Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.07.2021, Qupperneq 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021 . up.is Úrval útiljósa Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG FÉKK HANA Í PÓKERLEIK. ÉG VAR MEÐ TVÆR ÁTTUR EN HINN VAR MEÐ ÞRJÁ GOSA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að senda honum textaskilaboð. MUNDU ÞAÐ AÐ EKKI ERU ALLAR GJAFIR EITTHVAÐ SEM ÞÚ HEFUR BEÐIÐ UM… ÞAÐ SKIPTIRÖLLU MÁLI AÐ VERA KURTEISOG ÞAKKA FYRIR GJÖFINA JÆJA, ERTU ÁNÆGÐUR MEÐ TAÐBJÖLLUNA? JÁ, KÆRAR ÞAKKIR! BEST AÐ HASKA SÉR HEIM! EF ÉG ER SEINN MUN HELGA HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ HVORT ÉG HAFI SÆRST Í BARDAGA! EN ÞÁ FÆ ÉG KANNSKI INNILEGRA FAÐMLAG ÞEGAR ÉG KEM HEIM! „ENGAR ÁHYGGJUR – VIÐ ERUM TILBÚNIR Í SLAGINN.“ módel 44, og ég er búinn að gera hann upp og fer oft á rúnt á honum hérna með barnabörnin.“ Fjölskylda Eiginkona Kristins Jóns er Þor- björg Alexandersdóttir, fv. skrif- stofustjóri, f. 13.12. 1941, og þau búa á Rifi á Snæfellsnesi. Foreldrar Þor- bjargar eru hjónin Alexander Guð- bjartsson, f. 5.3. 1906, d. 21.4. 1968, og Kristjana Bjarnadóttir, f. 10.11. 1908, d. 21.11. 1982. Börn Kristins Jóns og Þorbjargar eru 1) Bergþór, f. 28.3. 1964, d. 4.7. 1971; 2) Erla, f. 5.7. 1965, viðskiptafræðingur, gift Erni Tryggva Johnsen verkfræð- ingi; 3) Kristjana, f. 21.6. 1969, lyfja- fræðingur, gift Magnúsi Ragnari Guðmundssyni lyfjafræðingi; 4) Bergþóra, f. 3.10. 1972, verkfræð- ingur, gift Kristni Steini Trausta- syni rafiðnfræðingi; 5) Halldór, f. 15.4. 1975, útgerðarstjóri, kvæntur Írisi Ösp Hreinsdóttur húsfrú og 6) Alexander Friðþjófur, f. 2.4. 1976, framkvæmdastjóri, kvæntur Írisi Ósk Jóhannsdóttur gæðastjóra. Barnabörnin eru orðin 18 og lang- afabörnin tvö. Systkini Kristins Jóns eru 1) Ester Úranía póstafgreiðslu- kona, f. 11.10. 1933, bjó lengst á Rifi en er nú í Reykjavík; 2) Sævar skip- stjóri, f. 30.10. 1936, býr á Rifi og 3) Svanheiður Ólöf verkakona, f. 8.9. 1939, d. 30.10. 2020. Fósturbræður Kristins Jóns eru Sæmundur Krist- jánsson, leiðsögumaður á Rifi, f. 24.8. 1943, og Hafsteinn Björnsson, vélstjóri á Rifi, f. 19.5. 1949. Foreldrar Kristins Jóns eru hjón- in Friðþjófur Guðmundsson útvegs- bóndi, f. 27.10. 1904, d. 3.9. 1987, og Halldóra G. Kristleifsdóttir húsfrú, f. 27.11. 1912, d. 8.6. 1999. Þau bjuggu á Rifi á Snæfellsnesi. Kristinn Jón Friðþjófsson Kristrún Birgitta Oddsdóttir húsfreyja í Holti í Fróðárhreppi Árni Árnason bóndi í Nýlendu í Fróðárhreppi, síðar í Holti í Fróðársókn, Snæf. Soffía Guðrún Árnadóttir húsfreyja í Efri-Hrísum í Fróðárhreppi Kristleifur Jónatanson bóndi í Efri-Hrísum í Fróðárhreppi Halldóra Guðríður Kristleifsdóttir húsfrú á Rifi Halldóra Daníelsdóttir húsfreyja á Mýrum í Eyrarsveit Jónatan Jónsson bóndi á Mýrum í Eyrarsveit Jóhanna Sveinbjörnsdóttir húsfreyja í Undirtúnum við Helgafell í Helgafellssveit Jón Oddsson bóndi, Undirtúnum við Helgafell í Helgafellssveit Jófríður Jónsdóttir húsfreyja á Rifi Guðmundur Guðmundsson útvegsbóndi á Rifi Guðbjörg Stefánsdóttir húsfreyja, Ólafsey, síðar ekkja á Ósi, Narfeyrarsókn, Snæf. Guðmundur Björnsson bóndi í Ólafsey, Snæf., síðar húsbóndi á Ósi, Narfeyrarsókn, Snæf. Úr frændgarði Kristins Jóns Friðþjófssonar Friðþjófur Baldur Guðmundsson útvegsbóndi á Rifi Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Kornungur hann kallast má. Kenndur er við skugga sá. Síst á kvennafar hann fór. Frægum syngur hann í kór. „Þá er það lausnin þessa vikuna,“ segir Helgi R. Einarsson: Skondinn skríkir sveinn. Skugga-Sveinn var stór. Sveinn án svanna er hreinn. Sveinar í drengjakór. Eysteinn Pétursson segir, að svona verði þetta núna: Sveinbarn gamalt ekki er. Aldrei Skugga-Sveinn var hér. Sveinn hreinn konu sarð ei neina. Svo er kór í Vín með sveina. Guðmundur skýrir gátuna þann- ig: Sveinn er piltur ungur einn. Útlagi var Skugga-Sveinn. Ei sveinn við konu á fjörur fór, Frægur er sveina Vínarkór. Þá er limra: Kokkurinn Sveinn er nú sálaður, og sagt er, að hann yrði brjálaður í fyrragær og yrði ær, af því að hann var kokkálaður. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Það er heillandi hásumarblíða, að hádegi tekur að líða, í morgun ég gekk útı́garði og gátan varð til fyrr en varði: Ég er ljósgjafi og lýsi upp veginn. Ég er leiður í dag, segir peyinn. Ég talinn er mannfýla mesta. Ég er Móri og segi til gesta. Helgi R. Einarsson lét limruna „Nútíminn“ fljóta með lausn sinni á gátunni: Táningar símana tala’ í tísta stöðugt og mala’ í suður í Súdan, Sandgerði’ og Bútan, Bretlandseyjum og Balí. Nú er veiran að hrjá okkur en fyrir 100 árum og vel það var skól- um í Reykjavík lokað vegna inflú- ensu. Páll Ólafsson kvað: Ósóminn er orðinn ber, þó yfir hann sé mokað. Svínastían opin er en öllum skólum lokað. Sigurður Ingimundarson orti: Vinirnir mér vísa á bug ég verð að láta nægja að dragast burt með döprum hug og drepast milli bæja. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Veit ég það Sveinki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.