Morgunblaðið - 24.07.2021, Page 25

Morgunblaðið - 24.07.2021, Page 25
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 ✝ Sigurlaug Ingi- mundardóttir fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1947. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans 14. júlí 2021. Foreldrar Sigur- laugar voru hjónin Jónína Svava Tóm- asdóttir hár- greiðslukona, f. 29.10. 1911, d. 10.2. 1965, og Ingimundur Eyjólfsson prentmyndasmiður, f. 23.11. 1910, d. 13.2. 1968. Sigurlaug var fimmta af sex systkinum sem öll fæddust í Reykjavík. Elst var Ingibjörg, f. 1.5. 1935, d. 3.1. Inga Hjálmarsson vélfræðing, f. 28.7. 1965; Guðmund Smára Ólafsson tölvunarfræðing, f. 7.10. 1966; Ingibjörgu R. Hjálm- arsdóttur fjármálastjóra, f. 23.4. 1967; Halldór Svavar Ólafsson sjómann, f. 18.5. 1971, d. 26.10. 1995; Rögnvald Ólafsson jarð- verktaka, f. 29.4. 1972, og Baldur Smára Ólafsson verkstjóra, f. 16.9. 1978. Barnabörnin eru 22 og langömmubörnin sex. Sigurlaug ólst upp í Reykjavík og gekk í Réttarholtsskóla. Hún fór í Húsmæðraskólann á Löngu- mýri í Skagafirði og 22 ára flutti hún til Bolungarvíkur og vann þar við fiskvinnslu og versl- unarstörf. Sigurlaug kunni vel við sig í Víkinni og átti ein- staklega góðan vinskap við tengdamóður sína, Ósk, og lærði margt af henni, ekki síst í mat- argerð. Árið 1989 fluttu þau Ólafur til Ísafjarðar og þar vann hún við aðhlynningu á Sjúkra- húsi Ísafjarðar til ársins 1997. Þau bjuggu á Hólmavík í sex ár og Sigurlaug starfaði sem hús- vörður við félagsheimilið og íþróttamiðstöð bæjarins. Eftir það fluttu þau aftur til Ísafjarðar þar sem hún bjó til dánardags. Sigurlaug var listræn og mikil handavinnukona og saumaði mikið á börnin sín og fleiri. Hennar létta lund var annáluð og allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af alúð og ást. Þegar hún missti son sinn, Halldór Svavar, reyndi það gífurlega á hana, en þau Ólafur og börnin studdu hvert við annað á þeim erfiða tíma. Sigurlaug fékk heilablæðingu árið 2003 og átti við mikil veik- indi að stríða til dauðadags. Hún bar sig samt alltaf vel og hélt allt- af í sína góðu lund. Sigurlaug verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, 24. júlí 2021, klukkan 14. 2020; Örn, f. 14.9. 1938; Drífa, f. 28.8. 1945; Brynja, f. 22.6. 1942, d. 28.4. 2019, og Hrafn, f. 11.4. 1957. Fyrri maður Sig- urlaugar var Hjálmar Þ. Baldursson kenn- ari, f. 15.5. 1945. Sig- urlaug giftist Ólafi Halldórssyni skip- stjóra, f. 28.5. 1943, hinn 9. september 1972. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Halldórsson, f. 20.10. 1907, d. 14.1. 1979, og Ósk Ólafs- dóttir, f. 11.3. 1916, d. 17.7. 2010. Saman og hvort í sínu lagi eiga Sigurlaug og Ólafur: Þorstein Elsku mamma mín, þú hefur alltaf verið ljós lífs míns og mín helsta fyrirmynd í lífinu. Ég vann í mömmulottóinu með þig sem móður mína og þú hefur umvafið mig og fjölskyldu mína ást þinni og ég veit þú munt alltaf vaka yfir okkur. Ég er gráti næst af sorg við að skrifa þessi orð og hefði vilj- að skrifa heila bók en ekki nokkur orð, því það er svo margt sem kemur upp í hugann og mér þykir vænt um og vil muna. Þú varst stórkostleg móðir og húsmóðir og það lék allt í höndum þér sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það var handavinna eða matseld. Ég get aldrei nógsam- lega þakkað þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér sem ég mun búa að alla mína ævi. Þegar ég hugsa um þig kemur upp í hugann mynd af þér að skella í veislu, og það var ekkert verið að tvínóna við það, enda varstu mjög snögg að baka og smyrja brauðtertur. Við systkinin vorum svo heppin með þig og ég man að það var alltaf til heima- bakað á heimilinu og heitur matur tvisvar á dag. Og ekki má gleyma kvöldkaffinu. Síðan var alltaf gott með kaffinu á sunnudögum, eig- inlega kaffihlaðborð. Í hugann kemur upp önnur minning, minning um þegar þú varst að passa fyrir okkur Hlyn þegar við vorum að fara til út- landa. Við vorum varla komin um borð í flugið þegar við vorum farin að spá í hvaða hlaðborð biði okkar við heimkomu og þú búin að gera allt húsið hreint og dekra við krakkana okkar. Síðan varstu alltaf svo glæsileg og smart og eftir þér tekið hvar sem þú komst. Ég man eftir því sem lítil að þegar við forum að sofa tókstu saumavélina fram og fórst að sauma föt á okkur eða þig. Síðan kenndir þú mér þá list þeg- ar ég var orðin eldri. Það var ótrú- legt hvað þú hafðir mikla orku eft- ir langan vinnudag. Ég man líka eftir carmenrúllunum sem þú settir í hárið og túberingunum, og hvað þú lagðir mikla alúð í útlitið. Þú varst algjör skvísa. Ást þín til okkar var endalaus og kvaddir þú mig yfirleitt ann- aðhvort með því að segja hvað þú elskaðir mig mikið eða baðst guð að geyma mig. Ég á margar minn- ingar um ferðalögin sem þið pabbi fóruð með, okkur bæði innanlands og utanlands. Ég mun ætíð þakka fyrir þær stundir sem þú hefur verið hjá mér og fjölskyldu minni og ég veit að börnin mín búa að því alla tíð að hafa átt þig að sem ömmu. Hlátur þinn og gleði mun alltaf óma í huga mínum. Elsku mamma, ég veit að þú ert umvafin englum og við mun- um alltaf elska þig. Þín Ingibjörg. Elsku mamma, nú ert þú kom- in í sumarlandið, ég á eftir sakna þín mikið en það sem þú gafst mér gleymist þó aldrei. Þú sýndir ávallt hlýju, viðingu og vinsemd gagnvart öllum, þú varst alltaf með opna arma til að styðja alla og þá sérstaklega Óla, pabba og okkur öll börnin þín og síðar barnabörnin og barnabarnabörn- in. Þú hafðir það fyrir vana að kveðja ávallt með orðunum ég elska þig og guð geymi þig. Þetta eru nú einkunnarorðin mín en þú ert fyrirmynd mín í mörgu. Þú varst vinamörg og ásthlý og sagð- ir oft að ég hefði erft bestu kosti mína frá þér. En kannski er ég ekki eins vinamargur og þú mamma, þar sem ég valdi að starfa úti á sjó og hef ég farið á mis við margt síðustu 30 árin. Ég missti bæði af gleði- og sorgar- stundum í fjölskyldunni vegna fjarveru minnar úti á hafi. Æska mín var þó góð og það voru for- réttindi eiga þig sem mömmu og alast upp á okkar góða heimili. Þú sagðir mér eitt sinn að ég hefði bjargað lífi þínu því þegar þú ólst mig í þennan heim þá aðeins 17 ára sjálf þá hafðirðu nýlega misst mömmu þína og ég var gleðigjaf- inn sem þú þarfnaðist þá. Sam- band okkar var alltaf mjög náið og við lásum oft hugsanir hvort annas, tengslin voru mjög sterk okkar á milli. Minning þín mun lifa að eilífu, þú varst trausti klett- urinn og fyrirmyndin í mínu lífi. Ég ætla ávallt að miðla áfram þín- um gildum til allra en þú sparaðir aldrei hrósið til okkar og varst svo stolt af okkur. Hinsta kveðja, elsku mamma, og guð geymi þig. Þorsteinn Ingi Hjálmarsson, Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir, börn og barnabörn. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga og rauna frí. Við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi, Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir í góðum Guði, í Guði sofnar þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Mikið á ég eftir að sakna þín elsku Sigurlaug mín, veröldin verður svo litlaus og fátækleg án þín. Þú varst mikil fjölskyldukona, alltaf svo þolinmóð og áttir enda- lausan tíma fyrir okkur öll. Þú hafðir svo góða nærveru, það verður svo tómlegt að koma vest- ur og þú tekur ekki á móti okkur með kjötsúpu sem var sú allra besta og skipti þá engu hversu seint við vorum á ferðinni, alltaf veitingar þegar við komum heim til ykkar Óla, heimili sem stóð opið fyrir öllum og allir voru velkomnir á í eins langan tíma og við vildum vera. Heimilið ykkar bar öll merki um hversu smekkleg þú varst og vildir alltaf hafa hreint og fínt í kringum þig. Það var svo gaman að fylgjast með þér leika við barnabörnin og skemmta þeim með sögum af foreldrum þeirra og alltaf enduðu sögurnar á að þú hlóst manna mest. Þau verða þung og erfið skrefin í dag en það er huggun harmi gegn að nú ertu komin í sumar- landið til Halldórs og Ingibjargar litlu, sem þú saknaðir alltaf svo mikið. Þú varst einstök kona sem elsk- aðir alla sem voru svo lánsamir að fá að vera í þínu lífi, minning þín verður ljós í okkar hjarta um ókomna tíð. Ég bið algóðan guð að vaka yfir og gefa Óla og okkur öllum styrk sem eigum um svo sárt að binda. Hvíl í friði elsku tengda- mamma, þín er og verður sárt saknað. Þín tengdadóttir, Edda. Elsku Sigurlaug amma mín. Ég hef hugsað mikið til hennar ömmu minnar síðustu daga. Þrátt fyrir að hafa alltaf búið nokkuð fjarri mínum heimaslóðum sá ég ömmu reglulega alla ævi mína og var gjarnan í heimsókn hjá henni á Hólmavík og Vestfjörðunum. Það hefur verið mér ofarlega í huga hve rosalega skemmtileg hún amma var. Í öllum þeim minningum sem ég á um hana ömmu er hún brosandi, hlæjandi og segjandi grín. Þetta vita eflaust allir sem hana þekktu enda var hún Sigurlaug amma alveg sér- staklega glaðlynd manneskja. Ef ég get dregið einhvern lærdóm frá henni ömmu þá er það að finna gleðina þar sem hana er að finna og að njóta lífsins meðan á því stendur. Hvíldu í friði elsku amma mín, ég trúi því að þú vakir yfir mér með bros á vör. Guðmundur Atli Hlynsson. Sigurlaug Ingimundardóttir, mágkona mín, lést 14. júlí eftir erfiða sjúkrahúslegu. Mig langar að minnast hennar í örfáum orð- um. Það var í janúar 1969 sem ung kona með tvö börn kom til Bol- ungarvíkur. Hún vakti athygli mína sökum glæsileika og glað- legrar framkomu. Ekki leið lang- ur tími þar til hún fór að vera tíður gestur á heimili okkar því Óli bróðir minn hafði líka hrifist af henni. Þau voru farin að búa sam- an um vorið og voru saman þar til yfir lauk. Saman eignuðust þau þrjá syni, Halldór Svavar, Rögn- vald og Baldur Smára, en áður átti Óli Guðmund Smára og börn Sig- urlaugar eru Þorsteinn Ingi og Ingibjörg Ragnhildur Hjálmars- börn. Sigurlaug var mikil mamma og amma og vinur barna sinna. Þau Óli misstu son sinn, Halldór Svav- ar, þegar snjóflóðið féll á Flateyri og það var áfall sem Sigurlaug komst aldrei yfir, þótt hún færi vel með það. Nú á Óli bróðir erfitt eft- ir að hafa misst lífsförunaut sinn og ég bið allar góðar vættir að vaka yfir honum og fjölskyldunni. Guð blessi Sigurlaugu Ingi- mundardóttur. Sólveig Halldórsdóttir. Sigurlaug Ingimundardóttir Vilt þú efla samstarf Íslands og Bandaríkjanna í menntamálum? Fulbright stofnunin leitar að háskólamenntuðum einstaklingi í krefjandi og fjölbreytt starf sérfræðings (EducationUSA adviser/Fulbright program officer). Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi með góða skipulagshæfileika og þekkingu á bandarísku menntakerfi. Starfið felst m.a. í ráðgjöf til námsmanna, kynningu á námi í Bandaríkjunum og stjórnsýslu og samskiptum tengdum Fulbright styrkjum. Starfið krefst m.a. getu til að skrifa vandaðan texta, bæði á íslensku og ensku, góðrar þekkingar á helstu tölvuforritum og færni til að tileinka sér nýja tækni, vinna með ólíka gagnagrunna og annast kynningarstarfi og skipulagningu viðburða. Aðrar hæfniskröfur: sveigjanleiki, þjónustulund og samskiptahæfni. Við bjóðum áhugavert starf í alþjóðlegu umhverfi. Hér starfar lítið teymi þar sem framlag og frumkvæði hvers starfsmanns skiptir máli. Verkefni eru fjölbreytt og árstíðabundin - halda þarf utan um marga þræði og mæta glaður hverri áskorun. Upplýsingar um Fulbright stofnunina má finna á www.fulbright.is. Til að sækja um starfið skal senda umsóknarbréf og ferilskrá á netfangið belinda@fulbright.is merktar „starfsumsókn 2021“. Umsóknarbréf skal vera á ensku, en ferilskrá á íslensku. Vinsamlegast tilgreinið tvo meðmælendur. Umsóknarfrestur er til og með 11. ágúst n.k. Fulbright stofnunin á Íslandi Starfsmaður á skrifstofu RUD*!'; :)5'@86;' U'!8D; DN 2/6%6A ?% 8;D6986A 98D;&9AD@@! A'N ;'Q@9U6 D& AD;YDN9F ?% 92U6982;&6A 8!U 98D;&D > 9Y;!&98?&6E 18D;&982N5D; &Q;!;87Y!9!@9 ';6 > PDUD ?% > P2&@E .A '; DN ;7ND \CX 98D;&9#U68&DUU ?% HD;& 5!NY?AD@)! DN %'8D #D0N 982;& O 9'=8'AB';E -!@@68OA! '; DN 2UU6 [2&@6 > A!UU! Z F +" [D&@8 > 5!;Y6A )2%6A ?% 6A #'U%D; Helstu verkefni • .A9[3@ A'N B3Y6@6A ?% 9DA9Y!=8! 5!N %'98!E • MD;YDN99'8@!@% > 9DA&SUD%9A!NU6AE • .A9[3@ A'N #'!AD9ON6E Menntunar-og hæfniskröfur • M'@@86@ O AD;YDN9A>U6AG 5!N9Y!=8DF ?% 'ND &';NDA>UD&;7N!E • R3N 82U56Y6@@>88DE • R3N O9U'@9Y6 ?% '@9Y6Y6@@>88DG B7N! O ;7N6 ?% ;!8!E • -';D 9Y!=6UD%N6; ?% 9[>U&987N6; O 5!@@6B;2%N6AE • 1J@D &;6AY57N! ?% 8!UB,!@K@I DN H;3D98 O 98D;0E • PD&D ;OYD H[3@6986U6@)G [>Y57N@! ?% %3ND #7&@! O AD@@U'%6A 9DA9Y!=86AE .A93Y@!; A'N 98D;&9&';!U9Y;> 39YD98 9'@)D; &Q;!; +CE >%,98 > @'8&D@%!NV#D6Y6;<%UD*!';D)5'@86;'E!9 L>@D;! 6==UJ9!@%D; 5'!8!; PD6Y6; W@%! T!@D;99?@ O 9OAD $ZZ +CC(E RUD*!'; :)5'@86;' '; D&H;'Q!@%D;&Q;!;87Y! 98DN9'88 > PDUD O 16N6;95'!8E -!NB[3N6A 6== > &';N!; O @>@D98D 6A#5';0G B7N! > [2YUD ?% &[2UUE 4 #'!AD9ON6@@! www.glacieradventure.is '; DN 0@@D DUUD; 6==UJ9!@%D; 6A 98D;&9'A!@DE Atvinnuauglýsingar Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.