Fiskifréttir


Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 32

Fiskifréttir - 17.12.1999, Blaðsíða 32
32 FISKIFRÉTTIR 17. desember 1999 Grímseyjarlaxinn - sögufrægasti fiskur íslandssögunnar: Varöskip var sent til Grímseyjar eftir laxinum — rætt við Óla H. Ólason í Grímsey sem veiddi laxinn í net með föður sínum árið 1957 Einn sögufrægasti fiskur íslandssögunnar er örugg- lega Grímseyjarlaxinn svokallaði sem veiddist í net um 400 metra vestan við Grímsey 8. aprfl 1957. Laxinn var 132 sentímetra langur og blóðgaður vó hann 49 pund eða 24,5 kfló. Svo mikið var við haft þeg- ar fréttin um þennan stóra lax spurðist út að varðskip, sem statt var á Faxaflóa, var sent rakleiðis norður til Grímseyjar til þess að ná í laxinn. Slíkt hefur annars ekki verið gert nema þegar náttúruhamfarir verða eða þjóðhöfðingjar eru á ferð. Vörubretti hvert á land sem er —• Freðfiskbretti —• Saltfiskbretti —• Flugbretti —• Einnota eurobretti —• Iðnaðarbretti —• Sérsmíðuð bretti ♦ Framleiðsla á Húsavík, Akureyri, Raufarhöfn og Reykjavík SKIPA- AFGREIÐSLA HÚSAVÍKUR ehf. Sími: 464 1020, fax: 464 1006 e-mail: sah@nett.is CLRRK9* Þýskir rafmagns- og diesellyftarar Brautryðjandi í nýjungum • Diskahemlar í olíubaði • Riðstraumsmótorar, sérstaklega aflmiklir ■ BAE þýskir rafgeymar í allar gerðir lyftara ■ Þýskur Meyer veltibúnaður ■Varahlutirog viðgerðir á öllum gerðum lyftara Úrval notaðra lyftara Bræðurnir Ormsson • Lyftaraþjónusta Lágmúla 9 • Sími 530 2800 • Fax: 530 2820 • Heimasíða: www.ormsson.is Það voru feðgarnir og Grímsey- ingarnir Oli Bjarnason og Oli H. Olason sem veiddu Grímseyjarlax- inn þegar þeir voru á netaveiðum vestan við Grímsey. Netin voru með sjö tommu riðli og Óli H. Óla- son segir að þau hafi verið lögð á um 12 faðma dýpi. — Við höfðum hvorugur reynslu af laxveiðum og vegna þess hve laxinn var stór þá vorum við ekki alveg vissir um það hvort þetta væri lax eða einhver skyldur fxskur. Við blóðguðum laxinn um borð í bátnum og ég man að honum blæd- di mikið. Fréttin um þennan stóra frsk spurðist fljótlega út í eynni og þegar við vorum að landa þá kom til okkar maður sem sagði að óneit- anlega væri fiskurinn líkur laxi en hann væri hins vegar alltof stór til þess að geta verið lax. Þetta var ákaflega feitur og fallegur fiskur og það þurfti báðar hendur til þess að ná utan um stirtluna á honum, seg- ir Óli en hann upplýsir að faðir hans hafi haft áhuga á því að láta reykja laxinn og þess vegna hafði hann samband við yfirmann kjöt- verslunar KEA á Akureyri og spurðist fyrir um hvernig best væri að ganga frá fiskinum fyrir reyk- ingu. — Á þessum árum höfðu Grímseyingar samband við land í gegnum fjarskipti og það gátu allir, sem áhuga höfðu á, hlustað á sam- töl manna. Sigmundur hjá KEA spurði pabba hvort þetta væri stór lax og fékk það svar að hann væri sennilega 50 til 60 pund. Þetta heyrðu einhverjir menn sem voru að hlusta á loftskeytasendingarnar og einn þeirra virðist hafa gert Silla, fréttaritara Morgunblaðsins á Húsavík, viðvart. Silli lét ritstjóm Morgunblaðsins a.m.k. vita af því að stórlax hefði veiðst við Grímsey og þegar fréttin spurðist út fyrir sunnan þá var ákveðið að senda varðskip til þess að ná í fiskinn. Varðskipið var þá statt á Faxaflóa en það lagði af stað samdægurs og kom hingað daginn eftir. Ég er ekki viss um hverjir það voru sem keyptu laxinn af pabba en við heyrðum ekkert frekar af þessu máli annað en það að laxinn hefði verið stoppaður upp. Ég hef ekki séð laxinn síðan hann fór héðan frá Grímsey og ég hef ekki minnstu hugmynd um það hvar hann er nið- urkominn í dag, segir Óli. Grímseyjarlaxinn — Bakkaárlaxinn Grímseyjarlaxinn vakti þjóðar- athygli og hann er enn talinn stærsti lax sem veiðst hefur hér við land. Næst stærsti laxinn, sem vit- að er um með vissu, er Bakkaárlax- inn sem Marinó Jónsson, trillukarl á Bakkafirði, veiddi í Bakkaá í byrjun veiðitímabilsins sumarið 1992. Bakkaárlaxinn var 130 sentí- metra langur og 43 pund að þyngd. Við rannsókn hjá Veiðimálastofnun kom í ljós að þetta var hoplax og er talið að hann hafi vegið rúm 50 pund þegar hann gekk í ána haust- ið 1991. Laxinn varð til við hrygn- ingu haustið 1980, hann klaktist út vorið 1981 og gekk loks til sjávar sem seiði árið 1985. Laxinn var þrjú ár í sjó. Hann gekk í ána til hrygningar sumarið 1988 og síðan hélt hann aftur til sjávar vorið eftir. Þá tók við eitt ár í sjó og laxinn kom næst til hrygningar sumarið 1990. Aftur gekk hann til sjávar vorið 1991 en hann kom svo aftur í ána um haustið og þar dvaldi hann þar til að Marinó Jónsson setti í hann í sumarbyrjun árið 1992. Þessar upplýsingar fengust við at- hugun á hreisturssýnishornum hjá Veiðimálastofnun. Af framan- greindu má vera ljóst að Grímseyj- arlaxinn og Bakkaárlaxinn ný- — WL -j m mg Grímseyjarlaxinn. Mynd/Fiskifréttir: Sigurjón Ragnarsson. Óli H. Ólason genginn hafa verið svipaðir að stærð en þó var sá fyrrnefndi tveimur sentímetrum lengri. Ann- ars segir lengd laxa ekki alltaf alla söguna um þyngdina því vaxtarlag- ið getur verið mismunandi eftir því af hvaða stofnum laxarnir eru. Þannig má nefna að hinn lands- frægi veiðimaður Jakob V. Hafstein veiddi 36 punda lax á flugu í Höfðahyl í Laxá í Aðaldal 10. júlí 1942. Sá lax var 128,5 sentímetra langur. Aðeins veitt einn lax á stöng Óli H. Ólason í Grímsey segist aðeins einu sinni hafa veitt lax á stöng en það var í Fljótum í Skaga- firði. Nafni árinnar segist Óli vera búinn að gleyma. — Hins vegar hef ég fengið þó nokkuð af laxi í þorskanet í áranna rás og mest fékk ég tvo laxa sama daginn. Það voru 10 til 12 punda laxar en þeir komu í net sem ég var með á um 100 til 130 faðma dýpi. Mér skilst að laxinn haldi sig mest í yfirborðinu þannig að mér finnst líklegast að þeir hafi lent í netinu þegar verið var að draga það, segir Óli H. Ólason. Marinó Jónsson með Bakkaár- laxinn

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.