Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Qupperneq 8

Fiskifréttir - 17.12.1999, Qupperneq 8
8 FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999 Fréttir Fiskifélagió: Sjómanna- almanakiö Sjómannaalmanakið 2000 og Is- lensk skipa- og hafnaskrá er komin út hjá Fiskifélagsútgáfunni, en þetta er 75. árgangur ritsins. I til- efni þessara tímamóta í útgáfunni hefur allt efni bókanna verið stokkað upp og skýringarmyndir endurgerðar auk þess sem nýir efnisþættir bætast við. Meðal annars má nefna endurbættan kafla um íslenska nytjafiska með teikningum Jóns Baldurs Hlíðbergs. Eins og áður er bókin tvískipt og fylgir sérstök skipa- og hafnaskrá með Almanakinu. Það bindi er einnig endurbætt að flestu leyti. Mynd- um af skipum og bátum hefur verið fjölgað verulega og ítarlegar upp- lýsingar er að finna um úthlutaðan aflakvóta á hvert skip. Þá eru birtar nýjar myndir af flestum bæjarfélögum á ströndinni eftir Mats Wibe Lund og götukort eftir Sigurgeir Skúlason. SJOMANNA ALMANAKIÐ & Sjórán og siglingar Komin er út bókin Sjórán og siglingar eftir Helga Þorláksson sagnfræðing og prófessor. Þar segir frá sjóránum Englendinga á 16. öld og 17. öld, sem m.a. teygðu anga sína til íslands. Elíasabet Englandsdrottning leyfði þegnum sínum að herja á óvini ríkisins og bandamenn þeirra með sjóránum. Eftir fráfall hennar var enskum sjóræningjum hvergi vært og leituðu þá sumir norður í höfn og birtust á miðunum við fsland. í þessari bók segir Helgi frá enskum sæ- förum og sjóræningjum, duggurum, kaupmönn- um og fálkaföngurum, dönskum valdsmönnum, íslenskum klerkum, ráðamönnum og alþýðu manna. Víða er komið við á íslandi en sögu- sviðið spannar líka Færeyjar, Bretland og Ir- land, Finnmörku, Eyrarsund, Miðjarðarhaf, Marokkó og miðin við Nýfundnaland. Helgi hefur leitað fanga víða erlendis og nýtir margar heimildir sem ekki hafa verið rannsakaðar fyrr. Utgefandi bókarinnar er Mál og menning. Spánverjum úthýst við Marokkó Fiskveiðisamningur Evópusambandsins og Marokkó er útrunn- inn án þess að vera endurnýjaður. Þetta kemur fyrst og fremst nið- ur á 4.200 spænskum sjómönnum á 390 skipum, sem stundað hafa veiðar við Marokkóstrendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samningar ESB og Marokkó um fisk- veiðimál sigla í strand, en að þessu sinni virðast málin í harðari hnút en áður. Spænsk stjómvöld hafa gert ráðstafanir til þess að sjómenn og út- gerðarmenn fái bætur meðan þetta ástand varir. Hverjum sjómanni eru ætlaðar sem svarar 75 þús. ísl. kr. í atvinnuleysisbætur á mánuði og út- gerðarmenn fá frá hálfi milljón og upp í tvær milljónir króna til þess að standa undir afborgunum af lánum og öðrum gjöldum. ESB borgar brúsann. Veióiheimiidir Norðmanna við ísland: Botnfiskkvótinn skeröist ekki Botnfiskkvóti Norðmanna við Island skerðist ekki á næsta ári, þótt Islendingar verði að sæta skerðingu á þorskkvóta í Bar- entshafi úr 8.900 honum í 7.254 tonn. Samkvæmt Smugusamningnum svonefnda stendur botnfiskkvóti Norðmanna, 500 tonn af keilu, HAÞRÝSTIKERFUM löngu og blálöngu, óbreyttur hvort sem veiðiheimildir Islendinga aukast eða minnka í Barentshafi. Hann fellur hins vegar niður, ef þorskkvóti Islendinga í Barentshafi fellur með öllu niður. Hins vegar skal aðlaga loðnukvóta Norð- manna við Island, sem Smugu- samningurinn veitti þeim, hlut- fallslega að árlegum kvóta íslend- inga í Barentshafi. Loðnukvótinn er 17.000 tonn í ár en fer niður í 13.770 tonn á því næsta. Rétt er að minna á að þótt kvóti Islendinga í Barentshafi á næsta ári sé 7.254 tonn þurfa þeir að borga Rússum kvótaleigu fyrir 1.378 tonn. Frjáls kvóti er því aðeins 5.876 tonn. Allar tölur miðast við fisk upp úr sjó. Til viðbótar botn- fiskkvótunum koma heimildir fyrir aukaafla, 30% í Barentshafi og 5- 25% við Island, misjafnt eftir teg- undum. Heildarþorskkvótinn í Barents- hafi á næsta ári verður 390 þús. tonn og að auki 40 þús. tonn af strandþorski. Þetta er 90 þús. tonna samdráttur milli ára. Norðmenn fá liðlega 193 þús. tonn, Rússar rúm 181 þús. tonn og önnur ríki fá rúm 55 þús. tonn. Ýsukvótinn í Bar- entshafi minnkar úr 78 þús. tonn- um í 62 þús. tonn. Hins vegar verða leyfðar veiðar á 435 þús. tonnum af loðnu sem skipt er þannig að Norð- menn fá 261 þús. tonn og Rússar 174 þús. tonn. Bækur J.D.NEUHAUS TALIUR - loft eða rafmagns 250 kg -100 tonn RAFVER SKEIFUNNI 3E-F ■ SÍMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 ■ rafver@simnet.is Við hjá Dynjanda bjóðum fyrirtækjum og stofnunum heildarlausnir á öllu sem viðkemur háþrýstikerfum. Stöðvarnar eru ryðfríar og búnar vönduðu og öruggu stýrikerfi. Fjölbreytt úrval fylgihluta og traust þjónusta. Fáið upplýsingar hjá sölumönnum okkar, hvaða og hvernig háþrýstikerfi hentar best þínum vinnustað. allt fyrír öryggið SKEIFAN 3 REYKJAVIK SIMI 588 5080 FAX 568 0470

x

Fiskifréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.