Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.2021, Blaðsíða 23
og renni í huganum yfir minning- ar og hugsanir um Þórunni í aumri tilraun til að gera mikilli konu skil. Þórunnar mun ég fyrst og fremst minnast sem baráttukonu í orðsins fyllstu merkingu. Ég mun minnast baráttu sem hún háði fyrir heimafólk sitt og um leið íbúa dreifðra byggða lands- ins, fyrir bændur, fyrir jafnrétti gagnvart námi og þjónustu, fyrir aðstöðu og kjörum starfsmanna sinna og ekki síst fyrir konur. Baráttu sem hún háði innan og utan Alþingis með réttlæti fyrir stafni og skeytti engu hvort færði henni vinsældir eða ekki. Baráttunnar við krabbamein, boðflennuna eins og hún kallaði það. Baráttu sem hún sigraði í einu sinni og vann marga áfanga- sigra síðar. Baráttuna sem hún háði af þvílíkri yfirvegun, festu og æðruleysi að eftir var tekið. Þórunn var öðrum veikum inn- blástur, stoð og fyrirmynd. Hún mætti ákveðin til leiks og ein- beitti sér að því sem var mikil- vægt. Henni féll þó aldrei úr hendi að spyrja hvernig aðrir hefðu það og láta velferð annarra sig varða – jafnvel á meðan hún var sem veikust. Þórunn naut virðingar hvert sem hún fór. Innan sala og ganga Alþingis var virðingin nánast áþreifanleg. Henni voru falin ábyrgðarmikil hlutverk og var hún til að mynda um tíma vara- forseti þingsins, formaður þing- flokks og formaður samgöngu- ráðs – enda leiðtogi af guðs náð. Virðinguna vann Þórunn sér inn fyrir að koma til dyranna eins og hún var klædd og ganga hreint til verks. Þrátt fyrir það tók hún sig aldrei of alvarlega og gerði óspart grín að sjálfri sér og öðr- um. Kímnigáfa Þórunnar var á meðal hennar bestu eiginleika. Þegar alvarleg og virðuleg konan reytti af sér brandara vissi fólk sem þekkti hana ekki stundum ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Efst í huga mér er þegar hald- ið var af stað í stóra verkefnið og Þórunn ákvað að raka af sér hár- ið á eigin forsendum. Áður en allt hárið fékk að fjúka vildi hún láta skilja eftir lítinn hanakamb, bara til þess að prófa það. Skemmst er frá því að segja að frúin á Hauks- stöðum tók sig nokkuð vel út með hanakamb. Við hlógum allar göt- ur síðan að því að skömmu áður hafði ég gefið henni í afmælisgjöf forláta sléttujárn, sem hún náði aldrei að nota. Vinátta okkar Þórunnar var einstök. Hún var í senn yfirmað- ur minn, vinkona og lærimóðir. Sem stjórnandi stýrði hún af festu og sanngirni. Hún ætlaðist til mikils og var ekki hrædd við að fela mér traust til mikilvægra verka. Hún spurði mig álits og ég hana. Traustið og virðingin var gagnkvæmt. Af henni lærði ég ótalmargt og eftir stendur að ég er færari um að sjá hluti í stóru samhengi og fyrir vikið að meta hvað skiptir máli í eilífðinni og hvað ekki. Síðast en ekki síst lærði ég að mikilvægast af öllu er að glata aldrei gleðinni. Ég bið fjölskyldu Þórunnar Egilsdóttur allrar blessunar á ög- urstundu, Hauki, Kristjönu, Guð- mundi, Heklu Karen, tengda- börnum, foreldrum, bróður og sonardætrum. Karítas Ríkharðsdóttir. Elsku Þórunn mín. Ekki átti ég von á að það yrði í síðasta skipti sem ég fengi að faðma þig fimmtudagskvöldið 8. júlí. Þenn- an dag kom ég til að hjálpa við þrif á Þórunnarstöðum, heim- sóknin ílengdist fram á kvöld og við áttum yndislega stund saman sem er mér dýrmæt í dag. Fyrstu kynni okkar voru haustið 1984, en þremur árum síðar fór Arnar minn í fyrsta skipti til að vera í sveit hjá ykkur Hauki. Síðar það sumar tókum við mæðgin þátt í brúðkaupsdegi ykkar hjóna og það er óneitan- lega skemmtilegt að rifja upp þegar þið systkinin hlupuð á eftir kúnni á túninu, þú klædd hvítum brúðarkjól. Þetta var lýsandi fyr- ir þig, þessi gleði. Eftir það færðumst við nær hvor annarri og við fjölskyldan vorum öll komin til ykkar, á vorin í sauðburð, á sumrin í heyskap, á haustin í réttir og allt þar á milli. Sú skemmtilega hefð skapaðist síðar að þið fjölskyldan komuð til okkar um áramót þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar í þín- um skemmtilega sprengiham með allar tegundir og stærðir af flugeldum til að skjóta upp. Síðustu mánuðir voru erfiðir, en þú lést ekki deigan síga og hélst áfram á gleðinni. Þú fórst í framkvæmdir á húsinu ykkar þar sem þú lagðir þig alla fram. Fékkst aðstoð frá fólkinu þínu þar sem þú fyrst og fremst naust samverustundanna. Það verður nú þeirra hlutverk að klára breytingarnar eftir þínu höfði. Þú varst einstök manneskja, jákvæð, skemmtileg, vel gerð og gefin og gafst öllum tíma sem leituðu til þín. Þér er ég afskap- lega þakklát fyrir allan þann tíma sem þú gafst Arnari mínum þeg- ar hann kom í sveitina og þið tók- uð honum sem ykkar. Ég kveð þig að sinni elsku vin- kona, þakklát fyrir einstakt sam- band okkar á milli og trúi því þú sért komin í sumarlandið, laus við allar þjáningar. Þér mun ég aldr- ei gleyma. Það er sumt sem maður saknar vöku megin við. leggst út af á mér slokknar svíf um önnur svið í svefnrofunum finn ég sofa lengur vil því ég veit að ef ég vakna upp finn ég aftur til Svefninn langi laðar til sín lokakafla æviskeiðs hinsta andardráttinn andinn yfirgefur húsið hefur sig til himna við hliðið bíður drottinn (Björn Jörundur Friðbjörnsson) Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur, elsku fjölskylda. Þín vinkona, Svanborg. Við vorum heppin sem kynnt- umst Þórunni Egilsdóttur. Hepp- in því hún var heilsteypt og hreinskilin, einlæg og úrræða- góð, skemmtileg og umhyggju- söm fjölskyldukona. Á menntaskólaárum myndast oft kynni sem vara um aldur og ævi. Í hverjum árgangi eru ein- hverjir sem á einhvern hátt skara fram úr á einhvern hátt og draga samferðarmenn upp úr meðal- mennskunni. Þórunn var ein þeirra. Í Verzlunarskólanum var hún í forystu í því sem hún tók sér fyrir hendur. Við sem vorum samtíða henni áttuðum okkur oft ekki á því fyrr en síðar hvernig hún leiddi okkur inn á brautir lausna og oft nýrrar hugsunar. Hún var blátt áfram og og fylgdi sannfæringu sinni á yfirvegaðan hátt. Þetta sáum við einnig síðar þegar Þórunn tók sér pláss í stjórnmálum. Þórunn var m.a. formaður Málfundafélags VÍ og sem slík var hún ein af þeim sem leiddi þá mjög tímabærar breytingar á málfundakeppni framhaldsskól- anna sem nú er þekkt sem MORFÍS. Í öllu sínu félagsmála- stússi í skóla var hún framtaks- söm og lausnamiðuð, eitthvað sem einkenndi hana í opinberum störfum síðar meir. Hún var góður námsmaður, en tók námið mátulega hátíðlega. Hún hafði misgaman af fögunum, hundleiddist til að mynda í frönsku og latínu. En hún sinnti náminu af sömu natni og festu og öðru því sem hún tók sér fyrir hendur. Þórunn var mikill húmoristi og átti auðvelt með að sjá spaugi- legu hliðina á mönnum og mál- efnum, án þess þó nokkurn tím- ann að vera meiðandi. Hún var mikil fjölskyldukona, var alla tíð í nánu sambandi við sitt fólk. Þeg- ar við hugsum til baka var það í raun mjög eðlilegt framhald á lífsleið Þórunnar að flytjast aust- ur á land eftir stúdentspróf að giftast bónda og verða sauðfjár- bóndi. Í þann tíð horfðum við mörg hver hvert á annað og hrist- um höfuðið yfir þessu, en eftir á að hyggja var þetta nákvæmlega Þórunn Egilsdóttir. Kom sér fyr- ir, undirbúin, og byrjaði sitt full- orðinslíf. Sagði síðar að það hefði verið hennar mesta gæfa í lífinu að stíga þetta skref. Og hún lét til sín taka í sam- félaginu. Hún lagði fyrir sig kennslu og skólastjórn á Vopna- firði. Hún varð lykilmanneskja í Framsóknarflokknum á Austur- landi, sat í sveitarstjórn sem odd- viti frá 2010 þar til hún var kjörin á þing 2013. Við skólasystkini hennar vorum stolt af okkar konu, hvar sem við stóðum í póli- tík. Við sjáum á bak miklum kven- skörungi. Þórunn var jákvæð og þrautseigjan kom ekki síst fram núna síðustu árin þegar hún leyfði okkur að fylgjast með bar- áttu sinni við krabbameinið, æðrulaus, heil og sönn. Þrátt fyr- ir að henni væri ljóst að hin óhjá- kvæmilegu endalok kæmu fyrr en síðar tókst henni á sinn ein- stæða hátt að framlengja líf sitt í faðmi fjölskyldunnar um leið og hún stappaði stálinu í okkur hin í gegnum eigin Facebook-síðu. Þórunnar verður sárt saknað og hún skilur eftir sig mikið tómarúm í okkar útskriftarhópi. Við sendum fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, Farðu vel kæra vinkona. F.h. útskriftarárgangs Versló 1984, Andrea, Hörður og Sveinn Andri. Ég sá hana fyrst á sérstökum samvinnufundi miðstjórnar Framsóknar. Það var seint í nóv- ember 2010. Hún sat á efri pall- inum í samkomusalnum á Hótel Húsavík. Við Elsa settumst hjá henni. Hún var ný í miðstjórn en dró bæði að sér fólk og athygli á þennan eftirsótta, yfirvegaða hátt. Vel var látið af nýja oddvit- anum í Vopnafjarðarhreppi. Öfl- ug, hafði reisn og myndugleika og mikið til brunns að bera. Það voru orð að sönnu. Á fundinum var hún valin hópstjóri í sínum hópi. Hún stýrði því verki eins og öllu öðru. Hlustaði á sjónarmið allra. Leyfði öllum að njóta sín. Laðaði þannig fram farsæla niðurstöðu. Þannig var Þórunn: Góður stjórnandi sem gaf sér tíma til að heyra öll sjónarmið áður en tillaga var lögð fram. Sönn samvinnumanneskja, sannur mannvinur. Þarna var kominn leiðtogi. Vorið 2013 valdist hún í þriðja sætið og var kjörin alþingismað- ur það vor – og alla tíð síðan. Við Þórunn áttum skap saman. Deildum sjaldan en skiptumst oft á skoðunum til að styrkja grund- völlinn að tillögugerð eða ákvörð- unum. Það var gott að vinna með Þórunni, enda lausnir hennar ávallt í þágu heildarinnar. Við vorum samstíga í gegnum þann öldusjó sem umlék Fram- sókn á árunum 2016-2017. Í því umróti skipti mig miklu að eiga Þórunni að, öfluga, réttsýna, yf- irvegaða með skýra framtíðar- sýn. Sömu sýn og ég um að Framsókn væri og ætti að vera lýðræðislegur umbótaflokkur sem byggði á samvinnu fjöldans, samstöðu og jafnvægi. Í þessum öldusjó var Þórunn Egilsdóttir klettur. Er ég afar þakklátur fyr- ir að hafa fengið að njóta hæfi- leika hennar og styrks á þeim erfiða tíma. Þegar vágesturinn, eða boð- flennan eins og Þórunn kallaði krabbameinið, barði að dyrum tókst hún á við hann af því æðru- leysi, bjartsýni og baráttuþreki sem einkenndi hana alla tíð. Það var aðdáunarvert hvernig hún tókst á við sjúkdóminn og gerði það einhvern veginn léttara fyrir alla þá sem í kringum hana voru. Þess vegna trúði ég því að henni tækist, eins og áður, að snúa á boðflennuna. Það er því þyngra en tárum taki að boðflennan skyldi hafa betur gegn þessari bjartsýnu baráttukonu. Þórunn var héraðshöfðingi. Stúlkan sem flutti úr borginni og byggði upp fallegt heimili í fal- legri sveit með ástkærum eigin- manni. Hún lét ekki þar við sitja. Hún var af þeirri manntegund sem gefur ekki aðeins sínum nán- ustu krafta sína heldur leyfir samfélaginu að njóta þeirra. Og samfélagið í Vopnafirði var rík- ara með hana í forystu, Fram- sókn var ríkari með hana í for- ystu og samfélagið allt var ríkara af forystustörfum hennar á Al- þingi. Nú er höggvið stórt skarð þegar Þórunn hefur kvatt sviðið. Við, fólkið í Framsókn, sjáum á eftir öflugum samherja, leið- toga og vini, góðri manneskju sem við söknum, en erum full þakklætis fyrir samveruna, sam- starfið og samvinnuna. Við Elsa vottum Friðbirni Hauki, Kristjönu Louise, Guð- mundi, Heklu Karen og öllum „Haukunum hennar Þórunnar“, okkar innilegustu samúð sem og foreldrum Þórunnar og fjöl- skyldu. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Minningin lifir og við höldum henni á lofti. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar. - Fleiri minningargreinar um Þórunni Egilsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 Ástkær faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI JÓHANNSSON, fyrrverandi skólastjóri, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 15. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Reykjavík mánudaginn 26. júlí klukkan 13. Jarðsett verður á Djúpavogi miðvikudaginn 28. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Finnbogason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ÞORLEIFSDÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 14. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. júlí klukkan 13. Hreiðar S. Albertsson Sigurlaug Albertsdóttir Eyþór Þórarinsson Guðrún A. Farestveit Hákon Farestveit Elín Albertsdóttir Ásgeir Tómasson Þorbjörg Albertsdóttir Leópold Sveinsson barnabörn og langömmubörn Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HILMAR SIGURBJARTSSON, síðast til heimilis í Sarpsborg, Noregi, lést á Ostefold-sjúkrahúsinu 12. júlí. Eyþór Már Hilmarsson Louise Hilmarsson Jón Unnar Hilmarsson Freja Rebekka Eyþórsdóttir Astrid Sóley Eyþórsdóttir Alva Sigurbjörg Eyþórsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, KATRÍN JÓNSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, lést laugardaginn 17. júlí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 27. júlí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á Seljakirkja.is. Eyrún Magnúsdóttir Andrés Magnússon Áslaug Gunnarsdóttir Jón Magnússon Guðrún Bergþórsdóttir Ásmundur Magnússon Ásdís Þrá Höskuldsdóttir Steinunn S. Magnúsdóttir Jesper Madsen Sæmundur Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY MJALLHVÍT H. KOLBEINS kennari, sem lést 17. júlí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 29. júlí klukkan 13. Ragnar Baldursson Dagný Ming Chen Lára S. Baldursdóttir Atli Geir Jóhannesson Halldór Baldursson Hlíf Una Bárudóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS THEODÓR MAGNÚSSON, Teddi, myndhöggvari og fyrrv. brunavörður, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Ársæll Magnússon Analisa Monticello Dóra Magnúsdóttir Guðmundur Jón Guðjónsson Andri, Atli, Kári, Daði, Lilja, Lára Guðbjörg, Theodór og Hjalti Ástkær eiginmaður minn, EYÞÓR BJÖRGVINSSON læknir, Kópavogstúni 9, Kópavogi, lést á blóðlækningadeild Landspítala fimmtudaginn 22. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Ágústa Benný Herbertsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Sléttuvegi 25, Reykjavík, lést sunnudaginn 18 júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristján Gunnlaugsson Einar Kristjánsson Katrín Ásgrímsdóttir Gunnlaugur F. Kristjánsson Katrín Björnsdóttir og ömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.