Fiskifréttir - 17.12.1999, Side 25
FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999
25
Verferðir
Frá Holtavörðuheiði. Konungsvarðan. Skammt frá henni er Hæðar-
steinn, þar sem vermenn áðu jafnan á leið sinni yfir heiðina og nýlið-
ar í hópnum urðu að gangast undir strangan dóm gætu þeir ekki innt
ákveðnar „tolIgreiðslur“ af hendi.
Tvídægru. Annálar frá þeim tíma
eyða ekki mörgum orðum í þennan
mannskaða en greina þó frá hon-
um. I Skarðsannál segir: „Mann-
skaði af vermönnum á Tvídægru,
dóu 13, en margir örkumlaðir á
höndum og fótu.“ Og í Vatns-
fjarðarannál segir: „Dóu 13 menn á
Tvídægru og margir fengu ör-
kuml.“
Guðmundur Björnsson, land-
læknir, sem notaði skáldanafnið
Gestur, orti magnað kvæði um
þessa helför og notar þjóðsagnar-
minnið, að vermennirnir haft verið
frá biskupsstólnum á Hólum, og
verið ódælir og óráðþægir rétt eins
og Hólamenn sem áttu að hafa
hrapað fram af Vermannabana.
Stef þessa kunna ljóðs er þann-
ig:
Þó að hönd sé helköld
og hrikti kjúkum í,
ekki léttast Hólamanna
högg fyrir því.
Og viðkvæðið er táknrænt fyrir
það sem sannarlega var er menn
héldu í verið, svo sem m.a. kemur
fram í lýsingu Kristleifs Þorsteins-
sonar sem vitnað er í hér að fram-
an:
En heima sitja meyjar
og mœðast af sorgum.
I ljóði sínu lýsir skáldið helför
Hólamanna yftr Tvídægru og tekst
á meistaralegan hátt að bregða
dulúð yftr atburðinn, m.a. þannig
að þegar mennirnir gáfust upp og
lögðust niður þá fannst hinum þeir
„heyra í bylnum hljóð úr Líka-
böng“, en Líkaböng nefndist
klukka sú sem var í sáluhliðinu á
Hólum. Skáldið kemur líka vel til
skila lýsingum á hroka vermann-
anna og jafnframt hreysti þeirra,
sem nær hámarki er fóstursonur
biskupsins, einn vermanna nær til
byggða en er synjað um nætur-
greiða. Þá reiðir hann hnefa til
höggs og fylgir því svo vel eftir að
hnefi hans fer í mél og bæði hann
og sunnlenski bóndadurgurinn
detta dauðir niður.
Bæði í Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar og í Gráskinnu Gísla Kon-
ráðssonar eru sögur um Hóla-
mannahögg og eru þær nokkuð
keimlíkar. I þeim fyrrnefndu segir
svo:
„Tólf menn frá Hólum ætluðu
einu sinni suður á land til sjóróðra,
en fengu moldöskubyl á Tvídægru
svo þeir urðu þar allir úti nerna
einn. Hann komst hálfdauður af
þreytu og helkaldur til næsta bæjar.
Bóndinn á bænum, sem Hólamenn
höfðu árið áður hætt og misboðið,
erfði það við manninn og í staðinn
fyrir að veita honum, svo illa á sig
komnum sem hann var, góðan
beina, sagði hann með miskunnar-
lausri hæðni: „Nú eru Hólamanna
klakksekkir farnir að léttast.“ Þá
svaraði hinn þó hann væri kominn
í opinn dauðann. „En fyrir það létt-
ast ekki Hólamannahögg,“ og rak
Flestir nýlióar vildu
gjarnan sleppa viö
aö fara Holtavöróu-
heiöi. Þaö var ekk-
ert þægilegt að láta
taka út á sér liminn
og teyma sig þrí-
vegis í kringum
Hæöarstein.
bónda um leið aleflis kjaftshögg.
En svo var maðurinn kalinn að
handleggurinn féll af honum við
höggið og hann datt sjálfur dauður
niður í sömu sporum.“
Gráskinna segir hins vegar svo:
„Það er sagt að eitt sinn færu
margir Hólamenn saman suður til
vers sem oftar og ætluðu á Suður-
nes. Telja sumir átján verið hafa.
Sveinn einn var með þeim er þeim
þótti lítilsverður og spottuðu hann
mjög. Ráðsmaður á staðnum gaf
sveininum loðkápu eina og kvað
honum mundi að gagni koma.
Lögðu þeir á Holtavörðuheiði í illu
veðri. Ari hét sá er fyrir þeim var.
Rak nú afarhríð á svo allir þeir sett-
ust fyrir á heiðinni en eigi er getið
glögglega hvar helst það var. Þó
telja sumir sunnan Hæðarsteins
verið hafa. Bleytuhríð hafði á verið
en herti að síðan með hörkufrosti
svo allt sýldi. Ari steig aldrei af
hesti sínum og er mælt hann segði:
„Kyrr situr Ari, hvergi trúi ég hann
fari! “ Er það síðan orðið að al-
mennu orðtaki. Er nú sagt að Ari
riði frá þeim á lausum hesti til
byggða allt suður til Sveinatungu
eða Hvamms í Norðurárdal. Jafnan
þóttu Hólamenn stórlátir og gems-
miklir. Ari fann bónda fyrir dyrum
úti og kvöddust þeir. Bóndi mælti
sem í glett: „Nú taka að léttast
Hólamanna klakkasekkir!“ Ari
vildi eigi minna láta, reiddist og
vildi slá bónda og sagði: „Þó léttast
ekki Hólamannahögg!“ En þegar
hraut armleggur Ara í sundur, svo
var hann beinkalinn. Er þetta síðan
að orðtökum orðið.“
Vera má að sú sagan um „Hóla-
mannahöggið" og höndina bein-
frosnu hafi orðið til út frá þeirri
staðreynd að einn þeirra manna
sem örkumluðust í hrakningunum
1588 missti báða armleggi. Sá hét
Jón Flóventsson og var frá bænum
Arnarstöðum í Eyjafirði. Gekk
hann undir nafninu Jón handalausi
meðan hann lifði og er vitað að
þrátt fyrir fötlun sína gekk hann að
almennum bússtörfum og þótti
dugmikill og hraustur maður.
Sex menn urðu úti á
Mosfellsheiði
þjóðsögum og sögnum er skáld-
að í eyðurnar, bætt við og ýmislegt
gert til þess að gera frásagnirnar
æsilegri. En slíkt þarf raunar ekki
til þegar fjallað er um ferðir ver-
manna. Þar eru til margar frásögur
um ógnvænlega hrakninga sem
þeir lentu í, jafnvel skráðar af þeim
sjálfum sem upplifðu þá. Slíkar
frásagnir eru yfirleitt frá seinni öld-
um, en sennilegt er að harmsögur
hafi ekki síður orðið til á fyrri tím-
um þegar leiðir voru jafnvel enn
vandfarnari en þær urðu síðar.
Hinn 8. mars árið 1857 urðu sex
vermenn úr Biskupstungum og
Laugardal úti á Mosfellsheiði en
átta menn björguðust við illan leik
og hlutu sumir örkuml af kalsárum.
Einn þeirra manna sem komst lífs
af úr hrakningunum var Guðmund-
ur Pálsson á Hjálmsstöðum og
skráði hann frásögn af atburðinum.
Vermennirnir ætluðu til Reykjavík-
ur og var fyrirhugaður áningarstað-
ur þeirra fyrsta ferðadaginn að
Kárastöðum og Heiðarbæ en þang-
að komust þeir ekki vegna ófærðar
og dimmviðris og urðu að taka sér
náttstað á Þingvöllum og í Vatns-
koti, en þaðan lögðu þeir síðan á
Mosfellsheiði daginn eftir. Segir
Guðmundur síðan í frásögn sinni:
„Var veður þá allgott, léttur á
vestan og útvesturloftið, en þykkur
og dimmur í austrið. Frost var ekki
mikið þá um morguninn, en snjór
var mikill á jörðu, svo ófærð var
fyllilega í hné. Sóttist ferðin því af-
arseint. Byrjaði að hvessa á Vil-
borgarkeldu, og herti þá jafnframt
frosið, svo að fötin stokkgödduðust
á okkur, og áttum við þá erfitt með
að komast áfram.
Á svonefndum Moldbrekkum,
næstum því á miðri Mosfellsheiði,
var sæluhúskofanefna, og töluðum
við um, er veðrið versnaði, að
reyna að ftnna kofann og láta þar
fyrir berast. Þegar við hugðum
okkur komna svo langt, dreifðum
við okkur til að leita kofans, en
gátum með engu móti fundið hann,
enda var þá komin blindhríð með
feiknafrosti og fannburði af norðri.
Var þá eina lífsvonin, úr því sem
komið var, að reyna að ná til bæjar
á Bringum, en þangað var enn löng
leið fyrir höndum. Héldum við svo
áfram skáhallt við veðrið og höfð-
um nóg með að halda hópinn og
tvístrast ekki hver frá öðrum.
I kringum sólarlagið fórum við
að halda kyrru fyrir, því að flestir
voru þá orðnir aðframkomnir af
þreytu. Klakahúð var komin fyrir
andlit okkar svo að augnanna naut
ekki heldur við, og föt okkar einnig
orðin stálfreðin. Ekki var neitt
glæsilegt að hugsa til þess að láta
fyrir berast þarna um nóttina, ekk-
ert afdrep, allt slétt af jökli, og það
feiknaveður, að ekki var stætt. Við
fórum að pjakka með stöfunum
niður í snjóinn til að reyna að fá
eitthvert skýli, sem við gætum sest
í. Fylltist það jafnharðan af snjó.
Urðum við þó fegnir að fleygja
okkur þar niður, því að þreyta og
kuldi gengu mjög nærri okkur.
Eftir þetta kom dimman, og
hafði þá hver lítið af öðrum að
segja, og mátti svo kalla, að hver
og einn berðist við dauðann. Eg get
ekki greinilega sagt frá öðrum en
sjálfum mér þessa nótt. Átti ég eins
og flestir hinna nóg með sjálfan
mig, og var lítt fær um að rétta öðr-
um hjálparhönd.
Eg lá lítið niður, gerði allar til-
Hafnargata 29 s. 426 7224 Grindavík
þorskmaga
(kúttmaga)
og lifur
Neptunus HF
Fiskislóð 113 • 101 Reykjavík • Island
Sfmi: 552 1380 • 552 2018 • Fax: 552 7720