinþórsdóttir
(yngri).
Þegar komið er norður yfir
Hrafnseyrarheiði liggur þjóðleið-
in ofan við túnið á hinu forna býli
Brekku í Brekkudal í Þingeyrar-
hreppi. Þar bjuggu búi á önd-
verðri öldinni sem leið hjónin
Árni Guðmundsson, stýrimaður
frá Ánanaustum í Reykjavík, og
Guðrún Margrét Júlía Steinþórs-
dóttir, klæðskeri frá Brekku.
Þarna var tvíbýlt og bjuggu á
móti þeim Árna og Guðrúnu
hjónin Soffía Ásgeirsdóttir frá
Bolungarvík og Andrés Guð-
mundsson frá Brekku og voru
þau Guðrún og Andrés hálfsyst-
kinabörn.
Börn Árna og Guðrúnar voru
fimm: Guðmunda Ágústa, hús-
freyja á Þingeyri, faðir hennar
var Jón Jóhannsson sjómaður
þar; Steinþór, bóndi á Brekku,
faðir Guðrúnar, sem hér er
minnst; Gunnar skipstjóri á
Brekku; Gyða Ólafía, kjólameist-
ari og annar eigandi Parísartísk-
unnar í Reykjavík; og yngst var
Áslaug húsfreyja í Þorbergshúsi
á Þingeyri.
11. mars 1941 varð sá hörm-
ungaratburður að þýskur kafbát-
ur réðst á línuveiðarann Fróða ÍS
454 frá Þingeyri um 200 sjómílur
suðaustur af Vestmannaeyjum. Í
skothríðinni sem stóð með hléum
í fulla klukkustund féllu fimm
skipverjar: Steinþór, faðir Guð-
rúnar, Gunnar skipstjóri, föður-
bróðir hennar, Guðmundur móð-
urbróðir hennar frá Hólum í
Þingeyrarhreppi, Gísli, bróðir
Andrésar á Brekku og Sigurður
V. Jörundsson stýrimaður frá
Hrísey.
Dótturdóttir Árna og Guðrún-
ar, þá á fjórða árinu, minnist þess
er síra Sigurður Z. Gíslason á
Þingeyri gekk heim túnið á
Brekku að flytja fólkinu þessa
sorgarfregn.
Og árin líða. Guðrún gekk að
eiga góðan dreng, Hallgrím,
kennara og skólastjóra á Þing-
eyri, Sveinsson, bónda á Hrafns-
eyri og Brekku. Þau hjón voru
staðarhaldarar á Hrafnseyri í
rúm 40 ár og buðu ævinlega upp á
myndarlegt kirkjukaffi eftir
embætti hjá hinum ógleymanlega
síra Stefáni sæla Eggertssyni,
sóknarpresti á Þingeyri. Mat
prestur Guðrúnu enda mikils, en
þótti að vísu sá ljóður á ráði henn-
ar, að hún skyldi einlægt þurfa að
bardúsa í kokkhúsinu rétt á með-
an hann væri að syngja messuna.
Þótt Guðrún væri viðbrigða-
gestrisin og ynni góðan beina
hverjum sem að garði bar, hafði
enda starfað fyrir innan stokk hjá
Ásgeiri forseta á Bessastöðum,
frænda sínum af Vigurætt, hélt
hún samt þeim sið fyrri húsfreyja
í landinu að setjast ekki sjálf til
borðs, heldur stóð hún og horfði
þögul og alvarleg í bragði á það
sem fram fór.
Svo segir í Landnámabók, að
Grélöðu hinni írsku, konu Ánar
rauðfelds, þess er bú gerði á Eyri
við Arnarfjörð, hafi þótt þar hun-
angsilmur úr grasi. Undir það
mun Guðrún Steinþórsdóttir hafa
tekið heils hugar. Hún var fædd-
ur bóndi, sem kallað er; þekkti
hverja kind og hafði þessa var-
færnu hönd sem grípur mjúklega
um hornið á ánni neðst svo að
brotni ekki; natin vökukona æð-
arvarps; verksígjörn með af-
brigðum að hverju sem gekk og
stórgjöful.
Í mikilli þökk og bæn er Guð-
rún Steinþórsdóttir kært kvödd.
Guð gefi frið yfir legstað hennar
og blessun yfir endurfundi henn-
ar við þau, sem á undan henni eru
farin af þessum heimi. Guð blessi
minningu hennar og ástvinina
alla.
Gunnar Björnsson,
pastor emeritus.
Guðrún
Steinþórsdóttir ✝
Þórunn Egils-
dóttir fæddist í
Reykjavík 23. nóv-
ember 1964. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 9. júlí
2021.
Foreldrar henn-
ar eru Egill Ás-
grímsson, f. 1.4.
1943, og Sigríður
Lúthersdóttir, f.
28.4. 1939.
Bróðir Þórunnar er Egill Örn
Egilsson, f. 31.8. 1966, sambýlis-
kona hans er Tiffany Staton.
Eiginmaður Þórunnar er Frið-
björn Haukur Guðmundsson, f.
21.4. 1946. Foreldrar hans voru
Guðmundur Jónsson og Guðlaug
Valgerður Friðbjarnardóttir.
Börn Þórunnar og Hauks eru
1) Kristjana Louise Friðbjarn-
ardóttir, f. 24.10. 1989,sambýlis-
maður hennar Axel Örn Svein-
björnsson. 2) Guðmundur
Friðbjarnarson, f. 28.11. 1990,
kvæntur Guðrúnu Helgu Ágústs-
dóttur. Börn þeirra eru Anna
Lísa og Alma Þórunn. 3) Hekla
Karen Friðbjarnardóttir, f. 25.6.
2004.
Þórunn gekk í Verslunarskóla
Íslands, undi sér þar vel og var
lagsstörfum og átti að baki setu í
stjórn Kvenfélagsins Lind-
arinnar, félagsmálanefnd
Vopnafjarðarhrepps, stjórn
Menntasjóðs Lindarinnar, or-
lofsnefnd húsmæðra á Austur-
landi, stjórn Sambands sveitar-
félaga á Austurlandi,
sveitastjórnarráði og miðstjórn
Framsóknarflokksins, ráð-
gjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveit-
arfélaga og hreindýraráði.
Vorið 2013 var Þórunn kjörin
á Alþingi fyrir Framsóknar-
flokkinn. Hún sat í forsætisnefnd
Alþings frá árinu 2015 þar til
hún vék af þingi vegna veikinda
árið 2019, þar af var hún 2. vara-
forseti 2015-2016, 1. varaforseti
2016-2017, 5. varaforseti 2017 og
4. varaforseti 2017-2019. Þórunn
var formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins frá árinu 2015.
Á Alþingi sat Þórunn í atvinnu-
veganefnd 2013-2016, velferð-
arnefnd 2013-2015, allsherjar-
og menntamálanefnd 2016-2017
og 2019-2020, stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd, kjörbréfanefnd og
í Íslandsdeild Vestnorræna ráðs-
ins frá árinu 2017 til dánardags.
Þórunn var formaður Íslands-
deildar NATO-þingsins 2013-
2016 og formaður samgöngu-
ráðs frá 2017 til dánardags.
Útförin fer fram frá Vopna-
fjarðarkirkju í dag, 24. júlí 2021,
klukkan 14.
hún formaður Mál-
fundafélags VÍ árin
1983-1984. Hún út-
skrifaðist sem stúd-
ent vorið 1984 og
hélt síðar það haust
austur til Vopna-
fjarðar til að starfa
sem kennari um
skamman tíma.
Þegar kennara-
verkfall skall á
sama ár réð Þórunn
sig í sláturhúsið á Vopnafirði.
Þar kynntust hún og Haukur
fyrst. Um vorið gerðist Þórunn
kaupakona á Hauksstöðum í
Vesturárdal á heimili Hauks og
felldu þau hugi saman skömmu
síðar. Þau giftu sig þann 27.6.
1987.
Þórunn kenndi og sinnti bú-
störfum áfram og útskrifaðist
með B.Ed.-gráðu frá Kenn-
araháskóla Íslands árið 1999.
Hún starfaði sem skólastjóri árin
2005-2008 og sem verkefnastjóri
hjá Þekkingarneti Austurlands,
nú Austurbrú, árin 2008-2013.
Þórunn sat í sveitarstjórn
Vopnafjarðarhrepps 2010-2014
og var oddviti sveitarstjórnar til
ársins 2013.
Þórunn sinnti fjölmörgum fé-
Það var mikið áfall að fá fréttir
af því að hún Þórunn væri látin,
við trúðum hreinlega ekki að
þetta væri bara búið. Þrátt fyrir
áföll og mótlæti í veikindunum
var hún alltaf svo bjartsýn, mað-
ur var svo sannfærður um að
þetta myndi hafast og hún myndi
standa uppi sem sigurvegari í
þessari baráttu. En greinilega
var henni ætlað eitthvað annað,
svo mikið er víst.
Ég var svo heppin að fá að
kynnast Þórunni þegar ég giftist
frænda hennar og varð okkur vel
til vina. Við heimsóttum þau
Hauk oft þegar við vorum á Aust-
urlandi og mikið var gott að koma
til þeirra og taka þátt í heyskap
eða hjálpa til við matseld og
bakstur því það var alltaf margt
um manninn á Hauksstöðum. Ég
á eina uppskrift að eplaköku sem
er í miklu uppáhaldi og mun ég
hér eftir nefna hana Eplaköku
Þórunnar.
Mér er ofarlega í huga síðasta
samtalið sem ég átti við Þórunni
en það var núna í júní þegar ég
hringdi og bað hana um að taka
upp myndband með kveðju til
frænda síns þar sem hún kæmist
ekki í afmælið hans því hún yrði
að sinna öðrum verkefnum, eins
og hún orðaði það. Þetta mynd-
band er mér mjög kært og það
var svo gaman hvað hún tók því
hátíðlega og gerði þetta snilldar-
vel enda var hún yfirfrænka og
hún bar þann titil svo sannarlega
með sóma.
Við eigum eftir að sakna þín
mikið elsku Þórunn okkar og við
verðum dugleg að rifja upp góðar
minningar um bestu yfirfrænk-
una.
Ég bið að heilsa honum pabba
því hann fór í sumarlandið sama
dag og þú og ég er sannfærð um
að það verður mest gaman hjá
ykkur tveim.
Guð veri með þér, elsku Þór-
unn okkar.
Elsku Haukur og fjölskylda,
við vottum ykkur innilega samúð
og biðjum guð að styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Kolbrún og Sigmar.
30 ár, því laust niður eins og
eldingu þegar ég fékk fréttirnar:
í ár voru 30 ár síðan ég kom á
Hauksstaði fyrst, í maí 1991. Við
kynntumst haustið áður, nánar
tiltekið í nóvember 1990, þú þá
komin á steypirinn og ég hafði
aldrei séð ófrískari konu.
Amma Sirrý (eins og ég kallaði
hana upp frá því) hafði nefnt við
pabba að von væri á þér í bæinn
til að eignast þitt annað barn, en
það vantaði stúlku til að fara út
með Kristjönu, þá ársgamla, á
róló meðan á dvölinni stæði. Ég
man eftir að hafa heyrt á tal
mömmu og pabba: Sigga systir
væri kjörin í verkefnið en hún var
eitthvað upptekin. Svo ég sagðist
alveg vera til í að leika við þetta
barn sem kæmi utan af landi til
að bíða fæðingar yngra systkinis.
Eftir það voru uppvaxtarár mín
meitluð í stein. Við nutum sam-
vista í nokkra daga og þegar ég
fékk fréttirnar um að blessað
barnið væri fætt varð ég hálfvon-
svikin, það þýddi að þessar nýju
vinkonur mínar voru á heimferð.
Það gladdi mig því mikið við
kveðjustund okkar þegar þú
bauðst mér í heimsókn næstkom-
andi sumar og upphófst mikil bið.
Eftir einhver samtöl fullorðna
fólksins varð úr að ég fór úr höf-
uðstaðnum með flugi til Akureyr-
ar og þar beið ég ein, 11 ára göm-
ul, tengiflugs til Vopnafjarðar til
tveggja vikna heimsóknar og
barnapössunar. Röð atvika og ef-
laust sú staðreynd hversu vel við
náðum saman varð til þess að
dvölin lengdist upp í tæplega
fjögurra mánaða dvöl og heim
þurfti á endanum að draga mig
með töngum.
Fjögur sumur tókst þú á móti
mér á Vopnafjarðarflugvelli og í
einni vetrarheimsókn meðan á
kennaraverkfalli stóð. Ég skrif-
aði þér reglulega og lýsti sigrum
og ósigrum, hugur minn var alltaf
fyrir austan og ég taldi niður
vetrarmánuðina, fékk leyfi
snemma frá skóla að vori og und-
anþágu til að mæta eftir réttir að
hausti. Á unglingsárunum bauðst
mér „alvöru“ vinna í Reykjavík
og þar með lauk sumardvöl minni
og sambandið minnkaði en í hvert
sinn er ég leitaði til þín, þrátt fyr-
ir að langt liði á milli, varstu alltaf
til staðar eins og klettur og hvatt-
ir mig áfram. Að vera trú sjálfri
mér og láta ekki aðra stjórna til-
finningum mínum. Verkvit og
vinnusemi lögðuð þið Haukur inn
hjá mér og ég er þakklát fyrir
það.
Tíminn bíður ekki eftir neinum
og nú upplifi ég að hafa sólundað
tíma mínum undanfarin ár. Ekki
verið í nægu sambandi en ég veit
alveg hvað þú hefðist sagt mér,
að lifa í núinu og bæta svo bara úr
því. Við glötum ekki gleðinni Þór-
unn mín, en það er margt sem við
munum sakna. Síðsumars ætlaði
ég að renna til þín austur í
Hauksstaði og ganga með þér út
að brú eins og við gerðum með
vagninn í maí 1991 og ég vonaði
að jafnvel næðum við lengra. Nú
held ég í Hauksstaði í fyrsta sinn
án þess að hitta þig en þess í stað
hitti ég allt fólkið sem elskar þig
og við minnumst gleðinnar með
þér á ólíkum stað og ólíkum tím-
um. Að hafa fengið að alast upp á
Hauksstöðum hjá þér og Hauki
var mín helsta gæfa í lífinu.
Elsku Haukur, Kristjana og
Guðmundur og kæru amma Sirrý
og afi Egill, megi æðri máttar-
völd leiða ykkur í gegnum þessa
erfiðu tíma.
Ykkar
Kristín Sigmarsdóttir.
Þórunn elsku vinkona okkar
var ljósberi í gegnum lífið. Hún
bar hag samferðamanna sinna
ávallt fyrir brjósti. Hún bjó yfir
mikilli samkennd og hafði þann
eiginleika að létta byrðar ann-
arra og gleðja. Þetta mátti glöggt
sjá í allri hennar nálgun í leik og
starfi.
Stórt skarð er hoggið í vin-
kvennahópinn. Við kynntumst í
Kvennaskólanum í Reykjavík, þá
13 ára gamlar, og tókum okkur
nafnið „Kvenfélagið“. Þórunn var
gjarnan miðpunktur alls kyns
uppátækja og smitaði alla með
gleði sinni. Hún var traust vin-
kona, hrein og bein, var ekki að
flækja hlutina.
Það sem við ekki vissum þá,
þegar við vorum að byrja að
hlæja saman og kynnast í
Kvennó var að þessi vináttu- og
tryggðarbönd myndu lifa alla tíð.
Fjarlægðir skildu oft að en þegar
við hittumst var eins og við hefð-
um hist í gær, hreinskiptnar og
einlægar. Við deildum gleði og
sorg, en umfram allt vorum við
sterk kvennaheild.
Þórunn átti marga liti í sínum
kassa. Þórunn var skíðakona,
barn náttúrunnar og bóndi, kenn-
ari, skólastjóri og oddviti, kven-
félagskona og þingkona, besta
vinkona sem hægt var að hugsa
sér og umfram allt var hún fjöl-
skyldukona. Í öllum þessum hlut-
verkum í gegnum lífið var eftir
henni tekið. Hún valdi alltaf
bjarta liti. Hún var atorkusöm og
setti mark sitt á menn og málefni,
gerði allt af hugsjón og heiðar-
leika.
Fjölskyldan skipaði heiðurs-
sess í lífi hennar. Æskuheimilið
hjá Sirrý og Agli og bróður henn-
ar Agli Erni í Hvassaleitinu ein-
kenndist af ást og virðingu.
Faðmur þeirra var stór og náði
líka til okkar, vinkvenna Þórunn-
ar. Stóð heimilið okkur alltaf opið
og höfum við verið sem hluti af
fjölskyldunni.
Þegar Þórunn stofnaði sína
fjölskyldu á Hauksstöðum í
Vopnafirði ásamt elskulegum
eiginmanni, Friðbirni Hauki,
byggði hún á þeim sterka grunni
og góðu gildum sem hún fékk í
veganesti. Heimili þeirra á
Hauksstöðum ber þess glöggt
merki, eins og sjá má hjá börnum
þeirra, Kristjönu Louise, Guð-
mundi og Heklu Karen, sem
standa saman eins og klettur.
Einurð, hlýja, samheldni og
styrkur einkenna fjölskyldulífið.
Þórunn var mikið náttúrubarn.
Eftir stúdentspróf frá Verzlunar-
skólanum gerðist hún kennari á
Vopnafirði. Engan grunaði að
þarna ætti hún eftir að eiga
heima allt sitt líf en Þórunn fylgdi
alltaf hjartanu og fór óhrædd sín-
ar eigin leiðir. Hún naut íslenskr-
ar náttúru í faðmi fjölskyldunnar
á Hauksstöðum. Vissi hún ekkert
betra en að gróðursetja tré,
standa með veiðistöng í miðri á,
hengja út þvott og ganga á
Rjúpnafell. Í náttúruna sótti hún
innblástur og andlegan styrk.
Við erum eilíflega þakklátar
fyrir samfylgdina með okkar
elsku vinkonu í nær 45 ár. Við
sendum fjölskyldunni innilegustu
samúðarkveðjur.
Minning um góða vinkonu lifir.
Við munum ávallt halda í heiðri
hina gullnu reglu Þórunnar:
„Glötum ekki gleðinni.“
Ljósið hennar mun fylgja okk-
ur áfram.
Erna Milunka Kojic,
Gyða Björnsdóttir,
Hrund Hafsteinsdóttir,
Ingunn Hansdóttir og
Valgerður Rúnarsdóttir.
Þær eru ófáar minningarnar
um þig elsku Þórunn mín sem
hafa flogið í gegnum huga minn
undanfarna daga.
Allt frá því ég kom fyrst til að
vera í sveit á Hauksstöðum 12 ára
gamall til síðustu heimsóknar
núna í maí.
Um leið og ég er þakklátur fyr-
ir allar okkar samverustundir þá
syrgi ég þær sem aldrei verða.
Ég mun ávallt minnast þín með
væntumþykju, gleði í hjarta og
með þakklæti fyrir að hafa alltaf
verið til staðar fyrir mig og börn-
in mín.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Þinn heimalningur,
Arnar Már.
„Vinur er sá sem skilur fortíð þína, trúir
á framtíð þína og tekur þér eins og þú
ert í dag.“
(Orðskviður 24:17.)
Þannig var Þórunn vinkona
okkar sem við kveðjum nú. Hún
barðist og barðist og barðist, en
svo kom að endalokum. Það var
svo líkt henni að kveðja þegar
sveitin okkar er hvað fegurst.
Sumardagar og –nætur renna
saman í eina dásemdardýrð. Það
hjálpar okkur að takast á við
sorgina, söknuðurinn kemur
seinna. Við vinkonur og vinir Þór-
unnar getum þakkað forlögunum
að hafa eignast vináttu hennar.
Það var allt stórt í fari hennar;
hjartað, sálin, ástúðin, umhyggj-
an, hjálpsemin.
Að vinna með Þórunni var allt-
af skemmtilegt, hvort sem unnið
var að málningu réttarinnar með
pensilinn á lofti, sveiflandi bens-
ínsöginni við trjásnyrtingu í
kirkjugarði, í stórveislum eða eld-
húsinu í Kaupvangi. Alltaf stafaði
af henni framtakssemin, dugnað-
urinn og glaðlyndið. Kvenfélagið
Lindin hefur misst virkan félaga,
sveitarfélagið einn af sínum bestu
þegnum. En sárastur er þó missir
Hauks, Heklu, Guðmundar,
Kristjönu og fjölskyldna, foreldra
og bróður Þórunnar. Innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Ágústa Þorkelsdóttir.
Komið er að kveðjustund. Það
er með mikilli sorg og trega sem
ég sest niður, drep niður penna
Þórunn Egilsdóttir