Morgunblaðið - 24.07.2021, Page 37
Fyrsta plata Ólafs
Kram, sigurvegara
Músíktilrauna, er
gríðarhressandi og
sveitin sjálf eins og
bylmingsgustur í gegn-
um íslenskt tónlistarlíf.
Passið ykkur bara!
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég vissi varla hvert ég ætlaði þeg-
ar ég sá Ólaf Kram leika á Músík-
tilraunum. Það þarf eitthvað mikið
að koma til ef sveitin atarna fer
ekki með sigur af hólmi hugsaði ég.
Í blaði þessu, er ég skrifaði um
undanúrslitin, notaði ég orð eins og
framúrskarandi, frumlegt, ástríðu-
fullt, leitandi og hrífandi og um
úrslitaatið skrifaði ég m.a.: „Ólafur
Kram steig ekki feilspor … Tónlist-
in er dásamleg … Textarnir frá-
bærir, úthugsaðir og með skemmti-
legum hendingum. Spilamennska
örugg, samhent og allir meðlimir
syngjandi.“
Já, ég hreifst eins og svo
margir. Þarna kom svo margt sam-
an sem hitti okkur öll í hjartastað.
Fyrir stuttu kom svo út sex laga
plata, nefrennsli/kossaflens, sem
reyndar var tekin upp síðasta
haust. Sveitin var þá skipuð Iðunni
Gígju Kristjánsdóttur (hljómborð
og söngur), Guðnýju Margréti
Eyjólfs (bassi og söngur), Birgittu
Björg Guðmarsdóttur (trompet og
söngur), Eydísi Kvaran (gítar og
söngur) og Öldu Særós Bóasdóttur
(trommur). Platan var tekin upp í
æfingaskúr sveitarinnar (Stúdíó
Frakkland) þar sem upptökumenn
voru Sævar Andri Sigurðarson og
Auðunn Orri Sigurvinsson. Sævar
hefur nú leyst Öldu af á trommu-
settinu en að öðru leyti er hljóm-
sveitarskipanin hin sama.
Lifandi, lifandi, alveg sprelllifandi…
Fögnuður Ólafur Kram, eins og sveitin er skipuð á plötunni nefrennsli/kossaflens.
Gáskinn og gleðin sem maður
sá í magnaðri framkomu sveitar-
innar á Tilraununum skilar sér vel.
Það er víða leitað fanga í tónlist-
inni, sveitir eins og Grýlurnar, Kol-
rassa krókríðandi, Dúkkulísur,
Slits, Raincoats og Dolly Mixture
koma óneitanlega upp í hugann en
um leið er sterk vísun í íslenska
tónlist frá áttunda áratugnum,
hvort sem það er meðvitað eður ei.
Kammerpopparar eins og Melchior
og Diabolus in Musica en þó eink-
um Spilverkið. Ég mun aldrei
gleyma því hvernig Iðunn hljóm-
borðsleikari beitti sér á undan-
úrslitakvöldinu, söng sem andsetin
væri og manni varð eiginlega ekki
um sel. Steig fram, kinnroðalaust,
og gólaði glæsilega yfir salinn eins
og ekkert væri sjálfsagðara. Magn-
að! Gott dæmi um þessi áhrif eru í
hinu stórkostlega lokalagi „Hor-
gemlingur“. Ég hugsa um Risaeðl-
una og Afródítu, „költ“-band sem
er hvað þekktast fyrir lagið „Taktu
mig Karíus“ (á safnsnældunni
Strump, 1990). Ólafur Kram er
beinlínis hættulegur í þessu til-
tekna lagi. Söngurinn er svakaleg-
ur – manni rennur kalt vatn milli
skinns og hörunds – eitthvað svo
lifandi, kraftmikill og sniðugur.
Hér er gólað og gargað á milli
snilldarlegra textahendinga og
lagasmíðin hlýðir engum reglum,
það er hægt á og hraðað og allt
gengur það fullkomlega upp. „Mik-
ið er gott að vera til“ er sungið og
hressilega ýjað að því að sé
kannski ekki svo gott. Platan byrj-
ar hins vegar á laginu „ómægad ég
elska þig“ þar sem segir: „Ástin er
svo mikil subba/Hún tekur aldrei
til eftir sig/Og Nietzsche sagði að
ástin væri dauð/En hann hitti aldr-
ei neinn eins og þig.“ Þvílík snilld!
Er hægt að fara fram á mikið
meira! Annað er eftir þessu og
þetta er bara svo hressandi eitt-
hvað. Alvörutextar og -hugmyndir,
tilfinnanleg ástríða og óbilandi hug-
rekki.
Ólafur Kram er á blússandi
siglingu og Iðunn staðfesti við
pistilritara í gegnum tölvupóst að
verið væri að vinna í meira efni
enda þessi plata meira en hálfs árs
gömul að telja og sum lögin jafnvel
eldri. Ég freistaðist líka til að
spyrja hana út í textana, sem eru á
kjarnyrtri litríkri íslensku. Svaraði
hún þessu til: „Við höfum alltaf
lagt mikið upp úr því að skrifa á
íslensku og höfum bara miklu
meira gaman af því að vinna með
t.d. myndlíkingar, óalgeng orð og
svo framvegis, frekar en að hafa
þetta of einfalt (ekki að það sé
neitt að því).“
Svo ég dragi þetta saman,
þetta er bara dásamlegt, allt saman
(afsakið æsinginn og stóryrðin …
eða nei, ég ætla ekki að afsaka
það!). Eða eins og segir í lagi Ólafs
Hauks Símonarsonar: „…ég líð
engum skunkum að troða mér í
staðlað mót./Ég er lifandi, lifandi,
alveg sprelllifandi!“
»
Annað er eftir
þessu og þetta er
bara svo hressandi
eitthvað. Alvörutextar
og -hugmyndir, tilfinn-
anleg ástríða og
óbilandi hugrekki.
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2021
Systrasamlagið, Mengi og Smekkleysa taka höndum
saman með Sumarborginni og efna til Óðinsflæðis á
Óðinsgötu og Óðinstorgi í dag, laugardag, frá hádegi
og fram á kvöld. Dagskráin hefst kl. 12 með
fjölskyldujóga undir leiðsögn Íslenskra seiðkvenna,
en kl. 13 leika þær á gong og skálar á Óðinstorgi. Í
framhaldinu verður boðið upp á tónlist, en fram
koma, í þessari röð: Benni Hemm og hljómsveit, DJ
sóley, DJ Flugvél og geimskip, DJ Sley, DJ Stína
Ágústsdóttir og DJ FM Belfast.
Óðinsflæði með jóga og tónlist í dag
Lóa Hlín
Hjálmtýsdóttir
Heiðskýrt nefnist myndlistarsýn-
ing sem Kristín Reynisdóttir opn-
ar í Einkasafninu í Eyjafjarðar-
sveit í dag, laugardag, kl. 14.
Kristín sýnir þar ný verk sem hún
hefur unnið inn í umhverfið í og
við Einkasafnið að undanförnu.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Þórs-
son. „Sumarið 2020 hófst sýning-
arröð listafólks sem hefur verið
boðið til dvalar í safninu og sýnt
afrakstur vinnu sinnar í safnhús-
inu og umhverfis það,“ segir í til-
kynningu frá safninu, en sýning
Kristínar er fimmta sýning þess-
ara sumarlistamanna.
„Kristín hefur frá miðjum
níunda áratugnum verið atkvæða-
mikill myndlistamaður, með marg-
ar einkasýningar á sínu nafni auk
þess að hafa átt verk á fjölmörg-
um samsýningum, bæði hér heima
og erlendis. Hún lauk námi frá
Akademie der Bildenden kunste í
Düsseldorf í Þýskalandi 1989, eftir
að hafa lokið námi við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands. Verk
Kristínar eru gjarnan innsetn-
ingar í rými, sem gera hvort
tveggja; að ávarpa þann sérstaka
stað sem þau eru sett inn í og
velta upp sammannlegum þáttum
með tilvísanir í upplifanir og til-
finningar.“ Sýningin er opin þessa
og næstu helgi milli kl. 14 og 17.
Kristín sýnir Heiðskýrt í Einkasafninu
Speglun Kristín Reynisdóttir í spegli.