Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Side 21

Fiskifréttir - 17.12.1999, Side 21
FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999 21 Verferðir skipin og síðar vélskipin tóku við af árabátunum og fiskveiðar urðu að aðal og jafnframt einu atvinnu fjölda manna. Vertíðartímabilin Ekki eru til miklar heimildir um hvenær vertíðartímabil hófst og hvenær því lauk á hinum ýmsu út- gerðarstöðum. Ætlað er að sums staðar hafi ekki verið miðað við ákveðna daga, heldur fremur tíma- bil og að aðstæður hafi verið látnar ráða hvenær róðrar hófust og hvenær þeim lauk. Kom þar m.a. til grasspretta hverju sinni. Elsta heimildin um vertíðarskipun er Píningsdómur sem dæmdur var á Býjaskerum árið 1490, en í dómn- um segir að vertíð skuli ljúka eigi síðar en föstudaginn er níu nætur væru af sumri. Segir þar að for- manni beri þá að setja upp skipið, búa vel um það og koma því þann- ig úr ábyrgð sinni. Sá sem vanrækti þetta átti von á sektardómi. Ekki getur dómurinn þess hvenær ver- tíðir ættu að hefjast. Hins vegar mun sú hefð hafa skapast og staðið um tíma að vetrarvertíð á Suður- landi og Reykjanesi hæfist eigi síð- ar en á Pálsmessu, þ.e. 25. janúar, og stæði fram til tveggjapostula- messu, 1. maí. Þegar tímatalinu var breytt árið 1700 breyttist einnig vertíðartímabilið. Eftir það hófst vertíðin á kyndilmessu, 2. febrúar, og stóð fram til 12. maí. Auk aðal- vertíðar var einnig um að ræða tvö önnur róðrartímabil, á vorin og fram til Jónsmessu og á haustin frá Mikjálsmessu, 29. september, til Þorláksmessu, 23. desember. Á þessum tímabilum voru það eink- um heimaskip sem reru og ekki var algengt að aðkomumenn væru við róðra, sérstaklega ekki á vortíma- bilinu. Á hinu aðalvertíðarsvæðinu sem aðkomumenn sóttu, á Snæfells- nesi, var vertíðartímabilið styttra og breytilegra. Vertíðirnar hófust síðar eða um eða eftir miðjan febr- úar og af heimildum má ráða að stundum voru vertíðir í Dritvík að- eins í fjórar eða fimm vikur, frá miðjum apríl og fram yfir miðjan maí. Ástæða þessa mun fyrst og fremst hafa verið sú að í Dritvík risu ekki eiginlegar verbúðir heldur höfðust menn þar meira við í tjöld- um eða yfirtjölduðum búðum og hefur slfkt ekki þótt fýsilegt yfir háveturinn. Annars staðar á Snæ- fellsnesi var vertíð lengri og þar var einnig urn að ræða haustvertíð- ir sem stóðu frá sláturtíð til jóla. Á Vestfjörðum hófst vertíð seinna en á Suðurnesjum og Snæfellsnesi. I „Islenskum sjávarháttum“ getur Lúðvík Kristjánsson t.d. um bréf frá árinu 1469, þar sem fjallað er um vertíðarskil í Bolungarvík á eft- irfarandi hátt: „Allir þeir, sem í Bolungarvík vilja róa, skulu að frjálsu koma þar að Gregoríus- messu (12. mars) og fara í burt að Mikjálsmessu (29. september) en er heimil vertíð þar á milli.“ Norð- an- og Austanlands voru aðalver- tíðirnar á enn öðrum tíma, annars vegar fyrri hluta sumars vegar á haustin. °g hins Allt að tólf daga ferðalög Verferðir, ferðalög manna milli landshluta til þess að stunda sjó- sókn, voru um aldir veiga- mikill þáttur í atvinnusögu landsins. Ekki eru til nein- ar áreiðanlegar heimildir um hversu umfangsmiklar þær voru en þó er hægt að fullyrða að um skeið tóku þátt í þeinr flestir verkfær- ir karlmenn í heilu byggð- arlögunum. Leiðir sem menn þurftu að fara voru mismunandi langar en þess mörg dæmi að menn lögðu á sig 10-12 daga ferðir, hvora leið, til þess að fara í verið. I flestum tilvikum var yfir erfiða fjallvegi að fara og því lentu menn oft í miklum mannraunum. En um það var ekki hægt að fást. Lífs- bjargar urðu menn að afla, hvort heldur þeir voru vinnumenn eða eigin herr- ar að nafninu til. Sjálfsagt hefur öllum verið ljóst að þegar lagt var í verferð var heimkoman óviss. Á ára- bátaöldunum voru slysfar- ir á sjó tíðar og þess mörg dæmi að tugir manna fær- ust á einum óveðursdegi. Upphaf verferða var því erfitt bæði fyrir mennina, sem í þær lögðu, og eins fyrir fjölskyldur þeirra, sem heima sátu, konur og börn, sem fengu það erfiða hlutskipti að annast bú í fjarveru mannanna. Margvíslegir siðir og venjur mynduðust um upphaf verferða. Nesti þurftu vermennirnir að hafa með sér því ekki var þess von að þeir fengju beina þar sem þeir leit- uðu næturgistingar á leiðinni. Menn reyndu meira að segja að hafa nesti sitt það ríflegt að þeir gætu greitt fyrir gistingu með mat- arbita. Þótti sjálfsagt að taka til það skásta matarkyns fyrir vermennina sem til var og setja í svokallaðan klakksekk sem þeir báru með sér. Nestið var einkum hangið sauða- ket, smjör og kæfa. Sums staðar var sá siður ríkjandi að vermaður- inn gæfi öllu heimafólki bita af nesti sínu áður en hann lagði af stað og var það kallað að gefa vel- ferðarbita. Nær alls staðar var það siður að vermenn færu í kirkju í heimasveit sinni sunnudaginn áður en þeir lögðu af stað í verferðina og þess dæmi að þá bæði presturinn sér- staklega fyrir þeim og einnig mun hafa tíðkast sums staðar að ver- menn gengju til altaris við þetta tækifæri. Sá siður mun þó að mestu hafa lagst af um miðja nítjándu öld. Áður en verferð hófst gengu vermenn milli bæja til þess að kveðja vini og ættingja og til þess að sammælast við sveitunga sína, sem einnig voru að fara. Var jafnan reynt að stilla svo til að vermenn færu saman í litlurn hópunr, helst 6-8 menn saman. Þá var talið auð- veldara að fá gistingu á leiðinni. En oft fór svo að á hinni löngu leið söfnuðust mun fleiri menn í flokk- inn. Vermenn fyrri tíða klæddust svipað þessu. Myndin er af Einari Hjaltasyni sem lengi var uppskipunar- formaður í Vík í Mýrdal og er úr bókinni Sjósókn og sjávarfang eftir Þórð Tómasson safnvörð í Skógum. „Afvend frá mér ólukku“ Áður en vermenn fóru af bæ var þeim beðið guðsblessunar af heimafólki og þá gjarnan farið með bænir. Algengast var að fólk færi með faðir vorið en einnig voru til sérstakar vermanna- eða ferðabæn- ir. Slíkar bænir var einnig farið með þegar lagt var upp frá nætur- stað á leiðinni. Algengust mun hafa verið bæn sem er að finna í Sálma- og bænakveri Bjarna Arngrímsson- ar, sem gefið var út um miðja nítj- ándu öld. Er bænin svohljóðandi: „Góði guð. Þú verndarinn allra þeirra, sem á þig treysta. I þínu nafni áforma ég nú mína reisu. Vertu mín fylgd og minn vegvísari, svo kann mig ekkert illt að henda. Þér fel ég mig nú og mitt áform. Þú einn kannt að farsæla mín fyrir- tæki, vertu mér nú og jafnan ná- lægur með náð þinni og virstu að greiða hvert mitt spor mér til heil- la. Afvend frá mér öllum slysum, hættum og ólukku tilfellum og ber mig svo á þínum höndum, svo ég steyti ekki fót minn við steini. Gef mér farsællega að útrétta mín er- indi í þínum ótta og eftir þínu boði, mér og mínum meðbræðrum til nota, og leið mig svo heilan og glaðan heim aftur. Þá vil ég þakk- látur prísa þína gæsku, sem aldrei yfirgefur þá, er öryggir fela þér sín efni og í Jesú nafni setja á þig ein- an trú og von. Amen.“ Eftir að vermenn voru farnir að heiman var þess vandlega gætt að hreyfa ekkert sem þeir höfðu skilið þar eftir um sinn. Mátti ekki búa urn rúm þeirra fyrr en að þremur nóttum liðnum. Væri það gert fyrr var það trú manna að þeir ættu ekki afturkvæmt. Föt sem ver- menn skildu eftir heima mátti ekki þvo fyrr en þremur vikum eftir að þeir voru farnir og þá þurfti að vera gott og bjart veður þann daginn. Ekki mátti snúa fötunum í þvotti, því væri það gert var það vísun á að ver- mennirnir myndu lenda í villum á sjó. Það þótti góðs viti ef karlmaður kom í heimsókn á bæ vermanna skömmu eftir að þeir voru lagðir af stað, en hins vegar vissi það á eitthvað slæmt ef kona kom í heimsókn fljótlega eftir að þeir voru farnir að heiman. Undantekningarlítið voru vermenn gangandi á ferð. Einstaka maður hafði þó trússahest og reiddi á honum varning sinn. Ástæður þess að hestar voru lítið notaðir í verferðum voru einkum tvær. annars vegar sú að þeir komu ekki að mikl- urn notum þegar verið var að brjótast áfram í ófærð um hávetur og gátu meira að segja orðið til trafala og hin ástæðan var sú að mjög erfitt var að koma þeim í fóðrun eftir að í verstöðvarnar var komið. I grennd við stærstu verstöðvarnar var lítið gróðurlendi og fá býli. Það voru helst þeir vermenn sem fóru til Suðurnesja eða Reykjanesver- stöðva frá Suðurlandi sem höfðu hesta með í verferðum og var þá oftast heimrekstrarmaður með í för sem sá urn að koma hestunum til baka. Með búnaðinn í bak og fyrir Flestir vermanna báru því búnað sinn á ferðalaginu í verið og varð það ekki til þess að létta þeim gönguna. Var mat og föggum kom- ið fyrir í strigapokum sem menn báru í bak og fyrir. Pokar þeirra sem lengst fóru og þurftu að hafa mestan mat með sér gátu orðið allt að 40 kíló og munaði um slíkt ekki síst þegar menn þurftu að kafa snjó. Ferðaklæðnaður og skæði ver- manna var heldur ekki þannig að hann veitti þeim mikið skjól í vetr- arveðrum eða þegar þurfti að vaða ár og læki. I lýsingu Kristleifs Þor- steinssonar á klæðaburði vermanna í Borgarfirði segir svo: „Engir höfðu neinar yfirhafnir til að klæða af sér fönn eða regn. Þá áttu vinnu- menn ekki önnur hlífðarföt en ein- hverjar hríðarúlpur úr groddavað- máli, sem ekki voru nokkrum mönnum bærar í svona langferðir. Það kom naumast það veður, að menn gengju sér ekki til hita í meiri eða minni ófærð, með þrjá fjórðunga á baki og brjósti. Hið mesta kapp var lagt á það, að ferð- in tæki sem skemmstan tíma bæði til þess að hafa náttstaði sem fæsta á leiðinni og einnig til hins, að sitja ekki af sér fisk, ef veður leyfðu róðra.“ Kristleifur fjallar einnig um nestið sem vermennirnir höfðu með sér í ferðalagið og segir um það: „Uppi á klettasnösum eða öðr- um mishæðum, er stóðu upp úr fannbreiðunni, settust menn að nesti sínu og átu það gaddfreðið. En það var kraftfæða: hangið sauðakjöt, brauð og smjör. Þorst- inn varð oft næstum óþolandi á sprenggöngu eftir svona máltíð." Búnaður og klæðnaður Norð- lendinga er fóru í verið mun hafa verið mjög svipaður og búnaður Borgfirðinga sem Kristleifur lýsir hér að framan. Þannig fjallar Ágúst Guðmundsson frá Halakoti í end- urminningum sínum um klæðnað norðlenskra vermanna og segir: „Hann hafði lambhúshettu, sem náði niður á herðar og varði kulda og kali í grimmdarfrostum. Ullar- sokkar klofháir voru utanyfir bux- um, á fótum þykkir leðurskór með hæl- og ristarþvengjum til þess að forða snjónum niður í skóna.“ Sem fyrr segir voru margir á far- aldsfæti við upphaf og lok vertíðar. Mestur var þó straumur vermanna frá Norðurlandi til Suðurnesja ann- ars vegar og Snæfellsness hins veg- ar. Þessir menn áttu langa vegferð fyrir höndum er þeir lögðu af stað í verferð og heimleiðis að henni lok- inni. Talið var að ferðin tæki Þing- eyinga 12 daga, Eyfirðinga 10 daga, Skagfirðinga 8 daga og Hún- vetninga 6 daga. Þeir sem komu frá sunnanverðum Austfjörðum í þess- ar verstöðvar voru yfirleitt 6-8 daga á leiðinni. Smátt og smátt mynduðust ákveðnar hefðir í vali vermanna á leiðum sínum, þótt stundum væri út af þeim brugðið og reynt að fara skemmri leið til að spara tírna. Helstu verleiðirnar Yfirleitt gengu þeir sem fóru í fyrrnefnd ver frá Norðurlandi fjall- vegi ef farið var á haustvertíð en svokallaða byggðaleið á vetrarver- tíðina. Þegar Þingeyingar fóru fjallvegi var farið upp Bárðardal, inn á Sprengisand og yfir hann, niður með Þjórsá allt nið- ur undir ósa og þaðan var síðan gengið yfir Hellisheiði. Eyfirðing- ar fóru upp með Eyjafjarðará og Gilsá og þaðan um svokallaðan Eyfirðingaveg sem lá yfir Kjöl og gengu síðan niður með Hvítá í Biskupstungur. Fjallvegaleið Skag- firðinga lá ýmist yfir Kjalveg og var þá síðari hluti leiðar þeirra hinn sami og Eyfirðinganna, eða um Skagfirðingaveg sem var um Stóra- sand og Arnarvatnsheiði niður að

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.